Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ /“"......... 3ja herb. íbúð í Hafnarfirði Til sölu falleg 63 fm 3 herb. efri sérhæð við Skerseyrar- veg. Áhv. góð lán 3,2 millj. Verð 5,8 millj. Opið í dag Árni Gunnlaugsson hrl., kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 555 0764. 7 Stakf&ll Fasleignasala Sudurlandsbraut 6 568-7633 if Lögfrædmgur Þórhildur Sandholl Solumenn Gísli Sigurb/örnsson Sigurbjorn Þorbergsson Heimasfmi á kvöldin og um helgar 553-3771. VESTURBÆR - SELTJARNARNES Óskum eftir til kaups góðri 3ja herb. íbúð á 1. hæð eða jarð- hæð. Þarf að vera laus fljótlega. Stór 2ja herb. íbúð kemur einnig til greina. Leyfi til að hafa kött þarf að vera hendi. Upplýsingar á skrifstofunni. * ..........................................* Öldutún 18 - Hafnarfirði Til sölu einkar aðlaðandi steinhús með tveimur íbúðum, upphaflega byggt sem einbýlishús 1957. Á efri hæð er: 5 herb. íbúð 101 fm auk þvottahúss og geymslu á jarðhæð. Ný eldhúsinnrétting og nýtt parket. Stórar svalir. - Á jarðhæð er: 2ja-3ja herb. íbúð með sérinn- gangi, alls 87 fm með þvottahúsi og geymslu. Eignin er í ágætu ástandi. - Afgirt 500 fm lóð með miklum trjá- gróðri. Selst helst í einu lagi. Verð 11,6 millj. Opið f dag Árni Gunnlaugsson hrl., kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 555 0764. Frábært verð Vegna sérstakra aðstæðna er til sölu stórglæsilegt rúmlegaa 360 fm einbýlis- hús í Háahvammi í Hafnar- firði. Húsið er steinhús á 3 hæðum klætt með timbri. Allar innréttingar eru mjög vandaðar. Lóðin er fullfrágeng- in. Verðið er einstakt, kr. 16.900.000,00. Áhvílandi geta verið hagstæð lán frá veðdeild og húsbréfadeild. Til greina kemur að taka minni eign upp í kaupin. Eigendur taka á móti áhugasömum kaupendum á milli kl. 16.00 og 19.00 í dag, laugardag. LÖGMENN SELTJARNARNESI Austurströnd 6, sfmi 562 2012 11RII 1Q7ÍI Þ VALÐIMARSSON, framkvamoasijÓRÍ UUL I luUUUL lu/U KRISTJAN KRISTJÁNSSON, tOGGiLiUR fasieignasali Ný á fasteignamarkaðinum m.a. eigna Fyrir smið eða laghenta Sólrík rishæð 3ja herb. Eldhús og bað endurbætt. Litlar suðursvalir. Þarfnast nokkurra endurbóta. Langtímalán kr. 2,7 millj. Tilboð óskast. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Úrvalsíbúð - hagkvæm skipti Mjög stór 5 herb. íbúð 133,6 fm á 1. hæð við Hjallabraut Hf. Stór skáli. Nýtt eldhús. Sér þvottahús í íb. Rúmg. sólsvalir. Geymsla í kj. Ágæt sameign. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. helst í nágr. Vesturborgin - skipti - tilboð óskast Sólrík 4ra herb. góð íb. á 4. hæð skammt frá sundlaug Vesturbæjar. Sólsvalir. Langtímalán kr. 4,2 millj. Skipti möguleg á minni íb. Ein bestu kaup á markaðinum í dag. Nánari uppl. á skrifstofu. Sumarhús á Stokkseyri Timburhús rúmir 70 fm auk sólskála. Lóð um 1100 fm. Vinsæll staöur I þorpinu. Hentar einnig til ársdvalar. Tilboð óskast. Sumarhús á Vatnsleysuströnd Nýlegt timburhús grunnfl. um 40 fm. Hæð og portbyggt ris. Vönduð viðarklæðning. Góð viðbygging 50 fm með 3ja metra vegghæð. Eignar- land 6.000 fm. Uppsátur fyrir bát i fjöru. Ýmis konar skipti. Við Bólstaðarhlfð - nágrenni óskast góð 3ja herb. íb. Góðar greiðslur fyrir rétta eign m.a. kr. 3,0 millj. strax. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Á söluskrá óskast 3ja herb. íbúð í Heimum eða nágr. Má vera í lyftuhúsi. 3ja herb. íbúð við Birkimel eða nágr. Skrifstofuhúsn. 120-150 fm Sérhæð í Vesturborginni, 4-6 herb., með rúmgóðum bílskúr. Húseign í gamla bænum, má þarfn. endurbóta. j meira en hálfa öld hefur Almenna fasteignasalan útvegað traustum viðskiptavinum sínum íbúðir og aðrar fasteignir. • • • Opið t dag kl. 10-14. Fjöldi eigna í skiptum. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí 1944. ALMEIMIUA FASTEIGNASALAN LAU6AVEG118 S. 552 1158-552 1370 FRÉTTIR Veislan heldur áfram « LAXINN er ekki eina bráðin sem stangaveiðimenn eltast við á hinu stutta íslenska sumri. Urriðar og bleikjur fá lítinn frið, en það er ekki á vísan að róa í þeim veiðiskap frem- ur en öðrum. Víða að berast þó góð- ar aflafréttir. Glæðist í Kvíslaveitum Veiði hófst í Kvíslaveitum á Sprengisandi um síðustu mánaða- mót og gekk veiðiskapur rólega fyrst í stað. Að undanförnu hefur veiðin þó glæðst verulega og undir lok vik- unnar voru komnir milli 40 og 50 urriðar á land. Um miðja viku töldu þeir 35, þar af 13 á tvær stangir um helgina. Var það einkar glæsileg- ur afli, því stærstir voru tveir 8 punda, einn 7 punda og tveir 6 punda. Enginn var minni en 2,5 pund. Veiðisvæði Kvíslaveita er engu líkt, umhverfi er nánast gróðurlaust, en hermt er að fiskur lifí þarna m.a. á skötuormi og það sé m.a. skýring- ENGLENDINGURINN Tony Lawson með þrjá, þar af einn 15 punda, á Alley’s Shrimp nr. 8 á Rangárflúðunum í Ytri-Rangá. in á því hversu feitur og þungur hann er. Góð veiði í Köldukvísl Ekki langt frá Kvíslaveitum er Kaldakvísl sem rennur í Tungnaá. Þar hefur um nokkurra ára skeið verið stór og góð bleikja, en síðustu árin var mál manna að hún hefði eitthvað smækkað. í sumar er hins vegar stór og góður fiskur í Kvísl- inni og menn hafa verið að fá mjög góða veiði. Bleikjan oft stór, allt að 6-7 pund, en oftast 2-4 pund. Mest veiðist neðarlega í ánni og niður undir vatnamótin. Algengast er að menn noti spón, en fluga og maðkur hafa einnig reynst vel. Mikil sjóbleikjuveiði í Breiðdalsá Mikil sjóbleikjuveiði hefur verið á ósasvæði Breiðdalsár að sögn Skafta Ottesen á Hótel Bláfelli í Breiðdals- vík. Segir Skafti að milli 500 og 600 bieikjur hafi veiðst það sem af er og metið sé 42 bleikjur á eina stöng á einum degi. „Þetta er mikil veisla og fiskurinn auk þess óvenjuvænn, all margar 5-6 punda bleikjur eru stærstar,“ sagði Skafti. Lax hefur veiðst í ánni, síðla vik- unnar voru komnir fimm á land, 10 til 14,5 punda og taldi Skafti það góða bytjun, þar sem Breiðdalsá færi yfirleitt ekki að gefa lax að ráði fyrr en upp úr miðjum júlí. Veiðist í Vola Góð veiði hefur verið í Vola fyrir austan Selfoss að undanförnu, sér- staklega hafa menn fengið góð sjó- birtingsskot og þá einkanlega í ósn- um. Hafa allt að 7,5 punda birtingar veiðst, einnig nokkrir laxar og væn- ar bleikjur. Hér og þar Fyrstu laxarnir hafa veiðst í Miðá í Dölum og bleikjan er farin að gera vart við sig. Einmitt um þetta leyti bytjar veiðin yfirleitt fyrir alvöru í Miðá. Frést hefur af veiðimanni sem skrapp í ána í einn dag, dró lax og sá nógu mikið líf í ánni til þess að festa kaup á öðrum degi. Fyrstu laxarnir hafa veiðst á Hrauni í Laxá í Aðaldal. Um miðja vikuna voru að minnsta kosti þrír komnir á land. Á Staðartorfu og Múlatorfu létu þeir fyrstu hins vegar enn bíða eftir sér. Á öllum svæðun- um hefur hins vegar verið þokkaleg silungsveiði. Gallup-könnun Helmingur landsmanna ánægður með ráðherrana UM helmingur landsmanna er ánægður með störf ráðherra Sjálf- stæðisflokksins að því er fram kem- ur í Gallupkönnun og sagt var frá í fréttatíma Ríkisútvarpsins á fimmtudag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að forsætisráðherra njóti langmests álits og dálæti kjósenda Alþýðubandalagsins á Davíð Odds- syni hefur fjórfaldast á hálfu ári. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig talsverðu fylgi frá því kosið var í vor. Flokkurinn fengi tæp 43% atkvæða ef kosið væri nú en fékk í kosningunum rúm 37% atkvæða. Fram kom í fréttunum að Fram- sóknarflokkurinn hefði líka bætt við sig fylgi, þ.e. farið úr rúmum 23% í 26%. Fylgi Alþýðuflokks breytist lítið, mælist tæp 12%, Alþýðu- bandalag fellur úr 14% í 11%, Kvennalisti bætir aðeins við sig, með 5,1% en fylgi Þjóðvaka er að- eins 2,7%. Þjóðvaki fékk 7% at- kvæða í apríl. Ofangreindar niður- stöður eru, að því er fram kom, í samræmi við könnun Gallups í síð- asta mánuði og líkar niðurstöðum DV frá því á miðvikudag. Fæstir aðdáendur ráðherra fylgja Kvennalista Samkvæmt könnun Gallups er helmingur kjósenda ánægður með störf annarra ráðherra en Davíðs Oddssonar. Um 70% kjósenda voru ánægðir með hann. Kjósendur AI- þýðuflokks voru ósáttastir við Þor- stein Pálsson af ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins. Þeir eru hins vegar ánægðastir með Friðrik Sophusson. Sjálfstæðismenn gera ekki mjög upp á milli ráðherra sinna en þykir minnst til starfa Þorsteins Pálsson- ar koma en 94% þeirra eru ánægð- ir með Davíð. Ráðherrarnir eiga fæsta aðdáendur í hópi stuðnings- manna Kvennalista. Um þriðjungur var ánægður með ráðherrana en þó eru um 40% ánægðir með verk Þorsteins og Halldórs. Skipulag ríkisins Nýr vegur við Bláa lónið samþykktur SKIPULAGSSTJÓRI hefur úrskurð- að um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar vegagerðar við Bláa lónið. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagi ríkisins hefur verið fallist á fyrirhugaða vegagerð við Bláa lón- ið. Þar er um tvíþætta vegagerð að ræða, annars vegar frá Grindavíkur- vegi norðan Bláa lónsins að norðaust- urhorni byggingasvæðis Heilsufé- lagsins við Bláa lónið. Umræddur vegur er rúmlega 2 km að lengd og er nefndur nyrðri leið. Hins vegar er um að ræða syðri leið, frá Grinda- víkurbæ, vestur með Þorbirni, að suðvesturhorni byggingasvæðis Heilsufélagsins, um 3 km að lengd. Þegar framkvæmdum er lokið verður hægt að aka að lóninu og þaðan hálfan hring í kringum Þorbjöm á leið til Grindavíkur. Heilsufélagið við Bláa lónið hefur gert áætlanir um starfrækslu með- ferðar- og ferðaþjónustu við lónið. Til að svo megi verða reynist nauð- synlegt að færa lónið norðar við þann stað sem fyrirhugaður er í aðalskipu- lagi Grindavíkur, viðauka 1990 - 2010. Samhliða þessu óskaði félagið eftir breytingu á aðalskipulaginu sem staðfest var af skipulagsstjórn ríkis- ins í nóvember 1994. í úrskurði skipulagsstjóra vegna mats á umhverfisáhrifum hefur verið fallist á framkvæmdir með þeim skil- yrðum að ekki verði tekið efni til framkvæmdanna í Arnarsetri og að samráð verði haft við eftirlitsmann Náttúruverndarráðs um efnistöku- staði. Einnig er það skilyrði að sam- ið verði um tengingu varnarliðsins við Vatnsveitu Grindavíkur áður en að framkvæmdir hefjast. Nýr sóknar- prestur á Grenjaðarstað Laxamýri. Morgunblaðið. • SR. SIGURÐUR Ægisson hefur verið vígður til prestakallsins á Grenjaðarstað í Aðaldal og hefur ásamt fjölskyldu sinni hafið ábúð á staðnum. Auk þess að þjóna Grenjaðar- stað, þjónar sr. Sigurður Nes- kirkju í sömu sveit, Einarsstaðakirkju í Reykjadal og Þverárkirkju í Laxárdal. Enginn var í prestbústaðnum um tíma í vetur þar sem sr. Sigurður var að ljúka störfum í Noregi og voru þá gerðar umtalsverðar lag- færingar á íbúðarhúsinu. Sóknarbörnin hafa fagnað nýjum ábúendum og segir sr. Sigurður að starfið leggist vel í sig. > I i T I I: D I ! I L' I f ! I I t I l i 6 I t: i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.