Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJARNI PÉTURSSON + Bjarni Péturs- son fæddist á Halldórsstöðum í Reykjadal 20. mars 1915. Hann lést í Reykjavík 24. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 4. april. ÞEGAR mér barst fréttin norður frá Reykjavík, hinn 24. mars hrökk ég við í sæti mínu við símann. Bjarni Pétursson á Fosshóli var dáinn. Þau höfðu flutt búslóð sína vest- an frá Bandaríkjunum vorið 1960, Bjarni Pétursson Sigfússonar frá Halldórsstöðum í Reykjadal og kon- an hans Sigurbjörg Magnúsdóttir frá Reykjavík og ráðið sér bólstað og bújörð. Fosshóll varð þeirra val, þjóðkunnugt frægðarsetur, orðið í Ljósavatnshreppi, á mörkum tveggja hreppa sem urðu til úr einum við skiptingu 1907 er Bárðdælahreppur varð til. Rétt á gljúfurbarmi Skjálfandafljóts að kalla má. Þar sem Goðafoss fellur af hamrabrún sístráandi úða sínum og minningum, þar sem forlög réðust er guðatákn- um Þorgeir goði fleygði í foss- inn, og þar sem strokuhestur og vorlamb féllu fram af á lýðveldis- vori en björguðust bæði á land. Hér við brúarsporðinn þar sem Tryggvi Gunnarsson byggði fyrstu brúna yfir Skjálfandafljót reisti Sigurður Lúther Vigfússon bú sitt og bæinn Fosshól með móður sinni Hólmfríði Sigurðar- dóttur sem forstöðukonu. Voru öll þijú, Fosshóll, bóndinn og móðirin í viðbragðsstöðu frægðarvorið 1930 þegar brú var komin yfir fljótsgljúfrið. Slík staða hefir síðan fylgt þessum stað, en í kveldroðans stefnu, til vesturs frá fossinum, rís höfuð- bólið Ljósavatn upp við íjallið þaðan sem Þorgeir kom til Lög- bergs við Þingvöll og flutti fræg- ustu ræðu sögu vorrar: „Það mun verða satt er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og frið- inn,“ mælti Þorgeir og þjóðin gekk til kristinnar trúar og tók til fósturs og boðunar sem varir enn. Aðeins augnabliks fimm árin til þeirrar minningarstund- ar á íslandi að 1000 ár verði 2000 ár. Og þá hvort íslendingar blandi alþjóða umræðufundum í mestu Þingvallahátíð sína verður mörgum umhugsunarefni á upp- lausnartímum þó voni til næstu vora. Stundum er sagt um menn að þeir leyni á sér. Vel gat slíkt átt við um þann hæverska og dreng- lynda íþróttamann sem var einu sinni ungur, áður en varð Bjarni á Fosshóli: símstöðvarstjóri, pósthús- stjóri, oddviti, sýslunefndarmaður, lionsfélagi og líka bóndi. Slíkum manni má síst misbjóða sé hann náinn vinur að auki. Við vissum að enginn ræður sínum næturstað eins og Pétur faðir Bjarna orðaði það í bók sinni um nokkur æviár sín. Þegar sveitarstjórn Ljósavatns- hrepps kaus Bjarna á Fosshóli sem oddvita vorið 1966 á viðsjál- um tímum í félags- málapólitík héraðsins þá vissu allir að mikið var á slíka menn lagt og líka mikið traust þeim sýnt. En þessu starfi skilaði hann of- hlaðinn önnum um tólf ára tímabil. Og voru mikil reynsluár og árangurs sem sam- verkamenn á rúm- góðu svæði mega mega minnast um gjöfullt hérað. Þegar við fyrstu nemendur Lauga- skóla veturinn 1925 - 1926 komum saman til kvöldfundar og spurðum okkur: „Hvað má ungum íslending yfir klungur lyfta?“ og Ragnar Þor- steinsson frá Eskifírði svaraði og sagði: „Það eru minningar." Svo hljótt varð í salnum um stund. Allir vissu þá og enn í dag að að baki minninganna verða að liggja verk sem leiða til sögu. Það var ekki skuggalegt kvöld hins 6. des. 1966 að vaka saman og nærri heyra þegar 60 stiga heitt vatnið seitlaði úr nýju borholunni spöl frá skólastaðnum sem verða átti og hafa í hendi undirskrift menntamálaráðherrans Gylfa Þ. Gíslasonar. Það var stór stund þegar grafið var fýrir skólanum 9. júlí 1969 rétt við hreppamörk hinnar traustu samstarfssveitar Fnjóskadals og Bárðardals og Köldukinn til hinnar handar. Stjórutjarnaskólinn var í fyrsta sinn settur 8. nóvember 1971. í