Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR15.JÚLÍ 1995 21 AÐSENDAR GREINAR MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um fjár- hag Reykjavíkurborg- ar og annarra stærstu sveitarfélaga landsins í ljósi versnandi fjár- hagsstöðu þeirra. í þeirri umræðu hafa mörg stór orðið fallið, svo ekki sé meira sagt, en sjaldan er fjallað um það sem mestu máli skiptir, þ.e. hvernig öfugþróuninni verður snúið við. Versnandi fjár- hagsstaða Reykjavík- urborgar er gott dæmi um þá þróun sem átt hefur sér stað hjá flestum sveitar- félögum landsins undanfarin ár. Staða borgarinnar er enn talsvert betri en staða Kópavogs og Hafn- arfjarðar svo dæmi sé tekið og heildarskuldir á hvem íbúa. í Reykjavík sem hlutfall af lands- meðaltali er um 90%. Hins vegar eru blikur á lofti og útlit fyrir að skuldasöfnun undanfarinna ára muni halda áfram á næstu árum. Tekjumissir borgarinnar Þegar aðstöðugjaldið var af- nuinið varð borgin fyrir verulegri tekjuskerðingu. Bæta átti missi aðstöðugjaldsins með hækkun út- svars og sérstökum skatti á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði. Hækkun útsvarsins og umræddur skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði nam um 1.900 m.kr. (tæp- um tveimur milljörðum króna) en ef útsvarið hefði verið nálægt því sem það var árið 1992 hefði það numið um kr. 2.900 m.kr. (tæpum þremur milljörðum króna). Hér er um verulega tekjuskerðingu að ræða sem áhrif hefur á afkomu borgarinnar. Utsvar og skattar eru um 67% af heildartekj- um borgarinnar. Heildartekjur borgar- innar árið 1992 voru 15.893 m.kr. en höfðu lækkað í 15.207 m.kr. árið 1994. Rekstur málaflokka þyngist í nýútkominni skýrslu borgarendurskoðunar seg- ir orðrétt: „Rekstur málaflokka hefur þyngst stöðugt og á síðasta ári var svo komið að hann tók til sín nálega allar skatttekjurnar." Rekstur málaflokka, leikskóla, grunnskóla, félagslegrar aðstoðar, gatna, íþróttamannvirkja, menn- ingarstofnana o.s.frv., nam 7.123 m.kr. árið 1991 eða um 70% af nettóskatttekjum. Nú nemur rekstrarkostnaðurinn um kr. 9.612 m.kr. eða um 95% af nettóskatt- tekjum. Þessi þróun leiðir til þess að fjárfestingar borgarinnar eru í sívaxandi mæli fjármagnaðar með lánum sem síðar leiðir til aukinnar greiðslubyrði. Þannig hefur pen- ingaleg staða borgarsjóðs farið versnandi eins og alþjóð veit. Hing- að til hefur það verið stefna borgarstjórnar að halda óbreyttu framkvæmdastigi þrátt fyrir aukin rekstrarútgjöld og taka þannig þátt í því að leysa atvinnuleysis- Rekstrarkostnaður félagsmála hækkaði um tæp 13%, segir Gunnar Jóhann Birg- isson, sem hér fjallar um tekjur og gjöld Reykj avíkurborgar. vandann. Núverandi meirihluti ætlar að halda áfram á þeirri braut. í umræðum um stöðu borgar- sjóðs er talað um gæluverkefni og offjárfestingar sem orsök vandans. Endalaust er hægt að deila um framkvæmdir og forgangsröðun en fullyrðingar um að gæluverk- efni hafi leitt til þess að staða borgarsjóðs hafi versnað eru ekki til þess fallnar að varpa ljósi á málið og þeir sem þannig hugsa munu aldrei ná tökum á fjármála- stjórn borgarinnar. Hærri þjónustugjöld eða aukin skattheimta í skýrslu borgarendurskoðunar þar sem fjallað er um að hækkun rekstrarkostnaðar megi rekja til sívaxandi þjónustustarfsemi segir orðrétt: „Allar ákvarðanir um stofnun nýrra starfsstöðva kalla á aukin útgjöld úr borgarsjóði, því sértekjur deilda og stofnana