Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 37 Sigrún Klara Hannesdóttir FYRIR nokkrum dögum birtist svolítill dálkur í Morgunblað- inu. Tilefnið var að Háskóli íslands aug- lýsti lektorsstöðu á Intemetinu og menn héldu að í auglýsing- unni væri prentvilla þar sem getið var um launin. Staða við Há- skólann, þar sem gerð- ar væru kröfur um 8-10 ára háskólanám, gæti ekki verið launuð með rúmum 80.000 krónum á mánuði. Þetta hljómaði eins og brandari. En því miður reyndist þetta ekki prentvilla held- ur blákaldur sannleikur. Þetta eru byrjunarlaun háskólakennara. I samfélagi okkar gengur allt út á yfirvinnu og menn tala um að enginn á íslandi vinni á grunn- taxtanum einum saman. Háskóla- kennarar geta aukið við tekjur sín- ar með því að kenna meira og með því að rannsaka eða skrifa meira. Háskólakennarar fá enga óunna Myndi 28-30 ára há- menntaður vísindamað- ur með þung námslán á baki gera það fyrir gamla ísland, spyr Sigrún Klara Hannesdóttir, að koma heim í háskólakennslu fyrir 80.000 krónur í laun á mánuði? yfirvinnu né bílastyrki. Ef þeir fá greidda yfirvinnu verða þeir að vinna hana. Þá skulum við skoða hvernig yfirvinnan er fengin. Ætlast er til að kennslan taki 48% vinnutíma okkar. Við fáum tvo til þrjá klukkutíma til að und- irbúa kennslustund fyrir utan þann tíma sem við stöndum fyrir framan bekkinn. Þetta finnst sjálfsagt ein- hverjum mikið en ég ætlað að biðja þig, lesandi góður, að hugsa um það eitt andartak hvað þú værir lengi að undirbúa þig ef þú ætlað- ir að halda klukkutíma ræðu fyrir stórum hópi fólks svona 30-100 manns, jafnvel þótt þú þekktir efn- ið þokkalega vel. I umræðu um gæðamat og gæðakröfur er ætlast til að kennarar fylgist með í sinni grein því það þykir ekki boðlegt að vera með eitthvað „eldgamalt“ efni - sem oft er ekki nema nokk- urra ára. Sífelld endurnýjun er því nauðsynleg - og slíkt tekur að sjálfsögðu mikinn tíma. Stjórnun telst fjórir tímar á viku sem eru 12% vinnuskyldu okkar. í þessu felast viðtalstímar við nem- endur, oftast tveir tímar í viku fyrir utan alls kyns viðtöl utan við- talstíma, bréfaskriftir, skýrslu- gerð, meðmæli-og ótal margt ann- að sem fylgir umsýslu um kennslu og nemendur. Kennarar eða ein- stakar greinar hafa yfirleitt ekki sérstaka skrifstofuaðstoð enda eru ekki til þess neinar fjárveitingar. Fyrir venjulegan kennara í grein með 80-200 nemendur er vinna sem fellur undir stjórnun því miklu meiri en 4 tímar á viku. Þá komum við að nýjustu kjara- bót háskólakennara sem er Vinnu- matssjóður. Þar lagði ríkið fram peninga til þess að greiða þeim kennurum yfirvinnu sem stunduðu yfirgripsmiklar rannsóknir. Til þess að fá greiðslu úr Vinnumats- sjóði þarf að leggja fram ritverk fyrra árs. Sérstök nefnd skoðar verkin og áætlar hversu langan tíma það hafí tekið að skrifa hverja grein. Hér er ekki neitt plat - viðkomandi verður að leggja fram verkin til þess að þau verði metin til yfirvinnu. Niðurstöður úr Vinnu- matssjóði eru trúnað- armál svo ég get ein- göngu notað sjálfa mig sem dæmi hér. Fyrir árið 1994 voru ritverk mín metin á 1.264 yfírvinnu- stundir. Þá er búið að draga frá, rannsókna- skylduna sem er 40% af vinnutíma mínum. En í bréfi sem ég fékk þann 26. maí síðastliðinn frá Vinnumatsnefnd segir að sam- kvæmt reglum séu aðeins 50% yfir- vinnustundanna til útborgunar á þessu ári, 30% á að greiða á næsta ári (1996) og 20% á þamæsta ári (1997). Jæja, hugsar þreyttur há- skólakennari. Það verður líka gott að fá þessa yfirvinnu greidda þó það verði ekki fyrr en á næsta ári. Að sjálfsögðu reikna menn með því að fá greidda yfirvinnu sem þeir hafa sannanlega unnið. Finnst ykkur það ekki bara sann- gimismál? En hér með er ekki öll sagan sögð. í sama bréfi er nefnilega önnur málsgrein: „Vegna tak- markaðrar fjárveitingar í Vinnu- matssjóð er þó einungis unnt að greiða u.