Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 29 ÞORSTEINN JÓNSSON + Þorsteinn Jóns- son fæddist að Seljavöllum undir Eyjafjöllum 29. mars 1911, sonur hjónanna Jóns Jónssonar frá Lambafelli, fæddur 11. september 1866, dáinn 22. maí 1936, bónda og smiðs á Seljavöllum og Sigríðar Magn- úsdóttur frá Rauðs- bakka, fædd 25. júní 1874, dáin 30. mars 1963. Hann lést 4. júní sl. á heimili sínu. Þorsteinn ólst upp i stórum hópi systkina. Fjögur systkini voru samfeðra: Guðjón, vél- smiður í Yestmannaeyjum, fæddur 22. febrúar 1891, dáinn 19. nóvember 1974, Dýrfinna, bjó á Eyvindarhólum, fædd 30. janúar 1892, dáin 7. maí 1986, Guðrún, bjó í Reykjavík, fædd 16. mai 1893, dáin 11. mars 1987, Sigurður, vélsmiður í Vestmannaeyjum og vélgæslu- maður í Reykjavík, f. 7. desem- ber 1897, dáinn 16. maí 1960. Einn hálfbróðir sammæðra: Jón Ólafur Eymundsson Jóns- son, smiður í Vestmannaeyj- um, f. 12. október 1901, d. 9. september 1985. Þorsteinn átti sex alsystkini. Þau voru: Ragn- hildur, Vestmannaeyjum, fædd 8. maí 1905, dáin 14. mars 1987, Anna, bjó á Seljavöllum, fædd 16. október 1907, dáin 15. maí 1995, Magnús, vél- stjóri, Vestmannaeyjum, fædd- ur 7. ágúst 1909, dáinn í desem- ber 1988, Vigfús, vélsmiður í Vestmannaeyjum, fæddur 11. apríl 1913, dáinn 22. desember 1970, Jes Ágúst, blikksmiður í Hafnarfirði, fæddur 13. febr- úar 1915, dáinn 12. janúar 1983, Ásta, bjó lengst af í Vest- mannaeyjum, fædd 30. október 1917, dáin 7. ágúst 1945. 23. júní 1940 giftist Þor- steinn eftirlifandi konu sinm Valgerði Sigríði Ólafsdótt- ur, fædd 21. desem- ber 1908, dóttur Ólafs Helga Jóns- sonar, bónda á Eystri-Sólheimum, og Sigríðar Þor- steinsdóttur. Þor- steinn og Sigríður hófu búskap á Eystri-Sólheimum þá um haustið, með Ólafi og Sigríði. Þorsteinn stundaði nám við Bænda- skólann að Hólum í Hjaltadal 1937-39 og lauk þaðan bú- fræðiprófi. Þorsteinn vann við bústörfin ásamt tengdaföður sínum auk þess að stunda ver- tíðir, en Sigríður var kennari við barnaskólann að Eystri- Sólheimum. Þorsteinn kenndi einnig sund í sundlauginni að Seljavöllum. Þau tóku síðan alfarið við búskapnum að Eystri-Sólheimum 1953. Þorsteini og Sigríði varð fimm barna auðið, þau eru: 1) Sigríður, fædd 22. apríl 1941, aðstoðarmaður tannlæknis, g'ift Guðgeiri Ágústssyni, börn lafur Helgi, f. 1963, og Garð- ar Þorsteinn, f. 1974. 2) Sigrún Ragnheiður, fædd 26. febrúar 1945; kennari, býr í Þýska- landi, sambýlismaður Mathias Mueller. 3) Hildigunnur, fædd 2. febrúar 1946, vinnur á leik- skóla, gift Einari Gunnlaugs- syni, börn Gunnlaugur Magn- ús, f. 1981, og Valgerður Helga, f. 1984. 4) Kristín, fædd 12. mars 1948, skólastjóri Seljalandsskóla, börn Þor- steinn Magnússon, f. 1976, og Einar Rúnar Magnússon, f. 1978. 5) Ólafur Helgi, bóndi að Eystri-Sólheimum, fæddur 18. apríl 1950. Útför Þorsteins fer fram frá Sólheimakapellu í dag og hefst klukkan 14. ÉG glaðvaknaði rétt fyrir klukkan sex að morgni 4. júlí síðastliðins og gat alls ekki sofnað aftur, en slíkt er mjög óvenjulegt. Ég lá og hugs- aði hvort eitthvað hefði gerst sem hefði vakið mig, en börnin stein- sváfu og allt virtist með venjulegum hætti. Rúmlega átta hringdi móðir mín í mig og sagði mér að afi minn hefði dáið um klukkan