Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjóðir Scala þurrausnir Mílanó. Reuter. STJÓRNENDUR Scala-óperunnar í Mílanó hafa lýst yfír áhyggjum sínum vegna þess að svo lítið er í sjóðum hússins að ef til vill verður ekki hægt að greiða tónlistarfólki óperunnar laun. „Óperan á ekki nægt fé til að greiða laun út árið. Við þurfum á reglubundnum styrkjum að halda og auknum framlögum einstak- linga," sagði Carlo Fontana, jrfír- maður óperunnar. Að sögn hans hyggjast ítölsk yfírvöld draga úr styrkjum til tón- listarstarfsemi um 50 milljarða líra, um 1,9 milljarða ísl. kr. á næsta ári. Það þýðir að framlög til Scala- óperunnar dragast saman um 7 milljarða líra, um 130 milljónir ísl. kr. „Nú er neyðarástand. Staðan hefur aldrei verið eins alvarleg og nú,“ sagði Fontana. Hinn heimsfrægi hljómsveitar- stjóri Ricardo Muti hefur einnig lýst áhyggjum sínum vegna málsins en hann neyddist til þess að leika undir á píanó í óperusýningu í júní er hljómsveit hússins fór í verkfall vegna lágra launa. „Ég verð reiður þegar ég sé hvemig farið er með söngvara og hljóðfæraleikara og hvemig kann að fara fyrir ópem- húsinu," sagði Muti. „Þegar maður stendur frammi fýrir ástandi sem þessu, fer maður eða hefur barátt- una. Ég hef ákveðið að vera um kyrrt og berjast,“ sagði Muti. Næsta leikár hefst með upp- færslu Töfraflautunnar eftir W.A. Mozart en í september fara yfír 600 söngvarar, hljóðfæraleikarar og tæknimenn í tónleikaferð til Japan. ER BOKIN AÐ DEYJA? Morgunblaðið/Kristinn MUN tölvutæknin tortíma bókinni? MENN hafa löngum óttast nýjung- ar og talið þær stofna gömlum gild- um og venjum í hættu. Fræg er sagan af gríska guðinum Hermes sem Platón segir í riti sínu Fædr- usi. Hermes er sagður hafa fundið upp ritmálið en menn voru ekki á eitt sáttir um uppfínningu þessa í fyrstu enda töldu þeir að ritmálið mundi valda því að maðurinn hætti að þjálfa minni sitt. í dag óttast enginn ritmálið en menn eru þeim mun óttaslegnari yfir skjótri og að því er virðist ófyr- irsjáanlegri þróun tölvutækninnar. Einkum óttast menn að svokallaðir CD-ROM-diskar muni tortíma af- kvæmi ritmálsins, bókinni. í nýlegri grein í The Observer Review segir ítalski rithöfundurinn og táknfræði- prófessorinn Umberto Eco hins veg- ar að það sé ekkert að óttast, bók- in muni lifa. Bækur eru ómissandi i Eco segir að bækur séu ómiss- andi, ekki aðeins bókmenntanna vegna heldur einnig vegna allra þeirra sem þurfa að leita sér upplýs- inga. Þær eru og nauðsynlegar ef viðhalda á eðlilegri skoðanamyndun í samfélaginu. „Lestur á tölvuskjá og lestur á bók er ekki það sama“, segir Eco. „Þegar ég hef setið í tólf tíma við íestur á tölvuskjá verða augun í mér eins og tennisboltar. Eftir slíka raun fínn ég iðulega fyr- ir knýjandi þörf til að setjast niður í þægilegan stól og lesa dagblað eða kannski gott ljóð. Ég hugsa að með tölvunum sé að verða til ný tegund læsis. Þær eru hins vegar ekki enn færar um að fullnægja öllum þeim vitsmunalegu þörfum sem þær virðast vekja.“ Lesandinn skapar Eco bendir á að það verði að gera greinarmun á texta og kerfí. Kerfi þróast og eru opin fyrir nýj- ungum. Kerfi, eins og t.d. málkerf- ið, er samansafn allra þeirra mögu- leika sem tungumálið býður upp á. Texti, eins og t.d. skáldsaga, ljóð eða heimspekiritgerð, er hins vegar einungis eilítið úrval eða sýnishom af þessum möguleikum. Texti þró- ast heldur ekki. Hann myndar lok- aðan og takmarkaðan heim. „Skáld- sögu James Joyce, Finnegans Wake, má þannig túlka á ýmsa vegu en hún mun aldrei veita okkur innsýn í síðustu setningu Fermats eða gefa okkur yfírlit yfir kvik- myndir Woody Allens - og það má heldur ekki breyta henni þannig að hún geri það.