Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN VALUR STEFÁNSSON + Stefán Valur Stefánsson fæddist í Reylqavík 30. október 1929. Hann lést á heimili sínu 3. júlí sl. Stefán Valur var elsti son- ur hjónanna Stef- áns Jóhanns Stef- ánssonar, f. 20. júlí 1894, d. 20. október 1980, og Helgu B. Stefánsson, f. 28. ágúst 1903, d. 28. júní 1970. Bræður Stefáns eru Björn, f. 21. febrúar 1934, og Ólafur, f. 6. mars 1940. Útför Stefáns fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. NÚ ER hann elsku Valli frændi minn farinn frá okkur og eigum við eftir að sakna hans mikið. Mér brá illilega þegar móðir mín hringdi í mig og tilkynnti mér að Valli frændi væri látinn. Þótt hann hefði átt við mikil veikindi að stríða um langt skeið bjóst ég ekki við að hann færi svona fljótt. Sam- gangur okkar hefur ekki verið jafn mikill og hann hefði átt að vera hin síðari ár. Ég hitti hann nú um jólin og þá var hann hinn hress- asti og töluðum við um heima og geima, sýndi hann mér meðal ann- ars nýja píputroðarinn sinn. Mér er minnisstætt að í gamla daga gekk maður að því vísu að fá harðan pakka frá Valla frænda, hvort sem það var á jólum eða afmælum, enda eru þær ófáar plöt- umar sem komu frá honum. Einnig man ég alltaf hvað það var gaman að koma heim til Valla frænda í Austurbrúnina upp á tólftu hæð og sjá útsýnið. Einhvem tímann horfðum við meira að segja á heilan fótboltaleik þaðan. Upp á tólftu hæðina vom tvær lyftur, önnur var alveg ofsa- lega stór en hæg, en hin var hraðvirkasta lyfta sem til var. Mér fannst alltaf eitt- hvað svo gott að finna pípulyktina af hónum og núna í hvert skipti sem ég finn lykt af píputóbaki minnir það mig á Valla frænda sem leiðir að söfn- unarástríðu hans frænda míns, maður var búinn að leita um allar jarðir eftir pípu- troðurum handa hon- um. í hvert skipti sem var farið út fýrir landsteinanna var alltaf farið í tóbaksbúð til að fínna troð- ara sem hann ætti ekki. Sunnudagsbíóferðir með Valla frænda og Braga voru nú ekki fáar og mjög skemmtilegar því Valli átti til að fara með okkur á kaffíhús á eftir og bjóða upp á góðgæti. Svo seinna þegar ég var orðinn eldri átti hann til að fara með mig á bannaðar bíósýningar Það er með sámm söknuð að ég kveð hann Valla frænda með þessum fáu orðum Þórir. Mér varð hverft við þegar pabbi hringdi í mig í vinnuna og sagði mér að Valíi frændi minn væri dáinn. Þótt Valli hafí lengi verið veikur átti ég ekki von á þessu. Éinnig hefði ég viljað geta kvatt Valla frænda, sem ég sá alltof lítið af undanfarin ár. Mínar bestu minningar um Valla frænda vom þegar ég var lítill snáði. Valli átti þá mjög gott tíma- bil. Oft fóram við frændumir í bíó á sunnudögum og svo röltum við um bæinn og var þá eitthvað nammi keypt handa Gunna frænda. Einnig man ég vel eftir því að ég, Siguijón og Helga vomm oft heima MINNINGAR hjá Valla frænda og horfðum niður af 12. hæð. Valli átti kappaksturs- bfla sem voru mjög vinsælir hjá okkur. Þegar Valli frændi veiktist svo aftur, minnkaði samgangurinn og var orðinn nánast enginn und- anfarin ár. Síðast sá ég Valla fyrir svona þremur ámm og fór þá vel á með okkur. Verst þykir mér í dag að frændurnir Valli og Björn litli son- ur minn hittust aldrei. Á hveiju ári sendum við ída Valla jólakort með mynd af Bimi og frétti ég að hon- um hefði þótt mjög vænt um það. Ég vona að þú, frændi minn, hafír nú fengið frið og þér líði vel, en ég veit að afí og amma og allir hinir ættingjamir og vinimir taka vel á móti þér. Þinn frændi. Gunnar Björnsson. Með örfáum orðum langar mig til að kveðja föðurbróður minn Stefán Val Stefánsson. Stefán Valur, eða Valli eins og hann var kallaður af