þekja nánast í engu tilviki rekstrarkostn- að þeirra". Þannig niðurgreiðir borgarsjóð- ur, þ.e. skattgreiðendur, þá þjón- ustu sem borgin veitir. í umræddri skýrslu er tekið dæmi um þjónustu listasafna og menningarmiðstöðva en skattgreiðendur greiða þijár krónur á móti hverri einni krónu sem kemur í kassann hjá þessum stofnunum. Borgarstjóm Reykjavíkur stend- ur frammi fyrir þeirri pólitísku ákvörðun hvort hækka eigi þjón- ustugjöld borgarinnar, þ.e. gjald- skrár borgarstofnananna eða hvort hækka eigi skatta enn frekar til þess að standa undir þjónustunni. Hlutverk sveitarfélaga Þar með er sagan ekki öll því borgarstjórn og raunar borgarbúar allir standa frammi fýrir annarri spurningu öllu flóknari. Hvert á að vera hlutverk borgarinnar? Hvert á að vera hlutverk sveitarfé- laga? Hingað til hefur þjónusta sveitarfélaganna verið byggð upp af ótrúlegum metnaði og hlutverk þeirra verið þanið út. í raun ein- kennist uppbyggingin af taum- lausri félagshyggju. Sífellt er verið að koma til móts við þarfir ein- hverra sérhagsmunahópa og skatt- greiðendur borga brúsann. Sífellt meiri fjármunum er varið til menn- ingar og íþróttamála, félagsleg fjárhagsaðstoð borgarinnar hefur aukist um tæp 100% á tveimur árum, gríðarlegt átak hefur verið gert í uppbyggingu leikskóla, öldr- unarþjónusta hefur verið aukin. Svona mætti lengi telja. Það hlýtur því að vera talsvert áhyggjuefni fyrir skattgreiðendur í Reykjavík ef marka má þau ummæli sem borgarstjóri viðhafði í ræðu við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlun- ar, að snúa ætti af braut fijáls- hyggju í átt til aukinnar félags- hyggju. En I samræmi við þau ummæli munu rekstrarútgjöld borgarinnar líklega enn hækka á milli ára. Á síðasta kjörtímabili óx rekstr- arkostnaður borgarinnar í heild sem hlutfall af skatttekjum um 31%. Athyglisvert er að skoða hvaða málaflokkar það voru sem þöndust út. Sem hlutfall af skatt- tekjum hækkaði rekstrarkostnaður félagsmála um 12,94%, rekstrar- kostnaður Dagvistar barna um 12,24%, æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála um 10,68%, skóla- mála um 16,28% og öldrunarmála um 6,19%. Rekstrarkostnaður þessara málaflokka óx á síðasta kjörtímabili, sem hlutfall af skatt- tekjum, úr 42,05% í 58,33% eða um 16%. Auknar kröfur Kröfumar eru enn að aukast og ef R-listinn vill standa við eitthvað af gefnum kosningaloforðum þá mun rekstrarkostnaður borgarinn- ar að öllu óbreyttu hækka svo um munar á næstu árum. Sem dæmi um þetta má taka rekstur Dagvist- ar barna. í dag er rekstrarkostnað- ur stofnunarinnar um 1.259 m.kr. Ef koma á til móts við kosningalof- orð R-listans og veita öllum böm- um sem þess óska á aldrinum 6 mánaða til 5 ára leikskólapláss þarf að byggja 65 til 70 leikskóla- deildir. Stofnkostnaður við slíkar framkvæmdir er áætlaður á bilinu l. 500-1.700 m.kr. og það sem meira er rekstrarkostnaður Dag- vistar barna mun hækka um 400 m. kr. á ári. Ljóst er að nokkrum árangri má ná með auknu kostnaðarað- haldi en slíkar aðgerðir eru þó skammgóður vermir ef ekki kemur fleira til. Borgarstjóm, sem og aðrar sveitarstjómir, stendur frammi fyrir erfiðum pólítískum úrlausnarefnum á næstu misser- um. Á að hækka þjónustugjöld og draga úr þjónustu sveitarfélag- anna með því að reyna að skil- greina hlutverk þeirra upp á nýtt? Hvert á að vera hlutverk sveitarfé- laga í atvinnumálum? Ef ekki verð- ur tekið á þessum