Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 13 LANDIÐ Út vil ek Borgarnesi - Bjarni Jóhans- en og Óli Jennason lögðu um helgina af stað frá Borg- arnesi á seglskútunni Para- dís. Ferðinni er heitið til Skotlands og áætlaði Bjarni að þeir yrðu um fimm til sex daga á leiðinni út, en ferðin ætti að taka um þijár vikur alls. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bjarni siglir utan á skútunni sinni Paradís, sem er aðeins 25 fet á lengd, um 8 metrar. Hann sigldi til Færeyja 1988 og til Noregs árið 1989. Skútuna setti Bjarni saman sjálfur úr til- búnum pörtum sem hann keypti frá Englandi. Aðspurður kvaðst Bjarni vera vel tækjum búinn, auk áttavita og talstöðva hefði hann GPS-staðsetningar- tæki og miðunarstöð. Þá væri skútan búin 9 hestafla vél sem hægt væri að grípa til „ef hann brysti á með logni“. Álíka stór og skip Egils Skallagrímssonar? Vindur var að norðaustan um fjögur til fimm vindstig er Paradís lagði úr höfn í Borgarnesi og fékk skútan því gott leiði út Borgarfjörð- inn. Trúlega eru ekki marg- ar seglskútur af þessari stærð i millilandasiglingum á norðurhöfum í dag. Lík- legra er að skútan Paradís sé af svipaðri stærð og þau kaupskip er Egill Skalla- Grímsson sigidi út frá Di- granesi og á milli landa á sínum tíma. Morgunblaðið/Theodór Þórðarson SEGLSKÚTAN Paradís leggur af stað til Skotlands frá Borgarneshöfn. ÓLI Jennason og Bjarni Jóhansen hagræða seglum á skút- unni Paradís við brottför frá Borgarneshöfn. Húnavaka 35. árgangur Stærsta ritsafnið um húnvetnskt efni Blönduósi - Húnavaka, rit Ung- mennasambands Austur-Húnvetn- inga (USAH), 35. árgangur er komin út. Efni ritsins er fjölbreytt að vanda og má þar nefna viðtöl, ferðaþætti, ljóð, fréttir og hvers- konar fróðleik. Húnavakan er 300 blaðsíður að stærð og ritstjóri þess hefur verið frá upphafi Stefán Á. Jónsson frá Kagaðarhóli. í þessum árgangi Húnavöku hefur verið tekin saman ný og og fyllri nafnaskrá yfir látið fólk sem ritað hefur verið um í Húnavöku. Þetta auðveldar að sögn Stefáns Á. Jónssonar leit að upplýsingum um ættfræði og sögu héraðsins. Húnavökuritið frá upphafi er nú er orðið stærsta ritsafn um hún- vetnskt efni sem gefið hefur verið út til þessa og þeir árgangar rits- ins sem voru uppseldir hafa nú verið endurprentaðir að sögn Stef- áns. Auk margra athyglisverðra greina prýða ritið margar ljós- myndir allt frá Ketubjargi í norðri til Melbourne í suðri. Mikil aðsókn að Byggða- safni Þingeyinga Laxamýri - Mjög margir gestir hafa heimsótt Byggðasafn Þingey- inga á Grenjaðarstað það sem af er sumri og er aðsóknin mun betri en á sama tíma í fyrra. Um helgina var sérstakur safnda- gur og komu margir til þess að skoða safnið enda tilgangur þessa dags að vekja áhuga fólks á gömlum munum og liðnum tíma. Af þessu tilefni var boðið upp á kaffiveitingar í safnað- arheimilinu sem er í kjallara prests- bústaðarins. Á Grenjaðarstað hefur verið mikið um framkvæmdir á liðnum árum og í sumar er verið að laga og hlaða upp búrið í gamla bænum og endur- bæta hleðslur í kirkjugarðinum. Við þetta verk starfa íjórir menn í fullu starfi. Hugmyndir hafa komið fram um að efla enn frekar starfsemi byggðasafnsins og efna til lifandi daga þar sem höfðað yrði til eldri búskaparhátta og verkmenningu til sveita. Safnvörður í sumar er Heiða Guðmundsdóttir frá Fagranesi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon HEIÐA Guðmundsdóttir safn- vörður á Grenjaðarstað. KRISTIN VE 40 komin til Siglufjarðar. Síldarflotinn stækkar Siglufirði - Síldarminjasafninu á Siglufirði hefur nú bæst „nýtt“ skip í safnið, það er Kristín VE 40. Bátur þessi er fyrir margra sakir merkilegur, en kannski ekki síst út af byggingarlagi sínu, þvi hann er byggður eftir gömlu skútulagi með lóðstefni og skuturinn kemur inn- undir sig að aftan. Þessi bátur er líklega einn af örfáum bátum sem til eru í upprunalegri mynd og eru m.a. stýrishúsið og möstrin upp- runaleg. Báturinn var smíðaður 1954 á Hauganesi við Eyjafjörð og var lengi gerður þaðan út. Síðan var hann seldur til Þórshafnar og þaðan til Vestmannaeyja. Meðan báturinn var gerður út frá Norðurlandi hét hann Draupnir og mun hann nú aftur hljóta það nafn. Að sögn Sveins Björnssonar „flotaforingja" síldarminjasafnsins er þessi bátur sá sjötti sem síldar- minjasafnið á Siglufirði eignast og var hann valinn til safnsins vegna þess hve upprunalegur hann er og sáralítið þarf að gera til að koma honum í upprunalegt horf. Hann mun verða sýndur hjá síldarminja- safninu sem dæmigerður rekneta- bátur með viðeigandi veiðarfærum enda er hann af sömu gerð og þeir fjölmörgu bátar er stunduðu síld- veiðar í reknet á fyrri hluta aldar- innar, t.d. gerðu þeir frægu síldar- saltendur Óskar Halldórsson og Skapti Stefánsson á Nöf út marga svona reknetabáta frá Siglufirði á sínum tíma. Sveinn lét þess getið að lokum að þótt þessi bátur sé kominn i höfn þá sé það draumur áhugamanna um safnið að eignast stórt síldveiðiskip eins og þau voru hér áður fyrr, en þau fara að verða vandfundin. IIMA -fierra- GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.