fjölskyldunni, var einhleypur allt sitt líf en mik- ill barnavinur. Þess naut maður svo sannarlega, ekki síst á jólum, enda var hann löngum uppáhaldsfrænd- inn. Fyrir mig var það ávallt mikil upplifun að heimsækja Valla í Austurbrún. Þar bjó hann á tólftu hæð í einstaklingsíbúð. Það var einhver dulúð yfír íbúðinni, allt öðmvísi en heima. Þegar ég var lítill, var ég staðráðinn í að búa eins og Valli frændi, einn út af fyrir mig, með alla þessa skemmti- legu hluti í kringum mig og svona hátt uppi. Fundum okkar bar einn- ig oft saman í Grænuhlíðinni hjá afa og Þóra Jónsdóttur, ráðskonu hans, sem og á heimili foreldra minna. En minningin um Valla er fyrst og fremst æskuminning, því hin síðari ár hafði ég minna af honum að segja, því .miður. Eitt einkenni á Valla var smekk- vísi í klæðaburði. Hann hafði gam- an af því að sitja á kaffihúsum miðborgarinnar, ekki síst á gamla „Hressó“, og það var einmitt á slík- um stöðum sem við hittumst í seinni tíð og nú síðast í vor á Hótel Borg. Valla leið ekki alltaf vel og fjar- lægðist fjölskylduna í seinni tíð. Allan tímann naut hann þó mikils stuðnings frá bræðmm sínum, Ól- afí og Bimi, og ekki síst Þóru, sem gerði mikið til að létta undir með honum, með sinni ósérhlífni og umhyggju. Minningin um góðap mann lifir. Siguijón Ólafsson. ELSTU minningar mínar um Valla era úr sunnudagsboðunum hjá afa Stefáni í Grænuhlíð. Helga amma var þá dáin. Þar sat Valli alltaf í sama stólnum, rólegur og yfirveg- aður, eins og óhaggandi klettur. Hann var stóri bróðir pabba og Bjössa, sá sem gaf okkur systk- inunum ópal á sunnudögum og skemmtilegustu gjafimar á jólun- um. Hann var með öðmm orðum góði frændinn sem við hlökkuðum til að hitta, ekki bara vegna sæl- gætisins sem hann gaukaði að okkur heldur líka vegna þess að það stafaði frá honum hlýju og manni Ieið vel í návist hans. Síðar fór ég að taka eftir því hvað hann var mikill smekkmaður í klæðaburði og það, meðal ann- arra hluta, gerði það að verkum að maður leit upp til hans og ég held að það hafí ekki spillt fyrir þeirri virðingu sem við systkinin bárum fyrir honum að hann bjó á tólftu hæð í blokk í Austurbrún- inni. Ég man eftir hvað var gaman að koma þangað, þar sem í minn- ingunni mætti manni einhvers kon- ar yfírlætislaus og svolítið fram- andi glæsileiki sem maður átti ekki að venjast annars staðar. Til dæmis vakti alltaf pípusafnið hans, og allt sem þvi fylgdi, mikla að- dáun mína, og þegar ég var sjálfur farinn að dunda mér við pípureyk- ingar, varð það ekki til að minnka álit mitt á Valla þegar hann gaf mér eina af bestu pípunum sínum; fallega norska pípu sem hann kenndi mér að handleika á viðeig- andi hátt. Seinna, þegar ég bjó erlendis um tíma, áttum við mjög skemmti- leg bréfaskipti, og mér fannst svo merkilegt hvemig hann orðaði hlutina; hann notaði orð og orða- sambönd sem maður hélt að væra ekki notuð lengur, og átti það til að skjóta inn erlendum orðum hér og þar. Það var ekki laust við að mér þætti það heiður að fá bréf frá honum. Valli átti lengst af í baráttu við erfíð andleg veikindi sem ágerðust stöðugt og ollu því að hann ein- angraðist mikið frá fjölskyldunni. Þó hitti ég hann af og til síðustu árin, og þá kannski helst á kaffí- húsum í miðbænum, en hann var alla tíð mikill kaffihúsamaður. Hann sat oft með gömlum kunn- ingjum eða einn síns liðs í kaffí inni á Hótel Borg eða Hressó, og það kom fyrir að ég hitti hann á Hominu þar sem ég leit stundum inn til að hitta spænskan vin minn sem vann þar við matreiðslu. Vini mínum þótti afskaplega gaman að vita að við Valli væram skyldir, þeir höfðu svo oft verið að tala saman um hitt og þetta, og hann notaði