“ Við stöndum reyndar frammi fyrir því nú að samdar hafa verið skáldsögur fyrir tölvur sem les- andinn getur tekið þátt í að skapa, hann getur valið umfjöllunarefni sögunnar, endi o.s.frv. Segir Eco að með þessu hafi hinni hefðbundnu hugmynd um höfund verið kollvarp- að. Svo virðist sem mun fleiri muni taka þátt í sköpun texta í framtíð- inni en hingað til, samning texta verður í raun jafn almenn og túlkun texta. Skáldsagnahöfundurinn lifir En þetta þarf ekki að þýða að hinn hefðbundni skáldsagnahöfund- ur sé ekki til lengur, hann mun lifa og halda áfram að semja hefð- bundnar skáldsögur með upphafi, miðju og endi. Við getum átt hvort tveggja, hefðina og nýjungina, seg- ir Eco. Þessi nýjung léttir einungis ákveðnum kvöðum af hefðbundnu skáldsögunni rétt eins og tilkoma kvikmyndarinnar og teiknimyndar- innar gerðu. Ljósmyndatæknin leysti líka portrettmálarana að hólmi en hún hefur ekki gengið að málaralistinni dauðri. Þannig hefur það aldrei gerst í menningarsögunni, segir Eco að lokum, að nýjungarnar hafi tortímt hefðbundnum listformum. Nýjung- arnar hafa einungis haft gagnger áhrif á þau. Götuleikhús í miðbænum LEIKSMIÐJA Hins hússins og Útileikhópurinn standa fyrir uppákomum um allt miðbæjar- svæðið, á Lækjartorgi, Austur- velli og Ingólfstorgi og í nærliggj- andi götum alla föstudaga í júlí og standa sýningarnar frá kl. 14-16. Leikhóparnir starfa báðir á vegum fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og hafa þeir aðsetur í Hinu húsinu, menningar og upp- lýsingamiðstöð ungs fólks. Leikstjórar hópanna eru þau Rúnar Guðbrandsson, Anna Borg, Guðjón Sigvaldason og Steinunn Knútsdóttir. Leikur &list ULL ■ (Upplýsingahópur laus- ráðinna leikhúslistamanna) er nú að leggja lokahönd á vinnslu fyrsta tölublaðs tímaritsins Menningarhandbókin Leikur & list, sem er handbók um allt sem er að gerast í menningu, mannlífi og listum í Reykjavík og nágrenni. Allir sjálfstætt starfandi listamenn fá birtar upplýsingar um starfsemi sína endurgjaldslaust í handbókinni sem borin verður inn á hvert einasta heimili í höfuðborgini. Listamenn eru minntir á að síðustu forvöð eru að koma upplýsingum inn í ágústheftið og eru hvattir til að hafa sam- band. ULL er til húsa að Aðal- stræti 6. Fljúgandi furðuverk TONLIST Skálholtskirkja ÞORSTEINN HAUKSSON: ÓRATÓRÍAN PSYC- HOMACHIA við ljóð e. Prudentius. Marta G. Ilall- dórsdóttir sópran, söngflokkurinn mjómeyki og strengjasveit u. stj. Áma Harðarsonar. Skálholtskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 17. BJARKI Sveinbjörnsson tónlistar- fræðingur flutti fróðlegt erindi um Þorstein Hauksson tónskáld í lýðhá- skólabyggingu Skálholtsstaðar sl. laugardag kl. 14, en Bjarki er að viða í doktorsritgerð um sögu ís- lenzkrar raftónlistar. Kom þar m.a. fram, að Þorsteinn mun hafa verið manna fyrstur hér á landi - ein- hvern tíma um miðjan 8. áratug minnir mig hafí verið sagt - til að fullsemja tónverk á tölvu. Fyrir hennar dag var raftónlist unnin með frumstæðum tóngjörva, segul- bandi og skærum. En græjumar breytast og menn- irnir með. Þorsteinn Hauksson hef- ur tekið 180° beygju og er farinn að semja nýja tónlist fyrir „gamal- dags“ hljóðfæri. Kl. 17 sama dag var frumflutt 2. kynslóð af verki hans Psychomachiu fyrir sópran, kór