Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG TÍUNDA kaupstefna ferðamálaráðs Vestur-Norðurlanda verður haldin í Þórshöfn í Færeyjum í september. 10. kaupstefna Vestnorden Minnsti pðbbur heims Hvað er langt?... frá... fil klst. km Adelaide-Melbourne 1:11 642 Amsterdam-Manchester 1:11 486 Anchorage-Toronto 5:55 4.855 Bahrein-Hong Kong 7:47 S.392 Bangkok-Colombo 3:05 2.383 Denpasar-Perth 3:25 2.578 Dubai-Bahrein 1:05 487 Frankfurt-Manchester 1:44 832 Aþena-Singapore 11:00 9.057 Hong Kong-London 13:21 9.644 Kuala Lumpur-Penang 0:50 277 París-London 1:01 306 Singapore-Jakarta 1:13 884 Taipei-Tókíó 2:50 2.181 Ziirich-Róm 1:28 693 Amsterdam-New York 7:15 5.848 Berlín-Ziirich 1:25 650 Dubai-Kaíró 3:40 2.416 Los Angeles-Dallas 3:15 1.982 Hanoi-Singapore 3:15 2.197 Heimiidir: Flugblöð Cathay Pacilic og Singapore Airlines. Tíunda kaupstefna ferðamálaráðs Vestur-Norðurlanda (Vestnorden) verður í Þórshöfn í Færeyjum 13-15 september. Á kaupstefnunni kynna vöru sína um hundrað íslensk, fær- eysk, og grænlensk fyrirtæki í ferða- þjónustu. Þegar hafa 52 íslensk, 19 grænlensk og 12 færeysk fyrirtæki tilkynnt um þátttöku. Áð sögn Ingu Sólnes, framkvæmdastjóra Vest- norden, eru nú að verða síðustu for- vöð á skráningu. Tæplega 100 erlendir ferðaheild- salar hafa þegar boðað komu sína en miðað við fyrri reynslu má búast við að alls verði þar fulltrúar 150-70 fyrirtækja. Á kaupstefnunni gefst mörgum smærri fyrirtækjum einstakt tæki- færi til að kynna sig, því þau hafa fæst efni á þátttöku í stærri ferða- stefnum í stórborgum Evrópu. Kaupendur panta viðtöl hjá sýn- endum meðan á kaupstefnunni stendur. í viðtölunum myndast mik- ilvæg persónuleg tengsl sem nýtast síðar. Kaupendunum býðst einnig að fara í ferðir fyrir og eftir kaupstefn- una og kynna sér ferðarrtöguleika í löndunum þremur. Ferðakaupstefnan er haldin annað hvert ár á íslandi en til skiptis í Færeyjum og á Græniandi þar á milli. Síðast var hún í Hafnarfirði og áður í Syðri Straumsfirði á Græn- landi. Inga telur hagstætt fyrir löndin að starfa saman að ferðamálum. Markhópar þeirra eru svipaðir og til dæmis verður sífellt vinsælla fyrir þá sem ferðast til íslands að koma einnig við á Grænlandi. Fyrir kaupstefnuna er stutt ráð- stefna í Hótel Færeyjum fyrir ferða- þjónustufýrirtæki landanna þriggja. Nú verður umræðuefnið lenging ferðamannatímabilsins. Fyrirlesarar eru frá löndunum þremur auk eins erlends gestafyrirlesara. FINNAR segjast geta státað af minnstu bjórkrá í heimi. Hún heitir Korkki og er í Iisalmi í héraðinu Savolax. Kráin er 8 fm að stærð og er þar borð fyrir tvo gesti, lítill bar og snyrtiherbergi. A verönd fyrir utan er pláss fyrir tvo gesti til við- bótar. Mat er hægt að fá ef pantað er með fyrirvara og lágmarksfjöldi gesta skal vera tveir. I heimsmetabók Guiness er sagt að minnsti pöbbur heims sé í La- keside Inn í Southport, Liverpool og er sá 32,6 fm að stærð. Eigend- ur Korkkis stefna eindregið að því að hljóta nú þessa viðurkenningu. HVERNIG III VAR FLUGIÐ? m Fra Amman til London með British Airways BRITISH Airways vélin átti að fara frá Amman tíu mínútur yfír mið- nætti og þar sem nauðsynlegt er að mæta tveimur klukkutímum fyr- ir brottför og 45 mínútna keyrsla er út á völlinn var ég ekki að éta á mig gat áður; fékk mér bara súpu á Rozean í Amman fyrir 200 kall. Ég var að fara