Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UIMDANÚRSLIT BIKARKEPPNINNAR í KNATTSPYRNU Fimm sinnum saman í bikar- pottinum KEFLAVÍK, Fram og KR voru I fimmta skipti saman í pottinum í gær, ásamt fjórða liði, þegar dregið hefur yerið til undanúrslita í Bikarkeppni KSÍ — og í fyrsta skipti drógust Keflavík og KR sarnan. Áður höfðu KR og Fram lent tvisvar saman, 1961 og 1962 og Fram og Keflavík tvisvar, 1970 og 1989. í annað sinn á Laugar- dalsvöllinn GRINDVlKINGAR leika gegn Fram á Laugardalsvellinum, en þeir hafa að- eins einu sinni áður leikið þar — bikar- úrslitaleikinn gegn KR í fyrra, þar sem þeir töpuðu, 0:2. Nokkrir leikmenn Grindavíkurliðsins hafa þó leikið þar oftar — bikarúrslitaieiki. Grétar Ein- arsson hefur leikið úrslitaleiki á vellin- um með Víði og Keflavík, Haukur Bragason, markvörður — fyrrum leik- maður Fram, hefur leikið þar með KA og Lúkas Kostic, þjáifari, með í A. Fram og Grindavík hafa ekki áður leikið bikarleik, en liðin hafa aðeins einu sinni áður leikið saman — 1. deild- arleik í Grindavík fyrr í sumar, sem endaði með jafntefli 2:2. KR-ingar hafa haft betur en Keflvíkingar KR-ingar og Keflvíkingar hafa átta sinnum lent saman i bikarkeppninni og hafa KR-ingar haft betur, unnið fimm leiki, en Keflvíkingar þrjá. Liðin hafa leikið fimm undanúrslitaleiki og hefur KR unnið þrjá, en Keflavík tvo. Þegar Keflvík varð bikarmeistari fyrir tutt- ugu árum, 1975, lögðu Keflvíkingar KR-inga að velli i Keflavík, 2:1, í undan- úrslitum. 1982 vann Keflavík með sömu markatöiu og skoraði Ragnar Mar- geirsson þá bæði mörk Keflvíkinga, en Magnús Jónsson, núyerandi þjálfari Fram, skoraði mark KR. Keflvíkingar fögnuðu í her- búðum KR SÍÐ AST A viðureign Keflavíkur og KR í bikarkeppninnni var í undanúrslitum 1990. Þá voru fjórir Keflvíkingar í herbúðum KR-inga, sem fögnuðu sigri íKeflavík 2:4 — Ragnar Margeirsson, Ólafur Gottskálksson, sem nú leika báðir með Keflavík, Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson. Pétur Pét- ursson skoraði tvö mörk fyrir KR í leiknum og Gunnar Skúlason og Atli Eðvaldsson sitt hvort markið en mörk heimamanna skoruðu Marko Tanasic og ÓIi Þór Magnússon. Skora í öllum umferðum TVEIR Keflvíkingar hafa skorað mörk í öllum þremur umferðum bikarkeppn- innar í ár — Ragnar Margeirsson, sem hefur skorað sex mörk og Kjartan Ein- arsson, sem hefur skorað fjögur mörk. Ragnar Margeirsson skoraði sitt 25. bikarmark gegn Fylki í fyrrakvöld; hann hefur skorað 17 bikarmörk fyrir Keflavík á ferlinum, sex fyrir Fram og tvö fyrir KR. Heppnin með Valsstelpum Ánægður að fá KR Þorsteinn Bjarnason, þjálfari Keflvíkinga var ánægður með dráttinn. „Það er ekki annað hægt en vera ánægður með þennan drátta, og það er númer eitt að fá heimaleik. Ég er sérstaklega ánægður með að vera laus við að spila við Grindavík og það skipti ekki máli hvort af hinum liðunum við hefðum fengið. Þetta verður hörkuleikur, bæði liðin geta spilað knattspymu og þetta verður jám í járn og þá er ég ekki að tala um að þetta verði neitt fallegur leikur, það þarf ekkert að vera, heldur bara harður og grimmur. Þeir sem eru betur stemmdir þann daginn vinna leikinn. Það munar um að fá heimaleikinn en við verðum að at- huga það að KR-ingarnir hafa ver- ið miklu stressaðri og raunverulega hefði ekkert verið verra að fá þá í Reykjavík því þeim virðist hafa ÞAÐ má segja að Heppnin hafi verið með ósigruðu liði Vals er dregið var í undanúrslitum bikar- keppni kvenna í gær. Valur heldur til Akureyrar og leikur við ÍBA sem ekki hefur unnið leik í 1. deild kvenna á meðan Blikar fá KR í Kópavoginn. Þau lið hafa tvívegis leikið.