Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r Bylting í fæðing- arorlofsmálum? Það er því byltingarkennt ákvœði sem ^ C 0 þingmenn voru að samþykkja, „þing- | C* r* ^ O maðurinn skal einskis í missa af launum (Q\y >c v ‘'T* * og föstum greiðslum.i i'l,,||,, X'-^J ' 'J '' Þeim hefur aldeilis orðið brátt í brók , Mælingar á gastegnndum á tveimur sorp- haugum á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Þorkell LAURA Bandieramonte, ung kona frá Palermo á Sikiley, sér um að skrá mælingar á gasinu í Gufunesi, en hún er nemi í náttúruvísindum við háskólann I Palermo og er hér sem skiptinemi í sumar. A innfelldu mynd- inni sést hvað er verið að mæla, en það er magn metans, koltvísýrings og súrefnis í gasinu auk hitastigs. Metan á Álfsnesi getur knúið 24 almenningsvagna í 15 ár TÓLF holur hafa verið boraðar á sorphaugunum í Álfsnesi og átta holur á sorphaugunum í Gufunesi. Mælingar á gasmynd- un á sorphaugunum tveimur standa nú yfir og er mæld gas- myndun í þeim samtals 20 holum sem boraðar hafa verið í haug- ana. Metan er hægt að nota sem eldsneyti og sém dæmi má nefna getur metan það sem myndast hefur á Álfsnesi knúið 24 al- menningsvagna í 15 ár. Það er Sorpa sem sér um mælingarnar og nýtur aðstoðar Iðntæknistofnunar við rann- sóknirnar. Að sögn Magnúsar Stephensen, deildarstj'óra þró- unar- og tæknideildar Sorpu, eru dýpstu holurnar í Gufunesi um 11 metrar á dýpt, en sorphaug- urinn er allt að 13 metra dj’úpur. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær eru rannsóknirnar í Gufunesi gerðar að undirlagi Reykjavíkurborgar og nýtur Sorpa aðstoðar Iðntækni- stofnunar við verkið. Magnús segir að ekki sé vitað hversu mikið gas finnist í j'örðu í Gufunesi, en á Álfsnesi er rek- inn nútímasorphaugur þar sem nákvæmlega er vitað hvar gasið er að finna. Magnús segir að allir sorphaugar framleiði gas og hefst myndun um 2-3 mánuð- um eftir að sorpið er urðað og fer á fullt eftir um 1-2 ár. Gasið er að uppistöðu 60% metan og 40% koltvísýringur.Um inikið magn sé að ræða, sem dærni má nefna að sorphaugurinn á Álfs- nesi, sem nú er fjögurra ára gamall, framleiðir nú metan sem getur fræðilega séð knúið 24 strætisvagna í 15 ár. Árlega bætast svo um 70 þúsund tonn í hauginn þar, en metanið sem fæst úr því magni getur knúið 6 almenningsvagna í 15 ár. Magn- ús segir að slíkt verði ekki gert á næstunni hér á landi, en á Norðurlöndum og víðar er farið að gera tilraunir með að knýja almenningsvagna og sorpbíla með metani. Hér verði fyrst reynt að eyða metnainu með brennslu. Vonast hann til að far- ið verði að eyða gasinu í Álfs- nesi, sem er ósoneyðandi, á þann hátt innan árs. Sorpa rekur ekki hauginn í Gufunesi og segir Magnús því ekki vita hver verði framtíðin þar. Fyrirtækið standi að þess- um tilraununum fyrir Reykja- víkurborg í samvinnu við aðra aðila. Erfitt sé að áætla hversu mikið gas er þar að finna í Gufu- nesi, vegna þess hversu óskipu- leg sorpurðun var þar þegar hann var enn í notkun. „Það eina sem hægt sé að segja er að þar sem er sorp þar verður til gas,“ segir Magnús. Landssamband sumarhúsaeigenda Réttur sumar- húsaeigenda er mjög lítill Kristján Jóhannsson ANDSSAMBAND sumarhúsaeig- enda, LS, var stofnað 27. október 1991 í þeim tilgangi að gæta hagsmuna sumar- húsaeigenda um allt land. Stofnaðilar voru félög sumarhúsaeigenda víðs vegar um landið, auk félaga sem áttu sumarhús fyrir sína fé- lagsmenn. LS gefur út blaðið Sumarhúsafréttir, en það kom út í annað sinn í maí sl. Kristján Jóhannsson hefur verið formaður LS frá stofnun þess. Hver voru tildrögin að stofnun LS? „Okkur fannst réttur okkar sumarbústaðaeigenda vera ákaflega lítill og þetta samband var stofnað til að hafa áhrif á þau mál. í sveitarstjóm- arlögum er hvergi að finna nein ákvæði um skyldur sveitar- stjórna til að veita þjónustu gegn fasteignagjöldum, sem skylt er að leggja á og greiða. Það er óeðlilegt að fólk þurfi að greiða háar fjárhæðir, án þess að vita í hvað þær fara og án þess að skylt sé að veita ákveðna þjónustu á móti.