skólanum nýja að Stórutjömum sem í upphafi var fjögurra hreppa skóli 1972 - 1973 var hann sóttur af 132 og 92 voru í heimavist. Þá varð það að úrræði að dijúgur hluti af blóma æskunnar í umdæmi Bjarna oddvita hóf sókn að skóla í annari sveit sem síðan hefir varað. Vel er ef við höfum þvílíkt mannval af fólki að þoli þvílíka útdeilingu á verðmætustu eign sinni. Allt hér upptalið og þó ennþá fleira gerð- ist í umræddri tólf ára oddvitatíð Fosshólsbónda þó margir kæmu við sögu og þá ekki minnst kona hans Sigurbjörg Magnúsdóttir frá Reykjavík, sem öllum léði hlé heimilis síns til fundahalda og félagsræktar. Marga sveigju þurftu málefni að þola, sem nú þykir sjálfsagt fínt að kalla „fort- íðarvanda,“ sem menn eru hvað iðnastir að stofna til en heita þar þjóðmál. í því undra náttúruskarði Ljósa- vatnsskarði sem sneiðir í gegnum fjallgarðinn á milli heiðanna tveggja Vaðlaheiðar og Fljótsdalsheiðar, þar sem eitt fegursta nafn tungunn- ar Ljósavatn slær ljóma um land á milli Bárðardals- og Kinnarfjalla. Hér mætti segja um líkt og með orðfæri Jóns í Ystafelli þó ég áður hafí vitnað til: „Krossgöturnar í héraði þar sem fjórir dalir mæt- ast í punkti." En örlagablettur blasir við umferð þar sem Stóru- tjarnaskólinn nærri þvi speglast í lýsandi vatninu svo nærri því sem hann er byggður og húsa- þyrping fjögurra einbýlishúsa og starfsvettvangur fjölskyldna og loks Edduhótelið góða með rómaða þjónustu sína og hagsæld. Og hverj- um verður þá ekki hugsað austur til Fosshóls, oddvitans og húsfreyju hans. Svo kemur vorið með sín áberandi teikn þar sem græn tún horfast á milli tveggja heiða gegn- um fossúðann frá Ingjaldsstöðum að Krossi. Það var með vilja gert, úr því mig langaði að muna og minnast Bjama á Fosshóli, að draga upp eins konar umgjörð þess athvarfs hvar þau völdu sér stað og varð af athvarf annars fólks. Hvort heldur er varðaði opinber störf og umsvif í verki, ellegar einkanlega vináttu umhyggjunnar sem ætið ber hæst, og niður til baráttumála þar sem þörfin knýr menn til, ellegar hug- sjónir sem menn kalla, svo völt sem meining orðsins er. Þau voru svo sannarlega metin sem guðsgjöf að Fosshóli, vorið 1960, Bjarni og Sig- urbjörg sem fagnað var af um- hverfi öllu. Foreldrar Bjarna voru hjónin Birna Bjarnadóttir og Pétur Sigfússon, sem var frá Halldórs- stöðum í Reykjadal og átti þaðan hóp kunnra systkina: Jón söng- stjóra, Sigurð Bjarklind kaupfélags- stjóra, Þóru húsfreyju á Einarsstöð- um, Friðriku á Hömmm, Maríu á Helgastöðum og Kristjönu að Landamótsseli. Mikið sæmdar- bændafólk sem börn þeirra héldu áfram að sanna. Pétur var kunnur af mörgum störfum sínum fýrir kaupfélögin og ekki minna fyrir frægðarför með félögum og iðkun íslenskrar glímu. Einnig var hann kunnur maður Bjarni sölustjóri á Húsavík, afi Bjama Péturssonar. Vinir mínir í Miðhvammi hér á Húsavík hafa sagt mér frá djörfum manni í drengskaparliði í knatt- spymu og stofnun þeirra Völsunga sem kjörið höfðu Bjarna heiðursfé- laga sinn er árin liðu. Honum fædd- ust líka bömin þrjú með eiginkonu sinni Júlíönnu Sigurjónsdóttur, þau Sigfús, Arnaldur Mar, en þar áður Sigríður Birna með Ástu Jónsdótt- ur. Síst vildi ég misherma hér í neinu og vona að ekki sé. En 31. ágúst 1951 kvæntist Bjarni hinni sérstöku ágætiskonu sinni Sigur- björgu Magnúsdóttur úr Reykjavík og lifir hún mann sinn við mikla virðingu og vinsemd fólks. Hér hefir verið stiklað á stóru en þó smæsta verið í för sem ekki er minnst í náinni kynningu en tengist Bjarna Péturssyni á einn eða annan hátt og konu hans og samverkafólki. En best og ljósast blasir við, ef menn fara um Ljósa- vatnsskarðið framhjá skólahverf- inu, íbúðarhúsunum fjómm og Edduhótelinu, þar sem leiðin opnast austur til dalánna, þar sem