Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR V;J' y Morgunblaðið/Ámi Sæberg GODOT er guð. Godot er dauð- inn. Godot er gullvæg þögnin. Godot er hið torskilda sjálf sem við sífellt leitum að. Þetta eru orð franska rithöfundarins Alain Robbe-Grillet um leikrit Samuels Becketts, Beðið eftir Godot, og þau eiga ágætlega við gjörning hins fjölþjóðlega Beðið eftir Godot í Rauðhólum Pandóra-leikhóps í Rauðhólum var byggður á leikriti Bec- á þriðjudagskvöldið sem m.a. ketts. Þar var beðið. Og hvað erum við svo sem að gera ann- að en að bíða? Bíða eftir guði, dauðanum, þögninni, sjálfum okkur. Bíðum - og leitum kannski. Fjölmargir gestir voru við- staddir gjörninginn þessa sól- björtu kvöldstund í Rauðhól- um. Sumartónleikar í Skálholtskirkju um helgina Fiðluverk, orgelverk og trúarleg tónlist SUMARTÓNLEIK- AR í Skálholti standa nú sem hæst og um helgina kenn- ir sem endranær ýmissa grasa. Dagskráin á Iaug- ardag hefst kl. 14, en þá mun Greta Guðnadóttir fiðlu- leikari flytja erindi með tóndæmum um íslensk fiðluverk. Klukkustund síð- ar mun norski orgel- leikarinn Ann Toril Lindstad leika orgel- verk eftir J.S. Bach og kl. 17 verður flutt trúarleg tónlist eftir Atla Heimi Sveins- son. Ber þar hæst frumflutning verks fyrir tvo sembala og tvö orgel. Á sunnudag verður trúarlega tónlistin eftir Atla Heimi endur- flutt áður en gengið verður til messu. í henni verður meðal ann- ars fluttur sálmur eftir Atla Heimi sem ekki er á efnisskrá tónleikanna. Þá mun Ann Toril Lindstad leika á orgel Skálholts- kirkju ásamt Hilmari Emi Agn- arssyni orgelleikara kirkjunnar. Þegar er búið að leggja drög að dagskrá Sumar- tónleikanna á næsta ári, en þá verða Jón- as Tómasson og Hildigunnur Rúnars- dóttir staðartónskáld í Skálholti. Næstu staðartónskáld Jónas Tómasson hefur samið tugi tón- verka fyrir einsöng o g einleik, einnig kammerverk, kór- verk og hljómsveitar- verk og hafa nokkur þeirra verið gefin út á hljóm- og geislaplötum. Verkið sem Jónas mun leggja til á næsta ári er fyrir söngraddir og barokk- hljóðfæri. Hildigunnur ‘ Rúnarsdóttir er að sögn Helgu Ingólfsdóttur, list- ræns stjómanda Sumartónleik- anna, ungt og upprennandi tón- skáld. Hún er félagi í sönghópn- um Hljómeyki en á næsta ári verða liðin tíu ár frá því sönghóp- urinn tók fyrst þátt í Sumartón- leikum í Skálholti. Helga gerir fastlega ráð fyrir að verk Hildi- gunnar verði skrifað fyrir Hljóm- eyki. Greta Guðnadóttir Uthlutun fræði- mannsíbúðar ÚTHLUTUNARNEFND fræði- mannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 1995 til 31. ágúst 1996. í úthlutun- amefndinni eiga sæti Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, Ólafur Egilsson, sendiherra Islands í Kaup- mannahöfn og formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, og dr. Jakob Yngvason prófessor, til- nefndur af rektor Háskóla íslands. Sex fræðimenn fá afnot af íbúð- inni sem hér segir: Dr. Már Jónsson sagnfræðingur, til að kanna gögn um Árna Magnús- son prófessor og handritasafnara, september til nóvember 1995. Hrafnhildur Schram listfræðing- ur, vegna rannsóknar á skandínav- ískum áhrifum á fyrstu kynslóð ís- lenskra myndlistarmanna, desem- ber 1995. Páll Bjarnason arkitekt, vegna rannsóknar á þróun íslenskrar byggingarlistar, janúar 1996. Sigfús Haukur Andrésson sagn- fræðingur, til að rannsaka frekar verslunarsögu íslands 1808 - 1855 (fríhöndlunina), febrúar til apríl 1996. Hjördís Hákonardóttir lögfræð- ingur til samanburðarrannsókna á ritstíl og orðafari danskra og ís- lenskra lögræðinga, maí til júní 1996. Jón G. Friðjónsson málfræðingur til að afla heimilda í orðasöfnum Ámastofnunar um íslensk orðatil- tæki úr biblíumáli, júlí til ágúst 1996. Fræðimannsíbúðin í Kaup- mannahöfn, tengd nafni Jóns Sig- urðssonar, er í St. Paulsgade 70. Fræðimaður hefur enn fremur vinnustofu í Jónshúsi. Frumraun á lágfiðlu TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar KAMMERTÓNLEIKAR Margrét Hjaltested á lágfiðlu, Edu- vard Laurel á píanó og Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran fluttu verk eftir J.S. Bach, Britten, Brahms og Hindemith. Listasafni Siguijóns Olafssonar, þriðjudaginn ll.júlí, 1995 UNGUR lágfiðluleikari, Mar- grét Hjaltested, sem nýlega hefur lokið námi í Bandaríkjunum, hélt sína fyrstu tónleika hér heima , eða „debúteraði“ eins það