Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 B DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF BÚIÐ um í þýsku svefnherbergi fyrir tuttugn árum eða svo. Ekki er ólíklegt að sama kona búi enn um rúmin á sama hátt. Því yfir vana svefnsins hvílir endalaus höfgi. Hvers vegna sofum við og hvert er hlutverk drauma ÞÓTT við sofum þriðjung úr ■k ævinni er ekki vitað með vissu JJi hvers vegna. Einstaka vísinda- menn segja að svefn sé aðeins geysisterkur vani, en gegni ekki líffræðilegum tilgangi. Mun fleiri telja svefninn nauðsyn fyrir endumýjun líkamans; nýmynd- un próteina og styrkingu heilastarfs. Ónógum svefni er kennt um höfuð- verk, pirring, einbeitingarerfiðleika og ýkt tilfinningaviðbrögð við hvers- dagslegum uppákomum. Munur svefns og vöku Kannski hefur Mikki refur verið geðvondur af svefnleysi, svo vitnað sé í bókmenntir, en Liiii klifurmús gerði sem kunnugt er sitt til að bæta úr því. Einnig sofna skolli skal, söng hann og vissi að dýr- in sofa í Hálsaskógi rétt eins og annars staðar. Fuglar og fískar, snákar og eðlur og öll spendýr jarðar sofa. Ákveðin tegund mauræta virðist raunar und- antekning, en við stingum henni undir kodda og segjum að þrátt fyrir allar svefnpurrkur sé ótrúlega stutt, að- eins nokkur ár, síðan almennilega tókst að greina mun á svefni og vöku. Augljósu ein- kennin, lokuð augu liggjandi manns sem jafnvel hrýtur, segja nefnilega lítið um lífeðlisfræði svefns- ins. En líkaminn gengur á hvetjum sólarhring gegnum ýmsar líffræðileg- ar breytingar, sem tengjast líkams- hita, hjartslætti og blóðþrýstingi. I svefni eru breytingamar í lágmarki. Engin skyndileg skipti verða þó úr vöku í svefn, þvert á móti á ákveðin þróun sér stað í svefni og væntanlega kannast einhveijir við mismunandi stig svefnsins. Hið fyrsta, þegar maður dottar og festir svefn, stendur aðeins um 5 mínútur og er á fræðimáli kallað NREM, sem stendur fyrir „non-rapid- eye-movement“ eða hægar augn- hreyfíngar. Augnlokin þyngjast, hugsanir verða óljósar og sá syfjaði bregst hægar og minna við áreiti. Svo ekki sé gerð alvara úr draumunum Á næstu stigum verður svefninn dýpri og sé heilarit skráð lesa vís- indamenn hægari sveiflur. Virkni heilans minnkar sem sagt en vöðvar eru svolítið spenntir í þessum djúp- svefni. Eftir um það bil 90 mínútur færist svo fjör í leikinn, augnhreyf- ingar verða hraðar og heilastarfíð líkist vöku meira en annars í svefn- inum. Þarna dreymir menn og mörg dýr líka og á meðan slaknar mjög mikið á vöðvum líkamans. Bæði til að hvíla þá og til að koma í veg fyrir að al- vara sé gerð úr draumunum. I ein- staka tilvikum geta vöðvar virst máttlausir lengur og talað er um svefnlömun þegar fólk vaknar upp og getur í stutta stund hvorki hreyft legg né lið. Talsvert margir upplifa þetta einhvem tíma á ævinni. Ánn- ars hefur draumstig svefnsins verið nefnt bliksvefn á íslensku, en vísinda- heitið er REM, enska skammstöfunin fyrir hraðar augnhreyfingar. Bliksvefninn eða draumsvefninn stendur frá 5 upp í 35 mínútur og skiptist á við 90 mínútna dýpri svefn- stig með rólegheitum í heilastarfi. Draumskeiðin lengjast eftir því sem á líður, en venjulega eru þau 3-5 á nóttu, tæpir tveir tímar alls eða ná- lægt fjórðungur svefntímans. Ung- böm