Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Töfrar Vestur-Kanada Tign og fjölbreytni leiðarínnar er slík, segir Ingólfur Guðbrandsson, að hlýtur að teljast til hins stórfenglegasta í ferðareynslu hvers manns. TRÉSKURÐUR er háþróuð listgrein hjá indíánaþjóð- flokkum Vestur-Kanada. I heila trjástofna er saga forfeðranna rist og ættarsagan varðveitt. Síðari grein SEGJA má að járnbrautin mikla hafi gjörbreytt mannlífi og viðskiptum í Kanada fyrir rúmum hundrað árum, en síðustu teinarnir voru festir saman árið 1885 í Bresku-Kólumbíu, og náði brautin þá heimshafa á milli frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Yfir sumum lestarferðum hvílir spennandi ljómi ævin- týra og rómantíkur, og má nefna til Austur- landahraðlestina og Bláu lestina milli Cape Town og Jóhannesar- borgar í Suður-Afríku. Ein járnbrautarleið þykir þó bera af öðrum hvað fegurð snertir, en það er Klettafjalla-járn- brautin í Kanada milli Banff og Vancouver í sérhönnuðum vögnum með góðum stillanleg- um sætum og stórum útsýnisgluggum. Á leiðinni er matur og drykkur innifalinn í far- gjaldinu ásamt gistingu í fjallabænum Camloops, sem fræg- ur varð fyrir loðskinnaverslun. Ferð- in er farin á tveimur dögum í dags- birtu til að njóta „fegursta útsýnis í heimi“, eins og Kanadamenn kom- last að orði. Ferðir með járnbrautum þeim, Sem að ofan voru taldar, teljast tii mestu glæsiferða í heimi og að sama skapi dýrar, eins konar stöðutákn, en nú standa Islendingum til boða sérstök kjör með Klettafjaliabraut- inni í september, þegar litadýrðin er mest. Tign og fjölbreytni leiðar- innar er slík að hlýtur að teljast til hins stórfenglegasta í ferðareynslu hvers manns. Meðal þess sem fyrir augu ber er Mount Robson, hæsta fjall Kanada, nærri 4000 m, Vítis- hlið og samnefnd glúfur, en leiðin fylgir annars Thomsonánni og síðan Fraserfljóti í samnefndum dal, sem frægur er fyrir fegurð sína og frjó- semd með aldintrjám og vínvið í hlíð- unum, þar sem Íandið lækkar í átt að Kyrrahafi. Síðdegis á öðrum degi þessa ævintýralega ferðalags rennir lestin inn á stöðina í Vancouver, einni fegurstu borg við Kyrrahaf og reyndar í heiminum öllum. „Vissi ekki að slík jarðnesk paradís væri til“ Hjá þeim sem þekkja fegurð Vest- ur-Kanada bregður fyrir brosi og glampa í augum, þegar minnst er á staði eins og Lake Moraine, Banff, Vancouver og Victoria. Þannig var um Ragnar Ólafsson lögfræðing, einn minna ljúfustu og hrifnæmustu ferðafélaga, sem fylgdist með mér jnargar Evrópuferðir og allt til Aust- urlanda, en ekkert jafnaðist á við Vestur- Kanada í hans augum. Hann keypti hjá mér flugfarseðla til Calg- ary, og var vanur að bytja ferðina þar vestur um Klettafjöllin. Ég trúði honum naumast þá, því ég hafðí ekki séð þetta sjálfur, en nú veit ég af reynslunni, að þar er eitt fegursta horn heimsins. Nýlega sat ég í heitum potti í Sundlaugunum, þar sem fólk tekur stundum tal saman, þótt það þekkist ekki. Ung stúlka og fullorðinn mað- ur og virtust ekkert' þekkjast, en þegar talið af tilviljun barst að Kanada ljómuðu andlit beggja eins og tungl í fyllingu. Stúlkan sagði: „Eg vissi ekki að slík jarðnesk para- dís væri til eins og garðarnir í Vancouver", og átti við Stanley Park, en hann svaraði að bragði: „Þá ættirðu að sjá Butchard Gardens hjá Victoria, þeir slá allt annað út“. Eg blandaði mér ekki í umræðuna, en brosti í laumi og hugsaði með sjálf- um mér, að vart væri einleikið, hve fegurð Vestur-Kanada hefði djúp áhrif á fólk, sem kynntist henni í sjón og raun. Vancouver - heimsborg - aðeins 100 ára með tignarlega fjallasýn og litríkt fólk Af nærri tveimur milljónum íbúa Vancouver eru allir að- fluttir eða innfluttir nema Salish-Indíánar, sem teljast frumbyggj- ar, og mynda mannfé- lag einstakt að fjöl- breytni, krafti og menningarlegum lífs- stíl. Þegar George Vancouver skipstjóri breska flotans kom þar að