sex um morg- uninn, eftir að hafa farið út um fimm leytið og litið eftir fé í túninu. Mig langar að setja nokkur orð á blað um hann afa minn, Þorstein Jónsson, bónda á Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Ég ætla að reyna að lýsa því hvernig bóndinn á Eystri-Sól- heimum kom mér fyrir sjónir, fyrst sem barni sem var öll sumur og flestar helgar í sveitinni, og síðar sem fullorðnum manni með eigin íjölskyldu og börn. Skemmst er að minnast þess að um nýliðna helgi fórum við austur, ég og konan mín og börnin tvö, en þessi sveitarferð var sú fyrsta hjá átta mánaða syni okkar. Við matar- borðið var afi samur við sig; ég átti að drekka mjólkina mína ekkert síð- ur en þriggja ára dóttir mín, og afi gamli setti hnefann í borðið og skip- aði Þorsteini frænda mínum og nafna sínum að éta meira két. Nei takk, sagði Þorsteinn, og var látið þar við sitja. Þótti mér nú margt hafa breytst, því ekki hefði þýtt fyrir mig hérna einu sinni að segja að ég hefði fengið nóg. Mér varð hugsað til þess að sá gamli hefði nú eftir allt saman mýkst með árun- um; það er nefnilega ein af sterk- ustu æskuminningum mínum að hlusta á afa minn reyna að troða í mig mat svo ég yrði nú „stór og digur“, svo hans orðatiltæki sé not- að. Sömuleiðis meðal sterkustu minninga eru gönguferðir með afa mínum og Snata austur á hraun eða út í Nes, oftast til að reka burt óvelkomnar rollur nágrannanna, en einnig stundum vegna þess að það var gott veður eða vegna þess að okkur langaði til þess. í þessum gönguferðum lærði ég hvað flöllin heita og hvaðan vindurinn blæs, hvað blómin heita, hvaða fugl tístir hvemig og hvers vegna úlfamir elta sólina. Ég minnist einnig stjömu- bjartra vetrarkvölda, þar sem ég lærði hvað stjömunar heita og hver stjörnumerkin em. Afi minn kenndi mér að meta íslenska náttúru, og er ekki hægt að þakka það nógsamlega; nema kannski ef mér tekst að vekja hjá bömunum mínum sömu hrifningu og aðdáun á landinu og afi minn vakti hjá mér. Okkur afa minn greindi á, eins og gengur og gerist með fullorðinn sveitabónda og borgarbarn. Þegar ég fór í menntaskóla fannst honum að ég ætti að fara á loðnu; þegar ég lærði markaðsfræði og hagfræði vildi hann að ég færi til Sovétríkj- anna og lærði skógrækt. Samt var hann ekki spar á hrósið ef honum þótti frammistaða verðskulda slíkt. Eina skiptið sem ég minnist þess að afi minn hafi verið sammála mér án þess að nokkuð reyndi á, var þegar ég fyrir ellefu árum kom með konuefnið mitt í heimsókn í sveitina. Minningarbrotin hrúgast upp: Nokkurra ára gamall er ég með afa og ömmu að taka á móti lambi sem gekk illa að komast í heiminn og ég var viss um að kindin myndi springa; með afa á gamla Ferguson ámoksturstraktornum og hann vildi alls ekki að ég stigi á vökvaleiðsl- urnar vegna þess að þær væru næstum því lifandi; eitt sinn fékk ég skammir þegar ég datt í lækinn í þriðja skipti sama daginn, því amma hefði jú annað að gera en að þvo þvott; lítil hrifning þegar borgarsnáðinn mætti með kúreka- byssur og hatt í sveitina, og svo mætti lengi telja. Afi gamli gat verið erfiður í skap- inu og býsna oft fljótur á sér ef maður fór ekki alveg eftir bókstafn- um sem hann hafði sett. Sömuleiðis gerði stoltið það að verkum að hann gat