Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 47 + Rudolf Weiss- auer var fædd- ur í Munchen 17. maí 1924. Hann lést í Presten Sehmark- en 31. maí 1995. Rudolf var jarðsett- ur í Miinchen í júní sl. ÍSLANDSVINURINN Rudolf Weissauer er látinn. Hann lést í svefni 31.5. sl. Weiss- auer var vel þekktur hér á landi af listamönnum og listunnendum og mörg verka hans prýða heimili íslendinga, sem hann mat svo mik- ils. Hann elskaði ísland, dásamaði land og þjóð í hvívetna og fannst hann skilja íslendinga vel og sagði oft að hér á landi liði honum einna best. Meðal hans bestu stunda voru er hann fór á skipi í kringum land- ið og fékk að standa í brúnni og fékk að mála hafið og landið í öllum sínum stórkostlega breytileik. Varð honum oft að orði að skipshöfnin öll hefði sýnt sér einstaka velvild og var þakklátur fyrir það. Oft tal- aði Weissauer um nemendur sína á Seltjarnarnesi, en þar eignaðist hann góðan hóp vina er hann var mjög stoltur af. Weissauer kom oft á heimili okkar hjóna og var hann ávallt + Magnús Víðir Aðalbjarnar- son fæddist í Reykjavík 4. septcmber 1972. Hann lést á Selfossi tæpra 23 ára 28. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 8. júlí. HINN 4. september 1972 var fagur dagur í Iífi þeirra Guðbjargar Erlu Kristófersdóttur og Aðalbjamar Þórs Magnússonar, frumburðurinn fæddur, það var gleði í bæ. En brátt dró upp bliku. Fljótlega kom í ljós að eigi var allt með felldu. Leitað var til færustu lækna og kunnáttu- fólks, en allt kom fyrir ekki, sonur- inn var fjölfatlaður og engar líkur á að hann gæti nokkurn tíma lifað eðlilegu lífi. Eigi má sköpum renna. Hófst nú þrautaganga sem staðið hefur í nærfellt 23 ár. Fyrstu árin dvaldi Magnús Víðir hjá forledrum sínum og naut þar allrar þeirrar umönnunar sem tök voru á að veita. Eftir tveggja ára aldur var hann í dagvist á nýstofnuðu dagheimili sem Foreldrafélag þroskaheftra bama hafði af miklum dugnaði komið upp að Lambhaga 48. Um sextán ára aldur flytur svo Magnús í sambýli fatlaðra í nýreistu húsi að Vallholti 9. Dvaldi hann þar æ síðan við góða umönnun starfsfólksins þar, allt til ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjw Sðfnaðarheímííí I Háteígskírkju i A Sími: ffQQQf 551 1399 j 1 velkominn. Hann var traustur og þægilegur maður og ekki fór mik- ið fyrir þessum stóra og þrekna manni. í sama djúpa stólinn úti í horni settist hann, las glæpareyfara og lét fara lítið fyrir sér. Allt sem hann sagði var vel yfirvegað og stundum var alls ekkert eða lítið sagt. Hann bara sat og las, blundaði að- eins, stóð síðan hægt upp úr djúpa stólnum, fór í mokkajakkann sinn, sagði ósköp rólega með bros á vör og blik í auga „We see us to- morrow Jónína“ og með það fór hann. A heimili Guðmundar (ramma) og Ásu konu hans var hann tíður gestur og reyndust þau honum ein- staklega vel og mat hann þau mik- ils. Á innrömmunarverkstæði Guð- mundar á Bergstaðastræti sýndi Weissauer myndir sínar, þar sem allir voru velkomnir. En um þetta ævintýralega, litla innrömmunar- verkstæði söfnuðust skemmtilegir karakterar er gerðu sér dagamun og létu skemmtisögur fljúga og oft mátti heyra hláturrokur í Örlygi Sigurðssyni, listmálara, er hann málaði með orðum eitthvað tvírætt sem oftar en ekki kom fyrir. Þarna loka, en kom þó heim til foreldra og systkina oft um helgar og við ýmis önnur tækifæri. Það er ekki auðvelt verk að ann- ast uppeldi og þroska fjölfatlaðs barns, sem hvorki getur tjáð sig með orðum né athöfnum. En þeir sem næst honum stóðu gátu þó greint ýmislegt í fari hans. Hann var sjáanlega mjög glaðlyndur og alltaf var stutt í brosið á hverju sem gekk og sjálfur kom hann sér upp einföldu táknmáli, sem foreldrarnir skildu og gat með því tjáð þarfir sínar að nokkru. En fötluð börn verða foreldrum afar kær. Fatlað barn skipar ekki mikið rými í sögu samtíðarinnar, en minning þess lifir í hugum aðstandenda. Farðu vel vinur og frændi. Vertu sæll nafni minn. Magnús Aðalbjarnarson. MINNINGAR kynntist maðurinn minn heitinn Weissauer, en hann átti stóran þátt í að við hjónin fórum með börnin til Þýskalands og dvöldum hjá hon- um um tíma. Manninum mínum reyndist hann besti vinur og leið- beinandi, en Weissauer var vel menntaður listmálari og hæfur kennari og kenndi í mörgum lönd- um. Weissauer hélt fjölda sýninga og á hann myndir í helstu listasöfnum heims. Með okkur tókst einlæg vin- átta í þessari heimsókn og ferðuð- umst við saman um Ítalíu, Austur- ríki og Þýskaland sem gleymist