Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Oldrunarþj onusta á tímamótum Inngangur FRÁ ÞVÍ að farið var að vinna eftir lögunum um málefni aldraðra árið 1983 hefur margt áunnist hjá ríki og sveitarfélögum. Er það vel, því hlutfall aldraðra vex jafnt og þétt. Um áramót var 20.501 lands- manna yfir sjötugt og 7.053 yfir áttrætt, en voru 16.103 yfir sjötugt og 5.390 yfir áttrætt um áramót 1982-83. Sjötugum sem og áttræð- um og yfir hefur því fjölgað um u.þ.b. fjórðung á þessu tímabili. Spáð er, að þessi þróun haldi áfram þijá áratugi fram á næstu öld. Viðfangsefnin Aukinn fjöldi aldraðra kallar á góða og áreiðanlega áætlanagerð af hálfu hins opinbera. Vegna þessa hafa mörg sveitarfélög tekið upp skráningu á högum aldraðra, þ.e.a.s. 67 ára og eldri, en þar eru mörk eftirlaunaaldursins nú um stundir. Þessi skráning auðveldar sveitar- stjórnum að skipuleggja félags- og heimaþjónustu aldraðra. Einnig ger- ir þessi skráning og forvinna þjón- ustuhópum auðveldar fyrir, þegar sótt er um vistunarmat og meta á aldraða til stofnanaþjónustu. Báðar þessar aðferðir hjálpast svo að með að ákveða skynsamlega, hvenær hin- um aldraða kemur betur að fara á stofnun heldur en að þiggja þjón- ustuna heim. Að sjálfsögðu er leitast við að veita fólki þjónustuna heima eins lengi og hægt er, enda mörgum ráð- um beitt til að svo megi vera, s.s. heimilishjálp, opnu húsi, dagvistun, heimahjúkrun og hvíldarvistunum svo eitthvað sé nefnt. Þróunin s.l. ár hefur gert það, að aldraðir fara nú mun seinna inn á stofnun en áður og dvelja þar skem- ur, enda orðnir eldri og veikari en áður var, þegar þeir vistast. Þetta hefur dregið úr þörf fyrir dvalar- heimilisrými en kallað eftir fleiri hjúkrunarrýmum en einng hentugra húsnæði fyrir aldraða til að búa í. Víða hefur mátt breyta dvalarheimil- isrýmum í hjúkrunarheimilisrými. Af þessu hefur umönnun vaxið til muna á hjúkrunarheimilum aldraðra og því var nauðsynlegt að finna sam- nýtanlegt matstæki til að kanna lífið þar og aðbúnað. Langtímaumönnun á elli- og hjúkrunarheimilum hefur verið lítt rannsakaður þáttur heilbrigðis- þjónustunnar til þessa, en með nýj- um aðferðum er nú búið að meta daglegt líf á hjúkrunarheimilum á Akureyri, Reykjavík og Kirkjubæj- arklaustri. Matstækið, sem notað er, hefur verið þýtt og staðfært víða í Evrópu , Asíu og Ameríku og hefur þegar skapað grunn að alþjóðlegu samstarfi. Með þessu móti er hægt að skoða eigin aðstæður gaumgæfi- lega með gæðaþjónustu við aldraða í huga ásamt því að halda kostnaði í viðráðanlegu fari fyrir þá aðila sem hann bera. Væntanlega verður þessi mæling á landsvísu eins og vistunar- matið, þannig að hægt verði að sjá ástand og aðbúnað á öllum hjúkrun- arheimilum aldraðra í framtíðinni með því einu að líta á síðustu mæl- ingar, sem þá verða gerðar reglulega og niðurstöður notaðar til að gera nákvæmari áætlanir um þarfir aldr- aðra og eðlilega þjónustu við þá. Samstarf Öldrunarmáladeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hefur um fjögurra ára skeið beitt sér fyrir rannsóknum í öldrunarfræðum. Þar ber hæst vistunarmat aldraðra, sem skilar stöðugum og mjög þýðingar- miklum upplýsingum um hag aldr- aðra og þjónustuaðila þeirra á öllu landinu ásamt þörf fyrir stofnana- vist. Slík upplýsingaöflun um stöðu öldrunarmála væri óhugsandi, ef ekki kæmi til mikill skilningur og Um áramótin voru 20.500 íslendingar yfir sjötugu, segir Hrafn Pálsson, sem