Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR ÞÓRISSON klæddur. Margrét amma mín sagði um Ólaf: „Hann er höfðingi í klæða- burði jafnt sem viðmóti." Ég lenti í því erfiða hlutskipti að vera ekki bara vinur og mágur heldur jafnframt læknirinn hans, en læknum er jafnan ráðlagt að taka ekki til meðferðar nákomna ættingja. Stundum ræddi ég þetta við Ólaf, meðal annars stuttu áður en hann lést. Ólafur sagðist hafa skilið mig vel ef ég hefði falið öðrum lækni eða læknum að sinna honum, en svona vildi hann hafa það. Fram- farir í einkenna- og verkjameðferð hjálpuðu Ólafi að lifa lífinu og njóta þess allt fram á síðustu daga þess. Hann Óli minn kunni listina að lifa betur en mörg okkar og söknuð- urinn er mikill. Helgi Sigurðsson. Fyrir fáeinum árum stofnuðu nokkrar fjölskyldur veiðifélag til að njóta samvista og útiveru í fallegu umhverfí og í góðum félagsskap. Fljótlega gekk til liðs við okkur Ólaf- ur Þórisson og fjölskylda hans. Fæst okkar þekktu hann þá en óðara kom í ljós að þar fór óvenju vel gerður maður sem á sinn hógværa hátt bætti þennan góða félagsskap. Við vissum að Óli gekk ekki heill til skógar og hafði orðið að sæta því, heilsunnar vegna, að hætta í því starfi sem hann hafði menntað sig til. Engan bilbug var þó á honum að fínna og fullur bjartsýni og brenn- andi áhuga tók hann þátt í öllu því sem gera þurfti fyrir veiðihúsið og veiðisvæðin og setíist fljótlega í stjóm félagsins og gegndi þar starfi ritara til hinstu stundar. Nú í vor var okkur vinum hans ljóst að æðrulausri hetjubaráttu hans við illvígan sjúkdóm hlyti að ljúka innan tíðar en þrátt fyrir það lét hann ekki deigan síga og hans síð- asta verk fyrir veiðifélagið var að fljúga vestur og mynda vatnasvæðin úr lofti. Myndimar, sem hann tók, sýndi hann okkur svo er við hitt- umst við opnun Flekkudalsár 1. júlí síðastliðinn. Gjörsamlega óbugaður andlega en helsjúkur kvaddi hann okkur með þessum orðum: „Þetta hafa verið góð ár.“ Viku síðar var hann allur. Þau forréttindi að hafa fengið að kynnast Óla, æðruleysi hans, glað- lyndi og dugnaði hafa verið okkur ómetanleg og ættu að kenna okkur að meta betur allt sem við eigum. Eiginkonu, sem aldrei hvikaði frá **Mð manns síns, og ungum sonum sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Laxmenn. Það verður fátt um orð þegar menn kveðja vin sem er farinn alltof fljótt. Óli hennar Júlíu frænku kvaddi á föstudaginn var. Þótt við höfum fylgst með baráttunni og vit- að að hveiju dró, var baráttuþrekið, seiglan og lífsviljinn svo mikill, að enginn hefði í rauninni orðið vem- lega hissa þótt Óli hefði hrist af sér slenið einn góðan veðurdag og rokið út í sveit eða upp á héiðar með strák- ana sína þijá. Með þeim var hann ♦^óestur og hjá þeim vildi hann vera uns yfír lauk og reif sig fram á fjöll með þeim löngu eftir að allur eðlileg- ur kraftur átti að vera búinn. í þeim lifír hann, og ef það er yfirleitt á nokkurs manns færi, þá lítur hann til með þeim framvegis sem hingað til. Sagan er orðin nokkuð löng og margs að minnast. Það var á brúð- kaupsdaginn þeirra Júlíu, sep við náðum endanlega saman, og Óli var á því að hann ætti í okkur hlut út á það. Við fylgdumst með þeim á Baldursgötunni og í Breiðholtinu *Wtir því sem börnunum fjölgaði hjá báðum, og best eftir að þau byggðu í Álfaheiðinni. Þá vom Kópavogs- bömin komin í heimahagana og það voru bestu árin. Óli byggði húsið meira og minna sjálfur, svo allir sem á horfðu fengu komplexa. Maðurinn var heldur ekki einhamur, því hann _ var að byggja yfír allt það sem hon- um var kærast. Hver flís og hver spýta var lögð fyrir Júlíu og Sigga og Kára og Þóri Inga, þann stysta og státnasta, sem gerði útslagið á að þau sprengdu utan af sér í Breið- holtinu og komust á rétta hillu. I Álfaheiðinni bar ekki einu sinni skugga á þótt Óli vildi á sjóinn, svo Júlía og strákarnir