Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR — > > Tvennt er nauðsynlegt í APRÍL sl. munu u.þ.b. 7000 manns hafa verið atvinnulausir. Sé miðað við núverandi uppbyggingu íslensks efnahagslífs er ekki ósennilegt, að tala at- vinnulausra muni hækka á komandi árum, m.a. vegna eðlilegrar fjölgunar þjóðarinnar. Þetta er uggvænlegt ástand atvinnumála. Augljóst má telja, að hinar hefðbundnu at- vinnugreinar, s.s. sjávarútvegur, fisk- vinnsla, landbúnaður, þjónustugreinar og iðn- aður í núverandi mynd, geti ekki veitt næg störf til að allir hafi at- vinnu. Iðnvæðing íslands Lausnin á þessu mikla vandamáli virðist vera aðeins ein en það er iðnvæðing íslands. Að öðrum kosti má gera ráð fyrir að hlutfallslega verulegur fjöldi fólks flytjist alfarið frá Isiandi til annarra landa í at- vinnuleit. Hér þarf því að byggja upp nokkur íjársterk iðnaðarfyrir- tæki, sem flytja inn erlent hráefni, fullvinna þau hér í dýrar, hágæða iðnaðarvörur og selja þær á hinum ýmsu heimsmörkuðum. Þetta er sú starfsemi, sem hefur gert iðnaðar- þjóðirnar ríkar en aðeins iðnaðar- þjóðirnar eru ríkar - með aðeins örfáum undantekningum. Slík iðnvæðing verður ekki fram- kvæmd nema með erlendu fjár- magni. En þetta erlenda fjármagn þarf að taka inn í landið sem áhættufjármagn en ekki sem lánsfé. Það þýðir, að erlendir fjármagnseig- endur mundu eiga þessi iðnaðarfyr- irtæki að verulegu eða öllu leyti. Hvort slík fyrirtæki eru að mestu eða jafnvel öllu leyti í eigu erlendra aðila, hefur ekki úrslitaþýð- ingu. Aðalatriðið er að slík fyrirtæki veiti þús- undum íslendinga stöðuga atvinnu, greiði starfsfólkinu gott kaup, verulegur verðmætisauki verði í landinu, ' þjóðin fái mjög auknar gjaldey- ristekjur - og að þessi fyrirtæki skili árlega eðlilegum hagnaði. Æskilegt væri að starfsfólk þessara fyr- irtækja ætti nokkurn hluta í hveiju þeirra. Eins og kunnugt er hafa flestar þjóðir nema íslendingar lagt á það mikla áherslu á undanfömum ámm og áratugum að fá erlent fjármagn til fjárfestinga í löndum sínum og það með góðum árangri. Erlendar fjárfestingar stuðla að nýjum fram- kvæmdum, nýjum atvinnumöguleik- um, auknum hagvexti og þar með auknum lífsgæðum almenningi til handa. Nú má ekki reikna með því, að erlendir fjárfestar standi í biðröð eftir því að „fá“ að fjárfesta á ís- landi. En ef rétt er á haldið af hálfu íslendinga, þykir mér sennilegt, að hægt sé að ná árangri á þessu sviði. I því sambandi er rétt að benda m.a. á eftirfarandi atriði: 1) íslendingar eru almennt dug- legir, vinnusamir og ábyggilegir í starfi. 2) Hér er fyrir hendi margt há- menntað fólk á hinum ýmsu sérsvið- um vísinda og tækni, fólk sem væri fljótt að laga sig að nýjum verkefn- um og nýjum starfsgreinum. 3) Island hefur yfír að ráða mik- illi raforku, sem hægt er að bjóða á vel samkeppnishæfu verði til nýrr- ar framleiðslu. 4) Heita vatnið getur haft mikla þýðingu eftir því um hvaða iðnaðar- framleiðslu er að ræða. 5) Hér er fyrir hendi hreint, kalt vatn í háum gæðaflokki. 