dreymir hins vegar helming af sínum svefntíma og gera vart aðrir betur. Tilgangur drauma er óþekktur og bliksvefns sömuleiðis. Vitað er að tilraunadýr, sem eru vakin og svipt venjulegum bliksvefntíma, bæta sér það upp næstu nótt. Vísindamenn hafa mælt þetta og hvað draumana varðar hafa hugsuðir og fræðimenn margra tíma sett fram tilgátur. Hó- mer sagði drauma vera skilaboð frá guði en Freud áleit þá túlka undirvit- und manna. Margir trúleysingjar nútímans telja draumana marklausa og ein- faldlega leið til þess að koma skipan á upplýsingar og hughrif liðins dags. Talið er að öll spendýr dreymi, nema ef vera skyldi maurætuna furðulegu sem áður er getið. Eflaust hefur marga rennt í grun um þetta (þó ekki um maurætuna) sem séð hafa hund dilla rófunni í svefni. Alllr mínlr 136 þúsund draumar Ætlað er að manneskjur lifi 136 þúsund drauma eða bliksvefnsstig um ævina. Og þá er ekkert skrýtið að vilja vita hvað um er að vera. Flestir hafa einhvemtíma hugað að draumum sínum og fundist að þeir merktu eitthvað. Sérstaklega ef þeir höfðu lent í ógöngum og síðan dreymt svitastork- ið klifur í þver- hnípi eða viðlíka léttmeti. Nokkrar rann- sóknir benda til að draumar endur- spegli vandamál okkar í raunveru- leikanum og hjálpi til að leysa þau til- fínningalega. Og það þarf ekki að stangast á við kenningamar um drauma sem skipulagstæki hugans. Annars fer nú fram fjöldi rannsókna á draumum: Muni á þeim eftir kyni fólks, aldri og umhverfi. Þegar er sýnt að konur dreymir öðru vísi en karla og að martraðir breyt- ast Iítið þótt farið sé milli heims- horna og út í menningarkima. Á íslandi hafa draumar og svefn verið athugaðir um árabil. Helgi Kristbjamarson hefur stýrt þessari vinnu á rannsóknarstofu geðdeildar Landspítalans. Hann segir hátt á annað hundrað svefnrannsóknir gerð- ar árlega og ýmis svefnstig þá mæld til að meta truflanir. Ekki aðeins hjá þeim sem þjást af svefnleysi, heldur einnig fólki sem er óeðlilega syfjað eða þreytt á daginn og þeim sem haldnir eru síþreytu og hafa einkenni í vöðvum. Ofvirk böm með tíðar svefntruflanir hafa líka verið athuguð á stofunni. Auðvelt er að sögn Helga að laga sumar truflanir á svefni en aðrar eru enn ekki læknanlegar. ■ Þórunn Þórsdóttir FULLORÐIÐ fólk dreymir fjórðung svefntímans, en ungbörn helmingi meira. Hugurinn er virkur í draumi og Iíkastur því sem gerist í vöku. Spennandi að skapa fallega hluti úr ólíklegustu efnum Á VINNUSTOFU Huldu B. Ágústs- dóttur úir og grúir af marglitum kúlum, ómáluðum pappírsmassa, kanilstöngum, plastslöngubútum, kopar- og messingvír og fleiru sem listamaður þarf á að halda til að geta gert það sem hugmyndaflugið býður. í hillu á verkstæðinu gefur að líta afrakstur hennar í óvenjuleg- um og skrautlegum armböndum úr plastslöngum og litfögrum papp- írskúlum, risastórum eyrnalokkum, síðum hálsfestum úr pappír, vír og kanilstöngum og fyrirferðarmiklum hringum. Fyrir nokkrum vikum fór hún að selja verk sín í Kirsubeija- trénu á Vesturgötunni. „Ég byijaði að búa til skartgripi úr leir fyrir um 12 árum, eftir að hafa verið í málaranámi í Suður- Frakklandi. Þar sem ég hafði ekki tök á að mála eingöngu og fann fljótt að það er illmögulegt í hjáverkum þróaðist þetta út í skartgripagerð- ina, sem