gætu haft það sem best. Engir strákar hafa átt ástríkari pabba, og þegar hann kom í land var hátíð og hasar, veiðiferð- ir, fjallgöngur og sund og svo margt, margt fleira. Og þegar tvær Júlíur og krakkaskari voru sest upp í mak- indum norður á Akureyri og fréttist að skipið hans Óla væri á leið í land vegna bilunar, þá kom ekki annað til mála en að bmna suður, kannski ekki löglega en alveg siðlega og óumflýjanlega, og strákarnir hans Óla voru mættir á bryggjunni þegar skipið lagði að. Nú fækkar þeim gestum í Fífu- mýrinni sem eiga það til að drífa í því sem augljóslega þarf að gera, festa það sem festa þarf og saga til fjöl þar sem vantar. Hjálpsemin og verkgleðin hans Óla var engu lík og allt að því óviðráðanleg á köflum, en henni fylgdi svo ljúft bros að mönnum hlutu að fallast hendur. Þessa bross og kankvísinnar verður saknað. Engir sakna þó eins og Júl- ía og strákarnir hans Óla. Guð gefi þeim styrk í sorginni og umvefji þau í hlýju minninganna sem græðir sár og snýr söknuði upp í þakklæti og gleði yfír því sem manni var gefíð. Margs efað minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Júlía og Markús. Nú er erfiðri baráttu lokið. í des- ember 1992 bauð ég Óla að koma til mín í leikfimitíma. Eftir tímann settumst við niður í rólegheitum og köstuðum mæðinni. Hann sagði mér að hann væri á leið til læknis. Frá þessum degi hófst hetjuleg barátta sem stóð allt til æviloka. Mig skort- ir nægjanlega sterk orð til þess að lýsa mannkostum Óla og heilindum. Hann var ávallt boðinn og búinn að veita öðrum aðstoð en ætlaðist ekki til neins í staðinn. Óli var með ómælt verksvit, nákvæmni og út- sjónarsemi einkenndu vinnubrögð hans, þessir kostir nýttust honum í leik og starfí. Aðeins tveimur dögum áður en Óli lést sat ég með honum og hann fyllti út flugbókina sína, lífsvilji hans vann verkið. Hann vildi hafa skipulag á öllum hlutum, röð og reglu. Öli bar með sér einstaklega góðan þokka, þægilegur í umgengni og gaf sér ætíð tíma til þess að ræða málin í gamni og alvöru. Hann var húmoristi fram í fingur- góma og naut sín vel í góðum fé- lagsskap. Óli var fjölskyldu sinni og vinum sterkasta stoðin í sínum eigin veikindum. Öllum leið vel eft- ir að hafa heimsótt Óla, slíkur var sálarstyrkur hans. Styrkinn fékk hann í gegnum stóru ástina í lífinu, Júlíu, og syni. Minningarnar um Óla eiga eftir að ylja okkur öllum um ókomna tíð, þær verða aldrei frá okkur teknar. Svo er því farið: Sá er eftir iifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Guð styrki Júlíu, synina, foreldra og systkini í þeirra miklu sorg. Guðmundur Helgason. í hvítri skúffu geymi ég myndir málaðar af þögn þinni. Ég geymi þær næst sálinni og þegar enginn sér tek ég þær upp og greini það litla sem enginn sá. (Ásdís Óladóttir) Þegar dauðinn ber á dyr er maður alltaf jafn óundirbúinn. Við vissum að Óli var búinn að beijast eins og hetja. Hann var alltaf kát- ur og hress þegar við hittumst. Það var svo mikill lífsglampi í aug- um hans og þegar ég kvaddi hann í maí var ég viss um að hitta hann í haust. Óli var einn af þeim sem var alltaf greiðvikinn og tilbúinn til að rétta fram hjálparhönd. Hann var sérlega handlaginn og gerði marga fallega hluti. Hún Venna sagði oft: „Mikið eiga Inga Jóna og Þórir gott að eiga hann Óla, það er svo gott að biðja hann um greiða.“ Óli og Júl- ía fóru að vera saman á unglings- árunum. Við ólumst öll upp í Kópa- vogi og höfum við vinirnir oft brall- að margt skemmtilegt saman. Það var spjallað, sungið, spilað og dansað og farið í bíó með ber í dunk. Alltaf var Óli hrókur alls fagnaðar og heillaði okkur vinkon- umar allar. _ Júlía og Óli eru svo heppin að eiga þijá yndislega drengi, Sigurð Grétar, Kára og Þóri Inga, sem eiga fallega minningu um frábær- an pabba. Og hvað við vinkonurnar höfum oft dáðst að Júlíu í þessari hörðu baráttu. Elsku Júlía, Siggi, Kári, Þórir Ingi, Inga Jóna og Þórir, systur og mágar, fjölskylda Júlíu og vinir Óla. Guð gefi ykkur styrk á þess- ari sorgarstund. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Við kveðjum þig, elsku Óli, með miklum söknuði en við eigum góðar minningar sem við geymum um þig. Hvíl í friði. Guðbjörg Gylfadóttir og Sigríður Auðunsdóttir. Við stofnun Hjallasafnaðar í Kópavogi, kom að safnaðarstarfi margt ágætt fólk úr söfnuðinum. Þetta fólk hafði ekki þekkst áður, að ráði, en náði strax góðri sam- stöðu við það sameiginlega verk- efni safnaðarins að hefja öflugt kirkju- og safnaðarstarf og undir- búning að byggingu Hjallakirkju. Einn úr þessum hópi, Ólafur Þórisson vélstjóri, er kvaddur í dag hinstu kveðju. Ólafur tók sæti í sóknarnefnd- inni árið 1990 og sat í henni til dauðadags. Hann var ennfremur í stjóm Hjálparsjóðs Hjallakirkju. Öll sín störf í þágu Hjallasafnaðar vann hann af samviskusemi og prúðmennsku. Okkur er kunnugt um það að í starfi sínu sem vélstjóri naut hann álits sem traustur og góður tækni- maður en fyrir nokkram árum tók hann sjúkdóm, sem nú hefur bund- ið enda á líf hans. Sjúkdómsstríð sitt háði hann af dæmafárri karl- mennsku. Eiginkona hans, Júlía Sigurðardóttir, og drengimir Sig- urður Grétar, Kári og Þórir Ingi, veittu Ólafi stuðning og hlýju, þar til yfir lauk. Fyrrverandi og núverandi sókn- arnefndarmenn Hjallasóknar senda Júlíu og drengjunum, svo og öllum ættingjum og vinum hins látna, einlægar samúðarkveðjur á sorgarstund en við sem eftir Iifum erum þess fullviss, að endurfundir muni eiga sér stað og er það hugg- un harmi gegn. Far þú í friði, góði vinur. Friður Guðs þig blessi. F.h. sóknarnefndarmanna Hjallakirkju, Hilmar Björgvinsson. Ingimundur Hjálmarsson var fæddur í Hátúni í Seyluhreppi í Skaga- firði 17. sept. 1907. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 15. júní síð- astliðinn og var jarð- sunginn af sr. Kristj- áni Róbertssyni frá Seyðisfjarðarkirkju 24. júní. Foreldrar Ingimundar voru hjónin Hjálmar Jóns- son, Sigurðssonar bónda í Fjallhúsi í Blönduhlíð í Skagafirði, og Guðrún Ásta Ingimundardóttir, smáskammtalæknis á Tungu- bakka í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu. Þau hófu bú- skap í Svartárdal í A-Hún., en bjuggu síðan sem leiguliðar á FORELDRAR Ingimundar, Hjálm-. ar og Guðrún, máttu yfirgefa kot- ið 1917 og fluttu þá til Sauðár- króks, þar sem þau bjuggu til 1922, að þau fluttu á Vestdalseyri við Seyðisfjörð að áeggjan Svein- bjamar, bróður Guðrúnar, sem var kominn þangað nokkra áður. Með þeim vora þijú bama þeirra, en elsta dóttirin kom þangað nokkra síðar, þá komin vel yfir tvítugt. Hjálmar stundaði verkamanna- vinnu á Vestdalseyri en átti þó alltaf nokkum bústofn. Heilsan var tekin að bila af þeim lungnasjúk- dómi, sem hrjáð hefur svo marga íslenska bændur. Guðrún missti sjónina nokkrum árum siðar. Ingimundur var á 15. ári, þegar- hann flutti með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar, en 19 ára gamall gerðist hann vinnumaður á Dvergasteini hjá nýkomnum presti þar, sr. Sveini Víkingi og var þar í tvö og hálft ár. í æviminningum sr. Sveins, „Myndir daganna", lýs- ir prestur vinnumanni sínum þann- ig: „Hann var harðduglegur og röskur, enda vel að manni. Hann var dálítið orðhvatur en ágætur drengur." Ég held að varla hafi verið hægt að lýsa Ingimundi betur í svo fáum orðum. Árið 1933 flutti Ingimundur ásamt foreldram sínum frá Vest- dalseyri inn á Fjarðaröldu og eftir það vora þau alfarið í skjóli hans til dauðadags 1947. í ást og ræktarsemi við foreldra sína sýndi Ingimundur sína stærstu mann- kosti, og þótt ég eigi honum margt gott að þakka, þá þakka ég honum mest fyrir það sem hann var afa mínum og ömmu. Ári síðar fékk Ingimundur nýja bílgrind, Studebaker, sem hann lét smíða yfír sem vörabíl með sturtu, sem þá var