6) Slíkum iðnaðarfyritækjum mætti veita verulegar skattaíviln- anir til lengri tíma. 7) Land undir byggingar slíkra iðnaðarfyrirtækja mætti láta í té fyrir lítið verð eða jafnvel án endur- gjalds. 8) Kaupgjald á íslandi er ennþá almennt mjög lágt miðað við kaup- gjald hjá iðnaðarþjóðum Vestur- Evrópu. Auk fjármagnsins þyrftú erlendu fjárfestamir að leggja fram: - Stjórnun fyrirtækjanna, a.m.k. til að byija með. - Tæknilega þekkingu varðandi framleiðslu og skipulagningu. - Örugga markaðssetningu á hin- um framleiddu, fullunnu iðnaðar- vöru. Þetta er aðalatriðið. Til að byrja með þyrfti að stofna ekki færri en fjögur og ekki fleiri en fimm slík iðnaðarfyrirtæki í hin- um ýmsu iðngreinum, fyrirtæki sem hvert um sig veitti a.m.k. 400 til 500 manns ömgga atvinnu, þ.e.a.s. samtals 1600 til 2000 eða 2000 til 2500 störf. Síðar þarf að auka tölu fyrirtækjanna og þar með tölu starfsmanna. Slík iðnaðarfyrirtæki mundu óbeinlínis skapa mörg auka- leg störf í landinu. Einnig kæmi til greina að stofna til að byija með fleiri en 4 eða 5 og þá minni fyrirtæki, hvert þeirra með aðeins t.d. 300 til 400 starfs- mönnum. Aðeins á þennan hátt er hægt að tryggja fulla atvinnu í landinu á komandi ámm. Engin þjóð getur til lengdar búið við einhliða uppbygg- ingu efnahagsiífs síns. Einkum á þetta við þegar atvinnulífið er byggt Meginmálið er að iðn- væða ísland, segir Magnús Z. Sigurðs- son, sem og að huga að ESB-aðild. á framleiðslu, sem er að verulegu leyti háð náttúruöflunum, sem eng- inn ræður við. Efnahagslíf hverrar þjóðar verður að vera fjölþætt og standa á traustum fótum á hinum ýmsu sviðum til að draga úr sveifl- um, auka öryggi og treysta stöðug- leika. Með vemlega auknum gjaldeyr- istekjum væri m.a. hægt að greiða niður - helst endurgreiða að fullu - óhóflegar erlendar skuldir þjóðar- innar. En þessar háu skuldir gagn- vart útlöndum, u.þ.b. ein milljón króna á hvert mannsbarn í iandinu eða um tjórar milljónir króna á hveija íjögurra manna fjölskyidu, era mikið áhyggjuefni. Umsókn um fulla aðild íslands að Evrópusambandinu (ESB) Þetta er hitt atriðið, sem er nauð- synlegt. Að mínu mati vora það mikil mistök af hendi íslenskra stjórnvalda að sækja ekki um aðild samtímis hinum Norðurlöndunum, bæði vegna þess að í samfloti með þeim hefðum við haft mun sterkari samningsaðstöðu en ella og líka vegna hins, að þá vora Þjóðveijar í forsæti í Ráðherraráði ESB, en Þjóðveijar hafa ætíð sýnt íslending- um sérstakan velvilja og skilning - og það er aldagömul saga. Auðvitað veit enginn, hvers konar samningi við munum geta náð við ESB fyrr en samningsviðræðum er Magnús Z. Sigurðsson Jöfnum rétt til fæðingarorlofs í LÖGUM nr. 57/1987 um fæðing- arorlof kemur fram sú meginregla, sbr. 2. gr. laganna, að foreldrar skuli njóta jafns réttar til fæðingarorlofs. Segir þar meðal annars að foreldrar, sem gegna launuðum störfum og eiga lögheimili hérlendis, eigi rétt á sex mánaða fæðingarorlofi og að foreldr- um sé heimilt að skipta því með sér. Þrátt fyrir þennan lögmæta rétt er foreldrum mismunað svo sem sjá má m.a. af eftirfarandi staðreyndum: * Fæðingarstyrkur