Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 2S Hádegis- tónleikar í Hallgríms- kirkju Ulrik leikur í dag Á FIMMTUDÖGUM og laug- ardögum er leikið á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu. Það eru félagar í Félagi ís- lenskra organleikara sem leika á fimmtudögum. Núna á fimmtudaginn er það Úlrik Ólason organisti Víði- staðakirkju og Kristskirkju sem leikur kl. 12-12.30. Hann leikur tvö verk: Prelúdía og fúga í c-moll MWV 546 eftir Johann Sebastian Bach og Kórall nr. 3 í a-moll eftir César Franck. Úlrik Ólason er fæddur á Hólmavík 1952. Hann stund- aði tónlistarnám á Akranesi og við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk árið 1980 fjögurra ára framhaldsnámi við Kaþólsku kirkjutónlistar- akademíuna í Regensburg í Þýskalandi. • GUINNESS-útgáfan hefur fylgt fordæmi evrópskra fjöl- miðla sem hafa keppst við að níða skóinn af kóngafólki, með útgáfu bókarinnar „The Guinness book of Royal BIunders“ (Konungleg axarsköft). Þar er sagt frá mörg- um einkennilegum uppátækjum kongungborinna, svo sem Karli VI Frakkakonungi sem var hald- inn þeirri firru að hann væri úr gleri. Krafðist hann þess að járn- teinum yrði komið fyrir í klæðum sínum til að koma í veg fyrir að hann brotnaði. Annar höfðingi sem ekki taldist heill á geðsmun- um var Lúðvík af Bæjaralandi en hann var þekktur fyrir ótrú- legar sleðaferðir um ímynduð lönd og sjúklega hrifningu á verkum Wagners. Samanborið við aðalsmenn fyrri tíma virðist núlifandi kóngafólk Evrópu held- ur litlaust. Þó hefur þótt ástæða til að festa á blað sögur af vand- ræðaganginum í Filippusi prinsi, eiginmanni Bretadrottningar. Ein þeirra segir frá því er prins- inum var ekið inn í Amsterdam frá flugvellinum. Á leiðinni lét LISTIR Konungleg heimsókn FERÐAMÖNNUM hefur nú verið leyft að skoða gi’afhvelfingu Nefertiti, sem var ein eigin- kvenna Ramsesar II, faraós í Egyptalandi. Er þetta í fyrsta sinn í 3.200 ár sem gestum er heimilt að fara prinsinn þau orð falla að höfuð- lag Hollendinga minnti helst á hlandpotta. Svo óheppilega vildi hins vegar til að bílstjórinn skildi ensku og þverneitaði að halda áfram. Fékkst hann ekki til þess fyrr en prinsinn hafði beðist af- sökunar á ummælum sínum. • BRESKA leikkonan Julie Christie þreytti á þriðjudag frum- raun sína á West End í London í leikritinu „Old Times“ eftir leik- skáldið Harold Pinter, sem sýnt er í Wyndhams-leikhúsinu. Leik- stjóri er Lindy Davies. • ÁHUGAMENN um þýska myndlist fá nokkuð fyrir sinn snúð í Kunst-und-Ausstellung- halle í Bonn, þar sem nýlega var opnuð yfirlitssýning á verkum þýskra myndlistarmanna frá stríðslokum. Um 130 verk, sem eru í eigu þýska innanrikisráðu- neytisins eru á sýningunni sem stendur fram í október. • í HINU aldna en glæsilega hirðleikhúsi á Drottningarhólmi ofan í hvelfinguna sem er fagur- lega skreytt, m.a. með þessari mynd af drottningu fyrir miðju. Til að umgangurinn valdi sem minnstum spjöllum verða gestir að bera grímur og setja plast utan um skó. í Stokkhóimi, verða um 30 óperu- sýningar í sumar. Húsið var byggt árið 1766 en var gert upp ári 1922. Eru innviðir þess svo viðkvæmir að ekki er talið öruggt að halda uppi sýningum í því allt árið en um sumarhátíð gegnir öðru máli. I ár verða m.a. sett upp Dido og Aeneas eftir Henry Purcell og Tom Jones eftir Francois- Andre Phildor, sem sýnd var fyrir 230 í leikhúsinu. Þá verður sett upp óperan Una cosa rara eftir Vincente Martin y Soler, sem nú er lítt þekkt, þrátt fyrir að hún hafi verið svo vinsæl er höfundur hennar