í sumar, fyrst í meistarakeppninni í vor þar sem KR lagði Breiðablik 2:0 en síðan í 1. deild kvenna þar sem Breiða- blik hefndi grimmilega með 5:0 sigri. „Þær töpuðu illa fyrir okkur og ætla örugglega ekki að láta það koma fyrir aftur en úrslita- leikur þessara liða í fyrra var jafn og spennandi svo að þetta verður örugglega erfitt. Þetta er ekki versti kosturinn í stöðunni og ég er mjög sátt við þetta,“ sagði Sig- fríður Sophusdóttir, markvörður Breiðabliks eftir að Ijóst var að íslands- og bikarmeistararnir mæta KR. Helena Ólafsdóttir, leikmaður KR, sagði: „Þettaverður rosalega erfitt og ég hefði frekar viljað fá heimaleik og helst eitthvað annað en Breiðablik. En það vill líklega enginn annar fá þetta lið svo við verðum bara að vinna þær. Við steinlágum 5:0 fyrir þeim í deild- inni í Kópavogi og komum alveg brjálaðar til þessa leiks, en ef við hefðum ekki mætt þeim þarna þá hefði það bara seinna og við þurfum að vinna þær til að kom- ast í úrslitaleik og ætlum okkur það. Bikarleikir er öðruvísi og við lentum í erfiðum leik gegn Stjörnunni í 8 liða úrslitum; höfð- um það samt að vinna þó við værum einum færri mestan hluta leiksins, þannig að það er karakt- er f liðinu þegar það vill það. Við unnum þær aftur á móti í meist- arakeppninni og hittum þá á góð- an dag en þar töldu þær sig eiga dapran dag. Það er svo sem ág- ætt að fá einn alvöruleik áður en kemur að úrslitum," sagði Helena. Slagur Suðurnesja- og Reykjavíku ri iða DREGIÐ var í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í gær og dró Gunnar Guðmannsson fyrsta liðið uppúr brúsanum. Hjá körl- unum verður um að ræða slag milli Suðurnesja og Reykjavík- ur þar sem Fram fær Grindavík á Laugardalsvöllinn á meðan KR-ingar sækja Keflvíkinga heim og þvf möguleiki á að sömu lið og áttust við úrslitum ífyrra, KR og Grindavík, mætt- ist í ný á Laugardalsveili. Und- anúrslitaleikirnir verða 31. júlí. Hjá kvenfólkinu leika Breiða- blik og KR 28. júlí og ÍBA og Valur mætast 21. júlf. ■Ceflvíkingar hafa verið mikið á ferðinni að undanförnu og leikið stíft, í 1. deildinni og Toto- keppninni auk bikarkeppninnar. Það virðist ekki hafa háð þeim mik- ið, frekar frískað uppá liðið en spurninga um hvort það gangi til lengdar. Miðað við síðustu leiki liðs- ins virðist þó sem liðið sé á góðri siglingu. Grindvíkingar eru í neðri hluta 1. deildarinnar en hefur gengið vel í undanförnum leikjum á meðan Fram baslar enn neðar í töflunni en hefur þó sér það til frægðar unnið í sumar að slá út úr bikar- keppninni Skagamenn, sem eru lan- gefstir í 1. deild. Erfið heimsók til Keflavíkur Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, sagðist heldur hafa viljað eitthvert annað lið, alla vega heimaleik. „Þetta er eitt það erfiðasta lið sem við gátum fengið, Keflvíkingar eru erfiðir heim að sækja og sterkir. Þeir virðast búnir að ná tökum á að spila agað og fá á sig fá mörk svo að ljóst er að heimsóknin til Keflavíkur verður erfíð. Það er strembið prógram hjá þeim í gangi, eins og reyndar hjá öllum, en þeir hafa nýtt þetta mjög skynsamlega og það þarf ekkert að vera erfiðara að spila mikið en æfa stíft, það eina sem er að það er oft og tíðum skemmtilegra. Það hefur verið draugagangur hjá okkur upp við mark andstæðingana en vonandi hrekkur allt í gang í Keflavík og helst fyrr. Þetta verður barátta upp á líf og dauða og sama verður með leik Fram og Grindavík. Bikarleikir eru einkennilegir, til dæmis í átta liða úrslitunum var mikið af færum en lítið um mörk þannig að ákveðin taugaveiklun er í gangi. Þar er líka allt önnur stemmning en ég hef trú að liðin fari varlega og eitt mark getur ráðið úrslitum þannig að menn hljóta að fara varlega,“ sagði Guðjón. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hafa skorað í hverri umferð KEFLVÍKINGAR fagna markl Kjartans Einarssonar (10), sem er fyrlr aftan Ragnar Margeirsson (9) í leiknum gegn Fylki í fyrrakvöld. Ragnar og Kjartan hafa báðir skorað í öllum þremur lelkj- um Keflavíkurliðsins í bikarkeppninni í sumar, samtals tíu mörk. gengið betur á útivelli en á heima- velli. Þar eru þeir með alla sína KR-inga á bakinu sem pressar á þá,“ sagði Þorsteinn. Erfitt verkefni Ólafur Helgi Árnason,formaður knattspyrnudeildar Fram, sagðist búat við erfiðum leik gegn Grind- víkingum. „Þetta verður gífurlega erfiður leikur því Grindvíkingar hafa sýnt mikinn styrk í sumar, sérstaklega í bikarkeppninni og þeir fóru jú alla leið í úrslit í fyrra. Verkefnið er því ekki létt, en það er skemmtilegra að spila á Laugar- dalsvellinum og það hefur Iíka með umgjörðina að gera. Við erum ekki komnir á ferðina ennþá, erum við botninn í 1. deild með fimm stig og verðum að hysja upp um okkur buxurnar í deildinni, það er aðalat- riðið en bikarinn er bara bónus þó að það væri gaman að komast í úrslit. Þessir leikir verða báðir erfið- ir, Reykjavík gegn Suðurnesjum, og leikur KR við Keflavík verður ekki síður erfiður. En verðum við ekki að segja að við vinnum þennan leik, það er markmiðið, og komast í úrslit." Gaman á Laugardalsvelli „Ég er mjög ánægður, Fram er stór klúbbur og það er gaman að spila á Laugardalsvelli. Persónulega vil ég fá KR aftur í úrslitaleik, aðal-. lega af því að ég og Guðjón þjálf- ari KR eru góðir vinir og gaman væri að fá annan úrslitaleik okkar liða. Auðvitað munu samt Fram og Keflvíki betjast fyrir sínu. Við erum á uppleið en gengi Fram hefur verið upp og niður og þetta verður hörku- barátt en ég treysti mínum strákum. Ég þori ekki að segja neitt fyrir um leikinn, það er leyndarmál okkar þjálfara liðanna sem hver geymir fyrir sig. En við erum líka í hörku- baráttu í deildinni og fram að bikar- leiknum kemst ekkert annað að en deildin, öll okkar einbeiting og at- hygli fer þangað. Við viljum auðvit- að bikarinn en munum taka á því máli þegar þar að kemur. Við erum reynslunni ríkari eftir úrslitaleikinn frá því í fyrra og hópurinn er betri svo að við vitum betur hvað við erum að fara út í,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindvíkinga. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR HJOLREIÐAR Neskaupstaður '---' Reyðarf jörður [ 96] FáskrúðsfjÖrður Borgarf jörður Seyðisf j -L Skráning í síma 423 7802 TEYMI 1. verðlaun: Ameríkuferð 2. verðlaun: Evrópuferð 3. verðlaun: Innanlandsferð Sæstjaman sigursæl riðja stórkeppni sumarsins hjá siglingamönnum verður nú um helgina og hefst við Reykjavík- urhöfn í kvöld. Sæstjarnan hefur verið mjög sigursæl í sumar, bæði í þriðjudagsmótunum og eins í hin- um tveimur stóru mótum sem fram hafa farið. Skipstjóri á Sæstjörn- unni er Viðar Olsen og hefur hann og áhöfn hans verið svo gott sem ósigrandi í sumar. Sjómannadags- mótið unnu þeir með nokkrum yfir- burðum en þar varð Urta í öðru sæti og Eva II í því þriðja. Títan- mótið fór á sömu leið, Sæstjarnan sigraði en nokkur heppnisstimpill var yfir sigri hennar í fyrri umferð- inni enda var fleytan síðust allra fyrir síðasta legg keppninnar en tókst að sigra engu að síður. Þetta var óvenju jöfn keppni því þegar tekið hafði verið tillit til forgjafar munaði 92 sekúndum á fyrsta og sjöunda báti. Síðari hluta keppninn- ar sigraði hún einnig og þá með meiri mun. Eva II varð í öðru sæti samanlagt og Sigurborg í því þriðja. í dag verður keppt um Lands- bankabikarinn