Morgunblaðið - 14.07.1995, Page 1

Morgunblaðið - 14.07.1995, Page 1
J 64 SÍÐUR B/C 157. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR14. JÚLÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frakkar vilja binda endi á árásir Bosníu-Serba á svæði múslima Reuter MÚSLIMSKT flóttafólk frá Srebrenica safnaðist saman við bækistöðvar friðargæsluliða SÞ við flugvöllinn í Tuzla. Chirac krefst hernaðaríhlut- unar tafarlaust Sarajevo, París, Washington. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakklands, krafðist þess í gær að Vest- urlönd gripu tafarlaust til „snarpra en takmarkaðra hemaðarað- gerða“ í Bosníu til að binda endi á árásir Serba á yfirráðasvæði múslima. Chirac gaf til kynna að ef Sameinuðu þjóðimar og Atl- antshafsbandalagið (NATO) yrðu hlutun myndu Frakkar íhuga að Chirac sagði að Bosníu-Serbar hefðu niðurlægt Sameinuðu þjóðirn- ar og NATO þegar þeir náðu Sre- brenica á sitt vald. Fáll Srebrenica yki líkurnar á að þeir héldu árásum sínum áfram og næðu öðrum „griða- svæðum“ Sameinuðu þjóðanna á sitt vald, meðal annars höfuðborginni, Sarajevo. „Það er því óhjákvæmilegt að binda endi á fall griðasvæða með snörpum en takmörkuðum hernaðar- legum aðgerðum." Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði að friðar- gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna, sem áttu að vernda Srebrenica, væru nú „meðsekir í því sem við óttuðumst alltaf“ - þjóðernishreinsunum Bosn- íu-Serba. Boutros-Ghali óákveðinn Bretar og fleiri aðildarríki NATO hafa hingað til ekki léð máls á að beita hervaldi til að ná Srebrenica af Serbum. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- ekki við kröfunni um hernaðarí- kalla herliðið í Bosníu heim. anna, kvaðst ekki enn hafa gert upp hug sinn í málinu. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að dagar friðar- gæslu í Bosníu kynnu að vera taldir ef ekkert yrði að gert. Hann bætti við að ef friðargæsluliðið yrði flutt á brott þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að ákveða hvort aflétta ætti vopna- sölubanninu á Bosníustjóm. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hvatti til þess að brottflutningur friðar- gæsluliða yrði undirbúinn þegar í stað. Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarinnar, lýsti framgöngu Sam- einuðu þjóðanna sem „lélegustu frammistöðu lýðræðisríkja heims frá því seint á fjórða áratugnum". Serbneskir hermenn fluttu tugþús- undir múslima frá Srebrenica og flóttafólk fullyrti að Serbarnir hafi nauðgað stúlkum og skotið unga menn til bana. ■ Nauðganir og dráp/18 Foreldrar ritskoði sjónvarpið Washington. Reuter. LAGT hefur verið fram á Bandaríkjaþingi frumvarp um að sjónvörp verði búin sérstökum tölvukubbi, sem auðveldi foreldrum að rit- skoða sjónvarpsefnið barn- anna vegna. Verði frumvarpið að lög- um munu sjónvarpsstöðvar og framleiðendur verða að gefa öllu efni einkunn eftir því hve mikið er um kyn- lífsatriði, ofbeldi og annað þess háttar og fólk getur stillt kubbinn þannig, að hann útiloki efni, sem hefur óæski- lega einkunn að þess mati. