Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. JÚU 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t INGVARÞÓRODDSSON vistmaður á Kumbaravogi, lést í Borgarspitalanum 4. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Vandamenn. Móðir okkar, + SIGRÍÐUR JENSDÓTTIR, Efstalandi 18, lést þriðjudaginn 11. júlí. María Kristleifsdóttir, Jens Kristleifsson, Björn Kristleifsson. t Hjartkæreiginkona mín, móðir, tendamóðir, amma og langamma, ÁSA JÓNSDÓTTIR, Akursbraut 22, Akranesi, lést 11. júlí í Sjúkrahúsi Akraness. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, frú VALGERÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR frá Kirkjufelli í Grundarfirði, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 11. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Gísli G. Magnússon, Haraldur E. Magnússon, Alfreð R. Magnússon, Aðalheiður Magnúsdóttir, Stella Magnúsdóttir, GunnarS. Magnússon, Þóra M. Hreiðarsdóttir, Björn J. Lárusson, Kristfn Frjðfinnsdóttir, Magnús Álfsson, Þórir Þórðarson, Friðsemd Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS MARÍA sigurðardóttir, Möðrufelli 1, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 12. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Bergur Þorvaldsson, Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Halldór Ólafur Bergsson, Lilja S. Mósesdóttir, Ester S. Hermele, Jules J. Hermele,. Bergdís Harpa Mikac, Joseph Mikac, Bjarney J. Bergsdóttir, Elfar Ólason, Sigrún Bergsdóttir, Benedikt Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ADÓLF GÍSLASON, Árgerði, Glerárhverfi, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Þórunn Ósk Helgadóttir, Haukur Adólfsson, Guðrún Adólfsdóttir, Helga Adólfsdóttir, Sigurlaug Adólfsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORSTEINN JÓNSSON, Eystri-Sólheimum, Mýrdal, verður jarðsunginn frá Sólheimakapellu laugardaginn 15. júlí kl 14. Valgerður Sigrfður Ólafsdóttir og börn. ÞURÍÐUR JÓNA MAGNÚSDÓTTIR + Þuríður Jóna Magnúsdóttir, fæddist að Sæ- bakka í Uppsölum 2. september 1906. Hún lést 5. júlí sl. Hún var eitt af sjö börnum hjónanna Sigríðar Gunnars- dóttur, f. 18. ágúst 1870, d. 15. júlí 1955, og Magnúsar Jónssonar sjó- manns, f. 15. ágúst 1867, d. 6. janúar 1933, sem bjuggu í Sæbakka og eru nú aðeins tvö af systkinunum á lifi, Gunnar og Hólmfríður, sem bæði dvelja á Dalbæ heimili aldraðra. Hin systkini hennar voru: Kristín Jónfríður, Jónína Anna, Friðbjörn Kristinn og Sigríður Helga. Hinn 5. febrúar 1932 giftist Þuríður Jóna Hans Herluf Han- sen, f. 18. júlí 1901, d. 4. maí 1936, kyndara og sjómanni, frá Akureyri. Bjuggu þau fyrst á MIG LANGAR að skrifa nokkur þakkar- og kveðjuorð til hennar Þuru ömmu, en svo var hún kölluð í minni fjölskyldu, þó hún væri eig- inlega ekki amma, heldur ömmu- systir. Það eru nú tæp þrjátíu ár síðan ég tengdist fjölskyldu hennar. Strax í upphafí skynjaði ég að þarna var sérstök kona sem sagði ekki margt en hlýhugur og ástúð streymdi frá henni og henni var annt um sína. Hún fylgdist vel með okkur og pakkarnir frá henni á jól- um og afmælum sýndu hug henn- ar, flestallt handunnin listaverk af henni og dætrum hennar, svo sem pijónuð nærföt, sokkar, peysur, húfur og vettlingar. Eiginmanni mínum, Magnúsi Þór Hilmarssyni, og Gunnari Jóni Hilmarssyni, bróð- ur hans, sem eru sonarsynir Kristín- ar systur Þuríðar, var hún alla tíð einstök. Dvöldu þeir hjá henni sum- arlangt í nokkur ár þegar þeir voru ungir og sýndi Þura þeim mikla tryggð og skal henni það þakkað. Þura gerði ekki víðreist á lífsleið- inni. Aðeins einu sinni kom hún til Reykjavíkur og þá í heimsókn til okkar, sem okkur var mikil ánægja Akureyri, síðan á Dalvík og eignuðust þrjár dætur: 1.) Matthildur, f. 24. júní 1932 d. 25. mars 1933. 2.) Hild- ur, f. 7. október 1933, maki Þórir Stefánsson, dóttir þeirra er Þórhildur Arna, f. 21. febrúar 1962. 3.) Þóranna, f. 18. apríl 1936, maki Aðalsteinn Grímsson, dóttir þeirra er Hildur, f. 4. september 1955. Sambýlismaður Þuríðar, frá árinu 1947, var Haraldur Zóph- oníasson, verkamaður og hag- yrðingur, f. 5. september 1906, d. 22. desember 1986. Heimili þeirra var lengst af á Barði, sem í dag heitir Karlsbraut 27 í Dalvík. Árið 1990 fór Þuríður á sjúkradeild Dalbæjar. Útför hennar fer fram frá Dalvíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að. Á efri árum fór hún í nokkur skipti í húsmæðraorlof í Eyjafirði og hafði gaman af, ásamt ferðum út á Ólafsfjörð og inn á Akureyri. Að undanskildum þeim árum sem hún bjó á Akureyri, bjó hún á Dal- vík alla sína ævi. Eitt er ljós, sem kveikt er hveiju konubrjósti í, eðlislægur meginmáttur: - móðurástin hlý. Getur hvorki hel né harmur, haggað veldi þvi. Þetta orti Haraldur Zóphoníasson í kvæði sínu „Kvennaminni" og finnst mér það eiga vel við Þuru ömmu. Árin 1933-1936 hafa verið Þuru erfið og trúlega markað djúp spor í líf hennar. Á þessu stutta tíma- bili missir hún frumburð sinn, föður og eiginmann, ásamt því að jarð- skjálftinn mikli reið yfir Dalvík árið 1934 og æskuheimili hennar Sæ- bakki eyðilagðist. Gunnar bróðir og Hermann mágur hennar, reistu síð- an nýtt hús sunnar í bænum sem fékk nafnið Sæbakki eftir æsku- heimilinu. