Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Málverka- sýning Arnars Her- bertssonar Siglufirði - Laugardaginn 15. júlí verður formlega opn- uð sýning á málverkum eftir Arnar Herbertssonar í sýn- ingarsal í ráðhúsi Siglufjarð- ar. Arnar Herbertsson fæddist á Siglufirði árið 1933, hann stundaði nám við myndlista- skólann í Reykjavík 1959- 1967 og grafíknám hjá Ein- ari Hákonarsyni 1970. Á þessari sýningu Arnars eru Siglufjarðarmyndir og myndaröðin „Tveir fiskar og fimm brauð“. Mun sýningin verða opin daglega frá 14-16. Þess má geta að þetta er fjórða sumarið í röð sem burt- fluttir Siglfírðingar halda sýningar í ráðhúsi bæjarins. Eitt verka Arnars Herbertssonar. Talsvert kal ítúnumí Suðursveit Suðursveit - Sláttur hófst hér fyrir nokkrum dögum í Suðursveit. Talsvert kal var í túnum og óttuðust því menn nokkuð um sinn hag. Túnin eru að vísu misjöfn, en ástandið er þó betra en á horfðist. Heyskapur byggist hér að mestu á sandaræktun, og horfur eru á sæmilegum heyfeng. Þó er allmikið kalið á Steinasandi og sum túnin þar nær ónýt. Þar er heyjað af sunnan- sandsbæjunum svokölluðum, þ.e. Breiðabólsstað, Hala og Gerði. J6n Gunnlaugsson HÓPURINN frá Súðavík um borð í Kútter Haraldi í Byggðasafninu í Görðum. Böm frá Súðavík í heimsókn á Akranesi Akranesi - Flest börn í Súðavík sem eru á grunnskólaaldri dvöldust á Akranesi dagana 4.-8. júlí sl. í boði íþróttabanda- lags Akraness. Börnin sem voru 32 talsins tóku þátt í fjölbreyttu íþróttastarfi Akumesinga og heimsóttu fyrirtæki á staðnum. Þessi boðsferð til Akraness var ákveðin fljótlega eftir snjó- flóðin í Súðavík í vetur og var framlag íþróttahreyfingarinnar á Akranesi til hinnar víðtæku landssöfnunar sem þá stóð yfir til hjálpar íbúum Súðavíkur. Akurnesingar sendu langferða- bifreið eftir hópnum og skilaði honum síðan til baka á heima- slóðir. Á Akranesi gistu bömin í íþróttamiðstöðinni á Jaðars- bökkum og fengu að kynnast íþróttastarfi í bænum. M.a. vom þau heiðursgestir á leik ÍA- Fram og skemmtu sér vel, Þá fengu þau að taka þáttý æfingu þjá Islandsmeisturum ÍA. Böm- in tóku einnig þátt í æf ingum með jafnöldrum sínum í sundi, knattspyrau, körfuknattleik og fleiri íþróttagreinum. Þá fór hluti hópsins í útreiðartúr og haldin var mikil grillveisla í skógræktinni. Jafnframt þessu skoðuðu gestirnir m.a. Járn- blendiverksmiðjuna og Sem- entsverksmiðjuna auk þess sem farin var kynnisferð um Akra- nes. Vilja fylgja þessu eftir Mikil ánægja ríkti með þessa ferð þjá börnunum og virtust þau njóta þessara daga mjög vel, þótt veður mætti hafa verið betra. Jón Runólfsson, formað- ur ÍA, segir að þeir séu mjög ánægðir með þetta framtak sitt og heimsóknin hafi tekist í alla staði vel. Krakkarnir komu vel fyrir og voru almennt áhuga- samir um íþróttir og tóku virk- an þátt í því sem í boði var. Jón segir að vilji sér fyrir því hjá íþróttabandalagi Akraness að fylgja þessu framtaki eftir, þó ekkert verði ákveðið í þeim efnum. „í huga okkar er þá að geta hjálpað þeim að byggja upp íþróttastarf í Súðavík,“ seg- ir Jón og bætir við að hann vijji koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu aðila sem að- stoðuðu þá til að gera dvöl bara- anna eftirminnilega. Morgunblaðið/Aldís Gestir boðnir vel- komnir með blómum Hveragerði - íbúar við Lauf- skóga í Hveragerði hafa tekið sig til og fýllt hjólbörur sínar af blómum og stillt þeim upp í inn- keyrslumar við hús sín, í tilefni af blómstrandi dögum sem hóf- ust í Hvéragerði í gær. Blóm setja annars mikinn svip á bæinn þessa daga og má nefna að við innkeyrsluna inn í bæjarfélagið hefur verið komið fýrir stórum blómasúlum til að bjóða gesti velkomna. Á blómstrandi dögum í Hvera- gerði ættu allir að geta fundið afþreyingu við sitt hæfi. Dagskrá fyrir bömin er allan daginn og má þar nefna reiðtúra, stang- veiði, brúðuleikhús og margt fleira. Fullorðna fólkið getur nýtt sér ýmiskonar fræðslu sem boðið er uppá bæði í sambandi við hveralíffræði, heilsusamlegt lif- erni og fleira. Fjölskyldan getur síðan sam- einast um það að njóta þess stór- fenglega sjónarspils sem verður þegar Drottningarborholan er iátin gjósa klukkan tvö og fimm á laugardag og sunnudag. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Flugumferðarstj óri á minkaveiðum Neskaupstað - Flugumferðar- stjórar úti á landi hafa í ýmsu öðm að snúast en að stjórna flug- umferð. Alfreð Alfreðsson á Norðfjarðarflugvelli varð nú á dögunum var við einhveija hreyfingu í mólendi skammt frá flugstöðvarbyggingunni, greip hann haglabyssu sem hann notar við að fæla fugl af brautinni og fór að athuga málið. Kom þá í ljós að þaraa var minkalæða á ferð með 4 hvolpa, tókst Alfreð að bana öllum dýrunum. Borðviður úr rekatrjám Laxamýri - Árni Snæbjömsson hlunnindaráðunautur og Pétur Guð- mundsson frá Ófeigsfírði voru á ferð um Norðurland á dögunum til þess að kanna möguleika á nýtingu rekaviðar, en Pétur rekur fyrirtæk- ið Háareka hf. sem er færanleg sögunarverksmiðj a. Að þeirra sögn er rekaviður lítið nýttur víða en úr honum má gera góðan borðvið sem er ódýrari en innfluttur tijáviður. Að undanförnu hafa verið um- ræður meðal þeirra sem nýta reka við Skjálfanda um að festa kaup á slíkri sögunarvél en vegna mikils fjármagns sem til þarf og oft lítils reka hefur málið dregist í allmörg ár. Færanleg vél er því góður kost- ur að mati bænda og mun Pétur að öllum líkindum ferðast um svæð- ið og saga fyrir þá sem þess óska. Sú tijávinnsla sem Háireki hf. býður upp á er það vönduð að um góða söluvöru er að ræða fyrir reka- bændur, einnig það að geta nýtt viðinn til nýbygginga og viðhalds eldri húsa. Þá sagar fyrirtækið girð- ingarstaura en Pétur segir það úr- elta aðferð að bændur kljúfi staura með sleggju og meitlum. ÁRNI Snæbjörasson hlunnindaráðunautur (t.h.) og Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.