er öðruvísi. Það er hægt að grípa í hana þegar tími gefst. í nokkur ár gerði ég eingöngu leir- skartgripi og seldi í búðir. Skartgrip- imir stækkuðu með tímanum og ég þurfti að finna léttara efni en leirinn til að komast lengra. Þá fór ég að vinna með pappír." Spennandl að sjá hvernlg ólík efnl vlnna saman Huldu finnst spennandi að búa til fallega hluti úr óhefðbundnu og jafnvel hversdagslegu efni eins og dagblaðapappír og plastslöngum. „Umbreytingin verður svo mikil,“ segir hún. „Eins er spennandi að velta fyrir sér hvernig ólík efni vinna saman. Svo þarf að huga að ýmsu þegar hugmynd er útfærð og stundum koma upp tæknivandræði sem þarf að leysa. Þegar unnið er við eina hugmynd og hún útfærð, þá streyma fram nýjar. Þetta veldur stundum vandræðum, því maður vill hoppa úr einu í annað.“ Hulda notar sem sagt mikið pappír sem hráefni og helst dag- blaðapappír, sem hún bleytir, sýður og tætir í hakkavél. Þá bætir hún við lími og býr til deig sem hún mótar í kúlur. Áferðin fer eftir ýmsu og oft málar Hulda kúlurnar oftsinnis til að ná þeim eins og hún vill. „Þetta getur tekið langan tíma og stundum reynir dútlið á þolin- mæðina." Morgunblaðið/Þorkell HÁLSFESTI úr plastslöngu- bútum, gylltum pappírskúlum og gylltum leðurböndum. Sumir halda að það þurfí ákveðnar týpur til þess að bera áberandi skart- gripi en það fínnst mér vera mis- skilningur. Allir eru týpur. Það eina sem þarf að huga að er hvort form skartgripanna fari við andlitslagið, til að mynda fara langir eymalokkar betur við andlitslag sem er kringlu- leitt en stuttir kringlóttir eyrnalokk- ar.“ Það sést á skartgripum Huldu að mikil hugmyndaauðgi býr á bak við hvern grip. „Yfirleitt þegar ég byija að vinna að hugmynd sækja margar aðrar á mig um leið. Ætti ég kannski að bæta silkiefni í plastslöngubútana eða vír eða einhveiju öðru? Til þess að vera nú alltaf upplögð að vinna reyni ég að hætta í miðju kafi, þeg- ar hugmyndirnar em enn flæðandi, í staðinn fyrir að hætta þurrausin. Þá er líka skemmtilegra að setjast niður næsta dag og halda áfram þar sem frá var horfíð." ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir HULDA B. Ágústsdóttir Stórir skartgripir Skartgripimir hennar Huldu em flestir stórir og mjög skrautlegir. Hún segir þá lífga upp á einfaldan fatnað, þar sem þeir em áberandi og öðravísi. Sumir myndu kalla þá kamivalíska og ýkta. „Af hveiju ekki að lífga svolítið upp á og hafa leikhús af og til,“ spyr Hulda. „Fólki hættir til að taka sjálft sig of alvar- lega. Það getur til dæmis verið mjög fallegt að vera í einlitum fötum með stóra eymalokka við eða áberandi hálsfesti. Það er alltaf verið að segja mér að gera minni skartgripi því að þeir seljist betur, en mér fínnst að skart- gripir eigi að sjást almennilega. Það er alltof ríkt í fólki að líta á skart- gripi sem fylgihluti með fötum, en þeir geta allt eins verið aðalatriðið. SÍÐIR plastslöngueyrnalokkar og armband skreytt með silfruðum pappírskúlum. HANDMÁLUÐ pappírskúluhálsfesti. Draumsóleyjar frá f slandi til vel klipptra í bíóborg I™ ÍSLENSKAR draumsóleyjar J skreyttu í vor veisluborð í Ui glysborginni miklu, Los 3E Angeles. Ungur hönnuður, Michael Smith, hélt veisluna fyrir 30 vel til hafða vini sína og kunningja. Honum