Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Baldur Sveinsson ÖNNUR tveggja Panavia Tornado GR.1 árásarflugvéla sem þátt taka í æfingunni lendir á Keflavíkurflugvelli í gær. Tornado-vél- arnar eru notaðar af Bretum, Þjóðveijum og ítölum og voru mikið notaðar í Flóabardaga. Heræfingin Norður-Víkingur 95 Fyrstu flug- vélamar komnar FYRSTU flugvélararnar, sem taka þátt í heræfingunni Norður- Víkingi, komu tíl landsins í gær en í kvöld verða flestar þær flug- vélar og lið sem þeim fylgir komnar á staðinn. Lofthernaðarhluti æfingarinn- ar felst í þjálfun á liðsflutningum til landsins, fjarskiptasamskipt- um, stjórnun og skipulagi varnarsveita. Ennfremur felst í æfingunni þjálfun þess hluta liðs- ins sem notað er sem árásarað- ili. Arásar- og vamarþáttur æf- ingarinnar hefst mánudaginn 17. júlí og þá koma stóru sprengju- þoturnar, B-52 og B-l, sem æfa lágflugsárásir á flugvöllinn og lenda síðan. Loftvamaþáttur þessarar æfingar er töluvert viðameiri en í þeim æfingum sem á undan hafa farið. Flug-völlurinn oflítill Boeing B-52 Stratofortress kemur nú í fyrsta skipti til ís- lands. Keflavíkurflugvöllur er raunar varla í stakk búinn að við slíkum vélum. Vandamálið liggur aðallega í tvennu, í fyrsta lagi breidd akbrauta og í öðm lagi þyngd vélarinnar. Ekki er með góðu móti hægt að aka B-52 nema um eina akbraut á Kefla- víkurflugvelli, en það er akbraut- in frá gömlu flugstöðinni í norð- ur út að austur-vesturbrautinni. Því gæti þurft að aka vélinni eftir flugbrautum. Margar flugvélategundir Árásarliðið er skipað fleiri og öflugri tegundum en áður og með fleiri hjálparvélar til tmfl- unar á ratsjám. Helstu tegundir sem þátt taka em: Rauðgula liðið (árásaraðilar) 2 breskar BAC Tornado sprengjuþotur frá 13. flugsveit. 3 breskar BAC Jaguar árásar- og sprengjuþotur frá 6. flugsveit. 2 bandarískar Lear-jet þotur sérútbúnar til að tmfla ratsjár. 2 bandarískar Lockheed EC- 130H Hercules (Compass Call) vélar með könnunar og tmfl- unarbúnað frá 43. sveit. 2 bandarískar Boeing B-52H Stratofortress sprengjuþotur frá 5. deild. 4 bandarískar hljóðfráar Rockwell B-IB Lancer sprengju- þotur frá 7. deild. 2 Boeing KC-135 Stratotanker eldsneytisvélar frá 911. sveit. Bláa liðið (varnarlið) 12 bandariskar Mcdonnell Douglas F-15C Eagle þotur frá 33. deild. (6 staðsettar hér og 6 aukavélar frá Bandaríkjunum). 1 bandarísk Boeing E-3C Sentry ratsjárvél frá 966 sveit. 1 Boeing E-3 Sentry ratsjárvél frá NATO. 3 bandarískar Boeing KC-135 Stratotanker eldsneytisvélar frá 911 sveit (auk þeirrar sem ávallt er staðsett hér). Utanríkisráðherra segir mál Más hafa verið á alvarlegn stigi Réttarstaða íslendinga lögð fyrir í Brussel RÉTTARSTAÐA íslenskra skipa í norskum höfnum verður, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, tekin fyrir á vett- vangi Evrópska efnahagssvæðisins í Brussel á þriðjudaginn. „Við munum reyna að fá á hreint hver réttur íslenskra skipa sé í norsk- um höfnum með því að taka málið upp á vettvangi Evrópska efna- hagssvæðisins í Brussel. Væntanlega mun svo útgerðin kæra málið til ESA. Þeir hafa sagt að þeir undirbúi það og til þess var þessi stofnun sett upp að aðilar gætu leitað réttar síns.