og strengjasveit við latneskt ljóð eftir síðklassíska rómverska skáldið Aurelius Prudentius Clem- ens (348-410[?j) um persóngerðir lasta og dyggða og baráttu þeirra um mannssálina. „Kynslóð" á við í þeim skilningi, að upphaflega var Psychomachia aðeins samin fyrir tvo flytjendur - sópran og selló (1987) - en hefur síðan verið að tútna út og vinda upp á sig í hæð og lengd, eins og fram kemur í viðtali Þorsteins Helgasonar við tónskáldið í afmæl- isriti Sumartónleikanna. Ef rétt er skilið, þá mun í fyllingu tímans birt- ast 3. kynslóð frá frumgerð verks- ins, og þá í formi óperu. Prudentius er uppi á tímum hrömandi fommenningar, þegar hrá en þróttmikil „germönsk jám- öld“ fer að taka við af þeirri róm- versku í fornleifafræðinni. Ákveðin eftirsjá eftir hinu liðna ásamt ótta við framtíðina og jafnvel heimsendi svífur yfir vötnum, sem á einkenni- lega vel við niðurlag 20. aldar. Það er eins og tónskáldið hafi heillazt svo af þessum fundna feng, að fortíðin hafi farið að stýra penn- anum/tölvutakkaborðinu. A.m.k. varð útkoman eitthvert stílblendn- asta tónverk sem undirritaður hefur heyrt á þessum síðustu og verstu stílblöndutímum. Nútímahlustendur skynja greini- lega fortíðina á allt annan ogþrívíð- ari hátt en undangengnar kynslóð- ir. Aðgengi okkar að fortíðinni hef- ur stóraukizt; okkur munar minna um að þjóta á yfirljóshraða fram og aftur um liðnar aldir en nokkm sinni fyrr. Þegar seig á fyrri hluta tónverksins, fór um hlustandann tilfínning af því að vera staddur í fomri basilíku, kannski þeirri í Aquileiu frá 4. öld e. Kr., á þyngdar- lausu svifí um Vetrarbrautina með Plató, Águstínus, Erasmus, Kant, Nietsche, Bohr og Hvell-Geira við stjórnvölinn til skiptis. Hvort sem menn hafa það í flimt- ingum, eða halda því fram í fúlustu alvöru, að þeir leiti uppi og noti liðna stíla við tónsmíðar, þá má efast um möguleika þess að bægja öllum samtíðareinkennum frá í sköpunarferlinu, jafnvel þótt menn leggi sig alla fram. Þó það væri ekki nema bara fyrir þetta eitt, þá er fullkomlega réttlætanlegt að leita yfír farinn veg, þegar manni býður svo við að horfa. Stílblöndur Þorsteins Haukssonar í Psychomac- hiu voru þar að auki hjúpaðar galdri tímaleysis; að minnsta kosti vom samskeytin það vel fleyguð saman, að ferðalagið úr einni veröld í aðra varð áreynslulaus eins og draumur. Marta G. Halldórsdóttir féll mjög vel að verkinu með skærri sópran- rödd sinni, og kórkaflarnir voru margir fallega sungnir af söng- flokknum Hljómeyki, t.d. „sferísku" hljómaraðirnar í Sapientia þættin- um, sem ítrekaður var í lok verks- ins. Tónamálið var síbreytilegt en samt nokkuð heilsteypt, og hlust- andanum leiddist hvergi, nema hugsanlega á einum stað - þeim stað sem geymdi eina áberandi galla verksins í mínum eyrum; í strengja- sveitarþættinum Síbreytilegar öld- ur. Hann var of langur. Þátturinn var ágætlega leikinn af strengja- sveitinni, en höfundur virtist aftur á móti hafa lokið erindi sínu löngu fyrir lok þáttarins. Restin varð lang- dregin, og setti þar af leiðandi heild- aijafnvægi verksins nokkuð úr skorðum, þó svo að þættinum hefði verið komið fyrir í miðju þess. Psychomachia er eftirtektarverð tónsmíð, sem lumar á meiri sjarma en títt er frá framsæknum tónhöf- undum á sama reki og Þorsteinn Hauksson. Verður sannarlega for- _ vitnilegt að heyra árangurinn, þeg- ar þessi 16 alda gamla músa Þor- steins verður léttari í þriðja sinn. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.