Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 B 3 DAGLEGT LIF á yfirborðinu og ástæðuna má rekja til erfiðrar bernsku. Hann á oft erfitt með að treysta konum því að móðirin hefur brugðist honum. Hann er reyndur í kynlífi og á mörg skyndikynni að baki. Konan er óreynd að þessu leyti en hún er heil- steyptari mann- eskja og reynir að lækna manninn af bernskumeinum hans. Árangursrík- asta meðferðin eru æðisgengnar sam- farir. Ástin verður afþreying Að sögn Dagnýjar Kristjáns- dóttur bókmenntafræðings má rekja uppruna ástarsagna til loka 18. aldar, til upphafs borgaralegu skáldsagnanna. Fyrstu bækurnar af þessu tagi voru ástarsögur skrifaðar af karlmönnum. Þekkt- ust þeirra er Pamela, ástarsaga í bréfaformi. Hún segir sögu vinnu- konu sem húsbóndinn reynir stöð- ugt að draga á tálar, en Pamela varðveitir meydóm sinn. Fyrsta íslenska skáldsagan, Piltur og stúlka, var líka ástarsaga. Þessar eldri sögur eru þó ekki flokkaðar á sama hátt og nútíma ástarsögur. Söguþráðurinn og efnistökin voru ekki orðin eins stöðluð og oft höfðu þær frá meiru að segja en ástinni einni. BARBARA Cartland, ókrýnd drottning ástar- sagnanna. Skiptingin í afþreyingarbók- menntir og alvarlegri verk verður varla til hér á landi fyrr en eftir síðari heimsstyijöld. Dagný telur að þær hafi mótast nokkuð af kvik- myndunum sem íslendingar höfðu verið að kynnast árin áður. í þeim var söguþráðurinn oft staðlaður og efnið matreitt á aðgengilegan hátt. Þekktasta þýdda ástarsagan frá þessum tíma er Kapítóla, en hún var lesin upp til agna á íslensk- um heimilum. Islenskir höfundar hafa einnig spreytt sig á ástar- söguskrifum. Frá fyrri tíð eru þekktastár Guðrún frá Lundi og Snjólaug Bragadóttir. Nú heldur Birgitta Halldórsdóttir uppi merki íslenskra ásta. Kattargrímur bjarga uppskerunni o FULGAR voga sér ekki leng- ur að kroppa í, éta og skemma vínbeijaklasana í tijánum hjá Geordie Witters í Gisborne á Nýja-Sjálandi. Árvökul katt- ™ araugu fylgjast grannt með hverri hreyfmgu og nístandi augnaráðið nægir til að fæla þá í burtu. Eftir langa og að því er virtist vonlausa baráttu við litlu skemmd- arvargana datt Witters niður á varanlega lausn. Að ástralskri fyrirmynd útbjó hann kattargrímur úr plasti, setti á þær speglagler fyrir augu og hengdi þær hér og þar á vínviðinnn. Þar bærast katt- arandlitin værðarlega í golunni, augun endurkasta sólargeislunum í allar áttir og fuglamir halda sig í óraijarlægð. Erklóvinur „Fuglar líta á ketti sem sinn mesta erkióvin og þeim er meinilla við að horfast í augu við hann. Með sólina glampandi á spegla- glerin sjá þeir óvin í hveijum kima og finnst sem fylgst sé með sér,“ segir Witters, sem er hinn ánægð- asti með uppskeruna undanfarið. Borgarstjórnin í Wellington fór að dæmi Witters. Spörfuglar og starrar höfðu í hálfa öld hreiðrað um sig í sögufrægu tré í miðborg- inni, valdið miklum spjöllum og verið vegfarendum til ama og óþæginda. Fugladrit hrundi stöð- ugt úr trénu og hreinsunarmenn þurftu að hafa sig alla við að spúla nánasta umhverfi. Þegar kattar- grímur voru hengdar á tréð flugu fuglarnir í burtu og hafa ekki látið sjá sig í grenndinni síðan. Kattargrímurnar eru nú notaðar sem fuglafælur' í gróðurhúsum, í dráttarvélum og til að hindra að mávar komist í vélabúnað lysti- snekkja. Witters hefur hafið út- flutning á kattargrímunum til Ástralíu og Suður-Afríku. Til að rugla fuglana enn meira í ríminu Hann ►Karlhetjan í ástarsögum er yfirleitt hávaxinn, senni- lega 185-190 cm á sokka- leistunum, herðabreiður og vöðvastæltur. Brjóstkassinn er hvelfdur, kviðurinn slétt- ur eins og