“ TOGARINN Már sigldi af stað áleiðis í Smuguna um kl. 14 í gær. Ríkisstjórnin vill vísa máli Más til EFTA * Utgerðin tekur ákvörðun eftir helgi ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir það samdóma álit ríkisstjómarinnar að æskilegt sé að láta á það reyna fyrir eftir- litsstofnun EFTA að Norðmenn meinuðu togaranum Má frá Ól- afsvík að koma til hafnar í Nor- egi. Rætt var um mál togarans á ríkisstjómarfundi í gær. Svavar Þorsteinsson, útgerðarstjóri Más, segir að málið verði skoðað um helgina og í byrjun næstu viku verði tekin ákvörðun um hvort að málinu verði skotið til eftirlits- stofnunarinnar. Sjávarútvegsráðherra segir að það sé útgerðarfyrirtækið sjálft sem verður að taka ákvörðun um hvort það vill fara með málið í þann farveg. Lögfræðingur út- gerðarinnar hefur að sögn Svav- ars kynnt sér lagalegar forsendur vegna þessa máls og ráðfært sig við sérfræðinga á sviði EES og EFTA. Svavar kvaðst ekki vilja tjá sig um að svo stöddu hvort að útgerðin muni gera skaðabóta- kröfu á hendur norskum stjóm- völdum, Ótvírætt brot „Ég mæli með því að þetta verði gert til þess að fá álit eftirlitsstofn- unarinnar á samningsákvæði um þjónustu og þær takmarkanir sem menn urðu sammála um að lytu eingöngu að löndun á físki, ef vemlegur ágreiningur er um skipti á veiðiheimildum," sagði Þor- steinn. Hann sagði að í sínum huga hefðu Norðmenn ótvírætt brotið gegn samkomulaginu. Halldór segist ekki geta tjáð sig um hvort norsk stjórnvöld hafi komið í veg fyrir að togarinn Már frá Ólafsvík fengi þjónustu strax í upphafi. Hins vegar hafi deilan verið leyst vegna samskipta ís- lenskra og erlendra stjórnvalda. Alvarlegt stig Halldór rifjaði upp að norsk stjómvöld hefðu heimilað skipinu að fara inn í norska lögsögu með því skilyrði að fyrir lægi samning- ur um þjónustu björgunarfyrirtæk- is við skipið. Sjálfstætt björgunar- fyrirtækið hefði hins vegar svikið samning við skipið vegna utanað- komandi hótana og hlyti því í raun að vera skaðabótaskylt gagnvart útgerð Más. „Þegar svo Má var vísað umsvifalaust út úr norskri lögsögu var málið komið á svo al- varlegt stig, að okkar mati, að við kölluðum á sendiherrann og stöð- ugt samband var við norsk stjóm- völd í gærkvöldi og í morgun. Endirinn varð sá að ákveðið var að skera úr skrúfunni, frá varð- skipi, rétt utan við fjórar mílur,“ sagði Halldór. Misvísandi upplýsingar Halldór segir að skýringin á því hve langan tíma hafi tekið að leysa deiluna felist m.a. í því að ekki hafi verið nægilega mikill vilji til að leysa málið í Noregi. Önnur ástæða sé fjarvera manna á há- sumarleyfístímanum. Aðspurður sagðist hann hins vegar ekki telja að sumarleyfi íslenskra starfs- manna hafi komið að sök. Með því að vísa með því til starfsmanna í Noregi væri hann ekki að ásaka einn eða neinn. Aðeins væri um staðreynd að ræða. Hann sagði að upplýsingar í málinu hefðu verið mjög misvísandi og vildi ekkert fullyrða um hvort norsk stjómvöld hefðu komið í veg fýrir að Már fengi þjónustu í upp- hafi. „Ég vil ekkert fullyrða um það vegna þess að þetta hefur allt geng- ið með þeim eindæmum að mjög erfitt er að átta sig á því,“ sagði hann í því sambandi. Hann tók hins vegar fram að deilan hefði verið leyst vegna samskipta íslenskra og norskra stjórnvalda. Kúvending varð í afstöðu norsku strandgæslunnar tii Más í gærmorgun Fékk fyrírmæli frá stjórnvöldum NORSKA strandgæslan tilkynnti togaranum Má um klukkan 11 í gærmorgun að hún væri tilbúin til að veita aðstoð við að losa net úr skrúfu hans, færi hann fram á slíkt. Útgerð Más lagði fram beiðni um aðstoð skömmu seinna og um klukkan 13 í gær sendi varðskipið Nomin kafara til skipsins, sem fóm niður að skrúfu þess. „Norska strandgæslan fylgdi norskum lög- um í þessu máli, en stjómvöld í Noregi sögðu strandgæslunni í dag [í gær] að hún gæti veitt