“ Hvernig hefur hagsmunabar- áttan gengið?" „Okkur hefur gengið ákaf- lega illa að fá viðurkenndan nokkurn rétt og það er furðu- legt að í öllum sveitarstjórnar- lögunum er ekkert að finna annað en það að sveitarstjórnir hafí heimild til þess að veita sumarhúsaeigendum þjónustu. En heimild til að gera eitthvað er náttúrlega líka heimild til að gera ekki neitt. Á undanförnum árum höfum við verið að reyna að fá þessu breytt, en án árang- urs; Ég sat sem fulltrúi LS í starfshópi á vegum félagsmála- ráðuneytisins, sem falið var að fara yfir málefni sumarhúsaeig- enda. Starfshópurinn lauk störfum fyrir réttu ári og árang- urinn varð svo til enginn, enda skrifaði ég ekki undir álit starfshópsins. Okkur þykir eðlilegt að sveitarstjórnir leggi fram reiking yfir það hvernig fjármunum sumarhúsaeigenda er eytt. Þau svör sem við feng- um við þeirri bón voru á þá leið að slík eyrnamerking væri tæknilega óframkvæmanleg. í viðtali við sveitarstjóra Grímsneshrepps eigi alls fyrir löngu kom fram að í hreppnum eru alls greiddar 24 milljónir í fasteigna- gjöld. Þar af greiða sumarhúsaeigendur 16,5 milljónir, eða rúmlega tvo þriðju. Okkur finnst eðlilegt að fá að vita í hvað þessir peningar fóru. Við höfum óskað eftir því við sveitarstjórn Grímsneshrepps að fá að sjá þessa skýrslu. Við getum nefnt sem dæmi að þegar bankarnir tóku upp þjónustugjöld þótti það þarfnast skýringa við í hvað krónurnar 45 færu. Skyldi þá vera óeðli- legt að sumarhúsaeigendur, t.d. í Grímsnesi, spyrji eftir því hvað varð af 16,5 milljónum? ►Kristján Jóhannsson, for- maður Landssambands sum- arhúsaeigenda, fæddist 25. september 1919 að Skjaldf- önn við Isafjarðardjúp. Hann lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum í Reykjanesi og hefur m.a. starfað við bygg- ingavinnu og sem bifreiða- stjóri. Kristján er kvæntur Guðrúnu Guðjónsdóttur og eiga þau einn kjörson. Eftir því sem ég best veit er verið að endurskoða lögin um tekjustofna sveitarfélaga og við bindum vonir við að útkoman verði sumarhúsaeigendum hag- stæð. Öll þessi mál eru í ólestri og það er krafa okkar að þeim verði komið í horf þannig að það sé viðunandi fyrir báða aðila. Við erum ekkert að kvarta yfir því að þurfa að greiða fasteignagjald en við vilj- um fá þjónustu frá sveitarfélög- unum í staðinn. Við setjum fram skýlausa kröfu um að sett verði skýr ákvæði um réttindi og skyldur beggja aðila.“ Hvað hefur áunnist í málum sumarhúsaeigenda síðan LS var stofnað? „Við sömdum árið 1991 við Rafmagnsveitur ríkisins um lækkun á heimtaugagjöldum í sumarbústaði um tæp 23%, því fólk vill geta dvalið í bústöðun- um allan ársins hring og til þess þarf rafmagn. Samningur- inn var til tveggja ára og var svo framlengdur um eitt ár, en var sagt upp um sl. áramót. Mesti kostnaðurinn er náttúr- lega að koma stofnlögnum í þessi hverfí og þá er bara eftir að leggja spottann upp að hús- unum. Ég held að Raf- magnsveitumar ættu að íhuga hvort það borgaði sig ekki að lækka gjaldið aftur og fá þá e.t.v. við- skiptavini sem hefðu annars ekki efni á því að hafa raf- magn. Þá myndi fólk ekki nota erlenda orkugjafa. Við áttum von á að trygg- ingafélögin byðu upp á hag- stæðar tryggingar fyrir sumar- bústaðaeigendur þegar bruna- tryggingar voru gefnar fijálsar, en ekkert hefur gerst. Trygg- ingafélögin virðast vera með einhvers konar samtryggingar- kerfi í þessum málum.“ „Öll þessi mál eru í ólestri“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.