Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓIMVARPIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLI lan (The VI 99 l|l» ^Njósnarinn ■VI- 44.II9 Fleming Spymaker) Bresk bíómynd frá 1990 um ævintýri Ians Flemings á árunum áður en hann fór að skrifa njósnasög- umar um James Bond. Kvikmynda- eftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára. LAUGARDAGUR 15. JULI «91 1 C ►Ástarlyf númer níu . 4l.lv (Love Potion No. 9) Bandarísk bíómynd í léttum dúr frá 1992. Ungir vísindamenn komast yfir ástarlyf og reyna það á sjálfum sér. VI 99 Ri: ►Málaflækjur (Ros- l»l. 44.99 enbaum: Milbrott) Sænsk sakamálamynd frá 1993 um lögmanninn snjalla, Rosenbaum, sem leysir hér flókið sakamál með aðstoð frænku áinnar. SUNNUDAGUR 16. JULI VI 99 1C ►Stundargaman (A 1*1. 44. 19 Casual Affair) Bresk sjónvarpsmynd byggð á atburðum sem áttu sér stað á Norður- írlandi fyrir nokkrum árum. Þetta er saga af fram- hjáhaldi foringja í hemum sem endar með voðaverki. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ M91 m^Vinur krónprinsins . 4 I • IU (Beau Brummei) Bresk bíómynd frá 1954 um einn umdeildasta glaumgosa 18. aldarinnar á Bretlandseyjum. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ VI 91 ni: ►Laugardagsfárið nl. 4I.U9 (Saturday Night Fev- er) Bíómyndin sem kórónaði diskóæð- ið á áttunda áratugnum með frábærri tónlist Bee Gees og einstæðum dan- stöktum Johns Travolta á ljósum prýddu dansgólfinu. Sagan fjallar um nokkra stráka í Brooklyn sem láta skeika að sköpuðu á laugardagskvöld- um, eyða laununum sínum í nýjar dis- kóskyrtur og dansa út nóttina á veit- ingastaðnum Disco 2001. STÖÐ tvö M9Q nc ►Tannlæknir á far- . 49.U9 aldsfæti (Eversmile, New Jersey) Óskarsverðlaunahaflnn Daniel Day Lewis leikur Fergus O’Connell, írskan tannlækni sem fyrir- tækið Eversmile New Jersey hefur ráðið til að ferðast um Patagóníu og veita ókeypis tannlæknisþjónustu. VI II ►^ldraun á norður- lU. U.99 slóðum (Ordeal in the Arctic) Hinn 30. október árið 1991 brotlenti herflutningavél í óbyggðum Kanada fyrir norðan heimskautsbaug. LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ VI 91 9D ►Gildi Addams-fjöl- nl. 4 I.4U skyldunnar (Addams Family Values) Loksins gerist það að mynd númer tvö er betri en sú fyrri! Addams-fjölskyldan er mætt til leiks að nýju í öllu sínu veldi og nú er nóg um að vera. VI 99 l»l» Cariitos (Carl- 1*1. 44.99 ito’s Way) Óskars- verðlaunahafinn A1 Pacino leikur fyrr- verandi bófaforingja, Carlito Brigante, sem er látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað aðeins fímm ár af þijá- tíu ára dómi. Stranglega bönnuð börnum. VI II Qli ►'EIáraun á norður- lll. U.99 slóðum (Ordeal in the Arctic) Hinn 30. október árið 1991 brotlenti herflutningavél í óbyggðum Kanada fyrir norðan heimskautsbaug. Þeir, sem lifðu af slysið, urðu að þrauka við óhugnanlega erfiðar að- stæður í tvo sólarhringa áður en sér- þjálfaðar björgunarsveitir komust á vettvang. Bönnuð börnum. VI 1 Æfi ^Fjölskyldan (Perfect M. I.4U Family) Sjónvarps- mynd um tveggja bama móður og ekkju, Maggie, sem finnst hún hafa höndlað hamingjuna á ný þegar hún kynnist systkinunum Alan, sem er þúsundþjalasmiður, og Janice sem er þaulvön