fossúð- inn slær sér heim að Fosshóli þaðan sem Þingey leynir á sér, þar sem gamlir menn kölluðu Þingdal á sinni tíð en unnu ekki nafni hans hefðar- helgi og festu. Norður með Kinnar- felli þar sem Fellskógur er, gefur góða yfirsýn þaðan sem eyjan blas- ir við. Utför Bjarna Péturssonar fór fram frá Bústaðakirkju í Reykjavík að viðstöddu miklu fjölmenni sem vænta mátti, hinn 4. apríl síðastlið- inn. Kór kirkjunnar og tónlistin og þá notaleg og sanngjöm ræða séra Pálma Matthíassonar létti gönguna og lyfti, eins og við ætluðum minn- ingunum frá Skiphól Laugaskóla, fyrsta árið þar. Ég sendi Sigur- björgu Magnúsdóttur og öllu henn- ar vandafólki innilega kveðju og þökk frá okkur Friðriku minni hér í Miðhvammi á Húsavík. Jón Jónsson frá Fremstafelli. BRIPS Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids SUNNUDAGINN 9. júlí mættu 16 pör í sumarbrids og var spilað í einum riðli. Urslit urðu þannig: Björn Theodórsson - Gylfi Baldursson 255 Hermann Lárusson—Jakobína Ríkharðsdóttir 254 Lárus Amórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 238 Halldór Þorvaldsson - Kristinn Karlsson 234 Meðalskor var 210 Mánudaginn 10. júlí var spilaður mitchell-tvímenningur með 32 pör- um. Miðlungur var 420 og úrslit urðu þannig: N/S riðill Ragnheiður Nielsen - Sigtryggur Sigurðsson 528 Helgi Sigurðsson - Isak Om Sigurðsson 480 AlbertÞorsteinsson-BjömÁmason 459 Rafn Thorarensen - Sverrir Ármannsson 458 A/V riðill JónÞorvarðarson-Haukurlngason 469 GarðarGarðarsson-SigfúsÞórðarson 469 Guðlaugur Sveinsson - Rúnar Lárusson 453 Baidur Bjartmarsson - HalldórÞorvaldsson 451 Þriðjudaginn 18. júlí verður spilaður barometer með Monrad-röðum í sumarbrids. Notað verður nýtt tölvuforrit til röðunar þannig að ekki eiga að verða þeir hnökrar á sem síðast urðu en á þeim biðst umsjónarmaðurinn velvirðingar. Silfurstigamót til styrktar yngri spilurum Silfurstigamót verður haldið nk. laugardag í húsnæði Bridssam- bandsins. Mótið hefst klukkan 11 og fer skráning fram á staðnum. Spilaðar verða 2 lotur með Mitc- hell- fyrirkomulagi og er keppnis- gjald 2000 krónur á parið. FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 43 ODDUR HANS AUÐUNSSON + Oddur Hans Auðunsson var fæddur 24. febrúar 1989 í Skagafirði. Hann lést af slysför- um þann 26. júní sl. ásamt föður sínum Auðuni Hafsteins- syni. Foreldrar Odds voru Auðunn Ingi ^ Hafsteinsson og Ólöf Þórhalls- dóttir búendur að Narfastöðum í Við- víkurhreppi. Hann var næstyngstur í hópi flmm systkina. Feðgarnir voru jarðsettir að Hofstöðum í Skagafirði 1. júlí síðastliðinn. VIÐ HLÖKKUM öll til vorsins því þá koma blómin upp. Við fylgjumst með litlu blómunum okkar, hvernig þau vaxa og þroskast með hveijum deginum sem líður uns fullum þroska er náð. En svo kemur haust- ið, þá fölna blómin og að endingu deyja þau. Þau eru þó ekki öll, blóm- in, sem öðlast þau forréttindi að lifa til haustsins. Sum deyja á miðju sumri eða jafnvel strax á vordögum. Slíkt er erfitt að skilja, enda ekki til nein skýring á því hvers vegna sum blóm deyja svo snemma. Þeim er ef til vill ætlað annað og betra hlutskipti en að hrekjast í hausthret- um. Hugleiðing þessi um gróður jarðar virðist ekki síður eiga við í mannlegu lífí og sækir sterkt á, við andlát litla drengsins á Narfastöð- um Odds Hans Auðunssonar. Elsku Oddur minn, ég man þegar ég var að passa þig. Þú varst ný- fæddur og ég hélt á þér í fanginu og hugsaði með mér hver ætli verði framtíð þessa litla barns. Mér flaug ekki í hug að eftir sex stutt ár í þessum heimi myndir þú yfirgefa okkur. Við vitum ekki fyrir víst hvað verður um þessi fallegu blóm sem eru slitin svo skyndilega af jörðu okkar. En öll höfum við á tilfinningunni að við munum hitta þau aftur einhvern tíman