Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBIADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 16% fjölg- un í milli- landaflugi Á FYRSTU fímm mánuðum þessa árs voru farþegar í millilandaflugi Flugleiða 16% fleiri en á sama tíma í fyrra og tæplega 10% fjölgun varð í innanlandsflugi. Mest fjölg- aði farþegum til Bandarikjanna en einnig fóru fleiri til Norðurlanda. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn voru farþegar í millilandaflugi 1994 12% fleiri en árið áður og aukning hefur verið á síðustu árum. Alls voru farþeg- arnir í fyrra 856.277 en þar af voru tæplega 220.000, eða 26%, áningarfarþegar á Keflavíkurflug- velli. Aldrei fleiri í innanlandsflugi Fjöldi farþega í innanlandsflugi á árinu 1994 var meiri en nokkru sinni fyrr. Aukningin var 7% frá árinu áður og farþegar voru alls 348.921. Fjölgun varð á flestum stærstu áætlunarflugvöllum lands- ins. Á ísafirði var aukning mest, eða um 17%. ■ Farþegum/Bl ♦ ♦ ♦ 1,4% verðbólgu spáð á árinu VERÐBÓLGA hérlendis verður 1,4% í ár eða lægri en í helstu við- skiptalöndum samkvæmt endur- metinni verðbólguspá Seðlabanka íslands. Því er einnig spáð að raungengi krónunnar haldist áfram í sögulegu lágmarki. Formaður bankastjórnar Seðlabankans segir að hann telji enga þörf vera á gengisfellingu. . ■ Seðlabanki spáir/14 llMW—r_______—______________ Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir Mannamynd- ir í lerki Egilsstöðum. Morgunblaðið. SÝNING á sautján höggmyndum, unnum í tré, verður opnuð í dag í Trjásafni Skógræktar ríkisins "ÍBHallormsstaðaskógi. Sautján listamenn fengu senda tveggja metra háa lerkidrumba, sem þeir áttu að nota sem grunn í verkin. Flest verkin eru unnin úr lerkinu úr skóginum eða tengjast skógi á einn eða annan hátt. ■ Botngróður/22 Morgunblaðið/Golli Uppgripadagur í Hafnarfirði FIMM erlendir frystitogarar lönduðu karfa í Hafnarfjarðar- höfn í gær. Tveir togaranna eru frá Rússlandi, tveir frá Þýzka- landi og einn frá Færeyjum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sér um að koma karfanum á markað. Rússarnir og Færey- ingurinn landa samtals um 700 tonnum af hausuðum karfa og þýzku togararnir tveir 600 tonnum af flökum. Samtals er því um 1.300 tonn að ræða og er aflaverðmætið um 200 millj- ónir króna, að sögn Viihjálms Jens Árnasonar, blaðafulltrúa SH. Skipin greiða um 10 milljón- ir króna í opinber gjöld. Vilhjálmur segir þennan upp- gripadag í Hafnarfirði gott dæmi um þá búbót, sem við- skipti við erlenda togara séu, eftir að rýmkað var um löndun- arheimildir. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra telur norsk stjórnvöld bijóta EES Utgerð Más íhugar að kæra Norðmenn til EFTA Ráðherra segir óleyfileg samtök í Noregi um að hindra aðstoð við Má ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að greinilegt sé að þjónustuaðilar í Noregi hafi gert með sér samtök um að togarinn Már fái ekki aðstoð við að skera úr skrúf- unni, þar sem hann er staddur við Noreg. Svavar Þorsteinsson útgerð- arstjóri Más segir forgangsmál að leysa vanda skipsins en að því loknu verði lagaleg staða könnuð. Útgerðin telji koma til greina að vísa málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA. Már sigldi í gærkvöldi út úr norskri landhelgi, þar sem björgunarsamtök- in NSSR, sem samið hafði verið við um aðstoð, drógu tilboð sitt til baka eftir mikinn þrýsting frá hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi. Svavar vill ekki tjá sig um hvort tekist hafi að ná samningum að nýju við aðila í Noregi um aðstoð, eða hvort líklegt sé að slíkir aðilar finn- ist. Áhrif hagsmunasamtaka séu ber- sýnilega gríðarlega mikil í Noregi og eftir tilraunir í gærkvöldi sé ljóst að NSSR sé ekki eina félagið eða fyrirtækið í Noregi sem liggi undir þrýstingi. Kostimir séu því ekki margir í núverandi stöðu. í 5. grein bókunar 10 við samning- inn um Evrópskt efnahagssvæði seg- ir að aðildarríkin skuli gera nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að fiskiskip annarra EES-ríkja hafi „jafnan að- gang og þeirra eigin fiskiskip að höfnum og markaðsmannvirkjum vegna frumvinnslu ásamt öllum tækjum og aðstöðu sem þeim tengj- ast.“ Á þessu er þó fyrirvari; aðildar- ríki má „hafna löndun á fiski úr fiski- stofnum sem báðir aðilar hafa hags- muni af að nýta og alvarlegur ágrein- ingur er um stjórnun á.“ Norsk stjórnvöld geta ekki skotið sér undan ábyrgð Sjávarútvegsráðherra túlkar þetta svo að aðeins sé hægt að hafna lönd- un afla úr fiskiskipi, en ekki að það fái alla aðra þjónustu og viðskipti. Hann segist telja að kæra eigi brot Norðmanna á EES-samningnum til Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel. „Norsk stjómvöld geta ekki skotið sér undan ábyrgð á því að þama er greinilega um að ræða samtök um að hindra það að norskir aðilar veiti þessa þjónustu. Eg lít svo á að norsk- um stjómvöldum beri að koma í veg fyrir að með slíkum samtökum sé hægt að gera ákvæði EES-samnings- ins að engu. Þau bera því fulla ábyrgð á þessu ástandi," segir Þorsteinn. Hann segir að norsk stjómvöld eigi ekkert mat um það, hvort þörf sé á að veita Má þjónustu eða ekki; EES- samningurinn kveði einfaldíega á um að slíkt sé fijálst. „Þetta hlýtur að hafa mjög alvarleg áhrif á samskipti landanna," segir Þorsteinn Pálsson. ■ Már aftur úr landhelgi/2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.