seint. Að hafa fengið að vera sam- ferða Weissauer erum við þakklát fyrir og litina sem hann litaði líf okkar með. Samúðarkveðjur héðan frá ís- landi til eiginkonu hans Christu og dóttur hans Claudiu. Hvíl í friði. Jónína H. Jónsdóttlr. Fallinn er í valinn mikill íslands- vinur og frábær listamaður Rudolf Weissauer. Um áraraðir heimsótti hann ísland, oftast þegar ferða- mannatímanum lauk og dvaldist hann fram eftir vetri. Fegurð hins íslenska vetrar heillaði hann og hann naut þess að dveljast hér að mála og eins að vera með sínum ágætu vinum Guðmundi Árnasyni (Rammaskalla), Örlygi Sigurðssyni og Jónasi stýrimanni sáluga. Einnig fór hann nokkrar ferðir með Esjunni kringum landið með sínum ágæta vini Tryggva skip- stjóra og máluðu þeir báðir upp í brú, að sagt er. Frægar eru ísjaka- myndir þeirra þegar skipið var fast í ís út af Langanesi. Rudolf var fjölmenntaður í öllu sem viðkom myndlist, þó að grafík- in stæði honum næst. Nokkur mál- verka hans eru á frægum söfnum í Evrópu, í París, Berlín, Munchen og viðar. Eftir komu hans hingað kenndi hann um tíma í Myndlista- og handíðaskóla íslands og siðar í nokkra vetur i Myndlistaklúbbi Sel- tjarnarness. Allir þeir sem nutu kennslu hans og kynntust honum eru sammála um að þar fór einstakur persónu- leiki, að vísu mikill „bóhem“, en mjög fróður og mjög gefandi í list- inni. Því miður brást heilsan og hefur hann þess vegna ekki getað heim- sótt landið undanfarin ár, en hann hugsaði oft með hlýju til veru sinn- ar hér. Við í Myndlistaklúbbi Seltjarnar- ness munum aldrei gleyma sam- verustundum með Rudolf. Það er margs að minnast. Við sendum því okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans í Munchen. Magnús O. Valdimarsson. Vandaðir legsttinar VaranCtg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. t Hjartans þakkir færum við þeim fjöl- mörgu, sem veittu okkur styrk í sorg okkar með blómum, samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og dóttur, ÓLAFAR HAFDÍSAR RAGNARSDÓTTUR, Sunnubraut 19, Keflavík. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrun- arlið 11 E krabbameinsdeildar Landspítalans og Sjúkrahúss Suður- nesja fyrir ástúð og ummönnun til handa hinnar látnu. Megi Ijós kærleikans lýsa ykkur um ókomna tíð. Einar Júlíusson, Vilborg Einarsdóttir, Þórólfur Beck, Halldóra Einarsdóttir, Maria Ragna Einarsdóttir, Ólöf Hafdís Einarsdóttir, María G. Guðmundsdóttir, Ragnar Gislason. og systkini hinnar látnu. RUDOLF WEISSA UER MAGNÚS VÍÐIR AÐALBJARNARSON t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI BJÖRNSSON tónskáld, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. júlíkl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Samtök um byggingu tónlistarhúss. Helga Þorsteinsdóttir, Katrín Árnadóttir, Reynald Jónsson, Björg Árnadóttir, Andrevy Cauthery, Árni Jón Eggertsson, Hulda Ólafsdóttir, Halli Cauthery, Gunnar Atli Cauthery. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, ÓLAFUR ÞÓRISSON vélfræðingur, Álfaheiði 18, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Grétar Ólafsson, Kári Ólafsson, Þórir Ingi Ólafsson, Inga Jóna Ólafsdóttir, Þórir Kristjónsson, Gyða Stefánsdóttir, Sigurður Helgason. t Ástkær faðir minn, sonur okkar og barnabarn, JÓN KRISTINN GUNNARSSON, Bólstaðarhlið 50, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Lísa Margrét Jónsdóttir, Áslaug F. Arndal, Rúnar J. Hjartar, Gunnar Jónsson, Jón Kr. Gunnarsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Finnbogi Kr. Arndal, Guðný Halldórsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför DAGMAR GUNNARSDÓTTUR. Ásgeir Ásgeirsson, Ragnhildur Zoega, Ólafur Ásgeirsson, Vilhelmína Gunnarsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Karl Jóhann Jónsson, Sigrún Ásgeirsdóttir, Theodór Árnason og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu. ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Suðurgötu 14, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Víðihlíðar í Grinda- vík og Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir um- mönnun og hjúkrun. Gunnar Skarphéðinsson, Ragn Héðinn Skarphéðinsson, Bergj Njáll Skarphéðinsson, Þóra Elfn Skarphéðinsdóttir, Gylfi! og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar PÁLS ÁSGRÍMSSONAR verður verkstæðið lokað á morgun, föstudaginn 14. júlí. Hemlastilling hf., Súðarvogi 14. LEGSTEINAR MOSAIKH.F Hamarshöfða 4 - sími 587 1960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.