er nefnt og hóf tónleikana á gambasónöt- unni í G- dúr (BWV 1027) eftir J.S. Bach. Nokkuð hefur upprun- inn á gambasónötunum þremur (BWV 1027-29) vafist fyrir sagn- fræðingum og þó líklegt sé talið, að meistarinn hafi samið þær í Cöthen og þá væntanlega fyrir Leopold prins, hafa þeir sæst á að verkin séu samin á tímabilinu 1720 - 39, sem þýðir að verkin gætu verið samin eða umrituð í Leipzig. Fjögurra þátta skipan verkanna minnir á eldri tónlist, þar sem saman fer hægur þáttur og hraður og á í raun að leika þá samfellda, sem þýðir að hægi þátt- uririn er hugsaður sen eins konar inngangur og endar oftast á ófull- komnu niðurlagi.. Það getur verið erfitt að dæma frumraun hljóðfærleikara en leik- ur Margrétar í Bach var ekki góð- ur og þó hún sé dugandi lágfiðlu- leikari, vantar hana ýmislegt í tónmótunina, sem að öllu jöfnu er aðalsmerki lágfiðlunnar. Þetta var nokkuð áberandi í öðru verki tónleikanna, Lachrymae, op. 48, eftir Britten, tóndekursverki,, þar sem lögð er áhersla á tónfegurð lágfiðlunnar, þó ýmislegt væri þar flutt af þokka. Tveir söngvar eftir Brahms voru næst á efnisskránni og þar kom til sögunnar Ingveldur Yr Jónsdóttir, mezzosópran, sem söng vel þessi fallegu lög, sér- staklega Geistliches Wiegenlied. Tónleikunum lauk með lágfiðlu- sónötu eftir Hindemith én hann, ásamt Primerose, var talinn einn besti lágfiðluleikari í heimi. Són- atan er nr 4 í safni sjö lágfiðlu- verka frá árinu 1922 og sérlega skemmtilega gerð, svolítið „hamrandi“, samkvæmt þeirri tísku, að vinna gegn rómantískri fagurslípun þeirri sem hafði ráðið mestu í nokkra áratugLum og eftir aldamótin 1900. í þessu verki gat að heyra bestan leik Margrétar og var samspil hennar og Laurels mjög vel mótað. og samvirkt. Eins og fyrr segir er Margrét Hjaltested dugandi lágfiðluleikari en á, eftir því sem markað verður af frumraun hennar á þessum tón- leikum, samt margt ólært enn, sem henni vonandi tekst að vinna með tíma og æfingu. Eduard Laurel er öruggur píanóleikari og skilaði sínu vel. Jón Ásgeirsson. „Ljósár" áMokka GRAFÍKLISTAKONAN Krist- ín Pálmadóttir opnar sýningu á ætingum og áferðarþrykkj- um (carborundum)í Mokka nú á laugardag. Þetta er hennar fyrsta einkasýning, en hún hefur áður tekið þátt í nokkr- um samsýningum, nú seinast í „Stefnumót listar og trúar“ sem haldin var í Hafnarborg í júní síðastliðnum. Dr. Gunnar Kristjánsson frá Reynivöllum fjallar um mynd- list Kristínar í sýningarskrá og segir þar meðal annars: -„Myndirnar kalla ekki til sín með sterkum litum eða form- um né heldur með áberandi myndefni. En við nánari skoð- un lýkst upp fyrir áhorfandan- um að verkin búa yfir dýpt þar sem mikil átök eiga sér stað.“ Sýningin stendur til 30. júlí. „Undarlegt ferðalag“ í Úmbru í GÆR opnaði Philippe Patay ljósmyndasýningu í Gallerí Úmbru og ber sýningin nafnið „Undarlegt ferðalag". Philippe er fransk-ung- verskur að uppruna en tók sér íslenskan rikigborgararétt og heitir nú Filippus Pétursson. Á áttunda áratugnum stundaði Philippe nám í ljósmyndun hjá Denis Brihat og vakti athygli á alþjóðlegri ljósmyndasýn- ingu í Arles í Suður-Frakk- landi fyrir svart/hvítar ljós- myndir. Hann hefur aldrei sagt skil- ið við ljósmyndun og myndir hans hafa birst í erlendum tímaritum. Hann gaf út ljós- myndabók um ísland 1981 og hyggst setja aðra saman á næstunni, segir í kynningu. Guðnií Greip SÝNINGU Guðna Harðarson- ar í Gallerí Greip lýkur mið- vikudaginn 19. júlí. Á sýning- unni sem ber yfirskriftina „Dægurflugur" eru níu akríl- myndir um dægurtónlist eftir vaxandi eða stórar stjörnur, t.d. Sheryl Crow, Madonna, Rolling Stones, John Lennon o.fl. Guðni er búsettur í Austur- ríki og er sjálfmenntaður í myndlist. Umhverfismál var efni flestra verkanna sem sýnd voru á fyrri sýningum, en sýn- ingin í Gallerí Greip er sú fyrsta þar sem ný myndaröð um dægurtónlist er sýnd. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Diddú o g Jónas á mánudag TÓNLEIKUM Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópran og Jón- asar Ingimundarsonar píanó- leikara sem vera áttu í Lista- safni Islands í kvöld hefur ver- ið frestað til mánudagskvölds- ins 17. júlí. Jafnframt hefur tónleikum listamannanna sem fyrirhugaðir voru í Stykkis- hólmskirkju annað kvöld verið frestað um óákveðinn tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.