úrlausnarefnum höldum við áfram að feta „sænsku leiðina“ með tilheyrandi halla- rekstri og skattahækkunum í framtíðinni. Höfundur er lögmaður og borgarfulltrúi. Framtíð sveitarfélaga Aukín útgjöld eða endurskoðað hlutverk? Gunnar Jóhann Birgisson Sértrúarsöfnuðirnir og viiinr minn Snorri Á LEIÐ minni til útlanda nýverið las ég grein í Morgunblaðinu eftir vin minn Snorra í Betel. Greinin var skelegg, hörð, sagði sannleikann á þann hátt, sem Snorra ein- um er lagið um þessar mundir, flestir aðrir kjósa að þegja. í nefndri grein fjall- ar Snorri um þá mis- vísandi mynd, sem fjölmiðlar draga upp af sértrúarsöfnuðum. Gott og vel. Þetta á ekki við um sértrúar- söfnuði á íslandi, segir Snorri og vitnar þvl til stuðnings í blaðagrein frá árinu 1992, þar sem kona á 1 íslandi skrifar „Jákvætt um sértrú- arsöfnuði“. Tilvitnun Snorra lýkur síðan með þessum orðum konunn- ar: „Það er vegna þess, að þeir (sértrúarsöfnuðirnir) laða til sín einstaklinga, sem samfélagið hefur hafnað" (tilv. lýkur). Nú spyr ég. Er þetta ,jákvætt“ eða er þetta stimpill? Hvað þýðir að vera „hafnað af samfélaginu“? Eru það fátæklingamir? Er það andlega eða líkamlega bæklað fólk? Eru það hinir drykkjusjúku, ein- hveijir aðrir, eða þú og ég? Hvetjir eru það, sem samfélagið hafnar? Sannleikurinn er að sjálfsögðu sá, að hinir ýmsu trúarhópar eru spegilmynd af samfélaginu í heild, ekkert annað. Það er fólk sem er eins misjafnt eins og gerist almennt. Hinu verður ekki neitað, að til þess að geta tileink- að sér einfaldleikann og fegurðina í fagn- aðarboðskap Krists, þarf „slatta“ af auð- mýkt og „ögn“ af lítil- læti. Auðmýktin, lítil- lætið, sem var styrkur- inn og valdið í lífi Krists, vefst fyrir mörgum. Hinn harði veggur hrokans er án efa mesti óvinur fagn- aðarerindisiris og um leið mesti óvinur mannsins. Stundum þarf mikið til að bijóta þann vegg í kurl, svo að sannleikurinn einfaldi komist að. Á öllum tímum hefur fólk í öllum stéttum samfélagsins fundið lífið í Kristi og svo er enn. Á öllum tímum hefur hópurinn, sem mest bar á í fylgd með Kristi, verið almúginn. Og svo er enn. Á öllum tímum hafa sumir þeirra, sem teljast til höfðingja ekki þorað — en farið í felur með aðdáun sína á Kristi og kenningum hans. Og svo er enn. Krossinn, sem var líkamlegum kröftum Krists of þungur, á mestu örlagastund allra tíma, var borinn fyrir hann af höfðingja, að því að talið er. Gröfín, sem var tóm og varð tóm þegar Kristur sigraði dauðann var honum gefin af ráð- herra, höfðingja, sem ásamt öðr- í þjóðkirkjunni er rúm fyrir alla, segir Hulda Jensdóttir, sem hér skrifar um einstakling- inn og kristindóminn. um háttsettum embættismanni, einnig höfðingja, vafði líkama Krists línklæðum og smurði með dýrmætum ilmsmyrslum. Allir grétu þessir menn þungum tárum yfir því að hafa ekki þorað að sýna sig opinberlega í fylgd með honum, sem þeir virtu og elskuðu um fram allt annað og svona er það enn Friðar- og fagnaðarboðskapur Krists er til einstaklingsins. Þessi einfaldi boðskapur er sannarlega jafn nauðsynlegur þeim sem samfé- lagið hampar og hefur til skýjanna, eins og hann er nauðsynlegur og dýrmætur þeim, sem hefur misstig- ið sig og talað er um „sem hafnað af samfélaginu“. Við þurfum öll nákvæmlega jafnmikið á þessum fagnaðar- og friðarboðskap að halda. Ég sem þetta rita, er svo heppin að hafa lesið Biblíuna mína ein og sér án íhlutunar eða áhrifa frá