fannst tíma- bært að efna til mannfagnaðar í borginni án þess' viðskiptahags- munir byggju að baki. Tók sig til og skipulagði boð frá a til ö, allt frá gerð kerta og blómavasa til klæðaburðs þjóna, frá borðdúk til matseðils og frá símbréfum með heimboðinu til hljómsveitar sem skemmti eftir matinn. Líklega hefur vel tekist til með boðið tilefnslausa því tímaritið Elle Decor hefur eftir heiðurs- gestinum Susan Forristal að veisl- an hafi verið „eins og Kalifornía þegar komið er úr flugvél: Alveg afslöppuð en full orku.“ Forristal, sem er listráðunautur Larry Ga- gosian gallerísins, bætir því svo við að boðið hafi verið fullkomið og hún sjálf algjörlega endur- nærð. Annar heiðursgestur Smith var Helen Murrey, fyrrum ritstjóri Harper’s Bazaar á vesturströnd Bandaríkjanna. Hárgreiðslumað- urinn Art Luna hefði aftur á móti, að áliti kvennanna, átt að skipa öndvegi samkvæmisins. Hann var reyndar meðal gesta, umkringdur eigin sköpunarverk- um á velflestum kollum. Luna veitti því ekki af örlítilli upplyft- ingu eftir annasama daga næst á undan. Gestgjafinn sjálfur átti ekki síður í önnum fyrir veisluna. Tveim vikum áður sendi hann boðsbréf á faxi af því það er „more newsy“. Níu dögum fyrir boðið keypti hann rautt silki frá Indlandi í borðdúkinn og ræddi við kokk um Marokkómat. Þrem dögum seinna gerði hann víðreist: Festi kaup á tónlist úr Bond- myndum og fékk að láni í forn- munaverslun gamla glervasa frá Murano-eyju skammt frá Feneyj- um. Ekki mátti minna vera fyrir draumsóleyjarnar hlédrægu og orkídeur sem Smith valdi með þeim. Tveim dögum fyrir veisluna fór okkar maður í klippingu, hjá Art Luna náttúrlega, og degi áður keypti hann ilmkerti og munn- þurrkur. Þá lét hann líka tjalda fyrir verönd þakíbúðar sinnar á Santa Monica. Svo rann upp sjálfur veislu- dagurinn og þá var málum skipað BIRTU var varpað á sam- kvæmið með luktum sem hægt var að stilla birtu af, tvenns konar kertum, bæna- og ilm, að ógleymdum orkíde- um og íslenskum draumsól- eyjum í gömlum ítölskum vös- um, eins og sést að ofan. Hár- greiðslumaðurinn Art Luna er hér til hliðar og matreiðslu- mennirnir í ham á myndinni fyrir ofan. svona: Klukkan 11 - borð út á verönd. Klukkan 16 - komið með matinn, lagt á borð, tjaldað betur fyrir svalirnar. Klukkan 17.30 - þjónarnir koma í umbeðnum svört- um bómullarbolum og kakíbuxum. Klukkan 18 - hljómsveitin Bláu Hawai-búamir mætir í hljóðprufu. Klukkan 19 - borðkortum komið fyrir svo fólk blandi rækilega geði, kveikt á öllum kertum. Klukkan 19.45 - í veislugallann (hvít jakka- föt í stíl við sófana). Klukkan 20 - gestrinar koma, forréttir bomir fram. Klukkan 20.30 - fyrsti rétt- ur á borðið. Klukkan 22 - burt með borðið, hljómsveit, hiti. Nú ætti að vera nokkuð ljóst að íslenskar draumsóleyjar lentu ekki í tilviljanakenndu samhengi vestur í Kaliforníu. Þvert á móti var þar allt útreiknað af miklu næmi á tísku og smekkvísi. Kannski er þetta hverfult og þá vissara að kætast meðan kostur er yfir náðinni sem allt íslenskt, frá Björk til blóma, nýtur í herbúð- um ríkra, frægra og fallegra. ■ Þ.