Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Saga Film á leið inn á auglýsingamarkaðinn í Þýskalandi Bijótast út úr viðjum heimamarkaðar Saga Film er um þessar mundir að ganga frá samningi við þýskt fyrírtæki um fram- leiðslu á auglýsingum fyrir Þýskalandsmark- að en samningurinn getur þýtt töluverða aukningu í tekjum fyrirtækisins ef vel tekst tiL Þorsteinn Víglundsson ræddi við Pétur H. Bjamason af þessu tilefni. MARKAÐURINN fyrir auglýsing- ar hér heima verður sjálfsagt seint talinn stór á alþjóðlegan mæli- kvarða. Verkefni þau sem íslenskar auglýsingastofur og kvikmynda- fyrirtæki fást við eru þvi flest ef ekki öll mjög lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Það breytir því hins vegar ekki að hér eru framleiddar vandaðar auglýsingar. Sú virðist alla vega vera raunin hjá Saga Film sem um þessar mundir er að brjótast út úr viðjum heimamark- aðarins og stefnir að framleiðslu auglýsinga fyrir stórfyrirtæki á Þýskalandsmarkaði. Saga Film hefur áður tekið þátt í framleiðslu á auglýsingum fyrir erlendan markað en hingað til hef- ur fyrirtækið yfirleitt verið undir- verktaki við framleiðslu þessara auglýsinga. Nú er fyrirtækið hins vegar að feta sín fyrstu spor á erlendum markaði sem aðalfram- leiðandi auglýsinga. Risavaxinn markaður Að sögn Péturs H. Bjarnasonar er hér um mjög stórt skref að ræða fyrir fyrirtækið enda tölu- verðir fjármunir í húfi ef vel tekst til. „Þetta er allt annar markaður sem við erum að tala um hér. Við erum vanir að framleiða auglýsing- ar sem kosta frá um 400 þús. krón- ur og upp í 3-4 milljónir og er mest um auglýsingar í ódýrari kantinum. Á Þýskalandsmarkaði er hins vegar verið að tala um 30 sekúndna auglýsingar sem geta kostað allt frá 5 milljónum og upp í einhverja tugi milljóna króna í framleiðslu. Þetta þykja ekki háar upphæðir úti en hér á landi þekk- ist það ekki að slíkum upphæðum sé varið í gerð innlendra sjónvarps- auglýsinga.“ Pétur segir lágan framleiðslu- kostnað hafa verið einn af þeim þáttum sem vöktu athygli erlendra aðila á Saga Film. „Það hafði spurst út að við hefðum verið að vinna á erlendum markaði og hversu ódýrar en engu að síður góðar auglýsingar við vorum að framleiða. Því vorum við beðnir um • að gera tilboð í auglýsingar fyrir erlent fyrirtæki. I framhaldinu gerðist það að aðilar í Þýskalandi fengu áhuga á Saga Film sem hugsanlegum aðila til að framleiða sjónvarpsauglýsingar fyrir Þýska- landsmarkað. Þeir óskuðu eftir við- ræðum við okkur sem leiddu til þess að nú liggur á borðinu upp- kast að samningi við þá til eins árs til að byija með og tekur hann væntanlega gildi 1. ágúst á þessu ári-“ Að sögn Péturs er þetta reynslusamningur sem verður end- urnýjaður 31. júlí 1996 ef vel tekst til. Að mestu unnið hér á landi Pétur segir stefnuna vera að framleiða þessar auglýsingar hér heima að eins miklu leyti og unnt sé. „Aðalmarkmiðið er að fram- leiða auglýsingar fyrir Þýska- landsmarkað hér heima. Það getur hins vegar alltaf þróast þannig að við verðum að framleiða einhvern hluta þeirra annars staðar. En markmiðið er að framleiða auglýs- ingarnar hér og nýta íslenska kvikmyndagerðarmenn og fólk sem hefur þekkingu á þessu fagi til þess að vinna við verkefnin hér á landi.“ Pétur segir hins vegar að búast megi við því að í fyrstu þurfi fyrirtækið að fá til liðs við sig erlenda leikstjóra en stefnt sé að því að koma íslenskum leik- stjórum á framfæri. Hér á landi er engin framköll- unaraðstaða fyrir 16mm og 35mm filmur og olli það samstarfsaðilun- um nokkrum áhyggjum að sögn Péturs. „Við bentum þeim hins vegar á það að menn væru að fara frá Þýskalandi og Skandin- avíu til London til að láta vinna hluta af eftirvinnslu á verkinu. Þetta er vegna þess að leikstjór- amir vilja oft láta einhvern ákveð- inn aðila vinna verkið og þá skipt- ir verð flugmiða ekki öllu máli á tugmilljóna króna fjárhagsáætlun. Það eru gæði sem menn eru að leita eftir.