nýjung, en áður voru pallar fastir á slíkum bifreiðum. Bíllinn hlaut einkennisstafina SF- 12 og með honum hófst nýr starfs- ferill eigandans, en nokkra síðar lét hann smíða boddý, sem var þannig gert, að pallurinn var tek- inn af þegar boddýið var sett á, sem einnig var nýjung, því venjan var að setja boddýið ofan á pall- inn. Þarna var kominn hinn mæt- asti fólksflutningabíll, og þegar bílfær vegur var kominn yfir Fjarð- arheiði 1936 hóf Ingimundur sér- leyfísferðir fyrstur manna milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Þá tók tvo tíma að aka 27 km leið til Egilsstaða, sem nú er jafnan farin á 20 mín. og þykir þó engin fyrir- myndarleið. Hann eignaðist ýmsa bíla eftir þetta, svo sem „drossíu" ásamt félaga sínum og síðan sambyggðan fólks- og flutningabíl, sem sumir fengu nafn á sig í almennings- munni, eins og „meyjaskemman" og annað eftir því. Bifreiðaakstur var því aðalstarf Ingimundar í all- mörg ár. Hann hafði þó ýmis fleiri járn í eldinum, t.d. stóð hann fyrir ýmsum örreyti- skotum í Skaga- firði, m.a. Hátúni, þar sem Ingi- mundur var fædd- ur, en hann var þriðja barn þeirra af fimm. Næst- yngsta dóttirin dó á barnsaldri en hin komust öll til fullorðinsára, en eru nú öll látin. Árið 1940 kvænt- ist Ingimundur Unni Jónsdóttur, f. 30.11. 1913, d. í júlí 1990. Hún var dóttir Torf- hildar Sigurðardóttur og Jóns Sveinssonar, útgerðarmanns á Seyðisfirði. Þau eignust tvær dætur, Kolbrúnu, f. 1942, hún á fjóra syni, og Guðrúnu, hún á einn son. saltfiskverkun um tíma og síldar- söltun á árunum 1953-1957 ásamt Árna Jónssyni útgerðarmanni en hætti því, þegar Árni flutti úr bænum. Gjaldkeri Kaupfélags Austfjarða var hann á áranum 1960-1963. En 1963 hóf hann störf sem gjaldkeri eða sýsluskrif- ari við sýslumannsembættið á Seyðisfirði og var þar til starfsald- ursloka 1977. í þessu starfi naut Ingimundur sín vel, því auk þess að vera skarpgreindur var hann mjög mannblendinn og vinmargur og þekkti nánast hvern mann á Seyðisfirði og Héraði og langt út fyrir það, auk þess sem dugnaði hans var viðbragðið. Ingimundur var kátur og glað- lyndur maður, hress, en stríðinn og hrekkjóttur í hófí, félagslyndur og gestrisinn, hafði gaman af spilamennsku, og var lomber hans uppáhaldsspil. Flökku- og ferða- eðli var ríkt í honum, en uppáhalds- staður hans var löngum Skaga- fjörðurinn, sem hann dýrkaði mjög og átti þar lengi kunningja. Þótt félagslyndur væri, tók hann mjög lítinn þátt í skipulögðu félags- starfi, og man ég hvergi eftir hon- um í slíkum félagsskap, en hann hafði þó mjög ákveðnar skoðanir í ýmsum slíkum málum, svo sem stjórnmálum, bæði bæjarmálum og landsmálum. Á unga aldri þótti Ingimundur afar liðtækur í kvennamálum, svo að sögur fóru af og nýtti sér þá sérstöðu sem bílstjórar gjarnan höfðu á þeim veiðum í þá daga. En hann sneri blaðinu gjörsamlega við er hann kvæntist Unni. Þau hjón vora að ýmsu leyti ólíkrar gerðar, en ég leyfi mér að full- yrða, að hjónaband þeirra var mjög farsælt. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar eru giftar og búsettar á Seyðisfirði. Ingimundur hafði löngum verið heilsuhraustur um dagana, en syk- ursýki með aukakvillum sínum bag- aði heilsu hans síðustu árin, en andlegu atgervi hélt hann til hins síðasta, nema hvað þunglyndi sótti á hann eftir að eiginkonan dó fyrir fimm áram. Skammdegið fór illa í hann, enda er Seyðisfjörður dimm snjóakista á þeim tíma árs. Manni á 88. aldursári þykir gott að fara að sofa, þótt til þess veld- ist bjartasta vika ársins. Fyrir eyrum mér hljómar vísa Arnar Amarsonar: Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt til sængur er mál að ganga - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga - þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. Bragi Níelsson. INGIMUNDUR HJÁLMARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.