þ.b. 18% af vinnustundum þeim sem komu í þinn hlut eftir að búið er að reikna 50% hlutfall." Sem sagt. Eg hafði sannanlega unnið 1.264 yfirvinnustundir fyrir ritstörf og rannsóknir árið 1994. En sjóðurinn gat aðeins greitt mér fyrir 18% af þeim helmingi sem koma átti til greiðslu 1995 eða 114 tíma. Fyrir yfirvinnu mína árið 1994 sem nam 1.264 tímum fékk ég 90.190 krónur í vasann eftir að skatturinn var búinn að taka sín 41,93%. Til viðbótar fæ ég eitt- hvað árið 1996 og 1997. Alla hina klukkutímana vann ég fyrir stofn- unina, þjóðina mína eða nemendur án þess að fá borgað fyrir. Hvað þætti öðmm stéttum um svona hluti? Þætti þetta ekki lögbrot? Við sem kennum við Háskóla íslands höfum valið okkur þetta starf. Það pínir okkur enginn til að vera hérna. Við gætum farið eitthvað annað, til dæmis til út- landa þar sem vinna okkar væri meira metin. En við sem erum héma núna erum langflest fædd og alin upp á meðan íslensk þjóð- ernistilfinning var hvað sterkust. Litla þjóðin, sem var að reyna að sanna fyrir þeim stóru að hún ætti tilverurétt, kallaði á starfs- krafta okkar. „íslandi allt“ sögðum við og vildum í alvöru alit gera fyrir þetta land. Við lögðum nótt við dag og oft á tíðum vorum við að byggja upp ný fræðasvið, þróa greinar og reyna að koma Háskóla Islands upp á það stig að vera sambærileg stofnun við bestu skóla í heiminum. • HSM Pressen GmbH • Kraftmiklar pressur - margar stæröir • Sjálfstæöar eða sambyggöar tæturum • Vönduð vara - gott verð J. tiSTVRlDSSON HF. Skipholti 33,105 Beykjavlk, simi 552 3580 En í dag eru aðrir tímar. Fjöl- þjóðahyggja opnar nýjar leiðir fyr- ir ungt, vel menntað fólk. Erlendir háskólar og stofnanir bjóða því góð kjör og líta á það sem jákvæðan, hagkvæman og í raun sjálfsagðan hlut að fá það til starfa, til að mennta þá sem era að hefja há- skólanám, til að innleiða nýjar hugmyndir, þróa fyrirtæki og sam- félög. Ef þú værir núna 28-30 ára hámenntaður vísindamaður með námslán sem næmi nokkrum millj- ónum eftir 8-10 ára erfítt og krefj- andi nám, mundir þú vilja gera það fyrir gamla ísland að koma hingað og fá 80.000 krónur í laun á mán- uði fyrir háskólakennslu? Hvað yrðir þú lengi að greiða upp náms- lánin? Hvað yrðir þú lengi að vinna fyrir því að vera hæfur í húsbréfa- kerfið? Jafnvel þótt þú legðir nótt við dag við rannsóknir fengir þú ekki greitt fyrir yfirvinnuna þína. Launin okkar eru feimnismál jafnvel fyrir okkur sjálf í landi þar sem gildi fólks er gjarnan reiknað út frá launum þess. Miðað við vísi- tölufjölskylduna og útreikninga sem fyrir liggja um kostnað við að búa í þessu landi getur prófess- or með 20 ára starfsreynslu ekki rekið heimili með útborguð laun sem nema 94.066 krónum á mán- uði. Hvaða möguleika hefur þá sá sem er á byijunarlaunum? Já, ég veit að það eru margir sem hafa lægri laun en við en þeir voru kannski ekki í 8-10 ár kauplausir eða á námslánum við að búa sig undir að taka við starfinu. Kannski hafa íslendingar ekki efni á að eiga háskóla. Það getur vel verið. Litlar þjóðir hafa oft á tíðum ekki bolmagn til þess. Við höfum ekki trúað því hingað til. Það sýnir að í stað eins háskóla erum við að reyna að byggja upp Er okkur alvara? marga. Er þörf fýrir Háskóla ís- lands? Nóg er eftirspumin ef nota má markaðslögmálin til að meta þörfína fyrir þjónustu Háskólans. Á hveiju ári kemur stærri og stærri hópur hvers fæðingarárgangs inn fyrir dyr Háskólans. En ef okkur er alvara um að vilja hafa hér háskóla sem stendur undir nafni verðum við að athuga okkar gang. Eftir nokkur ár getur mjög vel verið að fáir íslenskir háskólamenn komi aftur heim til að kenna við Háskólann. Vísinda- mennirnir okkar verða komnir í góðar stöður erlendis - ekki af því að þeir hafi brugðist þjóðinni sinni heldur vegna þess að þjóðin hafði ekki efni á að borga þeim laun sem gerði þeim kleift að flytja aftur '' heim til íslands. Laun háskóla- kennara eru ekki brandari. Þau eru dauðans alvara. Höfundur er prófessor við H&skóla íslands. Laugavegi 44, Kringlurmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.