Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÚDAGUR 13. JÚLÍ 1995 45 MINNINGAR + Vigiiir Már Birgisson fædd- ist á Landspitalan- um 6. janúar 1995. Hann lést á heimili sínu 3. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sólborg Bald- ursdóttir, f. 29.4. 1973, og Birgir Breiðfjörð Agnars- son, f. 8.3. 1973. Systur Vignis eru Dagbjört Bára Grettisdóttir, f. 2.10. 1992, og Alex- andra Ósk Birgis- dóttir, f. 20.8. 1992. Útför Vignis Más fer fram frá Hjallakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU sonur. Þegar þú komst í heiminn bjuggumst við alls ekki við þér strax. En þú varst heldur betur að flýta þér og komst öllum að óvörum. Yndislegur lítill drengur. Fyrst í stað vorum við örlítið áhyggjufull um heilsu þína, því auðvitað varstu bara agnarsmár. En þær áhyggjur hurfu á skömmum tíma, því þú varst svo duglegur og barðist eins og hetja. Eftir nokkrar vikur fengum við þig svo heim og eftir það dafnaðirðu vel og varðst stór og hraustur strákur. Allir höfðu það á orði hversu dug- legur þú værir og eng- inn sá þig án þess að minnast á hversu nauðalíkur þú værir honum pabba þínum. Enda varstu litli auga- steinninn hans, og hjá pabba eða mömmu fannst þér best að vera. Aldrei leið þér betur en í fanginu hjá mömmu. Og þar má segja að þú hafír verið frá því að þú fæddist og þangað til nú, elsku Vignir. Við minnumst þín með gleði og þakklæti, kæri sonur, en í hjarta okkar ríkir harmur og söknuður. Við nutum aðeins samvista við þig í nokkra mánuði, en sú minning mun duga okkur ævilangt. Hvers vegna þú varst tekinn er okkur ómögulegt að skilja, en við vitum að guð varðveitir þig, litli kroppur- inn okkar og að við munum öll sjást síðar. Elsku Vignir Már, öll okkar ást og hlýja mun fylgja þér hvert sem leiðir liggja. Mamma og pabbi. Elsku litli bróðir, nú ert þú farinn á annan stað þar sem við vitum að þér líður vel. Þar sem guð hugsar um þig og passar þig. Þú varst besti litli bróðir sem við gátum hafa eign- ast og þó svo að við höfum ekki verið háar í loftinu þegar þú komst í heiminn þá vorum við voða montn- ar af þér, enda allt í einu orðnar „stóru systur“ þínar. Elsku bróðir, núna ertu sofnaður og við getum ekki lengur fengið að bögglast með þig og stjana við þig eins og stóru systur gera. En við getum alltaf elskað þig og munað þig, því þú munt alltaf vera hjá okkur og fylgja okkur þó að við sjáum þig bara ekki lengur. Litli bróðir, við biðjum guð að geyma þig í faðmi sínum um aldur og ævi. Dagbjört Bára og Alexandra Ósk. Elsku litli sonarsonur minn, Vign- ir Már, er látinn, aðeins 6 mánaða gamall. Það er erfítt að trúa því að litli sólargeislinn sé tekinn frá okkur svona lítill, en við verðum að trúa því að einhver sé tilgangurinn með þessu. Við vitum það og trúum að langafi hans Filippus taki á móti honum og passi hann fyrir okkur. Megi stuttu kynni hans ylja okkur um hjartarætur. Með þessum fátæk- legu orðum kveður amma elsku litla drenginn. Elsku Birgir minn og Sólborg, guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg og minningin um litla drenginn ykkar lifi í hjörtum okkar allra. Ó Jesú bróðir besti og bamavinur mesti æ breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Ingirós og Atli. Hann litli Vignir Már er dáinn. Ég get ekki neitað því að við þess- ar fréttir var mér brugðið. Litla ljós- ið þeirra Bigga og Sollu hafði slokknað rétt eins og kerti sem brennur upp og maður getur ekkert gert. Það er aðeins rúmlega einn mán- uður síðan Vignir Már var skírður og nú fylgjum við honum að þeim landamærum sem skilja okkur að. Góði guð, opna þú nú faðm þinn og taktu á móti honum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji pðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Biggi og Solla, megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Oliver og Hjördís. Ég minnist þess þegar Solla hringdi í mig og sagði mér að þau Biggi hefðu verið að eignast strák. Fyrst í stað trúði ég henni ekki og hélt að hún væri bara eitthvað að stríða mér, því enginn átti von á honum strax. En viti menn, í heim- inn var hann kominn, lítill yndisleg- ur