er eingöngu greiddur móður. * Réttur föður til greiðslna í fæð- ingarorlofi er háður samþykki móður. Góður pappír til endurvinnslu * Faðir á ekki rétt til greiðslu fæðingardagpeninga fyrsta mánuð- inn eftir að barnið fæðist. * Réttur opinberra starfsmanna til launa í fæðingarorlofi tekur ein- göngu til kvenna. * Réttur eiginmanna kvenna, sem gegna störfum hjá hinu opin- bera, til greiðslna f fæðingarorlofi er enginn. Hagsmunamál beggja kynja Það er hagsmunamál beggja kynja að úr þessu misrétti verði bætt hið allra fyrsta. Það er sjálf- sögð krafa feðra að vera taldir jafn- réttháir uppalendur og mæður. Áhugi feðra og skilningur á mikil- vægi þess að fá að annast um barn sitt fyrstu mánuði ævi þess hefur aukist veralega. Það er brýnt að löggjafinn komi til móts við breytt viðhorf um uppeldishlutverk feðra og óskir þeirra um aukna þátttöku í uppeldinu. Það er jafnframt mikil- vægt að lagalegt jafnræði ríki að þessu leyti til þess að viðhorf um hlutverk kynjanna haldi áfram að þróast í þá veru að aukin þátttaka "Nú snýst allt um ...réttan lit, góða þjónustu og að rúlla verðinu niður!" Uturínn Síðumúla 15 • sími 553 3070 BBp ^ Wm Áslaug Elsa B. Magnúsdóttir Valsdóttir jj w tf® ''jal (| i i i 4. Sigríður Björk Lisa Guðjónsdóttir Yoder karla í bamauppeldi og heimilisstörf- um þyki sjálfsögð. Það er ekki síður mikilvægt fyrir konur að réttur kynjanna til fæðing- arorlofs verði jafnaður. Það skekkir augljóslega stöðu kvenna á vinnu- markaði og þar með jöfn tækifæri kynjanna til stöðuveitinga, stöðu- hækkana og launa, ef gera má ráð fyrir kynbundnum mismun á orlofi starfsmanna vegna barnsfæðinga. Atvinnurekendur taka að sjálfsögðu mið af hugsanlegum fjarvistum við ráðningu og stöðuhækkanir starfs- manna. Staða kvenna, sem starfa hjá hinu opinbera, er síður en svo betri að þessu leyti en staða kvenna, sem vinna hjá einkaaðil- um. Konur er starfa hjá ríkinu njóta óskertra launa í fæð- ingarorlofi. Konur eru því taldar njóta launakjara umfram karla að þessu leyti, en þannig er fengin réttlæting fyrir hærri launum og frekari stöðuhækkunum karla, sem starfa hjá hinu opinbera. Lagalegt jafnræði - mikilvæg forsenda viðhorfs- breytingar Sjálfstæðar konur gera sér grein fyrir að þó að réttur for- eldra til fæðingaror- lofs verði jafnaður muni það ekki leiða til þess þegar í stað að feður taki fæðing- arorlof í jafn ríkum mæli og mæður. Lagalegt jafnræði hlýtur hins vegar að vera mikilvæg for- senda fyrir áfram- haldandi • þróun þeirra viðhorfa að ábyrgð foreldra á heimili og börnum sé jöfn. Sú staðreynd að karlmaður geti allt eins tekið fæðingarorlof hlýtur jafnframt að bæta samkeppn- isstöðu kvenna á vinnumarkaðnum veralega. Jöfnun stöðunnar mikilvægari en lenging fæðingarorlofs Á þinginu nú í vor lögðu þingkon- ur Kvennalista fram tillögu til þing- sályktunar um aðgerðir til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar kom m.a. fram sú tillaga að lengja skyldi fæðingarorlof í níu mánuði en þar af skyldi a.m.k. einn mánuð- lokið. Verði samningurinn okkur ekki hagstæður, getum