Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ First Chicago og NBD sameinast Chicago. Reuter. BANKARNIR First Chicago Corp. og NBD Bancorp. í Detro- it hafa sameinazt með samningi upp á 11 milljarða dollara og verða 7. stærsti banki Banda- ríkjanna með eigið fé upp á um 120 milljarða dollara. Hér er um að ræða þriðja meiriháttar bankasamrunann á tæpum mánuði í Bandaríkjun- um og margir fleiri bankar verða sameinaðir á næstu mán- uðum að dómi sérfræðinga. Gert er ráð fyrir að samein- ingunni verði lokið á fyrsta fjórðungi næsta árs og það mun eyða - að minnsta kosti í bili - vangaveltum um framtíð First Chicago bankans, sem lengi hefur verið talinn feigur. Hluthafar í First Chicago fá 1,81 hlutabréf í nýja bankan- um, sem mun kallast First Chicago NBD Corp., fyrir hvert hlutabréf, sem þeir eiga nú. Hvert hlutabréf í NBD verður jafnvirði eins í nýja fyrirtækinu. First Chicago mun eiga 50,1% í nýja félaginu og NBD 49,9%. Sala bíla í V-Evrópu eykst um 7.2% Briissel. Reuter NÝSKRÁÐUM bílum í Vestur- Evrópu ijölgaði um 7,2% í júní 995 miðað við sama mánuð í fyrra samkvsemt upplýsingum sambands evrópskra bílafram- leiðenda, ACEA. Á fyrri árshelmingi jókst sala nýrra fólksbíla hins vegar um aðeins 1,4% í 6.500.300. Um 1.127.000 nýir bílar seldust í síðasta mánuði og Volkswagen hélt forystunni með 17,5% markaðshlutdeild. Sala VW að Seat og Audi meðtöldum jókst í mánuðinum um 12,6% þrátt fyrir styrk- leika marksins. Sala BMW og Mercedes minnkaði hins vegar um 7,5% og 10,1% í júní. Sala kóreskra bíla jókst mest í'mánuðinum, um 100,7% í 18,525. Sala Ford jókst um 15,1 í 129.938 og Renault um 13,9% í 127.188. Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi Alter Sun el þii vill festa silbrúnkuna til mánaða um leið og þú nærir húðina með Aloe Vera, E-vítam., kollageni og lanólíni. ■ Sérhannaðar Banana Boat barnasélvarnir #15, #29, #30 og 50#. Krem, úði, þykkur salvi og stifti. ■ Banana Boat nænnoaárem Bnin-án sólar m/sólvöm #8. ■ Hraðgræðandi Banana Boat varasatvi steyptur úr Aloe Vera m/sólv. #21, E-vítamín m/sólvöm #30; kirstuberjum, vatns- melónum, blönduðum ávöxtum m/sólv. #15. Bragðgóðir. Hvers vegna að borga 1200 kr. (yrir kvartlítra af Aloe geli ■ þegar þj getur lengið sama magn af 99,7% hreinu Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr ? Eða tvötalt meira maon af Banana Boat Aloe Vera gá á 1000 kr. Án spirulinu, tilbúin- nalyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat I sólbaðsstofum, apótáum, snyrtiv. verslunum og ölium heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. _________VIÐSKIPTi_____________________ Hækkun dollars stöðvast vegna óbreyttra vaxta London. Reuter. STAÐA dollars veiktist í gær þegar hækkun fyrr um daginn snerist upp í lækkun, þar sem þýzki seðlabank- inn, Bundesbank, ákvað að breyta ekki helztu vöxtum. Gengi dollars hækkaði um morg- uninn þegar svissneski seðlabankinn lækkaði forvexti um 1/2% í 2,5%. Vaxtalækkunin vakti vonir um að svipuð breyting yrði ákveðin á fundi í stjóm þýzka seðlabankans. Dollarinn komst hæst í 1,4143 mörk og 88,45 jen eftir svissnesku vaxtabreytinguna. Við lokun hafði dollarinn lækkað í 1,3880 mörk og 87,20 jen. Þar sem þýzki seðlabankinn kveðst enn óttast að verðbólga kunni að aukast ákvað hann að forvextir skyldu áfram vera 4% og seðlabanka- vextir 6.% Vonir um þýzka vaxta- lækkun áttu rætur að rekja til þess að staða dollars hafði styrkzt frá því vextir höfðu verið lækkaðir í Japan og Bandaríkjunum og gripið hafði verið til aðgerða til stuðnings doll- aranum. Staða hlutabréfa í Evrópu veiktist eftir hækkanir fyrr um daginn vegna vonbrigða með óbreytta vexti Þjóð- vetja og veikrar stöðu í lWall Street. DAX-vísitaian í Þýzkalandi hækk- aði í 2.217,42 - sem var nýtt met - en síðan snarlækkaði hún, aðallega vegna óánægju með ákvörðun þýzka seðlabankans. Eftir lokun var lækk- unin um sex stig. Hlutabréf lækkuðu einnig í París eftir nokkra hækkun um morguninn. FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 15 omRon sjóðsvélar ... og allar tegundir af kassarúllum á hagstæðu verði. NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 569 7700 All/af skrefi á undan I Pf ',x PIPII 4RA DYRA IJ 95.000, ÁGÖTUNA Heilsuval - Barónsstíg 20 ® 562 6275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.