og hefst keppnin klukkan 16. Siglt verður til Kefla- víkur með krók inn í Skeijafjörð. Auðvelt verður að fyljast með keppninni við Reykjavíkurhöfn, Gróttu; í Skerjafirðinum, Kópavogi og á Álftanesi. Gera má ráð fyrir að skúturnar verði á ferðinni í Skeijafirði frá kl. 17.30 til 18.30. Keppninni lýkur svo í Keflavíkur- höfn. Eva II frá Keflavík hefur unnið Landsbankabikarinn síðustu tvö árin og á hún því möguleika á að vinna hann til eignar. Sæstjarn- an hefur hins vegar sigrar síðustu tvö árin í Gran Keflavík keppninni og sá bikar er því einnig í hættu en keppnin í Keflavík hefst á laug- araginn kl. 10 og verður siglt á ólympískri braut. Þetta hefur reynst vera ein skemmtilegasta keppni hvers sumars og hápunkturinn hjá siglingamönnum fyrir íslandsmótið sem er í lok ágúst. Nokkrir nýir bátar hafa bæst við flotann frá því í fyrra og er Ari Bergmann til dæmis kominn á fulla ferð á Gígju ásamt öðrum mjög reyndum áhafn- armeðlimum. Þeir hafa verið að ná tökum á nýja secret26 keppnisbátn- um sínum og eru til alls vísir nú eftir því sem reynslan af bátnum eykst aðrar fínstillingar. Urta hefur einnig bætt sig frá í fyrra og keppn- in öll að verða jafnari. Oddskarðið verður erfitl - segir Bjarni Svavarsson, íslandsmeistari í götuhjólreiðum ÍSLANDSMÓT ífjallahjólreið- um og bikarmót í götuhjólreið- um verður í nágrenni Egils- staða um helgina. Meðal keppenda í götuhjólreiðum verður íslandsmeistarinn Bjarni Svavarsson, sem tryggði sér titilinn.fyrir skömmu. í keppni fjajlahjóla- manna mætir einnig íslands- meistari, Einar Jóhannsson, sem einnig hyggst keppa f götuhjólreiðamótinu. Keppni hjólreiðamanna á götu- hjólum verður geysilega erf- ið, því lagt verður af stað frá Egilsstöðum klukkan níu á sunndagsmorgun og hjólað sem leið liggur til Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar og Neskaupsstaðar, sam- tals 83 km leið. Líklega munu bestu kapparnir verða rúma þijá og hálfan klukkutíma að hjóla leiðina. „Erfiðasti hlutinn varður vafalaust leiðin upp snarbratt Oddskarðið, þar sem reynir mikið á þol keppenda og styrk“, sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið, en hann vann Islandsmeistaratit- ilinn fyrir hálfum mánuði í hjól- reiðakeppni milli Reykjavíkur og Hvolsvallar. Leiðin var 115 km löng og Bjarni setti nýtt hjólamet á leiðinni, hjólaði á 2,38 klukku- stundum. „Það var mjög naumur sigur sem ég vamm á Sölva Berg- sveinssyni, það munaði bara fjór- um sekúndum á okkur. Við vorum í samfloti alla leið, þangað til hann reyndi að stinga af á loka- sprettinum, en það varð honum að falli. Hann sprakk og ég náði að síga framúr“, sagði Svavar. Þessa dagana fylgist hann með Frakklandskeppninni í hjólreiðum af miklum áhuga. „Þessir kappar sem keppa þar eru náttúrulega miklu betri en við. Þar sem við hjólum kannski á 30-35 km hraða, gætu þeir bestu úti verið á 45. Tony Rominger er í miklu uppá- haldi hjá mér, en hann er manna elstur í keppninni, 34 ára gamall. Hann er á síðasta sjéns í þessari keppni, en hann er efstur á heims- lista í hjólreiðum, hefur unnið flest mót ársins. Indurain sem leiðir keppnina, leggur hinsvegar mesta áherslu að vinna þessa keppni og örfá önnur mót“, sagði Bjarni. Fjallahjólamótið hefst við Hús- stjórnarskólann á Hallormstað á laugardaginn kl 10. Meistara- flokkur mun hjóla fjóra hringi um fimm kílómetra leið um brekkur og skógarstíga. Mikið verður um klifur og hindranir í formi, tijá- bola og árfarvega á leiðinni. „Svæðið hérna hentar vel til fjallahjólakeppni, en þessi íþrótt á eftir að vaxa mikið á næstu árum. Það eru seld 15.000 fjalla- ■ hjól á ári, þannig að markaðurinn