Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÍMAMÓT í SJÁVARÚTVEGI ÞORSTEINN PÁLSSON, sjávarútvegsráðherra, hefur kunngjört ákvörðun um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Ákvörðunin spannar ánægjuleg tímamót. í fyrsta sinni síðan árið 1988 er ekki kveðið á um niður- skurð í þorskveiðiheimildum milli ára. Gert er ráð fyrir óbreyttum aflaheimildum. „Þetta eru vissulega kafla- skipti,“ sagði ráðherrann, „og við bindum vonir við að framhaldið verði á þann veg, að við getum hægt og bít- andi aukið þorskveiðiheimildir á næstu árum. Þetta sýnir, að sú stranga uppbyggingarstefna, sem við höfum fylgt, er að byrja að skila árangri." Á hinn bóginn er samdráttur í flestum öðrum tegund- um, einkum karfa og grálúðu. Á heildina litið dragast aflaheimildir saman um 4 til 5% í þorskígildum talið, sem rýrir útflutningstekjur um 3,6 milljarða króna og afkom- una um 1% eða þar um bil. Sá veruleiki þýðir áframhald- andi þrengingar í sjávarútvegi og hefur neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn í heild. Flest hefur gengið okkur í haginn síðustu misserin. Verðbólga er með því lægsta sem gerist í heiminum. Hagvöxtur hefur glæðst, útflutningstekjur aukizt og af- gangur er á viðskiptajöfnuði þriðja árið í röð. Ákvörðun um heildarafla, án niðurskurðar á þorskveiðiheimildum, lofar og góðu um framhaldið. Því má samt sem áður ekki gleyma að batinn, sem er í hendi, rekur að hluta til rætur til afla á fjarmiðum síð- ustu misseri, sem er sýnd veiði en ekki gefin þegar horft er til framtíðar, sem og til efnahagsbata í helztu viðskipta- ríkjum okkar. En við höfum ótvírætt náð verulegum árangri, komizt í jaðar samdráttarskeiðsins. Við eigum hins vegar brekku eftir til að tryggja batann til frambúðar. Sú brekka spann- ar áframhaldandi uppbyggingarstefnu sjávarauðlindarinn- ar, varðveizlu stöðugléikans í gengis-, kaupgjalds- og verðlagsmálum, hert aðhald í ríkisbúskapnum og síðast en ekki sízt betri rekstrar- og samkeppnisstöðu atvinnu- vega okkar. Ákvörðun um heildarafla, án skerðingar á þorskveiðiheimildum, styrkir okkur í þeirri trú, að við séum á réttri leið út úr efnahagsþrengingunum. KAFLAí KALDA STRÍÐINU LOKIÐ TVEIMUR áratugum eftir að Víetnamstríðinu lauk hafa bandarísk stjórnvöld nú ákveðið að taka upp stjórnmálasamband við stjórnina í Hanoi. Samskipti Víetnama og Bandaríkjamanna hafa farið stöðugt batnandi á undanförnum árum þó að deilur um afdrif margra bandarískra hermanna í Víetnamstríðinu hafi vissulega skyggt þar á. Banni við lánveitingum til Víetnam var samt sem áður aflétt árið 1993 og fyrir einu og hálfu ári ákvað Bandaríkjastjórn að aflétta viðskipta- banni á Víetnam. Nú hefur Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákveðið að taka skrefið til fulls. Síðar í mánuðinum verður Víetnam sjöunda aðildarríki ASEAN, samtaka ríkja í suðausturhluta Asíu. Eitt helsta markmið þeirra samtaka, er þau voru stofnuð á sjöunda áratugnum, var raunar að sporna við útþenslu kommún- isma í Asíu. Enn í dag er þetta sá ríkjahópur í Asíu, sem heldur uppi nánustum tengslum við Bandaríkin. Ástandið er loks að færast í eðlilegt horf í þessum heimshluta. Víetnam er ekki