í BA-flug og þar hlutu að vera góðar veitingar. Það gekk að óskum að skrá sig inn og eftir að hafa rölt um í búðunum, sem eru margar ágætar en býsna dýrar miðað við þau kaup sem er hægt að gera inni í bæ, ætlaði ég að setjast niður á litlu kaffiteríunni og fá mér bjór. Enn var góður klukkutími í brottför og lítilsháttar seinkun tilkynnt. En þá var kaffistofan að loka. Þetta fannst mér hið hvimleið- asta mál en taldi ekki ástæðu til að röfla að ráði. í sömu mund kom aðvífandi elskuiegur starfsmaður Jerash-viðhafnarstofunnar sem er fyrir farþega á dýrari farrýmum og spurði hvort mætti ekki bjóða mér inn í viðhafnarstofuna, þar væru blöð að lesa og hvað sem ég vildi að drekka. „Það er svo leiðin- legur brottfarartíminn að við bjóð- um farþegum oft inn í setustofuna þegar lokar hér,“ sagði þessi væni maður. Stofan er rúmgóð og þægi- leg og ágætur blaðakostur. Svo ég hreiðraði um mig þar með tímarit og bjór uns kallað var út í vél. Það var borið fram djús fyrir flugtak og seinkun afsökuð. Þegar á loft var komið og stefnt til Beirút var borið fram pítabrauð með roast- beef og grænmeti og te. Það var stoppað í Beirút í klukkutíma og allmargir bættust við. Síðan tók við á fímmta tíma flug til London. Eftir flugtak var útdeilt ljómandi fallegum matseðli og okkur var tjáð að við fengjum að sjá alls konar bíómyndir á leiðinni. Þar sem ein- hver bilun var í 20 öftustu sætaröð- unum var hvorki unnt að fá hljóð á útvarp né bíó- myndir og það var heldur ekki hægt að lesa. Ég var með reyfara eftir Forsythe með, sá gerðist aðallega í írak og var æsilegur í meira lagi. Ekki var ljós til að lýsa mér svo ég varð að bíða með að komast að því hvernig færi fyrir Saddam Hussein í þeirri sögu. Óneitanlega skekkti þetta skapsmunina hjá mörgum. Ég horfði út undan mér á sjónvarpið án þess að geta heyrt talið, fékk mér einn bjór til að létta geðið þeg- ar rann upp fyrir mér að hvorki vott né þurrt yrði síðdn borið fram næstu þijá klukkutímana. Furðuleg þjónusta hjá British Airways og ekki til fyrirmyndar. Morgunverður fjörutíu mínútum fyrir lendingu var þolanlegur en ekki spennandi, eggjakaka eða pylsur og köld rúnstykki. Starfsfólk var ekki óliðlegt, það var ekkert liðlegt heldur og virtist eiga ósköp náðuga nótt og hafði engar áhyggjur af því þó allmörgum farþegum væri ekki skemmt. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir BritishAirways Strandlr - nýtt landnám ferðamanna VESTFJARÐAFERÐ er í hugum margra ökumanna eilífar brekkur og beygjur, þar sem maður er til skiptis á bremsunni eða að skipta bílnum niður. Fyrir þá sem hyggja á ferð vestur en hrýs hugur við fjallvegun- um er einn hluti Vestfjarða tiltölu- lega lágur og auðkeyrður, þótt auð- vitað séu þar misgóðir malarvegir. Þetta eru Strandir, sem æ fleiri ferðamenn sækja.Strandir eru í hug- um margra, annarra en Vestfírðinga, ákaflega fjarlægur landshluti. En til Hólmavíkur eru um 300 km frá Akureyri, Reykjavík og ísafirði. Því eru ísfírðingar hálfnaðir til höfuð- borgarinnar þegar þeir eru komnir til Hólmavíkur. Sérkennl Stranda Ferð á Strandir hefst þegar komið er af hringveginum við Brú í Hrúta- firði. Senn tekur nýr heimur við, heimur friðsældar og kyrrðar, þar sem maðurinn getur verið einn með sjálfum sér og náttúrunni en þó að- eins spölkom frá byggð. Landið ein- kennist í fyrstu af hæðrm og ásum