seinna. • Ég mun aldrei gleyma síðasta skiptinu sem ég sá þig og þitt fallega bros. Ég var að sækja ykkur krakkana á íþróttaæfíngu. Ég opnaði dyrnar aftan á bílnum og spurði hver vildi vera þar. „Ég“ svaraði litla systir þín fjörlega og stökk upp í bílinn. Síðan kallaði hún „Oddur komdu“. Þá komst þú hlaupandi og leist á mig spyijandi augum, síðan brostirðu og hoppaðir ánægður og glaður upp í bílinn. Þetta bros er ógleymanlegt og það er svo ein- kennilegt að hugsa til þess að við eigum aldrei, aldrei aftur eftir að sjá fallega brosið þitt í þessu lífi. Það eina sem við getum gert er að geyma það í hugum okkar. Elsku Oddur, þú ert ekki einn, þú ert með honum pabba þínum og ég veit að þið munuð gæta hvor annars. Elsku Ólöf og böm, Elsa, Haf- steinn og aðrir ástvinir þeirra feðga, ég bið góðan Guð um að hjálpa ykkur og styrkja í sorginni. Ó, sumar með sólskinið bjarta, þú synpr bamsins ósk og þrá. Ó, verm þú hið viðkvæma hjarta, geym vonir þeim, sem harminn á. Blessa þú minning barnsins unga, breið þú frið yfir ekkans þunga. I harmamyrkri ris himnekst ljós. Heilög minning er feprst rós. (Friðrik Hansen) Ama Björg Bjarnadóttir. SIGMUNDUR LEIFSSON + Sigmundur var fæddur á Hóli í Hvammssveit 21. desember 1923. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Reykjavík 24. júni síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Foreldrar hans vom Leifur Grímsson og Hólmfríður Sigurð- ardóttir. Sigmundur var þriðji elstur af sjö systkinum. Hann er annar sem kveður systkina- hópinn en Hákon bróðir hans andaðist á siðasta ári. Sigmund- ur ólst upp vestur í Dölum til tíu ára aldurs en flytur þá með fjölskyldu sinni að Galtavík í Skilmannahreppi. Þar dvaldi hann þangað til árið 1956, fyrst í foreldrahúsum og síðan sem ábúandi á jörðinni ásamt for- eldrum sínum og konu sinni Guð- björgu sem kom til Galtavíkur 1951. Árið 1967 eignast þau hjón kjörson- inn Magnús og nokkrum ámm síð- ar taka þau að sér fatlaða bróðurdótt- ur Guðbjargar og hafa gengið henni í foreldrastað æ síðan. Eftir að Sig- mundur kom til Reykjavíkur vann hann fyrst hjá Mjólkursamsölu Reylqavíkur og siðan í fjöldamörg ár hjá Steinsmiðju Sigurðar Helga- sonar en þar hætti hann störf- um þegar hann varð sjötugur. Sigmundur átti tvær afastelpur Evu Maríu, sem er fimm ára og Jóhönnu sem er þriggja ára, en þær áttu sinn þátt i því að gera síðustu árin ánægjuleg. SIMMI stóri bróðir. Einu sinni varst þú svo stór þáttur í minni tilveru, eitthvað sem ég tók sem sjálfsagðan hlut þegar ég var strákur. Þú varst ekki margorður en þú varst svo góður og þolinmóður við þennan litla bróður þinn. Þú kenndir mér að syngja og tefla og hafðir alltaf tíma fyrir mig og seinna þegar ég var búinn að kaupa mér bíl þá varst þú alltaf tilbúinn að gera við og að- stoða mig á allan hátt. Simmi var mjög tengdur foreldrum okkar, hann var sá sem alltaf gaf sér tíma til að sinna þeim á meðan þau þurftu á því að halda. Ef ég ætti að lýsa Simma myndi ég sennilega segja: Hann var traust- ur en fáskiptinn og hann var góður vinur vina sinna. Hann hafði mjög gaman af að syngja og söng í kirkju- kór þau ár sem hann bjó í sveit- inni. Einnig hafði hann gaman af skepnum, sérstaklega hestum. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur var þessum þáttum lokið í lífi hans, en svona var Simmi. Það er gott að fá að sofna án þess að þjást, en okkur finnst samt að honum hafi ekki legið svona mikið á. Gugga mín, Lilja, Magnús og þið stelpurnar sem voruð ljós- geislarnir hans afa, þið hafið öll misst svo mikið. Guð gefi ykkur styrk til að horfa fram á veginn. Simmi minn, þakka þér allar sam- verustundirnar í gegnum lífið. Guð blessi þig. Þinn bróðir Grímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.