drengur, Vignir Már. Og fyrr en varði var þessi litli drengur orð- inn stór og sterkur strákur sem stækkaði og þyngdist mjög vel. Allir sem sáu hann féllu fyrir hon- um. Og fyrr en varði vorum við allar vinkonurnar farnar að ræða það að fjölga mannkyninu eins og Solla. Og ég man ófáar stundirnar þar sem við sátum vinkonurnar inni í stofu hjá Sollu og ræddum barn- eignir. En svo knýr sorgin á dyr og lít- ill drengur er hrifsaður úr hlýjum faðmi fjölskyldunnar. Þetta er of sárt til að vera satt hugsaði ég þegar Solla hringdi í mig og sagði mér að Vignir væri dáinn. Hvað getur réttlætt það að líf barnsins þeirra er tekið? Nei, sorgin er of sár og missirinn of mikill til að finna honum svör. Þegar Vignir kom í heiminn man ég að við Solla ræddum að nú væri hún búin að koma með leikfélaga fyrir Birgi Hans. Og ég sá fýrir að eins og við Solla höfðum þekkst frá barnæsku, þannig myndu nú synir okkar þekkjast seinna meir. En nú ertu farinn, kæri Vignir, og minn- ingarnar verða að duga. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þér, kæri snáði, og þú hefur gefíð okkur og kennt ótalmargt. Guð varðveiti þig og ijölskyldu þína á þessum erfiðu tímum. Elsku Solla og Biggi, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina, hugur okkar er hjá ykkur. Auður og Birgir Hans. VIGNIR MAR BIRGISSON GEORGE JOHNSON + George John- son, fv. fylkis- stjóri í Manitoba, fæddist í Winnipeg 18. nóv. 1920. Hann lést á Gimli 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans, Jónas George Johnson (1894-1951) og Laufey Benedikts- dóttir (1898-1989), voru bræðrabörn, en afi þeirra var Jón Benediktsson frá Hólum i Hjaltadal, er fluttist vestur um haf ásamt fjórum sonum sínum 1887. Jón átti Sigríði, dóttur sr. Halldórs Björnssonar í Sauða- nesi og síðari konu hans, Þóru Gunnarsdóttur, þeirrar er _Jónas Hallgrímsson greiddi lokkana forðum við Galtará. Eftirlifandi kona George er Doris Blöndal, dóttir Ág- ústs Blöndals lækn- is og listmálara í Winnipeg og Guð- rúnar Stefánsdótt- ur konu hans. Ge- orge og Doris eign- uðust sex börn, tvo syni og fjórar dæt- ur. Elzta dóttirin, Janis, á nú sæti í efri deild löggjafarþingsins í Ottawa. George Johnson verður jarð- sunginn í Winnipeg. GEORGE Johnson las læknisfræði við Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan prófí 1950. Hann var læknir á Gimli í Manitoba 1950-58, en þá var hann kjörinn á þing fyrir Gimli-kjördæmi og varð brátt heil- brigðis- og velferðarmálaráðherra í stjórn fylkisins. Hann var mennta- málaráðherra 1963-68, og síðan heilbrigðis- og félagsmálaráðherra fram á sumar 1969, að stjórnar- skipti urðu í Manitoba. George tók að loknum stjórnarstörfunum aftur til við lækningar og stundaði þær, unz hann 1987 var skipaður fylkis- stjóri í Manitoba. Þau fylkisstjóra- hjónin, George og Doris, nutu mikill- ar hylli í hinu veglega embætti, og þess má geta, að þeim var boðið í opinbera heimsókn til íslands sum- arið 1990. Árið 1969 þýddi ég og birti í Andvara erindi er George Johnson flutti á Leifs Eiríkssonar samkomu í Winnipeg 19. okt. 1968. í þessu erindi sagði hann m.a.: Hinir norrænu forfeður vorir áttu hlut að því að byggja Rússland, Frakkland og Bretlandseyjar - og á síðari tímum Kanada og Bandaríkin. Og hvar sem vér höfum farið, höfum vér orðið að laga oss að nýjum að- stæðum, nýjum grönnum, að ger- samlega nýjum heimi.“ Og síðar segir hann, þegar hann víkur að vaxtamálum samtíðarinnar: „Vér verðum allir sem einn að horfast í augum við þann vanda að halda borgum vorum hreinum og líf- vænlegum, þótt það verði æ kostnað- arsamara. Vér verðum að vera þess búnir að veita börnum vorum sífellt betri menntun, þótt kosta verði stöð- + Anna Hannes- dóttir fæddist í Rúmeníu 30. maí 1926. Hún lést á Richtsens Pleje- hjem í Tandre á Jótlandi að morgni 17. júní síðastliðins. Anna missti for- eldra sína ung og flutti til Ungverja- lands. Hún átti fjóra bræður sem allir eru látnir. Árið 1957 giftist hún Marteini Hannes- syni, f. 17. febrúar 1928, d. í september 1984. Þau hjónin voru barnlaus. Útför Önnu fór fram í Tond- er 23. júní. ÁRIÐ 