var uppi á átj- ándu öld, að Mozart vísar til hennar í óperunni Don Giovanni. Ljóst er að Mozart hefur haft töluverð áhrif á höfundinn, eins og heyra má í óperu Soler. Seg- ir í dómi um hana í Wall Street Journal að þrátt fyrir að ljúft sé að eyða kvöldstund á Una cosa rara, sé áheyrendum það fyllilega ljóst hvers vegna verk Mozarts eru ódauðleg en verk Soler ekki. ISLAND - SÆKJUM ÞAÐ HEIM! AÚt í hjólaferðalagið Við eigum allt í hjólaferðalagið frá TREK USA, AGU Hollandi, ORTLIEB Þýskalandi og öðrum toppmerkjum: 100% vatnsheldar hjólatöskur, sterkir bögglaberar, vandaður hjólafatnaður, grifflur og hjólaskór, léttir svefnpokar, tjöld, undirlagsdýnur og bakpokar, o.s.frv., o.s.frv... . . . Allt sérhæft fyrír ferðalög á hjóli. _ _ Rerðhjólaverslunin jm ORNINNP' Opið laugardaga kl. 10-14 SKEIFUNNI 11, SIMI 588 9890. VISA Mennt er máttur KVIKMYNPIR Stjörnubíó ÆÐRI MENNTUN „HIGH- ER LEARNING" ★ Vi Leikstjórn og handrit: John Singleton. Aðal- hlutverk: Jennifer Connelly, Kristy Swan- son, Laurence Fishburne, Ice Cube, Omar Ebbs, Michael Rapaport. Columbia Pictures. 1994. JOHN Singleton hefur ekki náð að fylgja eftir sinni afburðagóðu fyrstu mynd, „Boyz-N-the Hood“. Næsta mynd, „Poetic Justice", þótti ekki góð og var ekki sýnd í bíó hér og nýjasta myndin, Æðri menntun sem Stjörnubíó sýnir, veldur nokkr- um vonbrigðum. Hún er þroskasaga blökkustráks sem byijar nám í Kól- umbusarháskóla og slugsar bæði við námið og á hlaupabrautinni þar sem hann er sprettharður en tekur á sig rögg þegar hann kynnist betur svartri vitund í gegnum kennara sinn og félaga. Singleton gerir margt gott í leikstjórninni en handritið er ekki sérlega frumlegt heldur treystir um of á gamlar tuggur. Singleton liggur greinilega mikið á hjarta en virðist missa takið á myndinni, sem verður of löng og óspennandi. Hér er sáralítið nýtt af nálinni. Laurence Fishburne er í hlutverki lærimeistara stráksins og setning- arnar sem hann fær hjá Singleton fá mann til að hugsa um Obie Van Kenobi. Hann talar í fullkomnum klisjum eins og þeirri að upplýsingar séu vald og mennt máttur. Sagan er á sama hátt tilþrifalítil Hollywood- saga; um leið og strákurinn hefur fundið sig í svörtu vitundinni vitum við að hann er á réttri hillu í lífinu, hann verður afburðanemandi, af- burðahlaupari og afburða svartur borgari í afburða einföldum heimi þessarar myndar. Singleton virðist hafa ætlað sér að fjalla um kynþátta- ólgu í fjölþjóðlegum háskóla en sætt- ir sig við öfgafullt dæmi af morðóð- um nýnasistum, líklega til að búa til einhveija spennu í myndina, sem gerir á einhvern hátt alla umræðu um kynþáttafordóma lítils virði. Æðri menntun er líka um stóran hóp fólks í háskóla, einhverskonar þverskurð af háskóialífi, og sumt af því er ekki ýkja merkilegt en verður til að gera myndina langdregna. Það gerir hana líka sundurlausa og ljúf tónlistarmyndbönd inni í myndinni hjálpa ekki upp á sakimar. Verk Singletons er virðingarvert framlag í umræðuna um- stöðu svartra í Bandaríkjunum en það vantar mikið upp á að hún snerti mann sem skyldi. Arnaldur Indriðason Bjarkeyjarkvistur ■ Ráðgjöf ■ þjónusta ■ leiðsögn Fossvogsstöðin, Fossvogsbletti 1, f. neðan Borgarspítala. OSSVOQ9StÖOtn b 77Iboð þessa helgi: ALLIR kvistir á kr. 350 (áður 570). Bogkvistur Ennfremur birkikvistur, döglingskvistur, lágkvistur, loðkvistur, mánakvistur, perlukvistur, rósakvistur, stórkvistur, víðikvistur. Dreyrakvistur ■»0 Opið 8-18 & um helgar 9-17. Sími 564-1777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.