við hafnað honum og þá vitum við hvar við stöndum. Verði samningurinn hins vegar okkur hagstæður - og flest bendir til að svo verði - er staða okkar innan ESB tryggð. En að halda því fram áður en samningur liggur fyrir, að aðild komi ekki til greina, sé „ekki á dagskrá“ eins og það er orðað, er óraunhæf afstaða. Fyrst þegar samningur liggur fyrir, veit maður hvar maður stendur. Sumir virðast álíta, að ESB sé fyrst og fremst eins konar tolla- bandalag fyrir fisk. Þetta er mis- skilningur. ESB er alhliða samtök hinna miklu menningarþjóða Evr- ópu um samvinnu á sviði stjóm- mála, efnahagsmála, félagsmála, menningarmála, vísinda og tækni. Við íslendingar erum hluti af Evr- ópu, menning okkar er sprottin úr evrópskri menningu. Við eigum heima í hópi þessara evrópsku menningarþjóða. Full aðild að ESB mundi verða íslendingum til mikils gagns á ýms- an hátt, auk þess að skapa á flestum sviðum óhindraðan, tollfijálsan að- gang fyrir útflutninginn að mörk- uðum aðildarríkjanna. Full aðild mundi opna nýja möguleika í al- þjóðasamskiptum og m.a. greiða fýrir nauðsynlegum erlendum fjár- festingum í íslensku efnahagslífi og almennt styrkja stöðu þjóðarinnar út á við. En málefni ESB era margþætt og flókin. Æskilegt væri þess vegna, að stjórnvöld skýri þessi mál ítarlega fyrir þjóðinni svo að almenningur geti myndað sér eigin skoðun á málinu, byggða á þekkingu á hinum ýmsu málaflokkum. Eftir áratuga dvöl við nám og störf í hinum ýmsu löndum megin- landsins tel ég mig geta fullyrt, að þótt íslenska þjóðin sé fámenn, nýt- ur hún álits og virðingar meðal Evrópuþjóðanna og hún væri vel- komin í þeirra hóp hjá Evrópusam- bandinu. Höfundur er hagfræðingur. Sjálfstæðar konur telja mikilvægt, segja Aslaug Magnúsdóttir, Elsa B. Valsdóttir, Lísa Yoder og Sigríð- ur Guðjónsdóttir, að réttur kynjanna til fæðingarorlofs verði jafnaður. ur ætlaður feðrum. Sjálfstæðar konur telja að beiting slíks úrræðis væri ekki eingöngu gróft brot á réttri feðra sem uppalendur heldur jafnframt til þess fallið að gera konum erfiðara um vik á vinnu- markaði og skekkja samkeppnis- stöðu þeirra enn frekar. Sjálfstæðar konur telja mikil- vægt að réttur kynjanna til fæðing- arorlofs verði jafnaður. Sjálfstæðar konur fara fram á það að löggjafinn beiti sér fyrir því að foreldrar njóti jafnra tækifæra til þess að nýta fæðingarorlof eða skipta því með sér. Unnið verði að því að raunveru- legt valfrelsi ríki milli foreldra um hvort þeirra annist barnið fyrstu mánuði ævi þess. Barneignir eru sameiginleg ábyrgð beggja foreldra og það er tími til kominn aðþjóðfé- lagið hætti að líta á feður sem eitt- hvert aukaatriði við uppeldi barna. Sjálfstæðar konur fagna því ny- samþykktum lögum um þingfarar- kaup og þingfararkostnað alþingis- manna, þar sem ákvæði um fæðing- arorlof í lögunum gerir engan grein- armun á kynum. Viðhorfsbreyting virðist hafa orðið á Alþingi íslend- inga sem skilar sér vonandi í réttar- bótum almenningi til handa. Höfundar starfa með Sjálfstæðum konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.