ekki bakkað með hlutina nema löngu síðar og þá „óopinberlega" ef svo má segja. Hann var húsbóndi á sínu heimili og var oft grimmur ef borgarbamið bar ekki næga virð- ingu fyrir því hlutverki. Eg segi hlutverk, vegna þess að eftir því sem árin liðu fór mér að fínnast að þetta húsbónda- og uppalendahlutverk væri honum ekki eðlislægt, heldur hefði honum verið kennt að svona ættu karlar að vera og þess vegna ætti hann að vera svona líka. Veru- legur aldursmunur er á mér og öðr- um barnabörnum og sýndist mér önnur bamaböm ekki hljóta alveg sama „uppeldið" og ég hlaut. Hann hætti samt aldrei að taka af okkur dagblöðin ef hann var ekki búinn að lesa þau. Sá sem þetta skrifar hefur að sumu leyti erft lundarfar afa gamla, er fljótur til og fastur á sínu. Annað uppeldi, aðrar aðstæður og önnur menntun og reynsla hafa þó slípað lundarfarið til á annan hátt en varð hjá sveitabóndanum. Það er okkur, sem fædd erum á síðari hluta þessarar aldar, mikil- vægt að átta okkur á þeim gríðar- legu breytingum sem orðið hafa frá því að fólk á aldur við afa minn var að vaxa upp á fyrri hluta aldarinn- ar. Okkur þykir sjálfsagt að eiga hús og bíla ekki seinna en um þrít- ugt, en sú kynslóð sem nú er að hverfa þakkaði fyrir að hafa í sig og á, og þurfa ekki að segja sig til sveitar. Við getum lært margt af þessu fólki, en til þess þurfum við að gefa okkur tíma sem við virð- umst aldrei hafa. Þó að við séum alltaf á þessari hraðferð, þá má mikið vera ef við getum áorkað jafn miklu og hverfandi kynslóð, sem færði ísland frá því að vera fátækt bændasamfélag til þess velmegun- arþjóðfélags sem hér er í dag. Ég lærði margt af afa mínum, um náttúruna, um mannfólkið og um lífið og tilveruna almennt. Við áttum að vera dugleg að vinna, en samræð- ur, ferðalög og sérstaklega lestur áttu samt vel rétt á sér. Því þó að þessar athafnir komi ekki heyinu í hús þá auðgar þetta jú sálina. Flest- ar þær bækur sem afi minn hélt að mér hef ég lesið svona gegnum árin, nema hvað frammistaða mín í íslend- ingasögunum er enn sem komið er ekki til fyrirmyndar. Afi var alger bindindismaður á vín, en það er eins og mig minni að ég hafi séð hann kveikja í vindli. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast þess þegar einhver sem ég man ekki eftir gaf afa flösku af íslensku brennivíni. Afi spurði hvort hann mætti ekki ráðstafa flöskunni að vild fyrst hann ætti hana, og að fengnu jáyrði stóð hann upp frá eld- húsborðinu, gekk að vaskinum og hellti niður innihaldi flöskunnar. Flaskan fór því næst í ruslið, en afi hélt áfram samræðum við gefand- ann eins og ekkert hefði í skorist. í lok apríl kom afi gamli í bæinn til að vera viðstaddur fermingu barnabarns, og skoðaði um leið nýtt hús undirritaðs. Margt í húsinu er nokkuð nýtískulegt, og sérstaklega stálstigi einn allmikill. Afí varð mjög hrifinn af öllu saman, og stiganum meira en öðru. Það skipti hann ekki máli þó að útlit hlutanna félli ekki að hans fegurðarsmekk. Það sem skipti hann máli var að vandað er til vinnubragða. Ég fann mjög sterkt að nú var hann loksins ánægður með freka barnabarnið með sjálf- stæðu skoðanirnar; en þó var hann enn ánægðari með barnabarnaböm- in tvö. Afi minn var náttúruunandi sem elskaði landið