lengur ríki, sem er útskúfað á alþjóðavettvangi. Þvert á móti eru miklar vonir bundnar við að Víetnömum takist að feta í fótspor nágrannaríkja sinna á sviði efnahagsmála. Þrátt fyrir að stjórn kommún- ista sé enn við völd í landinu hafa stór skref verið stigin í þá átt að opna landið og efnahagslíf þess fyrir umheímin- um. Kom þessi breytta afstaða stjórnarinnar greinilega í Ijós er forsætisráðherra Víetnam var hér á ferð í síðasta mánuði. Víetnamstríðið var blóðugasti kafli kalda striðsins og vakti upp hatrammar deilur í mörgum ríkjum. Þegar Bandaríkin og Víetnam taka nú upp stjórnmálasamband er þeim kafla loks lokið. Rétturiim sömu tækifi Dómar í skaðabótamálum þar sem gert er upp á milli stúlkna og drengja þegar örorku- bætur eru ákveðnar hafa vakið mikla athygli. Páil Þórhallsson veltir fyrir sér þeim lög- fræðilegu rökum sem þar leikast á FJÖLSKYLDAN er í sunnu- dagsbíltúr. Tvíburarnir litlu, Ögn og Agnar, leika við hvurn sinn fingur í aft- ursætinu. Skyndilega lendir bíllinn í árekstri. Tvíburarnir slasast, þó ekki mjög alvarlega, og eru báðir metnir til 10% örorku. Foreldrum þeirra til mikillar furðu býður tryggingarfé- lagið þó ekki sömu bætur til þeirra beggja heldur fær Agnar fjórðungi meira. Þegar krafist er skýringa er sagt að þetta sé í samræmi við gild- andi rétt í landinu. Hvernig má það vera, spyrja foreldrarnir, að börnin okkar tvö séu ekki jafnmikils metin? Þótt hér sé um tilbúið dæmi að ræða þá eru ugglaust margir sem velta svipuðum spurningum fyrir sér um þessar mundir. Ástæðan er dóm- ar Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðnir voru upp 20. júní síðastliðinn í máli ungrar stúlku sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem hún varð fyrir í umferðarslysi. Meðal annars hefur Jafnréttirsráð lýst furðu sinni á dómunum. Gildir einungis um eldri tjón Til að byija með er rétt að útskýra í hvaða tilvikum það er sem vafamál hafa risið um það hvort piltar eigi að fá hærri bætur en stúlkur. / fyrsta lagi á það ekki við um tjón sem verða eftir gildistöku skaðabótalaganna 1. júlí 1993. Tjón bama og ungmenna er reiknað út með allt öðrum hætti samkvæmt þeim lögum en áður gilti. Einhver kynni að ætla að þar með væri þetta fyrst og fremst fræðileg spurning. Hún verður það reyndar fyrr eða síðar en ennþá eru þó fjöl- mörg tjón óuppgerð frá því fyrir gildistöku skaðabótalaganna. / öðru lagi er það þegar viðkom- andi einstaklingur (tjónþoli) verður fyrir líkamsmeiðslum. Ekki kemur sem sagt til álita að horfa til kynja- mismunar þegar bifreið tjónþola skemmist! / þriðja lagi verða meiðslin að vera af því tagi að þau valdi skertri starfs- orku. Hvað þarf að meta í slíku til- viki? Starfsorkuskerðingin eða örork- an er mæld í hundraðshlutum frá 0-100 og hefur slíkt mat fyrst og fremst verið í höndum lækna. Svo dæmi séu tekin þýðir 100% örorka að tjónþoli er með öllu óvinnufær en 10% örorka að hann muni í framtíð- inni ekki geta nýtt nema 90% af starfsorku þeirri sem hann hafði fyr- ir tjónið. Hvert er þá tjón tjónþola mælt í peningum? Til að svara því verða dómstólar að áætla hveijar tekjur tjónþolinn hefði haft það sem eftir er ævinnar og hve mikið þær