Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugvirkjanemunum tryggð skólavist í Svíþjóð Hugað að öðrum leiðum til að mennta flugvirkja RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gærmorgun að tryggja íslensku flugvirkjanemunum, sem um það höfðu sótt, skólavist í Vásterás næsta skólaár. Agrein- ingurinn milli íslenskra og sæn- skra stjómvalda um það hveijum beri að kosta námið er hins vegar enn óleystur og hefur yfirvöldum menntamála í Svíþjóð verið til- kynnt að hugað verði að öðrum leiðum til þess að mennta íslenska flugvirkja. Svíar telja að íslenskum stjórn- völdum beri að greiða kostnað- vegna náms flugvirkjanemanna en sá skilningur brýtur að mati íslendinga í bága við norrænan samning um framhaldsskólanám sem kveður á um að heimaland viðkomandi skóla beri hann. KreQast Svíar 30 milljóna króna greiðslu vegna náms Islendinga í Vásterás frá 1991. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra mótmælti þessari túlkun með símbréfi síðastliðinn þriðju- dag og fór jafnframt fram á að gerðar yrðu ráðstafanir ytra til Svíar vilja 30 milljónir þess að íslenskir nemendur sem búnir væru undir nám þar næsta ár fengju að ljúka því. Stjórnvöldum skylt að greiða götu nemanna „Ég vona að hægt verði að búa þannig um hnútana að íslensku flugvirkjarnir geti hafið nám í Svíþjóð í haust án þess að til komi auknar byrðaf á íslenska skatt- borgara. Þetta er deila um fjár- muni og til þess að leysa þetta nú kanri að koma til fjárútláta af okkar hálfu vegna nýnemanna. Þau yrðu þó með fyrirvara um endurgreiðslu þegar deilan leysist enda er ágreiningurinn enn óleystur. Við teljum að okkur sé skylt að greiða götu nemanna, enda hafa þeir lagt stund á sitt nám með þennan skóla í huga og ekki ástæða til að skilja þá eftir á flæðiskeri stadda. Hins vegar viljum við ekki gefa eftir að því er varðar rétt okkar samkvæmt samningi Norðurlandanna um framhaldsskólanám,“ segir Björn. Fyrir nokkru hófust viðræður við Flugleiðir að frumkvæði menntamálaráðuneytisins um að fyrirtækið sinnti verklegri þjálfun flugvirkjanna. „Það var nefnt sem möguleiki að setja upp námsbraut í samvinnu við Iðnskólann þar sem Flugleiðir sinntu verklega þættinum,“ segir Einar Sigurðs- son, upplýsingafulltrúi Flugleiða. „Félagið er með 12.500 m2 við- haldsstöð á Keflavíkurflugvelli þar sem sinnt er viðhaldi á skrúfu- þotum og minni vélum og er í vaxandi mæli að taka að sér við- hald fyrir aðra. Menn hér eru já- kvæðir gagnvart þessum hug- myndum og telja sjálfsagt að skoða hvernig slíkt nám félli að starfsemi tæknisviðs enda er að- staða í skýlinu mjög góð. Ef það er vilji fyrir því á að vera mjög auðvelt að ná samningum um þetta mál en þetta er í raun ákvörðun yfirvalda menntamála," segir Einar. Snæfellsbær KEA í sam- starf við útvegs- fyrirtæki SAMNINGAVIÐRÆÐUR þriggja sjávarútvegsfyrirtækja í Ólafsvík og KEA um stofnun nýs, öflugs útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækis í Olafs- vík eru á lokastigi að sögn Sveins Þórs Elínbergssonar, bæjarfulltrúa í Snæfellsbæ. Sveinn Þór segir að samkvæmt drögum sem samningsaðilar hafa samþykkt yrði nýja fyrirtækið stofn- að eftir samruna útgerðarfyrirtækj- anna Snæfellings og Steinunnar og rækjuvinnslunnar Norðurgarðs. KEA kæmi síðan til samstarfs við hið sameinaða fyrirtæki sem allstór hluthafí. Snæfellsbær, sem á lang- stærstan hlut í útgerðarfyrirtækinu Snæfellingi, sem aftur gerir út togar- ann Má SH, yrði stærsti hluthafinn í nýju fyrirtæki. Þátttöku fleiri fjárfesta ieitað Bæjarfulltrúinn sagði að á hlut- hafafundum fyrirtækjanna þriggja í Ólafsvík hafi verið samþykkt að halda viðræðum áfram. Náist ásætt- anleg niðurstaða á lokastigi við- ræðnanna verði samningsdrög lögð fyrir alla samningsaðilana að nýju til samþykktar eða synjunar. Hann sagði að í viðræðunum hafi verið opnað fyrir þann möguleika að fleiri fjárfestar kæmu að stofnun nýs út- gerðarfélags. Sveinn Þór kvaðst vera þess full- viss að stofnun öflugs útgerðarfé- lags muni styrkja atvinnulíf allveru- lega í Snæfellsbæ. „Ég dreg enga fjöður yfir það að þessir samningar geti orðið mjög heilladijúgir fyrir bæjarfélagið," sagði Sveinn Þór. MorgunWaðið/Ámi Sæbcrg