fjöl, upphand- leggsvöðvarnir eins og á vaxtarræktarmanni, lærin löng og skorin, mittið mjótt. AndlitshÖrundið er brúnt, kjálkasvipurinn ákveðinn, sem og hakan, varirnar þrýstnar, nefið beint, auga- brúnirnar dökkar og vel mótaðar, augun djúp og blá, stundum brún, stundum grá. Hárið er brúnt eða svart, dálítið liðað. Hún ►Konan er lágvaxin, grönn og létt en þó með ákaflega mjúkar og kvenleghar línur. Bijóstin eru lítil en fallega mótuð og afskaplega næm og svara snertingu á undra- verðan hátt. Andlitið er afar frítt, nefið beint og jafnvel aðeins uppsveigt, kinnbein há, varir þrýstnar, hakan lít- il, augun tindrandi skær, helst brún, kannski út í grænt, stundum blá með ýmsum tilbrigðum. Hárið er frekar stutt, iðulega brún- leitt og liðað. Árið 1942 fóru konur í poka- bað ef þeim var annt um útlitið. Nýjasta andlitslyftingarað- ferðin árið 1938. Fegurðin örvar hugvitið og sköpunargleðina EF litið er til allra þeirra uppfinn- inga sem gerðar eru í þjónustu feg- urðar ætti enginn að efast um að hún eflir hugvitið. Það myndi taka langan tíma að telja upp öll þau tæki og tól sem fundin hafa verið upp í fegurðarskyni í gegnum tíð- ina. í júníhefti Allure- tímaritsins eru nokkrar skemmti- legar myndir af feg- í urðartækjum sem eru p' einkennandi fyrir tíma sinn, allt frá sápu í bandi og til hinna háþróuðustu hárþurrkara. Geordi Witters með eina fuglafæluna sína. mælir hann með að grímumar séu færðar til á nokkurra vikna fresti. Witters hefur frekari útfærslur hugmyndarinnar á pijónunum. Næsta skref er að setja útbúnað, sem gengur fyrir rafhlöðum, á kettina þannig að þeir mjálmi öðru hveiju. Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans Sængur ucj kDclöiar Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 ÞARABAKKA - MJÓDD S: 581 4670 S: 567 0100 UMBOÐSAÐILAR UM LAND ALLT: Akranes: Versl. Perla • Ðorgarnes: Kf. Borgfirðinga • Ólafsvik: Litabúðin • Patreksfjöröur: Ástubúð • Bolungarvík: Versl. Hólmur • Isafjöröur: Þjótur sf.* Drangsnes: Kf. Steingrlmsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrlmsfj.- Hvammstangi: Kf. V-Húnv Blönduós: Kf. Húnvetninga • Siglufjöröur: Apótek Siglufjaröar • Ólafsfjöröur: Versl. Valberg • Akureyri: Versi. Vaggan • Húsavlk: Kf. Þingeyinga • Egllsstaöir: Kf.Héraðsbúa • Esklfjöröur: Eskikjör • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Porlákshöfn: Rás hf. Vestmannaeyjar: Eyjakaup hf. • Garöur: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavlk: Bústoð hf.* Reykjavfk: Barnaheimur, Fatabúðin, Versl. Hjólið (Eiðistorgi). Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans + Torfi Geirmundsson hjá hárgreiðslustofunni Figaro, sem nýlega voru veitt hin eftirsóttu World Master of the Crafit hárgreiðsluverðlaun, segir: „Ég hef selt og sjálfur notað Prof. Kervran’s Original SILICA töflur í mörg ár og fengið margstaðfest áhrif þeirra á hár og neglur. Ef þú ert með húðvandamál, brothættar neglur og þurrt hár, er líklegt að það sé af skorti á SILICA. Þá hafa rannsóknir sýnt að menn sem verða sköllóttir hafa lítið magn af SILICA í húðinni. (SILICA leysir samt ekki skallavandamál, heldur getur það hjálpað). í HÁRKÚR eru brennisteinsbundnar amínósýrur sem eru afar mikilvægar til að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári, einnig þau vítamín og steinefni sem eru hárinu nauðsynleg. Saman tryggja þessi tvö bætiefni hámarksárangur fyrir vöxt hárs og nagla, auk þess sem þau bæta útlit húðarinnar og heilsu mannsins". Éb idlsuhúsið Skólavörðustíg S. 552 2966. Kringlunni S. 568 9266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.