og brátt fer maður að sjá eitt af sérkennum Strandanna, rekaviðinn. Viðarbolir af öllum stærðum og gerð- um liggja á ströndinni og við bæina eru skemmur en þar er viðurinn sag- aður í staura eða eldiviðabúta og mörg íbúðarhús eru hituð upp með rekaviði. Leiðin liggur norður um Bitrufjörð. Þaðan er styst yfír í Gils- Qörð og Breiðafjörð, og síðan Kolla- §örð. Þá tekur við lengsti og mesti fjörðurinn, Steingrímsfjörður. Þar er Hólmavík, stærsti þéttbýlisstaður á þessum slóðum með 500 íbúa. Tröllin á VestfJörAum í mynni Steingrímsfjarðar er Grímsey og var lengi búið þar. Þjóð- sagan segir að þijú tröll hafí ætlað að moka sund milli Vestfjarða og hins landsins, þar sem það er mjóst, þ.e. Gilsfjarðar og Kollafjarðar. Ætl- uðu þau einnig að búa til eyjar úr því sem þau mokuðu úr sundinu. Að austanverðu gekk moksturinn illa enda aðeins ein tröllkona við störf og Húnaflóinn djúpur. Varð flest að blindskerjum sem hún mokaði. Vest- anmegin eru hinar óteljandi eyjar Breiðafjarðar afrakstur tröllanna tveggja sem þar mokuðu. Tröllin voru að moka alla nóttina og gættu ekki að sér fyrr en sól var að rísa úr sæ. Vestantröllin tóku til fótanna en urðu of sein og er sólin kom upp urðu þau að klettum í fjörunni. Kerl- ingin sem mokaði að austanverðu gáði heldur ekki að sér og stökk norður yfír Steingrímsfjörð. Stað- næmdist hún við klettabelti fyrir norðan fjörðinn er nefnist Malarhom er sólin skein á hana. Hún varð bál- reið, því hún hafði ekki mokað neina eyju. Stakk hún rekunni í Malarhorn svo fast að úr því sprakk eyjan Grímsey. Er það eina stóreyjan sem henni tókst að gera. í Grímsey var lengi refaeldi og hvarf nær allur fugl um hríð en nú er þar ein mesta lunda- byggð landsins. Skoðunarferðir með bát em í eyjuna frá Drangsnesi. Fyrir norðan Hólmavík em krossgöt- ur og annars vegar er ekinn Staðar- dalur yfir í ísafjarðardjúp og hins vegar farið norður í Bjamarfjörð og áfram á eins langt og akvegur nær og þangað höldum við. Heltar laugar Er komið er yfir Bjarnarfjarðar- háls sjást merki um jarðhita og má nefna sundlaugamar á Klúku í Bjamarfírði og Krossnesi norðan Trékyllisvíkur og jarðlaug við Gjög- ur. Við laugina á Klúku er friðað náttúmvætti, heitur pottur höggvinn í klöpp. Vatnið er undursamlega mjúkt og endumærandi enda heilagt og vígt af Guðmundi góða biskup sem ferðaðist um í byijun 13. aldar og vígði vatnsból og fuglabjörg. Laugin við Krossnes er enn sérstæð- ari því maður syndir í hlýju upp- sprettuvatni undir hárri fjallshlíð steinsnar frá ólgandi úthafí. Galdrar Á fyiri tíð var Strandasýsla eink- um þekkt fyrir forneskju og þótti fólk þar sýsla margt miður kristi- legt. Mikið bar á galdratrú eins og víðar á Vestfjörðum og víst er að þrír voru brenndir fyrir galdra 1654 í klettagjá er nefnist Kista og er í fjöruborðinu milli Finnbogastaða og Stóm-Ávíkur í Trékyllisvík. Var það að undirlagi Þorleifs Kortssonar log- manns á Þingeymm, eins foringja galdraofsókna á landinu. Horfið atvlnnulíf Djúpavík við Reykjarfjörð má muna fífil sinn fegri. Þar standa nú auð og tóm minnismerki um merki- legt en skammvinnt athafnalíf og mikið mannlíf. Þar voru byggð mikil mannvirki á 4. áratugnum, fjármála- menn í Reykjavík námu þar land og reistu risastóra síldarverksmiðju og tilheyrandi hafnarmannvirki. Þá voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.