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, styður frumvarpið en Bob Dole, leiðtogi repú- blikana í öldungadeild, gerir það ekki þótt hann hafi haft mörg stór orð um ofbeldið og siðleysið f Hollywood. Seg- ir hann ástæðuna vera þá, að hann sé andvígur opinberri ritskoðun. Eiginkona Harrys Wu Hillary fariekki tilKína Slysið í Seoul Hátt í sjö hundruð fórust Seoul. Reuter. REIÐI og hneykslan vegna stór- slyssins í Seoul í Suður-Kóreu fyrir hálfum mánuði blossaði upp í gær þegar tilkynnt var, að líklega hefðu miklu fleiri farist en áður var talið. Hafa þingmenn og ættingjar hinna látnu ítrekað kröfur um, að þeim, sem ábyrgðina báru, verði refsað harðlega. Suður-kóreskir embættismenn sögðu í gær, að enn væri 400 manna saknað en lík 260 manna hafa fund- ist í rústum stórverslunarinnar, sem hrundi saman og ofan í kjallarann undir henni. Svo virðist því sem vel á sjöunda hundrað manna hafi látið lífíð en ekki rúmlega 400 eins og fyrr var haldið. Embættismenn skýrðu mistökin með því, að listi með nöfnum margra, sem saknað væri, hefði eitt- hvað misfarist og ekki verið talinn með áður. Slysið er það mesta, sem orðið hefur á friðartímum í S-Kóreu. Þingmenn kröfðust þess í gær, að ýmsir ráðherrar segðu af sér þar sem þeir hefðu lofað, að öryggiseft- irlit yrði stórhert í kjölfar hvers slyssins á eftir öðru að undanförnu. Reuter Washington. Reuter. EIGINKONA kínversk-bandaríska andófsmannsins Harrys Wu lagði í gær að Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, að sniðganga kvennaráðstefnuna sem haldin verð- ur í Kína í byrjun september, ef ekki verður búið að láta Wu lausan. Kínversk stjómvöld hafa sagt að Wu verði ákærður fyrir njósnir og á hann yfír höfði sér dauðadóm. Forsetafrúin ætti ekki að fara til Kína „fyrr en eiginmaður minn er kominn aftur“, sagði Ching Lee Wu við fréttamenn, eftir fund hennar með öryggisráðgjafa Bills Clintons, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húsinu. Talskona forsetafrúarinnar sagði að ekki hefði verið ákveðið hvort hún færi á ráðstefnuna. Áður en Wu var handtekinn í Kína hafði Hillary sagt að hún hygðist fara. Viðræður um annan áfanga í sjálfstjórn Palestínumanna Setið við þar til semst Jerúsalem. Reuter. FULLTRÚAR ísraela og Palestínu- A sigur- braut í sól- blómunum FRAKKLANDSKEPPNIN í hjól- reiðum stendur nú sem hæst en í gær var farinn 11. áfanginn, 199 km leið á milli Bourg-d’Oisans og Saint-Etienne. Bretinn Max Sciandri fór vegalengdina á skemmstum tíma í gær en sá kunni kappi, Spánverjinn Miguel Indura- in, heldur enn forystunni. Hér er hann annar frá hægri ásamt félög- um sínum með sólblómin á báðar hendur. Er hann í gulum bol en aðeins sá sem er í fararbroddi í keppninni samtals, fær að klæðast honum. manna munu hefja viðræður í dag í litlum bæ í Norður-ísrael um aukna sjálfstjórn þeirra síðamefndu. Hefur verið ákveðið að sitja við þar til samningar takast en miðað er við, að það verði ekki síðar en 25. þessa mánaðar. Samningamennirnir munu halda til í bænum Zichron Yaacov meðan á viðræðunum stendur en þær munu meðal annars snúast um brottflutn- ing ísraelsks herliðs frá helstu byggðum Palestínumanna á Vestur- bakkanum, almennar kosningar og yfirfærslu borgaralegs valds. Er um að ræða annan áfanga í sjálfstjórn Palestínumanna. Undirritun í Washington? Dregist hefur í heilt ár að hrinda síðara áfanganum í framkvæmd en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, og Shimon Peres, utanríkis- ráðherra Israels, urðu sammála um hann í aðalatriðum á fundi fyrr í mánuðinum. Talsmaður Arafats seg- ir að Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hafi boðið honum að koma til Washington og undirrita samkomu- lagið þar þegar það lægi fyrir. Tals- maður Yitzhaks Rabins, forsætisráð- herra Israels, kvaðst hins vegar ekki hafa frétt af slíku boði. Verið getur, að brottflutningur ísraelska herliðsins frá Vesturbakk- anum gangi ekki greiðiega því heit- trúaðir rabbínar hafa kveðið upp þann úrskurð, að hermönnum beri að óhlýðnast fyrirskipunum um að flytja buit herstöðvar frá Vestur- bakkanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.