Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 8
HtangnnMafrtfr vmaapn/fflvmNuur FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 Fólk Stjórnendur ráðnir til Skyggnis hf. • ÁRNI Hauksson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Skyggnis hf., upplýsingaþjón- ustu. Hlutverk Skyggnis hf. er m.a. þróun og sala á viðskipta- hugbúnaðinum Fjölni til fram- leiðslufyrirtækja, þ.m.t. sjávarút- vegsfyrirtækja, og sveitarfélaga. Ámi er fæddur 25. júlí 1966 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1986, lokaprófi í vélaverkfræði frá Háskóla Is- lands vorið 1990, M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Caltech, Pasad- ena, Kaliforníu, Bandaríkjunum vorið 1991 og M.sc. gráðu í iðnað- arverkfræði frá Stanford Uni- versity, Stanford, Kaliforníu, Bandaríkjunum vorið 1992. Hann starfaði sem sérfræðingur hjá verkfræðistofnun H.í. við rannsóknir á hagnýtingu gervi- tauganeta á árinu 1992, en tók þá við starfí verkefnisstjóra hjá dómsmálaráðuneytinu vegna tölvuvæðingar sýslumanna, lög- reglustjóra og héraðsdómstóla. Hann var fjármálastjóri hjá sama ráðuneyti 1994-1995. Ámi sinnti einnig stundakennslu við verk- fræðideild H.í. 1992-1994. Árni er kvæntur Borghildi Erlings- dóttur laganema og eiga þau eina dóttur. • HALLDÓR Lúðvíksson hefur hafið störf sem tæknilegur fram- kvæmdastjóri Skyggnis hf. Hlut- verk hans verður að veita þróunar- deild fyrirtækis- ins forstöðu. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum i Reykja- vík 1986, útskrif- aðist sem véja- verkfræðingur frá Háskóla Is- lands og Danmarks Tekniske Hojskole 1991 og lauk BS prófi í tölvunarfræðum frá Háskóla íslands 1992. Samhliða námi kenndi hann eðlis- og efnafræði við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Veturinn 1992-1993 starf- aði Halldór við Háskóla íslands, m.a. við þróun ýmiss konar hug- búnaðar til notkunar í fiskvinnslu í samvinnu við Marel hf. Síðast- liðin tvö ár hefur Halldór starfað hjá Streng hf., aðallega við for- ritun í Fjölni. Hefur hann meðal annars haft umsjón með þróun launakerfis Fjölnis og þróun Út- vegsbankans sem er heildarlausn fyrir fyrirtæki innan sjávar- útvegsins. Eiginkona Halldórs er Anna Dóra Sæþórsdóttir, Iand- fræðingur. • HANNA Dóra Haraldsdóttir hefur hafið störf sem þjónustu- stjóri Skyggnis hf. og verður hlutverk hennar að veita þjónustu- deild fyrirtækis- ins forstöðu. Hanna Dóra er fædd 30. janúar 1951. Hún lauk prófi frá Verzl- unarskóla íslands árið 1970. Eg fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur >hjá Rekstrarvörum Jon Gretar hótelstjóri Hótel Eddu Skógum Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, Sími: 587 5554 Fax: 587 7116 Hanna Dóra hefur starfað hjá Tölvumiðstöðinni í 10 ár sem deildarstjóri þjónustu- og þróun- ardeildar. Áður starfaði hún sem bókari hjá auglýsingastofunni Argusi hf. en kynntist fyrst tölvuvinnslu hjá Loftleiðum hf. þar sem hún starfaði sem „göt- unarstúlka". Eiginmaður Hönnu Dóru er Bjarni Jón Agnarsson rafeindavirkjameistari sem starf- ar sjálfstætt við tölvuþjónustu og eiga þau tvo syni. Breytingar hjáVIB • JÓHANNA Ágústa Sig- urðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Verðbréfa- markaði Is- landsbanka hf. Jóhanna útskrif- aðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands árið 1991. Hún vann á árun- um 1988 til 1990 sumarstörf hjá Enskilda Securities í London og hefur starfað hjá VÍB frá árinu 1991. • HELGA Krisljánsdóttir hef- ur verið ráðin til starfa í Verð- bréfamiðlun VÍB. Helga lauk stúdentsprófi frá MA 1989, BS- prófi í hagfræði frá Háskóla ís- lands 1992 og MBA gráðu frá Boston College í maí síðastliðnum. Helga starfaði hjá Hagfræði- stofnun Háskóla íslands 1992, hjá landbúnaðar- ráðuneytinu í tengslum við GATT samninga 1993 og hjá fjármála- ráðuneytinu 1994 við athugun á sparnaði landsmanna. • HRAFN Loftsson hefur verið ráðinn til að sinna hugbúnaðar- gerð og öðrum tölvu- og upplýs- ingamálum hjá VIB. Hann lauk B.Sc. prófi í tölv- unarfræði frá Háskóla Islands 1989 ogM.Sc. prófi í tölvunar- fræði og að- gerðargreiningu frá Pennsylv- ania State Uni- versity 1992. Hrafn starfaði hjá Talnakönnun hf. og íslensku hugviti hf. á árunum 1988 til 1990 og hjá verð- bréfafyrirtækinu Greenwich Capital Markets í Connecticut í Bandaríkjunum og í London frá 1992 til 1995. Nýr hug- búnaður VERKFRÆÐISTOFAN Afl hf. hefur, í samvinnu við upplýsingadeild Olíufélags- ins, hannað nýjan kortahug- búnað sem Olíufélagið hefur tekið í notkun. Þessi hugbún- aður er sérstakur fyrir þær sakir að hann sameinar und- ir einn hatt venjuleg debet- og kreditkortaviðskipti og hin ýmsu viðskiptakortavið- skipti hjá