1956 flúðu margir Ungveijar land þar á meðal var Anna og kem- ur hún til Islands sem flóttamaður í desember 1956 og hét fullu nafni Súba Berta en tók nafnið Anna Hannesdóttir þegar hún fékk íslenskan rík- isborgararétt. Hér kynnist hún manni sín- um sem einnig var flóttamaður frá Ung- veijalandi og hét fullu nafni Német Villi en tók sér nafnið Marteinn Hannesson þegar hann fékk íslenskan ríkis- borgararétt. Þau gifta sig árið 1957 en varð ekki barna auðið. Það var ekki alltaf auðvelt lífið fyrir unga fólkið í nýju landi og að læra nýtt tungumál en þau hjónin voru dugleg og vinnusöm og eign- uðuSt fallegt heimili. Anna vann ýmis störf, t.d. hjá Loftleiðum, Kex- verksmiðjunni Ésju og á ýmsum matsölustöðum. Árið 1981 ákveða þau hjónin að flytja til Danmerkur og njóta efri áranna í öðru landi og ferðast, en Marteinn veikist og lést árið 1984 í Tonder á Jótlandi. Árið 1992 vorum við stödd í Kaupmannahöfn og hittum Önnu þar. Anna var þá á leið til Ungverja- lands að heimsækja ættingja og var hress og lék á als oddi og var margt spjallað meðan hún staldraði við. Engan grunaði að þetta yrði í síð- asta sinn sem við hittumst öll sam- an. Því miður urðu samvistir ekki eins miklar við Önnu og við hefðum viljað, en hin síðari ár voru bréfa- skriftir og símtöl þau samskipti sem við notuðum. Fyrir rúmlega einu ári veiktist Anna og lést á hjúkrun- arheimili í Tender. Góð vinkona Önnu og okkar sem býr í Kaup- mannahöfn og heitir Irena var Önnu mikil hjálp og aðstoðaði hana í einu og öllu í veikindum hennar og á hún þakkir skilið fyrir allt sem hún gerði fyrir Önnu. Við viljum að lokum þakka Önnu fyrir allt sem hún var okkur. Bless- uð sé minning hennar. Jósef Rafn Gunnarsson og fjölskylda. ANNA HANNESDÓTTIR ugt meira til hennar. Af hveijum 960 íbúum Manitobafylkis, eru nú 260 við einhvers konar nám, og at- huganir sýna, að þeim fer fjölgandi, er leggja stund á langt framhalds- nám. Vér verðum að færa oss í nyt nýja tækni í læknavísindum og húsa- gerð, láta hina öldnu, fátæku og fötluðu njóta góðs af framleiðslu og þjónustu vaxandi iðnaðar og horfa ekki í sífellt aukinn kostnað. Vér eigum einfaldlega ekki annars úr- kosti. Vér getum ekki horfið aftur til þess tíma, þegar hver maður gat verið sjálfum sér nægur, eins og eyja út af fyrir sig. Enginn fær stað- izt einn á vorum dögum og enginn framar skorazt undan þeim skyldum, sem hann á að gegna við samborg- ara sína í þessum margslungna heimi.“ Um skattana segir hann loks þetta: „Þeir eru fjármunalegt framlag vort til lausnar þeim vanda, er steðj- ar að oss öllum. Sem ráðherra get ég sagt yður, að þörfín fyrir slík framlög fer vaxandi. Og ég held, að það sé alls ekki illa farið. Ég veit, að því fé, sem vér veijum í skatta, er vel varið og það kemur oss öllum að gágni. Vér fáum þá endurgoldna í skólum, skemmtigörð- um, þjóðvegum og þverrandi þján- ingu. Sjálfur vildi ég heldur aka á mínum Dodge-bíl í hreinu lofti um góða vegi út í haglega gerðan skemmtigarð en fara sömu leið á Cadillac veg eymdar og vesaldóms." Meðan George Johnson sat í stjórn Manitoba, lét hann að sér kveða I ýmsum málum, beitti sér m.a. fyrir því, að fastari skipan yrði komið á fiskveiðimál og físksölu í fylkinu í líkingu við þá skipan, er komið hafði áður verið á í kornræktar- og korn- sölumálum. En á læknisárum sínum á Gimli kynntist George vel kjörum og aðstöðu íslenzkra fískimanna á Winnipeg-vatni. Forlögin höguðu því svo, að George Johnson dó á Gimli laugar- daginn 8. júlí sl., þar sem hann hóf ungur læknisstörf við miklar vin- sældir og síðar var kosinn á þing til þess að beita sér á enn víðara vettvangi fyrir framfaramálum Manitobafylkis. Ég átti margar góðar stundir með George og fjölskyldu hans bæði fyrr á árum, meðan ég dvaldist vestra, og eins við komu mína á þær slóðir á seinni árum. Ég minnist þeirra kynna með mikilli virðingu og þökk og sendi Doris og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Finnbogi Guðmundsson. Eríldiykkjur Glæsileg kaífí- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. 0j S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.