Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ omRon sjóðsvélar .. og allar tegundir af kassarúllum á hagstæðu verði. 2° jRAJf aSa^sD1 NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 569 7700 Allíaf skrefi ú undan KitchenAicfl Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 5U árafrábær reunsíu. MM Einar \MM Farestveit&Cohf Borgartúni 28 » 562 2901 og 562 2900 Sfuudew* Cbui&SJx Pallhús Eigum fyrirliggjandi 7 feta Shadow Cruiser pallhús á alla japanska og minni ameríska pallbíla. PALLHÚS SF.a Borgartúni 22, sími 561 0450, Ármúla 34, sími 553 7730. mmuTiuFtmm 11 l( REIAIS& CHATEAUX. ÆLKERAMATSEÐI L L KiXS PARMASKINKA MEÐ MELÓNU. EÐA____ EÐA_ SILUNGATERRINE MEÐ SAFFRAN VINAIGRETTE. <Íh<Si> , EGGALDINSÚPA MEÐ PAPRIKURJÓMA. STEIKTUR LAX MEÐ HUMRI. 4 RFTTA VEISLUMALTIÐ 2.500 NAUTAHRYGGSTEIK RIB EYE MEÐ TÓMATBASIL OG SKARLOTTULAUK. SÚKKULAÐI MARQUISE MEÐ HUNANGSÍS. <s>> KR. A LAUGARDOGUM BORÐAPANTANIR I SIMA552 5700 I DAG HÖGNIHREKKVÍSI VINIRNIR f.v. Sigríður Þyrí Þórarinsdóttir, Anna Lilja Einarsdóttir og Hilmar Einarsson í Reykjavík héldu nýlega tombólu. Ágóðinn kr. 3.150, var látinn renna til kristniboðssambandsins. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Malarnám við tjaldstæði GUÐMUNDUR hringdi til Velvakanda og sagðist í gegnum árin hafa farið á tjaldstæðið á Þórisstöð- um við Dragháls, sem hefði farið batnandi með árunum og er nú orðið mjög huggulegt með öll- um hugsanlegum leik- tækjum fyrir böm. Þar er og skemmtileg veið- iaðstaða og öll snyrtiað- staða til fyrirmyndar. Þetta tjaldstæði er í eigu Starfsmannafélags Járnblendifélagsins og hafa þeir nú leigt út malarnám sem er í 500 metra fjarlægð frá tjald- stæðinu og eyðileggur það að því leyti að þar eru véiar í gangi frá kl. 7 á morgnana til kl. 11 á kvöldin svo fólki er ekki vært þama, og hvað þá að það geti sofið. Þetta finnst Guðmundi eyðilegging á þessari litlu perlu sem þama er og vill vekja á því athygli. Tapað/fundið Bakpoki og myndavél tapaðist HVÍTUR bakpoki, þak- inn svörtum stöfum, sem í var m.a. svört lítil vasa- myndavél í svörtu og brúnu hulstri tapaðist í Þórsmörk sl. föstudags- kvöld. Hún gæti hafa gleymst í ljósgráum Sco- ut-jeppa. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 557-3726. Kassagítar tapaðist KLASSÍSKUR Yamaha kassagítar tapaðist í Þórsmörk um helgina. Hann er brúnn á litinn og var í svörtum gítar- poka. Finnandi vinsam legast hringi í síma 557- -7648. SKAK llmsjón Margelr Pctursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á svæðamóti í Genting Hig- hlands í Malasíu í vor. Jap- aninn H. Nishimura (2.285) hafði hvítt og átti leik gegn alþjóðlega meist- aranum Nguyen Anh Dung (2.480) frá Víet- nam. 24. Dxc6! og svartur gafst upp því hann fær ekki varist því á viðunandi hátt að vera mát í borðinu. Nishimura kom mjög á óvart á mótinu, en Adianto frá Indónesíu sigraði ör- ugglega eins og vænta mátti og hreppti eina sætið á millisvæða- mótinu sem keppt var um: 1. Adianto 9 v. 2. Antonio, Filippseyjum Vh v. 3-5. Nguyen Anh-Dung, Dongui- nes, Filippseyjum og Ginting, Indónesíu 7 v. 6-9. Nishimura, Nadera, Filippseyjum, Irwanto og Handoko, Indónesíu 6 'h v. o.s.frv. Ástralíumönnum gekk illa, en þeirra sterk- asti skákmaður, Ian Ro- gers, var ekki með. Víkverji skrifar... ESSAR VIKURNAR eru þús- undir, máski tugþúsundir, landsmanna í sumarfríi. Efst í huga flestra