landi 12. júní árið 1792 og var eins og fleiri leitandi að skemmstu siglingaleið frá Evrópu til Austur- landa, varð honum að orði: „Hér vantar ekk- ert nema mannabyggð til að gera staðinn hinn fegursta og eftirsóknarverðasta, sem hægt er að ímynda sér“. Vancouver skipstjóri settist þó ekki um kyrrt þarna, en borgin fékk nafn af honum um leið og kaupstað- arréttindin árið 1886 og hélt veglega upp á aldarafmæli sitt með heims- sýningu árið 1986. Kyrrahafseyjar umlykja Vancouver á þijá vegu. Til norðurs að sjá eru Strandfjöllin, mýkri ásýndum og lægri en Kletta- fjöllin. Af Grouse Mountain er víðast og fegurst útsýni yfir borgina og auðvelt að komast þangað með kláf- feijunni. Til suðausturs er Fraserdal- urinn með eitt besta jarðræktarhér- að heimsins. Mannabyggðin, sem Vancouver skipstjóra fannst vanta, er sannarlega komin og hefur þróast hratt frá Gastown um 1860, þar sem „Gassy Jack“ Deighton sinnti brýn- ustu þörfum þyrstra sjómanna og skógarhöggsmanna í sal sínum. Styttan af honum í Hlynstræti sýnir hann standandi á viskýtunnu, skelmskan á svipinn að hvetja gesti sína til drykkjunnar, en jafnframt til að byggja Granville, eins og borg- in hét í upphafi og þar til hún varð endastöð kanadísku járnbrautanna við Kyrrahaf. Með því var framtíð hennar ráðin og nú er hún mesta útflutningshöfn við austanvert Kyrrahaf. Þrátt fyrir umsvif sín ber Vancouver rólegt yfirbragð. Hún ber sterkan alþjóðlegan svip og þú færð stundum þá tilfinningu að þú sért staddur í Austurlöndum en ekki í Ameríku. Japanir eru Ijölmennir, Hong Kong-búar flykkjast þangað í seinni tíð að koma eigum sínum undan yfirvofandi veldi og yfirráðum Kínveija, en einnig Indveijar, Pak- istanar og Vietnamfólk. Kínveijar voru í bytjun ráðnir til að vinna við lögn járnbrautarinnar miklu á sult- arlaunum. Þegar því var lokið voru þeir atvinnulausir, en margir settust að í Vancouver og stofnuðu sína Chinatown, sem nú er sú stærsta eftir San Francisco. Þeim hefur vegnað vel eins og öðrum innflytj- endum og reka verslanir með austur- lenskum varningi og veitingastaði með gómsætum réttum að kitla bragðlauka gesta úr víðri veröld. Chinatown er næst við gamla borg- arhlutann Gastown, sem nú hefur verið endurreistur með ágætum veit- ingahúsum og sérverslunum. Garðar Vancouver eru fágætlega marg- breyttir og fagrir, þ.á m. eini ekta og upprunalegi kínverskur skraut- garður utan Kína, kenndur við dr. Sun Yat-Sen, föður hins nýja Kína eftir valdatíma keisaranna. Garður- inn er gjöf Kínveija til Vancouver- borgar, gerður í stíl Ming-keisara- ættarinnar og gróðurinn fluttur frá garðaborginni frægu, Suzhou í Kína. Af mörgum görðum Vancouver er Stanley Park stærstur og fræg- astur, nær yfir 1000 ekrur lands, en strandlengja hans er 10 km löng. Hann er örskammt frá miðborginni með fjöll og sjó á aðra hönd. Að hluta til er gróðurinn upprunalegur skógur af ýmsum trjátegundum. En inni á milli marglitur blómgróður og fögur listaverk, þ.m.t. tótemsúlurn- ar, sem bera handverki og iisthneigð Indíána einstakt vitni og setja sér- stakan svip á umhverfið. Vancouver hlýtur að teljast ein umhverfis- vænsta borg heimsins, slíkt sam- ræmi mannlífs og náttúru er fágætt en hlýtur að teljast eftirsóknarvert og öðrum til fyrirmyndar. Töfrar Vestur-Kanada Stórt átak var gert fyrir heims- sýninguna 1986 að hreinsa og fegra borgina, einkum hafnarsvæðið og reistar glæsilegar byggingar við Canada Place og Harbour Centre. Þar liggja jafnan lúxusskip við fest- ar að skila eða taka upp farþega í siglingu innan skeijagarðs til Al- aska, en sú siglingaleið þykir ein hin tilkomumesta í heimi. Útsýni er gott úr 40 hæða turni Harbour Cen- tre, bæði yfir höfnina, fjölda glæsi- byggingaa, sem risið hafa á síðari árum, og langt til suðurs. Bygginga- stíllinn fellur vel að náttúrlegum HORFT til hafnarinnar í Vancouver frá Stanley Park. Harbour