“ Traustur samstarfsaðili Pétur segir að samstarfsaðili Saga Film í Þýskalandi sé mjög traust og virt fyrirtæki sem sé um þessar mundir að fara út í fram- Ieiðslu á sjónvarpsauglýsingum en hingað til hafi fyrirtækið nær ein- göngu stundað framleiðslu á dag- skrárefni fyrir sjónvarp. Að sögn Péturs hefur þetta fyrirtæki góða þekkingu á auglýs- ingamarkaðnum auk þess að hafa góð tengsl í þýsku efnahagslífi. Nú þegar hafi hann fengið í hend- urnar lista yfir hugsanlega við- skiptavini og sé þar að finna mörg þekkt þýsk fyrirtæki. Hann segir þó að ekki sé hægt að gefa upp nafn þess enn sem komið er því enn sé eftir að ganga frá nokkrum lausum endum í Þýskalandi. Pétur vill ekki vera með neinar óraunhæfar vonir um hversu mikið þessi samningur muni gefa fyrir- tækinu í aðra hönd. „Við vitum ekkert hversu stór verkefni hér getur verið um að ræða. Sam- starfsaðilar okkar tala um mjög stór verkefni en við viljum hins vegar ekki reikna með neinum stórkostlegum hlutum í byijun. Tvær til þijár auglýsingar á ári væru alveg nóg fyrir okkur til að byija með á meðan að málin eru að þróast." Langur aðdragandi Að sögn Péturs hefur þetta skref átt sér nokkuð langan að- draganda. Saga Film hefur unnið við auglýsingagerð í sautján ár og hefur nú um nokkurt skeið unnið við framleiðslu á auglýsingum fyr- ir erlendan markað. Af stærri verkefnum sem fyrirtækið hefur unnið að sem meðframleiðendur á undanförnum árum eru auglýsing- ar fyrir Generai Motors, British Petrolium (B.P.) og Thomson í Frakklandi. Þá hefur fyrirtækið verið í samstarfi við margar þekkt- ar erlendar auglýsingastofur svo sem Saatchi & Saatchi, DMB &B, Lowe-Howard-Spink og fleiri. Pét- ur segir að fyrirtækið hafi verið að vinna að þessu skrefi undanfar- in tvö ár og góður orðstír þess af ofangreindum verkefnum sé ein af ástæðum þess að þessar samn- ingaviðræður fóru af stað. Nú hafi fyrirtækið eitt ár til þess að sanna að það eigi erindi inn á þennan markað sem aðalframleið- andi auglýsinga. „Þessi samningur hefði getað tekið gildi fyrr en við kusum að bíða aðeins því við vild- um vera alveg tilbúnir til að tak- ast á við þessi verkefni áður en þau færu að skella á okkur.“ Góðar aðstæður hér á landi Það kann að virðast furðulegt að framleiðsla á erlendum auglýs- ingum hér á íslandi sé á döfinni en Pétur segir þó að við nánari skoðun sé það engin tilviljun. Aðstæður til auglýsingagerðar hér á landi séu mjög góðar og það komi erlendum aðilum sem hingað koma nokkuð á óvart. Dagbók Námskeið fyrir at- vinnulausa VITUND hf. hefur í samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð ákveð- ið að efna til námskeiðs fyrir atvinnu- laust fólk sem hefur sérmenntun, sérhæfingu á einhveiju sviði eða háskólamenntun. Námskeiðið hefst 20. júlí og stendur í sex daga. Mark- mið þess er m.a. að kynna sérhæfðu fólki í atvinnuleit hver réttur þess sé á vinnumarkaði í Evrópu gegnum EES-samninginn, sýna hvemig hvernig best sé að sækja um starf í hinum ýmsu löndum og hver munur- inn sé á menningu atvinnulífsins í viðkomandi löndum. Fyrirlesarar koma frá Evrópusambandinu, Fé- lagsmálaráðuneytinu og Upplýs- ingaþjónustu Háskólans. Kostnað- ur við námskeiðið verður greidduf úr Atvinnuleysistryggingasjóði og að auki gefur þátttaka rétt til stytt- ingar tímabils án atvinnuleysisbóta. Námskeiðið er haldið í fundarsal Samiðnar kl. 8-12. Skráning