skipinu aðstoð," sagði John Espen Lien, talsmaður stjómstöðvar vamar- mála í Norður-Noregi, í samtali við Morgunblaðið. Hefði fengið aðstoð fyrr „Málið var mjög snemma fært á pólítískt stig af völdum útgerðar Más og það hafa verið viðræður á milli hermálayfirvalda og stjóm- málamanna í Noregi, auk sambands víð íslenska utanríkisráðuneytið. Að sjálfsögðu hafa fulltrúar yfir- valda því blandast í málið,“ segir Lien. Hann fullyrti að Már hefði fengið aðstoð norsku strandgæsl- unnar fyrr, hefði togarinn farið fram á slíkt. „Már hafði ekki beðið norsku strandgæsluna um aðstoð heldur vildi leggjast að landi í norskri höfn, en hefði togarinn t.d. beðið um hjálp í Barentshafi hefði hann fengið hana þar, að því tilskildu að það væri mögulegt. Már hefði fengið hjálp fyrr hefði hann óskað eftir henni, enda hjálpum við oft íslensk- um togurum, einnig í Smugunni, og það mun að sjálfsögðu halda áfram. Undir þessum kringumstæð- um hefðum við hins vegar ekki boðið sjálfkrafa fram aðstoð okkar, þar sem togarinn var mjög nærri laadi, og því urðum við að taka þá afstöðu að vera ekki í beinni sam- keppni við borgaralega aðila sem væm kannski tilbúnir til að vinna sama verk og þiggja fé fyrir. Þegar í ljós koma að engir einka- aðilar vildu vinna verkið var sú ákvörðun tekin að veita Má aðstoð á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu Noregs. Norska ríkisstjómin átti vitaskuld þátt í þessu máli þar sem norsk lög og reglur segja að togar- ar sem hafa stundað veiðar í Smug- unni megi ekki sigla í landhelgi Noregs. Þetta er meginreglan en við gátum farið í kringum hana í þessu tilfelli. Þarna var um að ræða tilhliðrun í því skyni að leysa þenn- an vanda á skynsamlegan hátt. Við unnum verkið á alþjóðlegu haf- svæði og fyrir vikið voru norsk lög og reglugerðir ekki brotin," segir Lien. Kafarar Nomarinnar fjarlægðu netið og var það gert á rúmsjó utan fjögurra mílna lögsögu Noregs. Um hálfa klukkustund tók að fjarlægja netið og sigldi Már af stað að nýju um klukkan 14 og var ákveðið { gærkvöldi að hann héldi aftur til veiða í Smugunni. Svavar Þor- steinsson, útgerðarstjóri Más, segir að engum vandkvæðum hafi verið bundið að losa úr skrúfunni. Nauðsyn að skýra stöðu íslenskra skipa við Noreg Aðspurður um hugsanlegar skýr- ingar á stefnubreytingu Norð- manna kveðst Svavar telja að þrýst- ingur sá, sem íslenska utanrikis- ráðuneytið lagði á norsk stjórnvöld, hafí skilað þessum árangri. „Utanríkisráðuneytið hefur hald- ið á þessu máli af mikilli festu og kunnum við því miklar þakkir fyrir því að áherslan sem ráðuneytið lagði á málið var gríðarlega þýðing- armikil fyrir lausn þessa máls. Eg er sannfærður um að kúvending Norðmanna í málinu hafí verið vegna þrýstings frá íslandi því þeir gerðu sér að endingu grein fyrir alvöm málsins," segir Svavar. „Ég er ánægður með að hafa fengið þessa neyðarþjónustu við Nóreg en legg áherslu á að menn verði að fá afdráttarlausa niðurstöðu um stöðu íslenska skipa á svæðinu og tryggja að mál sem þetta komi ekki upp aftur, hvemig svo sem það verður útfært.“ Svavar segir að útgerðin hafi í fyrrakvöld og fyrrinótt verið búin að skoða aðrar lausnir á vanda Más og ýmsar leiðir hafi verið til staðar en hins vegar hafi aðstoð strand- gæslunnar verið farsællegasta nið- urstaðan að hans mati. Svavar segir tjón útgerðarinnar talsvert vegna tíma skipsins frá veiðum, vinnutaps o.s.frv., en það hafí ekki verið metið til fjár enn sem komið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.