barnfóstra. Bönnuð börnum. SUNNUDAGUR 16.1ÚLÍ Kl. 20.50 ► Konungur hæðar- Hill) Vönduð mynd frá leikstjóranum sem gerði „Sex, lies and videotape" um ungan dreng sem verður að taka á öllu senrhann á til að komast af við heldur kuldalegar aðstæður í kreppunni mikiu við upphaf fjórða áratugarins. VI 99 911 ►Njósnarinn sem IVI.4u.4U elskaði mig (The Spy Who Loved Me) Óður skipakóngur hefur tekið kjamorkukafbáta frá Bret- um og Rússum traustataki og hefur í hyggju að hefja kjarnorkustríð sem myndi þvinga þjóðir heims til að taka sér búsetu undir yfirborði sjávar. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ VI 99 1 n ►Loforðið (Promise) nl. 40. IU James Garner leikur kæmlausan piparsvein sem allt í einu stendur frammi fyrir því að þurfa, í kjölfar andláts móður sinnar, að ann- ast bróður sinn sem er geðklofi. ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLI W9Q IC^Sofið hjá óvininum . 49. 19 (Sleeping With the Enemy) Julia Roberts leikur Lauru sem giftist Martin Burney, myndarleg- um en ofbeldishneigðum manni. Hún lifir í sífelldum ótta og verður telja að Martin trú um að hún elski hann heitt til að forðast barsmíðar. Ástand- ið fer hríðversnandi og Laura grípur til örþrifaráða til að losna úr viðjum hjónabandsins og úr klóm eiginmanns- ins. Stranglega bönnuð börnum. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLI VI 99 IKMyrr en dagur rís III. 49.19 (Déad Before Dawn) Linda Edelman hefur mátt þola and- legt og líkamlegt ofbeldi af hendi eig- inmanns síns um langt árabil. Loks hefur hún fengið nóg og herðir sig upp í að sækja um skilnað. En eigin- maðurinn er staðráðinn í að halda bömum þeirra tveimur og svífst einsk- is til að tryggja stöðu sína. Hann ræður leigumorðingja til að myrða Lindu og þótt hjónabandið sé liðin tíð þá er martröðin rétt að hefjast. Mynd- in er byggð á sannsögulegum atburð- FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ VI 99 9C ►Hvískur (Whispers in nl. 49.99 the Dark) Erótísk spennumynd um sálfræðing sem hefur kynferðislegar draumfarir eftir að einn sjúklinga hennar segir henni frá elsk- huga sínum. Hún leitar hjálpar hjá samstarfsmanni sínum og í samein- ingu leita þau skýringa í fortíð henn- ar. Stranglega bönnuð börnum. BÍÓIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Meðan þú svafst * * Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. „Dle Hard 3“ *** Hörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gengdar- lausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. Ed Wood *** Ed Wood var lélegasti kvikmyndaleik- stjóri aldarinnar og einn af aðdáendum hans, Tim Burton, hefur reist honum skemmtilegan minnisvarða með svart/hvítri kómedíu um geggjaða veröld B-myndanna. Martin Landau er einfaldlega stórkostlegur sem Bela Lugosi. Strákar til vara * * Þijár vinkonur hafa hver sinn djöful að draga en Hollywood fer offari enn eina ferðina í tilfínningamálunum. Leikkonurnar bjarga nokkru í mis- jafnri mynd. BÍÓHÖLLIN „Die Hard 3“ (sjá Bióborgina) Fylgsnið ** Spennumynd byggð á sögu eftir Dean Koontz. Lengst af prýðileg skemmtun en fjölskylduvæmnin í lokin er fullmik- ið af því góða. Húsbóndinn á heimilinu * Nauðaómerkileg amerísk fjölskyldu- saga