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, bróðir og sonur, PÁLL ÁSGRÍMSSON bifvélavirki, Skriðustekk 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 14. júlí, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Pálsdóttir, Halldór P. Þrastarson, Ásgrímur Þór Pálsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Þór Pálsson, Þorgeir Valur Pálsson, Magðalena Magnúsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Joachim Kaehler, Anita Klinski, og barnabörn. Ástkær tengdamóðir, amma, stjúpmóðir og langamma, KRISTÍN EDVARDSDÓTTIR, Álfaskeiði 76, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann 4. júlí. Útför fór fram í kyrrþey. Erna S. Jóhannsdóttir, Magnús Eliasson, Nína Edvardsdóttir, Indriði H. Guðmundsson, Sigrún Edvardsdóttir, Ásmundur Edvardsson, Berglind Ragnarsdóttir, Gunnar Ásmundsson, Sigriður Oddsdóttir, Stefán Ásmundsson, Guðfinna Nikulásdóttir, Valur Ásmundsson, Ólöf Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Á yngri árum vann Þura í fiski og við síldarverkun, en ævistarf hennar var inni á heimilinu við upp- eldi dætra sinna og heimilisstörf. Hún gerði litlar kröfur fýrir sjálfa sig en hennar gleði fólst í því að gleðja og styðja við aðra. Eftir lát eiginmanns síns flutti Þuríður með dætur sínar inn á heimili móður sinnar og Gunnars bróður síns á Sæbakka og bjó hún þar, þar til hún hóf sambúð með Haraldi Zóph- oníassyni. Síðustu ár hefur Þura verið á sjúkradeild Dalbæjar og notið ein- stakrar umönnunar dætra sinna og fjölskyldna þeirra og starfsfólks alls. Mér er minnisstætt er ég spurði Þórönnu dóttur hennar, hvort þeim systrum fyndist ekki bindandi að sitja hjá mömmu sinni á hveiju kvöldi, svarið kom strax, enginn spurði hana mömmu að því þegar við vorum litlar og nú er bara kom- ið að okkur að sinna henni. Þetta vakti mig til umhugsunar. Ég sendi Hildi, Þórönnu og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa hana Þuru ömmu á Dalvík. Vær, að eyrum blærinn ber bárumilda niðinn. Friður drottins fylgi þér fram á nýju miðin. (Haraldur Zóphoníasson) Anna Þuríður Ingólfsdóttir. Um sólbjartan dag lagði amma af stað í sína hinstu för, tilbúin til fararinnar. Að eiga ömmu og afa til að geta leitað til eru mikil forrétt- indi og þeirra réttinda nutum við í ríkum mæli, því nánast á hveijum degi í mörg ár og stundum oft á dag komum við á heimili þeirra. Eftir að við eignuðumst okkar eigin íjölskyldur var það fastur liður að fara í heimsókn til ömmu og afa. Á móti manni streymdi hlýja, gleði og ánægja yfir að hittast. Allt var á borð borið sem til var og rifjað upp það sem á daga hafði drifið frá því við hittumst síðast. Þegar kom að því að kveðja hljómaði lokasetn- ing: „er ekki eitthvað sem ég get gefíð ykkur?“ Þannig var amma. Heimsóknirnar verða ekki fleiri að sinni, komið er að kveðjustund. Óendanlegt þakklæti fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur og langömmu- bömin þín fjögur. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V.Briem) Hildur og Þórhildur. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt, yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil; hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin, amma finnur augasteininn sinn í nótt. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Þura mín, þakka vil ég fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum árin. Minningin um þig á Barði að snúast í kringum kindum- ar, þvo ullina í ánni og ég smá- patti að snúast í kringum þig. Við í réttinni að rýja kindurnar. Við á síldarplaninu. Þú, Þura mín, að. salta og ég að hjálpa þér. Ég ungl- ingur 15 ára að byija mína sjó- mennsku og þú veittir mér húsa- skjól eins og áður. Eg kominn með fjölskyldu og þú lést þér annt um alla. Alltaf þegar við komum norður á Dalvík tókst þú brosandi á móti okkur og vildir allt fyrir Nonna þinn gera. Blessuð sé minning Þuríðar Jónu Magnúsdóttur. Gunnar Jón og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.