mjög falleg lýsingarorð yfír frænda. En vegna veikinda sinna átti Valli erfiða ævi og það var síður en svo alltaf gaman hjá honum. Það er erfítt að ímynda sér þá þján- ingu sem fylgir djúpu þunglyndi og einsemd, en eftir því sem hægt var, var hann studdur dyggilega af bræðram sínum og Þóru. En Þóra Jónsdóttir, sem sá um heim- ili afa hér áður fyrr og hefur alla tíð síðan verið ein af ijölskyld- unni, var honum nánast sem móðir. Valli varð bráðkvaddur í íbúð sinni núna í byijun júlí og það er skrýtin tilhugsun að sjá hann ekki oftar. Ég minnist hans sem góðs vinar með gott hjarta, og kem allt- af til með að líta upp_ til hans. Bragi Ólafsson. Það var hann sem gaf mér skrín- ið með spiladósinni. Fallegt myn- strið máðist af en hljómurinn var alltaf jafn tær. Bless elsku Valli. Helga Ólafs. + Sigurgeir Mons Olsen var fædd- ur í Reykjavík 2. janúar 1926. Hann varð bráðkvaddur 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Guðlaug Auðunsdóttir, f. 24. ágúst 1884, d. 7. ágúst 1962, og Mons Olsen, d. 1928. Eignuðust þau sex börn en Sigurgeir var yngstur þeirra. Sig- urgeir var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Björg Helgadóttir og eignuðust þau tvö börn: Kristínu, f. 4. október 1947, d. 7. október 1969, og Helga, f. 14. maí 1951. Eftirlifandi eiginkona hans er Fjóla O. Sigurðardóttir, f. 24. júlí 1928, og eru börn þeirra AF HVERJU Geiri? var fyrsta hugsun mín þegar ég frétti að tengdafaðir minn væri látinn. Því getur víst enginn svarað. Hreyfíll-kallnúmer 102. Ég man það að frá fyrstu stundu leist mér vel á Geira þótt ég sæi svo gott sem bara bakhlutann og augun í baksýnisspeglinum. Ég held að það hafí verið gagnkvæmt því í há- degismatnum daginn eftir tilkynnti Geiri að Gulli hefði kynnst stúlku. Þannig kynntist ég Sigurgeir M. Olsen verðandi tengdaföður mínum vorið 1983. Geiri var mér alla tíð einstaklega sex: Gylfi Kristinn, f. 31. maí 1956, Bára Guðlaug, f. 23. maí 1958, Asdís, f. 18. september 1960, Inga Hulda, f. 17. maí 1963, Guðlaugur Sigur- geir, f. 1. júní 1965, og Guðbjörg, f. 19. maí 1968. Upp úr fermingu réðst Sig- urgeir til starfa sem sendill hjá Slippfélaginu í Reykjavík og vann þar um árabil við ýmis störf, lengst af við inn- heimtu. Hin síðari ár starfaði hann sem leigubifreiðarsljóri á Hreyfli. Útför Sigurgeirs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. góður, en ég var mjög ung er ég flutti inn á heimili þeirra Fjólu í Löngubrekkunni. Lengi bjuggum við Gulli ásamt tveimur eldri börn- um okkar í kjallaranum. Oft kom Geiri niður, jafnvel læddist, til að stríða okkur en stutt var í grínið og stríðnina hjá honum. Hann passaði vel upp á að hitinn niðri væri nægjanlegur til að barnabörn- unum tveimur yrði ekki kalt. Geiri var umhyggjusamur og vildi allt fyrir alla gera. Mér þótt ákaflega vænt um Geira. Hann og Fjóla hafa reynst mér sem bestu foreldr- ar. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir allt sem Sigur- geir hefur verið mér, Gulla og börnum okkar þremur. Öllum ást- vinum sendi ég samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þá í þeirra miklu sorg. Drífa. Hann elsku pabbi minn er dá- inn. Pabbi var alveg einstakur maður, eins duglegan og góðan mann hef ég aldrei hitt og mun eflaust aldrei hitta. Pabbi lifði fyr- ir fjölskyldu sína, hann vildi taka þátt í öllu sem við börnin hans vorum að gera, hann hafði svo gaman af að keyra á milli heimila bamanna sinna og kfkja í heim- sókn. Orðin: „Nei, það er ekki hægt,“ sagði pabbi sjaldan. Hann var svo góður og hann vildi allt fyrir alla gera. Daginn sem pabbi dó var ég stödd á ættarmóti. Þá fékk ég skilaboð um að ég ætti að