Centre með sín hvítu segl setur svip á borgina. Ingólfur Guðbrandsson umhverfisramma Vancouver, blanda af nýklassík og nútímanum. Við Robsontorgið stendur meistaraverk kanadískrar byggingalistar, dómhús arkitektsins Árthurs Erickson, en þar er líka gamla dómhúsið í klass- ískum stíl, sem nú hýsir listasafn borgarinnar með verkum frægustu málara Kanada, t.d. Emily Carr. Allur borgarbragur Vancouver ber svip hins margbreytta etníska uppruna íbúanna. Hver ný bylgja innflytjenda hefur aukið nýjum keim í þessa litríku blöndu. Þannig eru grísk áhrif greinileg á Vestur Broad- way, japönsk í Powellstræti og ítölsk á Commercial Drive. Allt í einu ertu kominn á indverskan Punjabi-mark- að á Fraserstræti eða velur úr varn- ingi Suðaustur-Asíu á Kingsway. Óvíða er veitingahúsa- flóran jafn- fjölbreytt, enda um þúsundir veit- ingastaða að velja. Listalíf er blóm- legt og fjölbreytt, ópera, tónleikar, ballett, leikhús, og enginn skortur á tónleikahúsum. Ef Reykjavík keppir að því að verða menningarborg Evr- ópu árið 2000, sem gæti þýtt stórt skref til framfara, getur hún sótt margar fyrirmyndir til Vancouver, þótt ólíku sé saman að jafna um stærð og þjóðhætti. Tónlistarhús, helgað flutningi tónlistar eingöngu, verður loks að rísa, og slíkt tilefni ætti að verða til að koma stefnu á myndlistarmálin með frambærileg- um sýningasal, koma Errógjöfinni sómasamlega fyrir, svo að fátt sé upptalið, og ekki seinna vænna að hefjast handa, því að hratt flýgur stund. Islendingar hafa skotið vel rótum í kanadísku samfélagi, og samtök þeirra í Vancouver telja yfir 400 manns af íslenskum ættum. Hægt væri að leita hófanna hjá efnuðum Islendingum og öðrum Islandsvinum erlendis um stuðning við sérstök ís- lensk menningarátök. Við að virða fyrir sér glæsilegan háskóla British Columbia í Vancouver rennur manni til riíja aðstöðuleysi og bág kjör æðri menntunar á Islandi, en áhrifin sjást um allt þjóðfélagið. Blómaeyjan Vancouver og Victoria - breskari en Bretland Vancouver er svo sérstök og fjöl- breytt að varla dugir minna en vika til að sjá það helsta, en lágmark fimm dagar. En ekki má sleppa höf- uðborg Bresku-Kolumbíu, Victoria, sem stendur á suðurodda Vancouvereyjar. Sumum finnst hún vingjarnlegust og ljúfust allra borga Ameríku. Mér finnst hún líkust draumi um veröld sem var en finnst varla lengur nema þarna. Víst er að hún hefur varðveitt það besta af breskri menningu- og stíl ómengað og ber á borð með einstakri fágun og fínni blæbrigðum, en ég hef- kynnst annars staðar. Hvergi blómstra ljósastaurarnir í annarri eins litadýrð, en á milli glittir í há- reistar tótemsúlur, sem gæða um- hverfið leyndardómsfullum krafti fornmenningar Indíánanna, sem eitt sinn átti að þurrka út. Victoria er ein elsta borg Vestur- Kanada, bresk nýlenda frá um 1850, sem enn varðveitir glæstar minjar frá liðinni öld, þegar hún var mið- punktur samgangna í gullæðinu mikla og auðugar námur fundust í Cariboo. Þinghúsið, skrautlýst á kvöldin, trónar yfir virðulegum byggingum við hafnarsvæðið, en ævintýrakastali Dunsmuir baróns gnæfir yfir Fort Street, reistur 1880 og var gjöf til konu hans, eitt íburð- armesta heimili sem sagan getur um. Margar þessara gömlu bygginga hýsa nú lista- og ,sögusöfn, og ber þar af þjóðminjasafnið Royal British Columbia Museum, sem rekur sögu mannabyggðar á þessum slóðum í 12 þúsund ár. Garðarnir eru hver öðrum fegurri, en stærstur og fræg- astur er Butchard Gardens, sem auðugur sementsframleiðandi, Ró- bert Pim Butehard, stofnaði sem einkagarð fjölskyldu sinnar árið 1904. Garðurinn er stórfenglegasta blómahaf sem um getur á 50 ekrum lands, enda streymir fólk í milljóna- tali alls staðar að úr heiminum til að fræðast og gleðja augu sín við þessa dýrð náttúrunnar, sem hvergi heillar meir en í Vestur-Kanada. Höfundur er ferðamálafrömuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.