er fyrir hendi. Jafnvel er í burðarliðnum að skipuleggja mót, sem komið yrði á framfæri erlendis. Erlendis er keppni á fjallahjólum íþrótt at- vinnumanna og er keppt í bruni, þrautum og víðavangi. Þá nota atvinnumenn á gönguskíðum hlaupi og kappakstri fjallahjól mikið til að halda sér í formi. Það þarf bara að koma þessu inn sem almenningsíþrótt hérlendis", sagði Kristófer Ragnarsson, sem skipuleggur íslandsmótið í Hall- ormstaðarskógi. Opna Bláalónsmót Gólfklúbbs Sandgerðis verður haldið á Vallarhúsavelli sunnudagin 16. júlí kl. 8.00. í boði eru glæsilegrir ferðavinningar. Ferðirnar eru algerlega að frjálsu vali á áfangastaði Flugleiða. Gildistími er 1 ár. Sömu verðlaun með og án forgjafar. Fern holuverðlaun. Kylfingar athugið! Þetta er annað mótið af þremur í Blálónsmótaröð golfklúbbanna á Suðurnesjum. Veitt verða stig fyrir 20 efstu sætin með og án forgjafar. Titillinn Bláalóns- meistarinn 1995 hlýtur sá sem fær flest stig samanlagt úr öllum þremur mótunum. HITAVEITA SUÐURNESJA jf^BIÁA LÓNIÐ -ævintýri likast ORALE HUGBUNAÐUR A ISLANDI BIAA LONIÐ -ævintýrí líkast Útivistarparadís fjölskyldunnar. Opið alla daga frá kl. 10-22. sími 426 8800. Italinn Marco Pantani sigraði í fyrradag í tíunda og erfiðasta áfanganun í Frakklandskeppninni, en þá þurfa keppendur að hjóla 159 kílómetra leið í Ölpunum, að mikl- um hluta til uppí móti, frá Aime-la Plagne til L’Alphe d’Huez. Pantani er jafnan kallaður „litli fíilinn" meðal Itala vegna þess hversu stór eyru hann hefur og svo er hann krúnurakaður í þokkabót. En Pant- ani er gríðarlega sterkur í fótunum og þaðan er gælunafnið einnig dregið. Hann hjólar hratt og hann talar einnig hratt og hafa blaðamenn gaman af að tala við hann því hann er óragur við að segja það sem honum liggur á hjarta. Eftir sigur- inn í gær hélt hann uppteknum hætti. „Það var gaman að sigra í þessum áfanga því það gera aðeins frábærir hjólreiðamenn, og ég sigr- aði án þess að fá hjálp frá nokkrum manni.“ Með sigrinum skaust hann upp í 7. sætið i keppninni en vonast til að komast hærra á listanum áður MARCO Pantani fangar sigri í10. áfanganganum. en keppninni lýkur þann 23. júlí. Hann tapaði í fyrra fyrir Rússanum með ljósu lokkana, Yevgeny Berzin, í Ítalíukeppninni í fyrra og um hann hafði hann ekki mikið að segja: „Það eina sem ég öfunda hann af er hárið!“ Hann hefur átti í útistöðum við félaga sína í Carrera liðinu og þá sérstaklega Claudio Chiappucci. „Tveir hanar geta ekki verð saman í hænsnabúi, ég hélt að það væri hægt en svo er ekki. Claudio fór alveg með það þegar hann fór að gaspra dum að hann væri leiðtoginn í liðinu, hann talar alltaf áður en hann hugsar því hinir í liðinu vilja mig sem leiðtoga.“ Pantani er mikill íþróttamaður og fylgist velmeð knattspymunni og missti ekki af einum einasta leik í HM í fyrra þrátt fyrir að hann væri að keppa í Frakklandskeppn- inni, en þar varð hann í þriðja sæti. „Ég varð að vaka ansi lengi flestar næturnar, en ég sá alla leikina,“ sagði þessi miklu stuðningsmaður AC Milan, sem er með húðflúr í lit- um félagsins á handleggnum. En íþróttirnar taka mikinn tíma og það er aðalástæðan fyrir því að hann á enga kærustu. „Það er erfið- ara að sigra í Frakklandskeppninn en að finna sér konu. Það verður nægur tími til þess síðar.“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldson KEPPT verður í tveimur greinum hjólreíða í nágrenni Egils- staða um helgina og þeir Bjarnf Svavarsson og Kristófer Ragnarsson verða báðir í eldlínunni, Bjarni sem keppandi og Kristófer sem skipuleggjandf. „Litli ffllinn" kjaftfor SIGLINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.