fjallgcr um öldrunarþjónustu hér á landi. samstarfsvilji sveitarstjórnarmanna og starfsmanna í félags- og heil- brigðisþjónustu við aldraða. Til dæmis um þetta er hið víðtæka samstarf, sem tókst með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, öldr- unarþjónustudeild Reykjavíkurborg, öldrunarlækningadeildum, öldrunar- stofnunum að ógleymdum þjónustu- hópum aldraðra eftir að vistunarmat aldraðra hófst. Ráðuneytið og' Reykjavíkurborg hafa rekið sameig- inlega með miklum ágætum tölvu- þjónustu og tengslastöð fyrir verk- efnið. Forstöðumaður öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg hefur einnig verið í verkefnisnefnd þeirri er stjórnar matinu á daglegu lífi á hjúkrunarheimilum aldraðra. Tíma- mót urðu í samvinnuverkefni þessu nýlega, þegar - áfangaskýrsla um daglegt líf á hjúkrunarheimilum aldraðra sá dagsins ljós. Ekki verður í fáum orðum skýrt, hve fjölþætt þessi bráðnauðsynlega samvinna er, en fullyrða má, að við værum á slæmu róli, ef þessi vinna væri ekki hafin. Án hennar væri erfitt að undirbúa framtíðina eða gera tilraunir til ábyrgrar áætlunar- gerðar fyrir öldrunarþjónustu lands- manna. í framfaraþjóðfélagi verður að vera hægt að sýna með rökum fram á, hvern skerf af þjóðarútgjöld- um málaflokkur eins og öldrunar- þjónustan þarfnast. Þetta er þeim mun brýnna sem öldrunarþjónustan verður íjölþættari og spannar stærri hluta æviskeiðs fólks og þjón- ar auknum fjölda. Framtíðin - Hvað segja eldri borgarar sjálfir? Það hefur haft afger- andi þýðingu fyrir öldr- unarmálin í landinu, að æ fleiri gera sér grein fyrir sérstöðu þeirra og þýðingu. Öldrunarmálin snerta alla þætti lífsins, s.s. heilbrigði, félags- legt öryggi, trú, lög- fræði, fjölmiðlun, ferða- þjónustu, nám, íþróttir og svona mætti lengi telja. Mest er um vert að gera sér grein fyrir, að ellin er hluti af samfelldu æviskeiði, sem hefst í raun við fæðingu. Öll æviskeið hafa samt sína sérstöðu. Þó öldruðum sé skipað af stjórnunar- legum ástæðum undir félagsmálaráð sveitarfélaga á dagleg afgreiðsla mála þeirra ekki endilega heima þar. Eldri borgarar endurspegla þverskurð mannlífsins í samfélag- inu. Það er því umhugsunarefni, hvort þessi aldurshópur, sem þarfn- ast tiltekinnar þjónustu við það eitt að ná háum aldri, eigi að sækja þjón- ustu á sömu skrifstofu og þeir sem af ýmsum ástæðum geta ekki séð sjálfum sér og sínum farborða eða Hrafn Pálsson annast börn sín með viðunandi hætti. Hér væri athyglis- vert að heyra sjónarmið aldraðra sjálfra og fé- lagasamtaka þeirra. Þarfir aldraðra eru sér- stæðar og krefjast sér- þekkingar og mark- vissra vinnubragða. Öldrunarmál eiga ekki nema takmarkaða sam- leið með annarri þjón- ustu, sem á sér aðrar forsendur. Það er því nauðsynlegt að efla sjálfstæðar, faglegar og fjárhagslega ábyrg- ar öldrunarmálastjórn- stöðvar hjá ríki og sveitarfélögum, s.s. öldrunarmáladeild ráðuneytisins, öldrunarþjónustudeild Reykjavíkur og Akureyrar, heimaþjónustu, stofn- anaþjónustu og öldrunarlækninga- deiidir. En allir þessir aðilar verða að vera í nánum tengslum hver við annan hvað vinnubrögð og samvinnu áhrærir og byggja á vísindalegum grunni. í störfum á íslandi og í al- þjóðlegu tilliti eigum við um þessar mundir möguleika á að skipa öldrun- armálum okkar á fremsta bekk. Sofnum því ekki á verðinum. Höfundur er deiídarstjóri í heilbrigðisráðuneyti. byriar nllt öó 70% ofsl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.