öðrum. Síðan kaus ég mér samfé- lag, án skuldbindinga, samkvæmt þeim skilningi sem ég hlaut. Það hafði ekkert með vandræðaástand eða höfnun að gera. Það var for- Hulda Jensdóttir vitni, sem leiddi til þess, sem ég fæ aldrei fullþakkað. Ég hefi ástæðu til að ráðleggja öllum að gera hið sama. Fólk kvartar sífellt yfír því að kirkjan hafí brugðist og þess vegna hafi það ekki tekið afstöðu. Þetta er auðvitað fjarstæða. í þjóðkirkj- unni eins og annars staðar er fólk- ið misjafnt, en þjóðkirkjan hefur í þjónustu sinni fólk með gullhjarta og fólk á öllum aldri, Guði helgað. Það er rúm fyrir alla, eða ef mynd- in af Kristi birtist okkur eilítið mismunandi — við erum svo ólík — þá getum við valið aðra hópa, en samt erum við öll á sömu leið. Við getum vaxið ein og sér í trúarstyrk með Guði, en samfélag er flestum styrkur. Víst heyri ég stundum í kirkj- unni eitt og annað sem ég ekki skil og ég spyr hvers vegna? Ég er stödd í kirkju og hlusta á yfirlýstan Guðsafneitara halda þar ræðu. Ég er stödd á afar fjölmennri gospel (söng) hátíð í Svíþjóð. Mik- ill kór syngur, í honum er fólk á öllum aldri, þeldökk kona stjórnar söngnum og syngur sjálf. Hún hrópar mikið, stappar mikið, æpir mikið, augun ranghvolfast og lík- aminn slæst í allar áttir. Hún er spurð eftir samkomuna: Hvers vegna? Ég verð að koma fagnaðar- erindinu til fólksins, þetta er mín leið, var svar hennar. Ég sat meðal fjöldans og heyrði ekki eitt orð um fagnaðarerindið, en samt var konan að boða það. Ég er stödd á samkomu I Banda- ríkjum N-Ameríku. Þúsundir eru þar samankomnar. Fólk grætur, fólk fellur til jarðar og er borið út í stórum stfl, vitandi ekki sitt ijúk- andi ráð. Börn ráfa um grátandi, finnandi ekki foreldra sína, því þeir hafa fallið í „trans“. Eitthvað svipað hefi ég séð hér heima. Þetta er ekki sú mynd, sem ég hefí af Kristi. Þessi mynd er mér framandi. Nú er það svo að ég ef- ast ekki um að Guð á sitt fólk alls- staðar og í öllum kristnum hópum, hvað sem þeir kalla sig, nöfnin skipta ekki máli. Sú staðreynd er hins vegar augljós að við sjáum llf Krists og kenningar með mismun- andi augum. Fyrir mér er Kristur maður jafn- vægis, þar sem ekkert fer úr bönd- um. Fyrir mér er hann maðurinn, sem hikaði ekki við að fullyrða „nema að þér séuð eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himna- ríki“. Fyrir mér er hann maður kærleikans, sem hryggist yfír vin- um sínum og vandamálum þeirra og grætur yfir ógæfu samtímans. En hann var einnig maður gleðinn- ar. Maður sem tók þátt í fögnuði fólksins og hikaði ekki við að sækja samkundur, ef svo bar undir, þar sem sumir kristnir mundu aldrei stíga fæti. En hann lét sig heldur aldrei vanta í Guðshúsið á hvíldar- deginum. Ég bið þess því í einlægni að við, sem höfum tekið afstöðu með Kristi og kenningum hans, berum gæfu til að gefa óbrenglaða mynd af eilífðinni og því sem Hann vill fyrir okkur gera hér og nú — að sem allra flestir, hvar sem þeir standa í þjóðfélagsstiganum, megi finna eitthvað við sitt hæfi, ekki aðeins þeir „sem samfélagið hefur hafnað". Ekkert betra gæti hent íslenska þjóð og mannkyn allt. Þá hyrfu kreppan og vandamálin öll eins og dögg fyrir sólu. Okkur mundi þykja vænna um hvert annað og við myndum eignast betra og inni- haldsríkara líf, bæði sem einstakl- ingar og sem heild. Höfundur er Ijósmóðir og fyrrv. forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.