fer fram alla virka daga kl. 9-12 og 14-17. í síma 5620086. RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ISLANDS Slmi 562 6070 — Fax 562 6073 FULLTRÚI þýsks samstarfsaðila Saga Film var hér á ferð ný- lega. Á myndinni eru f.v. Hubertus Meyer Burckartt, Pétur H. Bjarnason, Jón Þór Hannesson og Rúnar Hreinsson. SAGA Film var framleiðandi á auglýsingu fyrir General Motors um nýjan jeppa, Vauxhall Opel Frontera. Hún var tekin upp við Skógarfoss. „Stór hluti erlendra aðila á þess- um markaði heldur að hér sé allt þakið snjó og samfélagið mjög vanþróað. Þeir verða því mjög hissa þegar þeir koma hingað og sjá aðstöðuna hér. Að sjá alla þá þekkingu sem hér er til staðar og að hér sé verið að framleiða kvikmyndir og auglýsingar á fjár- hagsáætlunum sem eru alveg út úr kortinu miðað við þau gæði sem við erum að skila. Þeir verða Iíka mjög hrifnir þegar þeir kynn- ast starfsumhverfinu hér. Úti eru allar framkvæmdir mjög flóknar. Það þarf að fá leyfi fyrir öllum sköpuðum hlutum og slíkt er mjög tímafrekt. Hér er þetta hins vegar mun einfaldara. Þú kemur hingað og ert nánast eins og heima hjá þér. Fjarlægðir eru litlar og vandamálin sjaldnast stórvægileg þannig að hægt er að bjarga öllu sem upp á kemur á einfaldan hátt.“ Önnur verk í augsýn Saga Film hefur ýmislegt annað á döfinni um þessar mundir að sögn Péturs. „Við erum ekki bara að framleiða sjónvarpsauglýsing- ar. Við munum verða meðfram- leiðendur á einum þætti af „Rescue 911“. Þetta er verkefni sem verður tekið upp á Snæfell- sjökli í byijun ágúst. Við erum búnir að ráða mannskap að stórum hluta í þetta verkefni og mun Slysavarnarfélag íslands koma að þessu með okkur.“ Þátturinn sem hér um ræðir fjallar um slys sem varð á Snæfellsjökli árið 1991 er hjón á vélsleða féllu tugi metra niður sprungu á jöklinum. Björg- unin varð mjög viðamikil og m.a. brotlenti ein þyrla Varnarliðsins á jöklinum meðan á björgun stóð. Slysið og björgun fólksins verður endurgert að eins miklu leyti og unnt er í þessum þætti. Pétur segir þó að þrátt fyrir að fyrirtækið hyggist nú snúa sér í auknum mæli að gerð auglýsinga fyrir erlendan markað, þá sé „ís- lenski markaðurinn mikilvægastur í rekstri fyrirtækisins en vinna við erlendar auglýsingar tryggi fyrir- tækinu ákveðna reynslu og þekk- ingu sem nýtist síðan við gerð innlendra auglýsinga." Rekstrarvörur hf. með * OpusAllt heildarlausn NÝLEGA tóku Rekstrarvörur hf. í notkun ÓpusAllt upplýsingakerfi frá íslenskri forritaþróun hf. Um er að ræða heildarlausn sem sam- anstendur af eftirfarandi ÓpusAllt einingum: ÓpusAllt fjárhagsbók- hald, viðskiptamannabókhald, birgðabókhald, sölukerfi, sölupant- anakerfi, framleiðslukerfi, lánar- drottnakerfi, pantanakerfí, tollkerfí og verðútreikningur, SMT tollur, hönnunarkerfi og skýrslugerð. Tölvukerfi Rekstrarvara sam- anstendur af 15 nettengdum PC vélum en áður var upplýsingakerf- ið keyrt á IBM S/36 tölvu, segir í frétt. Rekstrarvörur er verslunar- og framleiðslufyrirtæki sem býður hreinlætisvörur, hjúkrunarvörur og almennar rekstrarvörur fyrir stofnanir og fyrirtæki, ásamt tengdri þjónustu og ráðgjöf. Lykilatriði í rekstri Rekstrar- vara er öflugt innkaupa og birgða- kerfi en fyrirtækið gerir m.a. mikl- ar kröfur til veltuhraða. Einnig eru miklar kröfur gerðar til þeirra möguleika sem fyrir hendi eru við gerð pantana til birgja. Annað mikilvægt atriði er öflugt sölukerfi sem heldur vel utan um sölusögu einstakra viðskiptavina ásamt öðrum tengdum upplýsing- um. Þá var það algjört skilyrði að sá hugbúnaður sem valinn yrði byggði á viðurkenndum og reynd- um gagnagrunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.