FÆRIBÖND og færanleg hillukerfi einkenna hina nýju og fullkomnu frystigeymslu. Öll starfsemi í henni verður tölvustýrð og tryggja á að kælivara komist hratt og örugglega í 25-28 gráðu frost. Eimskip tekur brátt í notkun nýja frystigeymslu Tryggir betri meðferð og aukna hagkvæmni INNAN skamms tekur Eimskip hf. í notkun nýja, tölvustýrða frysti- geymslu, Sundafrost, sem hönnuð er og byggð samkvæmt ströngum alþjóðlegum kröfum um nýjustu kælitækni og fullkomna vörumeð- ferð. Forráðamenn Eimskips full- yrða að með tilkomu frystigeymsl- unnar sé enn frekar tryggt að kæld- ar vörur, s.s. sjávarafurðir, komist í fyrsta flokks ástandi til viðskipta- vina. Heildarflutningar á vegum fyrirtækisins verði ennfremur hrað- ari og hagkvæmari. Alíslensk smíði íslenskir verktakar sáu alfarið um byggingu frystigeymslunnar. e Forráðamenn ístaks hf. sem hafði umsjón með verkinu fengu fulltrúum Eimskips hf. lyklavöld að bygging- unni í gær. Geymslan var reist á fimm mánuðum og að sögn Bene- dikts Olgeirssonar, forstöðumanns flutningamiðstöðvar Eimskips í Sundahöfn, verður hún tekin í notk- un á næstu dögum. Við hönnun Sundafrosts var þess gætt að lestun og losun væri hagkvæm, upplýsinga- streymi virkt og afgreiðsla hröð. Benedikt segir að geymslan tæki við hlutverki mun minni geymslu í Sundahöfn. Hann taldi mestu muna að tölvu- og tækjabúnaður væri háþróaður og með því besta sem notað væri í Evrópu, og jafnvel þó víðar væri leitað. Færanleg hillu- Irerfi færihönd OP- tölvuvætt UDU- lýsingakerfi er meðal þess sem heyrir til nýjunga í frystigeymsl- unni. Benedikt segir að hillukerfið nýti geymslurými til hins ýtrasta en geymslan rúmi 3.100 hlaðin vörubretti. Tölvuvædd boðskipti Haganleg aðkoma flutningabíla og lyftara ásamt færiböndum tryggja örugga flutninga þannig að kældar vörur staldri ekki lengi við -utan frystigeymslu. Boðskipti eru loks gerð markviss með sérhönnuðu tölvuvæddu upplýsingakerfi. Miðar og listar heyra sögunni til en þess í stað fá starfsmenn geymslunnar upplýsingar á þráðlausum skjám í lyfturum og víðar. Ferðahelgi framundan ÚTLIT er fyrir mikla ferðahelgi en umferð var töluverð í gær, bæði í Borgarfirði og um Sel- foss, að sögn lögreglu, enda er spáð góðu veðri í dag og á morgun, sérstaklega á landinu suðvestanverðu og á hálendinu. Samkvæmt teljara á Hellis- heiði hafði 6.517 farartækjum verið ekið þar um í gær til kl. 21, þar af um 100 á næstu tíu mínútum á undan. Klukkan 21.30 höfðu 4.165 farartæki farið í gær yfir teljara sem stað- settur er undir Hafnarfjalli, þar af 57 á næstu tíu mínútum á undan. Fundu fíkni- efni við um- ferðareftirlit LÖGREGLAN í Kópavogi handtók fyrir skömmu mann með 27 grömm af amfetamíni og 76 grömm af hassi í fórum sínum. Lögreglan var við umferðar- eftirlit við hesthúsahverfið hjá Vatnsenda þegar hún hafði afskipti af manninum, sem hefur margoft komið við sögu fíkniefnamála. Lögreglan gerði leit í bíl mannsins og komu fíkniefnin þá í ljós. Rannsókn málsins er lokið. Bílvelta i Kerlingar- skarði TVÆR stúlkur um tvítugt sluppu vel er bifreið er þær voru í valt í Kerlingarskarði á Snæfellsnesi um sjöleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var farið með stúlkurnar á sjúkrahúsið í Stykkishólmi en þær fengu að fara heim að skoðun lok- inni. Bifreiðin er illa farin. Slasaður maður sóttur í Flatey ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann út í Flatey í fyrrinótt. Beiðni barst um þijúleytið um að maðurinn yrði sóttur en hann hafði skorist illa á handlegg. Þyrlan lenti við Borgarspítalann um fimmleyt- ið þar sem gert var að meiðsl- um mannsins. Óvenjulegt hreiðurstæði TJALDSHJÓN urpu á fremur óvenjulegum stað nú í vor er þau gerðu sér hreiður á húsþaki í Múlahverfinu í Reykjavík. Þakið er þakið möl og minnir þvi á búsvæði tjalds sem eru fjörur og áreyrar. Ungarnir tveir dafna vel og eru foreldrarnir iðnir við að færa þeim æti, ánamaðka og annað lostæti, og svo hefur starfsfólk fyrirtækja í húsinu laumað að þeim góðgæti af og til. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson I-ESRng VEGNA sumarleyfa kemur Lesbók Morgunblaðsins næst út 12. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.