er veðurfarið, sem svo þungt vegur í orlofí landsmanna. Þeir hafa ekki verið margir sólardagarn- ir í júní- og júlímánuðum. Forsjónin mætti gjaman bæta um betur með sólhlýjum stillum eins og síðustu tvo daga. Veðrið skiptir ferðamenn á Fróni meginmáli. Fleira ræður þó farar- heill. Ekki sízt að aka heilum vagni heiman og heim, slysalaust. Því miður skortir mikið á það að hægt sé að tala um slysalausa umferð síðustu vikumar. Þessvegnar skipt- ir miklu að sérhver, sem leggur veg undir hjól, geri það með þeim stað- fasta ásetningi, að stuðla að eigin fararheill og annarra. Það sem mestu máli skiptir á þjóðvegum landsins er að sýna til- litssemi og virða lög og reglur - og láta aðstæður ráða ferð. Það liggur engum svo mikið á að hann megi ekki vera að því að lifa. xxx R HÆGT að fækka alvarlegum umferðarslysum um fímmt- ung á sex ámm? Víkverji spyr í tilefni tillögu til þingsályktunar, sem fram var lögð í vor. Þar er þetta markmið sett fram. Því á að ná, samkvæmt tillög- unni, með samátaki ríkis, sveitarfé- laga, vátryggingarfélaga og áhuga- hópa um umferðaröryggismál. Orð- rétt segir: „Opinberir aðilar og fyrirtæki sem starfa að umferðaröryggismálum og sveitarfélög með fleiri íbúa en eitt þúsund skili til dómsmálaráðuneytis- ins framkvæmdaáætlun eða tillögum er leiði til aukins umferðaröryggis. Dómsmálaráðherra kynni Alþingi í byijun hvers árs stöðu umferðarör- yggismála og hvemig áætluninni miðar í átt að settu marki. Starfs- og framkvæmdaáætlun verði endur- skoðuð árlega.“ Þegar þess er gætt að tveir ein- staklingar deyja að meðaltali í mán- uði hverjum í umferðinni hlýtur til- laga af þessu tagi að vera fagnaðar- efni. Mun fleiri slasast raunar, sum- ir alvarlega. Og eignatjón er gífur- legt. Samkvæmt forkönnun, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands gerði til að meta kostnað þjóðfé- lagsins vegna umferðarslysa, reyndist hann vera um átta milljarð- ar króna! XXX I* NÓVEMBERMÁNUÐI sl. sam- þykkti ríkisstjórnin stefnumörk- un í umferðaröryggismálum. Skip- uð var nefnd til að gera tillögur að umferðaröryggisáætlun. Nefndin skilaði tillögum í janúarmánuði síð- ast liðnum. Meðal þess, sem hún lagði til, var: * Rannsóknamefnd umferðar- slysa skal starfrækt á ný, rannsaka alvarlegustu slysin og vera ráðgef- andi fyrir Alþingi um umferðarör- yggismál. * Stofnaður verði sjóður er veiti fé til rannsóka á umferðaröryggis- sviði. * Samræma skal skráningu umferðarslysa á landinu öllu, lög- reglu, sjúkrastofnana og trygginga- félaga. * Opinberar stofnanir, sem koma að umferðaröryggismálum, sem og sveitarfélög, sendi skýrslu til dóms- málaráðherra fyrir lok hvers árs um fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði umferðaröryggismála. * Háskóli Islands komi í ríkari mæli inn í umferðaröryggisrann- sóknir. * Kannað verði hvort opinber gjöld standi í vegi fyrir að ökutæki séu búin beztu öryggistækjum. * Ökunám og kynningarstarf um umferðaröryggi verði bætt. * Umferðarmannvirki verði bætt með tilliti til aukins umferðarörygg- is. * Eftirlit lögreglu verði aukið og tekið upp punktakerfi í tengslum við ökuferilsskrá. * Rannsóknir á sviði umferðarör- yggismála verði stórauknar. * Eigendur ökutækja verði gerð- ir ábyrgari vegna aðildar bifreiða að umferðarlagabrotum. Vel er ef hugmyndum þessum verður hrint í framkvæmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.