Morgunblaðið - 15.07.1995, Page 1

Morgunblaðið - 15.07.1995, Page 1
158. TBL. 83. ÁRG. Holræsakerfi Kharkov óvirkt Ibúar ábrott Kíev. Reuter. NEYÐARÁSTAND ríkir í Kharkov, næststærstu borg Úkraínu, og hefur raunar gert í rúmar tvær vikur. Holræsa- kerfið er óvirkt vegna bilaðra hreinsistöðva, vatn er af skornum skammti og fólk hef- ur verið hvatt til að koma sér burt úr borginni. Þykir ástand- ið sýna vel hve mikil hætta er á samfélagslegu hruni í þessu fyrrverandi sovétlýðveldi. Hreinsistöðvarnar skemmd- ust í miklum rigningum en nú er unnið að því nótt sem dag að koma þeim aftur af stað. Hefur borgin að mestu verið vatnslaus í nokkra daga og margir íbúanna, sem eru 1,5 milljónir að tölu, hafa hlýtt kalli yfirvalda um að koma sér burt. Eru flestar verksmiðjur lokaðar og sjálfgert hjá mörg- um þar sem starfsfólkið hefur ekki fengið nein laun í marga mánuði. Afgamall búnaður Yfirmaður almannavarna í Kharkov segir að búnaður hreinsistöðvanna sé afgamall og úreltur og úkraínska sjón- varpið minnti á, að þegar sams konar ástand hefði komið upp í Dnépropetrovsk, þriðju stærstu borg landsins, fyrir 20 árum, hefðu viðgerðir tekið þijá mánuði. Allt að 200.000 rúmmetrar af óhreinsuðu skolpi hafa farið daglega út í ámar þrjár, sem renna um Kharkov, en ekki er þó enn vitað til, að sjúkdómsf- araldrar hafi komið upp. Emb- ættismenn segja, að reynt sé að koma í veg fyrir, að skolp- mengað vatn berist til Don- bass-héraðsins, sem er afar fjölbýlt, og þaðan til Rúss- lands. /tar-Tass-fréttastofan rússneska segir hins vegar, að margir láti viðvaranir sem vind um eyru þjóta, baði sig í ánum og leggi sér til matar fisk úr þeim. Þjóðhátíð í skugga mótmæla ANDSTÆÐINGAR fyrirhugaðra kjarnavopnatilrauna Frakka efndu í gær til mótmæla í ýmsum borgum í Suður-Kyrrahafsríkj- um og víðar til að trufla veislu- höld í frönskum sendiráðum í tilefni af Bastilludeginum, þjóð- hátíðardegi Frakka. Jacques Chirac, forseti Frakklands, lét sér þó fátt um finnast og sagði ákvörðun sína um tilraunirnar óafturkallanlega, enda væru þær nauðsynlegar fyrir öryggishags- muni Frakka. A myndinni er for- setinn ásamt háttsettum hers- STOFNAÐ 1913 56 SÍÐUR B/C LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter FRIÐARGÆSLULIÐI frá Kenýa og hollenskur félagi hans í þorpinu Potocari gefa aldraðri múslima- konu, sem flúið hefur frá Srebrenica, svaladrykk. Tugþúsundir manna hafa þegar hrakist frá borginni inn á svæði sem eru á valdi múslima eftir fall Srebrenica á þriðjudag. Mittismæl- ingar duga London. Reuter. FÓLK sem vill vita hvort það sé of feitt og þurfí að fara í megrun getur einfaldlega mælt mittismálið til að kom- ast að niðurstöðu, að sögn hóps skoskra lækna. Læknarnir segja í grein í British Medical Journal að þeir hafi gert könnun á holda- fari 1.900 karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára í Glasgow og nálægum sveitum. Notað- ar voru flóknar, nútímalegar mæliaðferðir sem byggjast á tengslum milli líkamsmassa, hæðar og þyngdar. í ljós kom að í 98% tilfella hefði dugað að kanna mittis- málið. Hjá körlum verði það að vera minna en 102 senti- metrar en hjá konum innan við 88 sentimetrar og virðist hæðin ekki skipta máli. Frakkar fordæma vestræna friðkaupastefnu og setja úrslitakosti Serbar gera öfluga árás á griðasvæði SÞ í Zepa París, London, Saræevo. Reuter. HERLIÐ Bosníu-Serba hóf í gær árásir með stórskotaliði og öðrum þungavopnum á múslimaborgina Zepa í austurhluta landsins en þeir höfðu áður gefið stjómarhermönnum á staðnum frest til klukkan tvö að staðartíma til að leggja niður vopn. Herflugvélar Atlantshafsbandalags- ins flugu skömmu áður yfir svæðið en ekki voru gerðar neinar loftárásir á serbneska liðið, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna. Frakkar