sem löðrar af væmni. Bradyfjölskyldan 0 Allt lagt upp úr hallærisbragnum og það sýnir sig. Óþolandi í leiðinni. Hinir aðkomnu **'A Skemmtileg og spennandi geiminnrás- armynd sem líður nokkuð fyrir auka- endi. Blanda af Innrásinni frá Mars og Innrás líkamsþjófanna með Donald Sutherland í toppformi. í bráðri hættu *** Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. Þyrnirós * *'A Falleg Disneyteiknimynd frá 1959 sem byggir á ævintýrinu um Þyrnirós. Fyrri hlutinn hægur en lokaátökin hin skemmtilegustu. HÁSKÓLABÍÓ Tommy kallinn * * Tilþrifalítil gamanmynd sem gerir út á heimskupör í anda Veraldar Waynes. Brúðkaup Muriel *** Oft sprenghlægileg áströlsk gaman- mynd um stelpu sem vill giftast og telur lykilinn að lífsgátunni felast í Abbasöngvum. Góða skemmtun. Exotica * Ómerkilegur strippbúllublús sem reyn- ir án árangurs að vera eitthvað annað og meira en leiðindin. Rob Roy * *'A Sverðaglamur, ættardeilur og ástar- mál á skosku hálöndunum á 18. öld. Myndin lítur vel út og fagmannlega en handritið misjafnt og lengdin óhóf- leg. Sfar Trek: Kynsióðir **'A Sjöunda myndin í Trekkabálknum markar kaflaskil því nú tekur nýr kapteinn við stjórn. Sami gamli góði hasarinn í útgeimi. Skógardýrið Húgó ** Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Don Juan DeMarco * *'A Johnny Depp fer á kostum í hlutverki elskhugans mikla Don Juan í smellinni og grátbroslegri mynd um ástina. Marlon Brando kryddar myndina en þáttur hans og Faye Dunaway er held- ur til baga. Eftirförin *'A Christopher Lambert er á hröðum flótta í Japan undan leigumorðingjan- um og samúræjanum John Lone. Ekta mynd fyrir Chuck Norris. Heimskur heimskari *** Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. REGNBOGINN Feigðarkossinn *** Velheppnuð endurgerð á þekktri glæpamynd lýsir skuggalegri undir- heimaveröld þar sem Nicolas Cage ræður ríkjum og líf David Carusos er í sífelldri hættu. Barbet Schroeder stýrir af myndarskap og heldur áhorf- andanum í spennu út alla myndina. Jónsmessunótt *** Óvenjuvel skrifuð og leikin mynd sem tekst furðu vei að lýsa því hversu gaman það er að vera ungur og ást- fanginn. Eitt sinn stríðsmenn * * *'A Raunsæ og vægðarlaus lýsing á fjöt- skyldulífí í fátækrahverfi á Nýja-Sjá- landi. Ofbeldi, óregla og aðrir lestir eru ekki teknir neinum vettlingatökum, björtu hliðamar gleymast heldur ekki. SAGABÍÓ Meðan þú svafst (sjá Bíóborgina) Kynlífsklúbbur í Paradís 0 Kanar að kljást við kynlífskómedíu og útkoman steingeld og náttúrulaus þrátt fyrir að Dana Delaney sé kona íturvaxin og hæfíleikarík. STJÖRNUBÍÓ Æðri menntun *'A John Singleton lýsir lífinu í fjölþjóðleg- um háskóla en hefur ekki erindi sem erfiði því myndin er klisjukennd og óspennandi. / grunnri gröf * *'A Breskur tryllir í anda Tarantinos tekst nokkuð sæmilega að halda áhorfand- anum við efnið. Gráglettin og vel leik- in. Litlar konur * * *'A Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um Ijölskyldulíf á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara. Ödauðleg ást *** Svipmikil mynd um snillinginn Beet- hoven fer hægt í gang en sækir í sig veðrið. Tónlistin stórkostleg og útlitið óaðfinnanlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.