Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 1
Auglýsingin á ekki al figra „VIÐ erum ekki að ögra, heldur á auglýsingin að vera jákvætt áreiti," segir Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ís- lands um auglýsingar frá Eddu- hótelum, þar sem segir: Komdu ef þú þorir. Kjartan segir að hug- myndin hafi komið frá auglýsinga- stofu, sem geri auglýsingar fyrir skrifstofuna og menn hafi mikið velt vöngum yfir hugmyndinni áður en ákveðið var að nota hana. „Eddu-hótel hafa verið rekin í 35 ár og nafnið er því orðið mjög þekkt. Þess vegna þótti okkur við hæfi að hafa stutta og laggóða ábendingu í auglýsingum okkar í stað þess að taka þátt í kórsöng allra annara, sem bjóða gesti vel- komna. Ég vona að fólk taki þess- ari hugmynd okkar sem jákvæðu áreiti og hef reyndar ekki orðið var við annað.“ ■ FARÞEGAR í innanlandsflugi á árinu 1994 voru 348.921, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hefur þessi þróun haldið áfram á fyrra helmingi þessa árs. Margrét Hauks- dóttir deildarstjóri upplýsingadeild- ar félagsins segir að farþegar í inn- anlandsflugi hafi verið tæpum tíu prósentum fleiri nú en á sama tíma í fyrra. Vöru- og póstflutningar innanlands drógust hins vegar sam- an á árinu 1994. Þetta kemur fram í nýútkomnum Flugtölum, uupplýs- ingablaði Flugmálastjórnar. Farþegar í millilandaflugi voru tæplega 12% fleiri en árið áður eða 856.277. Fjöldi þeirra hefur aukist stöðugt á síðustu árum. Mikil aukn- ing varð á komum farþega í mil- landaflugi til Reykjavíkur, eða 48%, og skýrist það af leiguflugi til Narssarsuaq á Grænlandi. Á Kefla- víkurflugvelli ijölgaði þeim um 10% og á árinu 1994 sem var fyrsta heila árið sem hinn nýi Egilstaða- flugvöllur var í rekstri komu þang- að 868 millilandafarþegar. Heilda- rumferð um íslenska úthafsflug- stjórnarsvæðið jókst um 6%. Farþegum fjölgaði á öllum stærstu áætlunarflugvöllum lands- ins nema á flugvellinum í Horna- firði, þar sem þær drógust saman um 9%. Aukningin varð mest á ísafirði, eða um 17%. Vöruflutning- ar innanlands minnkuðu um 2% en póstflutningar um 18%. Mest dró úr þessum flutningum á Húsavíkur- flugvelli, eða um 43%. Islenski flugflotinn var nokkru minni í lok ársins en á sama tíma í fyrra en töluvert var um nýskrán- ingar og afskráningar á árinu. Alls voru 1.865 flugskírteini í gildi í lok ársins og er það einnig nokkur fækkun frá árinu áður. Svifflugs- skírteinum fjölgaði hins vegar mik- ið, um 30%, og flugkennaraskírtein- um um 10%. Öðrum skírteinum fækkaði. ■ Farþegum í innanlandsflugi ng milli landa fiðlgaði nm 10-12% LÆGSTA VIRÐ BILALEIGUBILA I EVROPU!kr/vlka Spánn fr. Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Sviss Þýskaland 13.200 13.020 18.900 19.900 17.700 28.900 13.060 16.660 15.260 Innifalið i verði er: lcaskótryaging, lækkun sjálfsábyrgðar, trygging f. stuld og alla sfaðbundna skatta. Sími 588 35 35 Opið mán-fös 9-18 lau 10-14 Barbie hin íslenska í VINNUSTOFU Ingu í Þor- lákshöfn, saumar Ingibjörg Guðmundsdóttir skautbúning, peysuföt og aðra íslenska bún- inga. Þeir eru agnarsmáir, enda á afar fíngerða dömu, Barbie að nafni. Tæp tvö ár eru síð- an Ingibjörg tók Barbie upp á sina arma. Brúð- urnar kaupir hún og hefur tilskilin leyfi hjá banda- ríska fram- leiðandanum Matteltii að selja þær í ís- lenska bún- iugnum . Kærasti Barbie, Ken, hefur ekki enn eignast ís- lenskan fatnað og sér Ingi- björg ekki fram á slíkt í nán- ustu framtíð, enda Ken dýrari í innkaupum en Barbie. Ingibjörg segir söluna á Barbie hafa aukist töluvert, enda brúðan víða fáanleg. Brynhildur Hansen, eigandi UUarhússins í Aðalstræti, segir að jafnt landinn sem útlending- ar kaupi brúðuna. Þá segir Brynhildur að annars konar brúður frá Ingibjörgu eigi miklum vinsældum að fagna, en þær eru í lopapeysum, lopa- sokkum og með lopahúfur. ■ Notkun þunglyndislyfja hefur aukist mikið hérlendis NOTKUN þunglyndislyfja hefur aukist mikið hérlendis á síðustu árum samkvæmt könnun geðdeildar Landspítalans. Tómas Zoéga yfir- læknir, sem stóð að könnuninni ásamt Tómasi Helgasyni prófessor, segir aukninguna halda áfram. Hún skýrist af nýjum lyfjum sem komu á markað fyrir um fimm árum. Þau séu á ýmsan hátt auðveldari en eldri lyf, með minni aukaverkanir og hverfandi hættu á vanabindingu. Könnunin var gerð í samvinnu við Sjúkrasamlag Reykjavíkur og Apó- tekarafélagið á lyfseðlaútgáfu lækna í Reykjavík í marsmánuði árin 1984, 1989 og 1993. Hún tekur aðeins tií geðlyfja: Sterkra, kvíðastillandi, svefnlyfja og þunglyndislyfja. Lítil breyting verður á fyrstu þrem flokkunum á þessum árum, en fólki sem fær þunglyndislyf fjölgar um 73%. Fyrir 11 árum fengu 229 karl- ar þunglyndislyf en 423 konur, fyrir sex árum voru karlarnir 279 og konurnar 592 og í hitteðfyrra var 363 körlum gefið þunglyndislyf og 768 konum. Tómas Zoéga segir aukninguna halda áfram og það sést skýrt á tölum heilbrigðisráðuneytis um magn geðdeyfðarlyíja frá heildsöl- um. Þær ná til loka síðasta árs og sýna mesta aukningu svonefndra fluoxetín lyfja. Þau komu hér á lyfja- skrá 1989 og fjórum árum seinna voru tvö önnur skráð, cítalópram og paroxetín, sem einnig hemja boðefn- ið serótónín í heilanum. í millitíð- inni, árið 1990, kom fjórða nýja þunglyndislyfið, móklóbemíð, á markað. Tómas segir þessi fjögur efni skýra að mestu aukninguna á notkun geð- deyfðarlyfja, en einnig hafi á síðustu árum komið fram nýjar ábendingar um notkun eldri þunglyndislyfja. Heimilislæknar ávísi um 65% allra geðlyfja nema þeirra sem gefin eru við alvarlegustu sjúkdómunum og þannig megi ef til vill að miklu leyti rekja aukninguna til þeirra. Islendingar nota þunglyndislyf meira en grannþjóðimar og Tómas telur vel upplýsta lækna og almenn- ing ástæðu þess. Hér hafi læknar tekið fyrr við sér varðandi nýju lyfin, en almennt sé ætlað að 5-7% fólks hafi þunglyndiseinkenni og fjórðung- ur til þriðjungur þess hóps fái lyf. Hérlendis sé lyfjagjöfin lítil til ungs fólk en aukist jafnt og þétt eftir 35 ára aldur. ■ AMMA DRAKK ALDREIM3ÓLK. EF HÚN HEFDl HU6SAD LEN6RA HEFDI SDALFSA6T 60S1D UPP í HENNl EFT1RS3A. ÍSLENSKIR TANNFRÆÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.