sögðu í gær að Zepa gæti fallið á næstu tveimur sólarhringum og hvöttu til þess að vestræn ríki sendu herlið til að koma í veg fyrir að Serbar tækju fleiri griðasvæði SÞ. Um 15.000 manns búa í Zepa og þar eru um 100 úkraínskir friðar- gæsluliðar. Vamarmálaráðherra Frakka, Charles Millon, sagði í gær að fengist ekki samþykki fyrir hert- um aðgerðum, m.a. til að bijóta á bak aftur umsátur Serba við Sarajevo, myndu Frakkar endur- skipuleggja lið sitt og íhuga aðgerðir án samráðs við bandamenn sína. Bretar sögðust ekki telja að til væri nein hemaðarlausn á málefnum Bosníu. John Major forsætisráðherra kvaðst ætla að kalla saman fund í næstu viku í fimmveldahópnum, sem Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Þjóðveijar og Rússar eiga aðild að. Yrði þar allt friðargæslustarfið tekið til endurskoðunar. Fulltrúar Bandaríkjastjómar ítrekuðu að ekki yrði sent landherlið til Bosníu en sögðu að verið væri að íhuga tillögur Frakka sem munu vilja fá Bandanlcjamenn til að leggja fram. flugvélar. Engin viðbrögð bárust frá Moskvustjórninni en fulltrúi hennar, Vítalíj Tsjúrkín, var sagður á leið til Pale, höfuðstaðar Bosníu-Serba, til viðræðna í gær. Frakkar einir á báti Jacques Chirac Frakklandsforseti fordæmdi í gær „getuleysi" SÞ í Bos- níu og sagði jafnframt á blaðamanna- fundi að viðbrögð leiðtoga stórveld- anna við tillögum Frakka um að láta sverfa til stáls gegn Bosníu-Serbum hefðu ekki verið jákvæð. „Sem stend- ur erum við einir,“ sagði hann. Forset- inn varaði bandamenn sína við og minnti á afleiðingar af friðkaupa- stefnu lýðræðisríkjanna á fjórða ára- tug aldarinnar gagnvart Adolf Hitler og öðrum einræðisherrum. Leiðtogar Vesturveldanna áttu mörg símtöl í gær um málefni Bosn- íu en engin niðurstaða var í augsýn. Úrslitakostir Chiracs þykja sýna vel örvæntinguna og klofninginn sem rík- ir nú meðal stórveldanna er tilraunir SÞ undanfarin ár til að koma á friði í Bosníu virðast endanlega vera að renna út í sandinn. Fulltrúar SÞ sögðu í gær að ástæða væri til að óttast að fótur væri fyrir .orðrómi um hryðjuverk Bosníu-Serba í múslimaborginni Srebrenica. Ekkert er vitað um nokkur þúsund manns, aðallega karla og marga þeirra á unglingsaldri, sem Serbar handtóku er þeir náðu borginni á sitt vald. „Við óttumst að skelfílegir atburðir hafí orðið þar og gætu reyndar enn verið að gerast," sagði Kris Janöwski, fulltrúi Flóttamannaþjálpar SÞ. ■ Mannlegur harmleikur/19 höfðingja á hersýningu á Champs-EIysees breiðgötunni í París í tilefni dagsins. 4.500 her- menn tóku þátt í sýningunni, 360 Reuter bryndrekar, 200 flugvélar og herþyrlur. ■ Veisluhöld trufluð/17 Jeltsín boðar þingkosningar Moskvu. Reutcr. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, boðaði í gær kosningar til Dúmunn- ar, neðri deildar rússneska þingsins, 17. desember. Forsetinn batt þar með enda á vangaveltur um að hann hygðist fresta kosningunum til að koma í veg fyrir að stjómarand- stæðingar bættu stöðu sína á þing- inu. Stjórnarandstæðingar á þinginu fögnuðu ákvörðun Jeltsíns. „Deil- unni um hvort kosningarnar verða eða ekki ætti að ljúka núna og það er mikilvægast," sagði forseti Dú- munnar, ívan Rybkín. í síðustu kosningum til Dúmunn- ar 12. desember 1993 voru 450 þingmenn kjörnir til tveggja ára eftir að Jeltsín hafði leyst fyrra þing upp. Eftir næstu kosningar verður kjörtímabilið hins vegar fjögur ár. Enn er óljóst hvernig eða hvenær kosið verður til efri deildarinnar, Sambandsráðsins. Dúman vill að efri deildin verði kjörin í almennum kosningum eins og árið 1993. Ráðið sjálft og nokkrir embættismenn í Kreml vilja hins vegar að forsetinn og svæðisbundnar stofnanir tilnefni fulltrúa einstakra svæða í ráðið. ■ Jeltsín frestar Noregsför/17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.