Morgunblaðið - 14.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.07.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA C 1995 FOSTUDAGUR 14.JULÍ BLAÐ GOLF Drengjalandsliðið komst í B-riðil Íslenska drengjalandsliðið lék vel á Evrópumótinu í Englandi í gær og náði sveitin sjötta besta skori dagsins og færðist upp í 12. sæti. Sveitin lék á 385 höggum og náði markmiði sínu, að komast í B-riðil. Strákarnir leika í dag við Belga. Ómar Halldórsson lék á 74 höggum, einu höggi yfir pari, Örn Æ. Hjartarson lék á 76 höggum eins og Þor- kell Snorri Sigurðarson, Birgir Haraldsson var á 77 höggum, Friðbjörn Oddsson á 82 og Guðmundur Óskarsson á 86 höggum. Kvennalandsliðið átti ekki góðan dag á EM á Ítalíu. Herborg lék á 78 höggum, Ólöf María á 81, Ásthildur á 83, Þórdís á 85, Ragnhildur á 85 og Karen á 86 höggum. íslensku konurnar eru í 17. sæti á 823 höggum, höggi á undan Portúgal og fimm höggum á undan Tékklandi sem er í neðsta sæti. Graham fær ekki að koma nálægt knattsymu í eitt ár Argentínu- maður stung- inn til bana NÍTJÁN ára piltur frá Argent- ínu var stunginn til bana eftir að landslið Argentinu vann Chila 4:0 í Ameríkubikarnuni í fyrrinótt. Eftir leikinn lenti tveimur argentinskum hópum saman með þeim afleiðingum að pilturinn var stunginn í bak- ið. Fréttir herma að það hafi verið stuðningshópar liðanna San Lorenzo og Platense sem lentu í áflogunum sem um 35 manns tóku þátt í. Undanfarna þrjá áratugi hafa rúmlega 50 manns beðið bana þegar ákafir stuðningsmenn argentinskra liða lenda i slagsmálum. Robson vill fá Kanchelskis Morgunblaðið/Sverrir „Hverja viljið þið fá?“ GUNNAR Guðmannsson, fyrrum landsliðsmaður og fyrirliði KR, var heiðursgestur þegar dregið var í undanúrslit bikarkeppninnar í gær. „Hveija viljið þið fá?“ spurði Gunn- ar, eftir að hafa hent miðum með nöfnum liðanna fjögurra í mjólkur- brúsa, og hristi síðan brúsann vel. Niðurstaðan varð sú að Framarar mæta Grindvíkingum á heimavelli sínum í Laugardal og Keflvíkingar fá bikarmeistara KR í heimsókn. í kvennaflokki mætast Breiðablik og KR annars vegar og ÍBA og Valur hins vegar. Gunnar Guðmannsson var fyrirliði KR 1960 í fyrsta bikarúrslitaleiknum. Það þótti því við hæfí að Gunnar drægi fyrst upp nafn Fram í gær, því að Framarar voru mótheijar hans í bikarúrslitaleiknum á Melavellinum 1960 — þegar KR-ingar fögnuðu sigri, 2:0. KR-ingar unnu bikarinn síðan fimm ár í röð. Gunnar, eða Nunni eins og hann er kaliaður, varð fyrstur til að skora mark í bikar- úrslitaleik — skoraði fyrra markið gegn Fram úr vítaspyrnu, og Þórólf- ur Beck bætti síðan marki við. ■ Slagur / C2 munum á þessu „ævintýri" sínu því hann hefur þegar endurgreitt Arsenal þær 43 milljónir sem hann fékk fyrir Lydersen og Jensen og auk þess 4 milljónir króna til við- bótar í vaxtabætur. Hann hafði 25 milljónir í árslaun hjá Arsenal, en að sjálfsögðu er hann ekki leng- ur á launaskrá. Enska knattspyrnusambandið, F.A., mun í dag setja sig í sam- band við Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFÁ, og kynna niðurstöð- ur sínar í máli Grahams. F.A. mun óska eftir því við FIFA að ársbann framkvæmdastjórans fyrrverandi gildi um allan heim, ekki aðeins í Bretlandi. Graham hefur 14 daga til að ákveða sig hvort hann ætli sér að áfrýja þessum dómi enska knatt- spyrnusambandsins. BRYAN Robson, framkvæmda- stjóri Middlesbrough og fyrr- um fyrirliði Manchester Un- ited, hefur boðið 4,5 mil|jónir punda eða 450 milljónir króna í Úkraínumanninn Andrei Kanchelskis hjá Man. United, eftir að ljóst var að hann færi ekki til Tottenham í skiptuin fyrir Darren Anderton eins og til stóð. Anderton verður áfram í herbúðum Tottenham og hef- ur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Alan Sug- ar, eigandi Tottenham, sagðist ekki hafa áhuga á að kaupa Kanchelskis fyrir 600 milljónir króna. Monica Seles komin aftur MONICA Seles tenniskona sagði í viðtali um helgina að hún vonaðist til þess að leika að nýju á Opna bandariska meistaramótinu sem hefst í lok ágúst. Seles sem fyrir tveimur árum var sterkasti tennisleik- ari heims í kvennaflokki hefur ekkert leikið síðan hún var fyrir hnífstunguáras í keppni í Hamborg í apríl árið 1993. „Ég hef fulla trú á því að mér takist að leika á Opna banda- ríska mótinu," sagði Seles. Hún vildi ekki slá neinu föstu en vonaðist til þess að leika eitthvað opinberlega á smærri mótum áður en að bandaríska mótinu kæmi. Þó er þ'óst að hún mun leika sýuingarleik vic Martinu Navratílovu í Atlanta borg í lok júlí. GEORGE Graham, fyrrum framkvæmdastjóri Arsenal, fær ekki að koma nálægt knattspyrnu í einni eða ann- arri mynd í eitt ár. Þetta var niðurstaða sérstaks dómstóls á vegum enska knattspyrnu- sambandsins í gær. Graham var fundinn sekur um að hafa þegið rúmar 43 milljónir króna frá norska umboðsmanninum Rune Hauge „undir borðið" þegar hann keypti Norðmann- inn Pal Lydersen og danska leikmanninn John Jensen til félagsins. Qeorge Graham fær ekki að koma nálægt knattsyrnu til 30. júní 1996. Honum er gert að greiða allan sakarkosnað og eins fékk hann 10 milljónir króna sekt. Hann hefur því tapað miklum fjár- Reuter GEORGE Graham, fyrrum framkvædastjóri Arsenal. KNATTSPYRNA: STJARNAN AÐ HUÐ FYLKIS í 2. DEILDINNI / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.