Þ. SMITH og heiðursgesturinn Forristal. Öldruðum boðið upp á tilbreytingu og hvíld UM TUTTUGU aldraðir einstakl- ingar eru nú á hvíldardeild aldr- aðra sem rekin er á Landspítalan- um, en þrír hjúkrunarfræðingar hafa sem verktákar fengið úthlut- að plássum á taugadeild spítalans sem var lokað yfir sumartímann. Þetta er í þriðja skipti sem hjúkrunarfræðingarnir hafa tekið að sér umsjón þessarar þjónustu, en sl. tvö sumur var hún til húsa á Landakoti. „Með þessum hætti er verið að koma til móts við þá einstaklinga sem búa sjálfstætt eða hjá ætt- ingjum sínum. Þeim er boðið upp á tilbreytingu og hvíld og ekki síður getur fjölskyldan átt kost á að fara í frí ef aldraði ættinginn fær inni á meðan,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, einn þeirra þriggja hjúkrunarfræðinga sem hefur umsjón með starfseminni. Hinir hjúkrunarfræðingarnir í forsvari eru Ingibjörg Einarsdóttir og Hjördís Jóhannsdóttir. Nudd, rútuferð og lelkfimi Ýmislegt er gert til að stytta fólki stundir þessar fjórar vikur. Boðið er upp á nudd, því tveir sjúkraliðar sem starfa á deildinni hafa bætt við sig slíku námi. Nuddinu er afar vel tekið af vist- fólkinu. Farið er í morgunleik- fimi, mikið sungið, farið í rútu- ferð um borgina og góðir gestir koma í heimsókn. „Við teljum þetta hagkvæma leið til að létta undir með þeim fjölskyldum sem eru með aldraða einstaklinga á heimilum, því um leið og aldraðir fá skemmtilega tilbreytingu getur fjölskyldan átt frí. Ef einstaklingar ættu þess kost að koma þrisvar á ári í svona tilbreytingu og hvíld yrði umönn- unin líka léttari fyrir alla fjöl- skylduna.“ Þörfin er mlkll Þjónustan er greidd úr fram- kvæmdasjóði aldraðra og er því á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Fram til þessa hafa einstaklingar ekki getað sótt sjálfir um pláss hjá þeim á sumrin, en aðilar hjá Heimahjúkrun og Félagsmála- stofnun hafa tekið saman lista yfir þá sem eru í hvað brýnustu þörfinni. „Það eru hinsvegar margir aldraðir einstaklingar sem ekki eru í tengslum við þessar stofnan- ir sem þurfa ekkert síður á þjón- ustu sem þessari að halda.“ Sigríður segir að almennar öldrunardeildir séu yfirleitt með 2-4 hvíldarpláss og þau sé hægt að komast í allan ársins hring. Yfir sumarmánuðina hafa öldr- unardeildir verið að bæta við plássum, en þrátt fyrir það er þörfin mikil. Hún segir að í raun veiti ekki af þjónustu sem þessari allan ársins hring. Sigríður segir að hjúkrunar- fræðingarnir sem eru í forsvari fyrir þessa starfsemi hafi kynnst málefnum aldraðra þegar einni deildinni á Landakoti var breytt í umönnunardeild. „Þar voru nokkur hvíldarpláss og alltaf langur biðlisti. Við sáum líka að þegar fólk sem býr heima eða hjá ættingjum kemur á hefðbundnar öldrunar- deildir á það ekki alltaf samleið með þeim einstaklingum sem eru vistmenn á slíkum deildum. Það er ekki hægt að setja alla aldraða undir sama hatt og misjafnt hverskonar umönnun þeir þurfa. Við kynntum þessa hugmynd fyrir Sighvati Björgvinssyni þá- verandi ráðherra og hann tók henni vel. Þessi leið var fundin og við reynum að hafa reksturinn sem hagkvæmastan. Þessi þijú sumur höfum við verið meira og minna haft sama starfsfólkið og við liöfum lagt áherslu á að hafa hæfa starfskrafa.“ ■ grg 5°g 'tééÁvtt í góðu lagi. ÍSLENSK FIALLAGRÓS HI FÆST ( HEILSUBÚÐUM OG APÓTEKUM ífltNSKA ABCtfjUC«TOfAA Hf./íU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.