muni skerðast við slysið. Augljóslega er þetta ekkert áhlaupaverk því hver getur sagt til um hvað einhver ein- staklingur muni koma til með að hafa í tekjur um ókomna framtíð? Enginn. Þess vegna verður að grípa til einhvers sanngjams mælikvarða. Hafí tjónþoli verið í vinnu fyrir slysið hefur þótt rétt að taka mið af þeim árstekjum sem hann hafði fyrir slysið. Það skal látið liggja milli hluta hversu réttlátt það er því hálauna- maðurinn fær þá augljóslega miklu hærri bætur en láglaunamaðurinn. Hafi tjónþoli ekki haft tekjur, til dæmis vegna þess að um barn eða ungmenni er að ræða sem ekki er komið út á vinnumarkað er úr vöndu að ráða og þar er komið fjórða skil- yrðið fyrir því að vafamál af því tagi sem við erum að fjalla um rísi. Hvaða tekjur á leggja til grundvall- ar? Venja hefur skapast fyr- ir því við uppgjör slíkra mála að miða við einhver meðaltalslaun í landinu. Vegna þess að karlar hafa yfirleitt meiri tekjur en kon- ur hefur einnig verið horft til þess við útreikninga. Virðist algengt að tryggingastærðfyæðingar ætli kon- um 76% af launum karla. Þrátt fyrir að þetta verklag hafi viðgengist lengi hefur enginn fett fingur út í það fyrr en á allra síðustu árum. Margir lögfræðingar. sem rætt er við segja sem svo að það sé ekki hlutverk skaðabótaréttarins að leiðrétta launarnisfbun í landinu. Ef stúlkur fengju somu bætur og drengir væri verið að íþyngja tjónvöldum, þeim sem greiða bæturnar, á ósanngjarnan hátt. Það væri verið að Iáta þá bæta meira en raunverulegt tjón stúlkn- anna og það þverbryti öll lögmál skaðabótaréttarins. Tímarnir breytast Tímarnir breytast og viðhorf manna einnig. Konur gera tilkall til að vera jafnmikils metnar og karl- menn og fyrr eða síðar hlaut að reyna á þessi atriði. Á undanfömum árum hafa nokkur mál komið til kasta dóm- stóla þar sem stúlkur hafa ekki sætt sig við skerðinguna. Slíkt mál var þó ekki dæmt í Hæstarétti fyrr en 12. janúar síðastliðinn. Ung telpa var bitin í andlitið af hundi. Var örorka hennar metin 5%. Tryggingastærð- fræðingur reiknaði tjón hennar ann- ars vegar eins og um pilt væri að ræða, þ.e. miðað við meðaltekjur iðn- aðarmanna, en hins vegar eins og um stúlku væri að ræða og var þá miðað við tekjur iðnlærðra kvenna. Héraðsdómari dæmdi eftir hærri út- reikningnum: „Óheimilt er, með visan til 3. og 4. gr. laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, að taka þá málsástæðu stefndu til greina, að stefnanda beri lægri ör- orkubætur fyrir þá sök eina, að hún er stúlka," segir þar. Dæmdi hann stúlkunni örorku- og miskabætur að upphæð 450.000 kr. auk vaxta. Hæstiréttur féllst ekki á rökstuðn- ing héraðsdómarans heldur sagði: „Fyrir liggur örorkutjónsútreikning- ur ... tryggingastærðfræðings, sem miðar við meðaltekjur iðnaðarmanna samkvæmt skýrslum Kjararannsókn- arnefndaf, en þær sýna að tekjur kvenna eru almennt lægri en tekjur karlmanna. Þegar'byggt er á útreikn- ingi tryggingastærðfræðings verður að leggja til grundvallar eins og unnt ér atvik, sem varða gagngert tjón- þola sjálfan. Þykir það ekki brjóta gegn lögum nr. 28/1991 um jafna Ný skaða- bótalög breyta stöðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.