hringja í systur mína, sem mér fannst voðalega skrýtið. Við hjónin sáum fyrir okkur að eitthvað hefði kom- ið fyrir heimilið okkar, en að elsku pabbi væri dáinn, nei það gat ekki gerst. Pabbi var sá maður sem ég vildi alltaf hafa hjá mér, hann var svo kátur og til í allt, en óttalega er þetta líf stundum skrýtið. Élsku pabbi, ég elska þig svo heitt, þú gegndir svo stóru hlut- verki í lífi minu að erfitt verður að sætta sig við missinn. Þín dóttir Inga Hulda. Alltaf þegar afi Geiri kom í heimsókn var gaman. Það var svo margt skemmtilegt sem afí kenndi okkur. Við vorum rétt orðin tveggja og þriggja ára þegar við voram farin að standa á höndum og haus upp við vegg. Afí Geiri var oft að passa okkur og oft kom hann með vínber, því hann vissi að okkur fannst þau góð. Við löb- buðum oft með afa út á rólóinn okkar og fóram í skemmtilega göngutúra. Þótt víð séum ekki gömul er svo margt skemmtilegt, elsku afí, sem þú gerðir með okkur og þú varst alltaf svo góður. Elsku afí Geiri, við geymum þig vel í hjartanu okkar. Þín dótturbörn Sævar Vilhelm og Kolbrún Fjóla. Nú þegar afí minn er dáinn hugsa ég oft hve hann var góður. Þegar ég var lítill var ég oft í pöss- un hjá honum. Nú þegar ég kem í Löngubrekkuna er allt svo tóm- legt, enginn afi til að tala við. Ég vildi að hann væri hér enn, þá væri skemmtilegra. Eitt er vist að hann var besti afí í heimi. Þinn dóttursonur Sigurgeir. Fregnin um að vinur okkar, Geiri Olsen, sé svo skyndilega horfinn á braut fær okkur til að leiða hugann að þeim löngu og góðu kynnum sem við áttum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu hress hann var alltaf og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hvar sem hann kom, á Dílunum, f Löngubrekku eða í Hegranesið myndaðist alltaf ein- hvers konar stemmning í kringum hann. Einstaklega skemmtileg frá- sagnargáfa gerði hann eftirsóttan félaga sem kunni frá mörgu að segja. Geiri og Eyvi kynntust 1944 þegar Geiri vann í Slippnum og Eyvi hjá J.B.P. og hefur sú vinátta haldist síðan. Hann bjó með móður sinni á Vesturgötu 26a og sýndi þá hver mannkostamaður hann var, sem sá vel um móður sína þótt ungur væri. Geiri byggði yfír fjölskyldu sína tvisvar, fyrst á Suðurlandsbraut og síðan í Kópavogi. Sjálfur vann hann mikið í báðum byggingunum. Vinnusemi, ósérhlífni og hjálpsemi varð til þess að hann eignaðist marga vini og kunningja. Hann var sannur vinur vina sinna og sam- band hans og fjölskyldu okkar var mjög náið. Þegar hann kom í kaffi heim til okkar var hann alveg ómögulegur ef hann komst ekki í hornið sitt. Þegar þangað var kom- ið stóð ekki á því að hann byijaði að glettast eins og hans var vani, eins og að segja Eyva til syndanna og lýsa því að hann hefði ekki kom- ið í kaffí ef hann hefði vitað að Eyvi hefði verið heima því hann ætlaði að hitta Möggu. Bráð- skemmtilegar sögur af sveitaböll- um þeirra félaga (þar sem Eyvi svaf úti í bfl) ásamt ýmsum prakka- rastrikum þeirra félaga lífgaði mik- ið upp á tilverana við kaffiborðið. Það kom berlega fram hjá Geira hversu sjálfstæður persónuleiki hann var. Hann hafði frá unga aldri þurft að stóla á sjálfan sig mest af öllu. Hann hefur reynst konu sinni og börnum sínum sem klettur sem alltaf var hægt að reiða sig á. Þessi sterki pesónuleiki Geira kemur fram í börnunum hans, sem öll era sjálfstæð, regiusöm og hafa komist vel áfram í lífinu. Við þökkum fyrir allt sem Geiri hefur gert fyrir okkur og alla þá ánægju sem hann veitti okkur og vottum Fjólu, börnunum og öðram ættingjum innilegustu samúð okk- ar á erfiðri stundu. Fjölskylda Eyvindar Árnasonar. SIGURGEIR M. OLSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.