viðkomandi fyrir- tæki. Þessi hugbúnaður sér því um færslur vegna debet- og kreditkorta og sendir þær áfram til viðkomandi aðila, jafnframt því sem hann held- ur utan um viðskipti Safn- kortshafa Olíufélagsins. Að sögn Jóns Vilhjálms- sonar hjá Afli hf. er þessi hugbúnaður sérstaklega hannaður til þess að gera markaðsstarf fyrirtækja markvissara með skipulagðri úrvinnslu gagna. Hann segir að möguleikar á útfærslu þessa hugbúnaðar fyrir önn- ur fyrirtæki séu góðir og sé Afl nú einnig að skoða mögu- leika á útflutningi á búnaðin- um. Torgið Styr um Ameríkusiglingar SAMSKIP tóku þá ákvörðun fyrir skemmstu að slíta viðræðum við Eimskip um áframhaldandi sam- starf á Ameríkuleiðinni og hefur tekið á leigu skip til flutninganna. Félögin náðu ekki saman þar sem Samskip taldi sig ekki fá nægilegt flutningsrými á viðunandi verði. Eimskip heldur því hins vegar fram að Samskip hafi nýtt sér flutningarýmið í skipum Eimskips til að. stunda undirboð á markaðnum og vildi breytingar á samn- ingnum. Auk þess sé sama aukaflutningsgeta ekki fyrir hendi og var fyr- ir tveimur árum. Með tilkomu nýja skips- ins, Nordland Saga, eykst framboð af flutningsrými verulega á þessari leið og útlit er fyrir mun lakari nýtingu á flutningsgetu félaganna en verið hefur undanfarin tvö ár. Skipið getur flutt um 30 þúsund tonn hvora leið. Koma leiguskipsins hefur reyndar tafist um tvær vikur og á meðan hafa Samskipamenn leyst úr þörfum sinna viðskiptavina með flutningum gegnum Evrópu. Tölur yfir flutninga á þessari siglingaleið hafa ekki verið gerðar opinberar en eftir því sem næst verður komist voru um 80 þúsund tonn flutt til og frá Bandaríkjunum á árinu 1994, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Eru þá varnarliðs- flutningar og flutningar til Kanada undanskildir. Þetta skiptist í gróf- um dráttum þannig að Eimskip hafði um 44% hlutdeild, Jöklar 33%, Samskip 22% og Van Omm- eren 1%. Uppistaðan í flutningum Jökla eru flutningar fyrir móðurfyr- irtæki sitt, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, og á sama hátt er stærstur hlutinn af flutningum Samskipa frystur fiskur á vegum íslenskra sjávarafurða hf. Eimskip flytur aftur fyrir ótal marga minni aðila og hefur mikla yfirburði í inn- flutningi eða um 74% hlutdeild. Erlend samkeppni af hálfu Van Ommeren er hverfandi á þessari leið þar sem félagið hefur einungis um 1% hlutdeild í flutningum fyrir íslendinga. Þetta gæti þó eitthvað breyst því félagið vill gjarnan auka flutningana til að mæta minnkandi umsvifum varnarliðsins undanfarin ár. Segja rekstur nýja skipsins mjög heilbrigðan Samkvæmt tölum Morgunblaðs- ins hefur Samskip verið í mikilli sókn á markaði fyrir Ameríkuflutn- inga undanfarið ár og náð að auka sinn hlut umtalsvert meðal innflutn- ingsfyrirtækja. Hefur félagið í senn herjað á viðskiptavini Eimskips og Jökla með töluverðum árangri, en eftir sem áður notið þjónustu Eim- skips! Þannig flutti félagið t.d. hátt í 400 tonn frá Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi síðasta árs en magnið var komið yfir eitt þúsund tonn á fjórða ársfjórðungi. Þær raddir heyrast úr röðum samkeppnisaðilanna að Samskip hafi teygt sig mjög langt í verðlagn- ingu til að ná þessum ár- angri og raunar svo að um sé að ræða nánast „fáran- lega verðlagningu". Með auknu framboði sé við því að búast að flutnings- gjöldin lækki enn frekar. Samskipamenn hafa vís- að gagnrýni af þessu tagi á bug og segjast hafa það markmið eitt að bjóða hagkvæm flutningsgjöld og góða þjónustu. Miðað við núverandi viðskipti verði rekstur nýja skipsins mjög heilbrigður. Það bendir þvi allt til þess að samkeppnin eigi eftir að harðna mjög á þessari flutningsleið. Aðstæður hafa færst í sama horf og ríkti fyrir tveimur árum þegar mikil umframflutnings- geta var í Ameríkusiglingum. Þetta nýja fyrirkomulag er augljóslega þjóðhagslega óhagkvæmt þar sem verið er að flytja svipað magn og áður með mun meiri tilkostnaði. Viðskiptavinir félaganna geta hins vegar unað glaðir við sitt með aukinni samkeppni og lágum flutn- ingsgjöldum. Væntanlega munu félögin þó leita allra leiða til að auka nýtinguna með því að afla sér viðskipta erlendis og flytja vör- ur yfir Atlantshafið með viðkomu á íslandi. KB 1 (án flutninga varnarliðsins) * . Innflutningur 17.000 2.800 3.000 300 23.100 Markaðshlutdeild 74% 12% 13% 1% Útflutningur 18.000 15.000 23.000 600 56.600 Markaðshlutdeild 32% 27% 41% 1% Flutningarsamtals 35000 17800 26000 900 79700 Markaðshlutdeild 44% 22% 33% 1% ‘Flutningar fyrir varnarliðið eru á bilinu 10-15 þúsund tonn á ári. Þar af hefur Eimskip 65% og Van Ommeren 35%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.