sitt, bókhneigður framsóknarmaður sem vildi kétið vel salt og kunni að meta það sem vel var gert, en hann var um fram allt mannlegur hversu mjög sem hann reyndi að fela það. Þannig vil ég muna hann. Ólafur H. Guðgeirsson. ARNIBJORNSSON + Árni Björnsson tónskáld fæddist í Lóni í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu 23. desember 1905. Hann lést í Reykjavík 3. júlí síðastliðinn. Útför Ama fór fram frá Dóm- kirkjunni 14. júlí sl. HANN Ámi var öðruvísi en aðrir feður. Hann var glaðari og bjartari en þeir. Hann átti alltaf til spaugs- yrði og bros handa unglingsstúlku sem kom í heimsókn, og kannski litla skemmtilega sögu úr æsku sinni eða tónlistarlífinu í gamla daga. Stundum spilaði hann fyrir okkur verk af plötu eða fór með ljóð fyrir okkur og ef það var fag- urt þá vöknaði honum um augu. Oftast fór hann með sálminn sem hann samdi sjálfur svo undurfagurt lag við, “Mitt faðir vor“ og þá tárað- ist hann ævinlega og Helga kom og sagði, Árni minn viitu ekki fá þér meira kaffi? Þá brosti hann aftur. Hann var heima við vinnu sína, glæsilegur maður í hvítri skyrtu, með bindi og alltaf í vel sniðnum jakkafötum úr góðu efni. Hann samdi tónverk, skrifaði nótur og spilaði á píanóið. Hann fór reglu- lega í gönguferðir eða sund og sett- ist svo aftur að verki. Svona eru tónskáld og góðir listamenn, hugs- aði ég með mér, og svona ættu fleiri pabbar að vera. Árni var faðir Bjargar vinkonu minnar, yndislegur maður sem öllum þótti vænt um. Við Björg vorum bekkjarsystur í menntaskóla. Fyrsta háskólaárið okkar lásum við saman fíluna undir próf og bundumst þá vináttubönd- um sem aldrei hefur borið skugga á síðan. Leiðir okkar beggja lágu- til Englands og þar treystust vin- áttuböndin enn frekar. Björg varð þar eftir. Hún hefur komið heim flest sumur hin síðari ár ýmist ein eða með fjölskyldu sína og ég þá alltaf verið tíður gestur í Hörgshlíð- inni. Tíminn leið og við breyttumst öll í lífsins prófum nema Ámi. Hann var fram í andlátið sléttur á hör- und, léttur í lund og dreifði um sig gleði, óbeygður af áhyggjum ár- anna enda hafði Helga borið þær fyrir þau bæði í meira en fjörutíu ár. Eftir að sonur minn fæddist fatlaður skildi ég fyrst hvaða gæfa mér hafði hlotnast að kynnast Áma, Helgu og dætrum þeirra tveim. Árni var fyrsti fatlaði maðurinn sem ég kynntist og í þeirri viðkynningu var listamaðurinn, fagurkerinn og góðmennið Árni alítaf framlag, fötl- un hans, afleiðing hörmulegs slyss, var andlag. Þau hjón kenndu mér líka, með fordæmi sínu að það skift- ir ekki höfuðmáli hvað gerigt í lífí okkar, heldur hitt, hvemig við tök- umst á við lífsins próf. Við sonur minn viljum votta minningu Árna Björnssonar virð- ingu, full þakklætis fyrir að hafa fengið að vera samferða honum* stutta stund. Tónverk hans og minningin um glæsilegan og góðan mann sem veitti öðram svo ríkulega af náðargáfum sínum mun halda nafni hans á lofti um ókominn tíma. Helgu, Kötu og Björgu og fjölskyld- um þeirra vottum við samúð full þakklætis fyrir vináttu í meira en þijátíu ár. Dóra S. Bjarnason og sonur. SIGURGEIR M. OLSEN + Sigurgeir Mons Olsen var fæddur í Reykjavík 2. jan- úar 1926. Hann varð bráð- kvaddur 1. júlí síðastliðinn. Útför Sigurgeirs fór fram frá Kópavogskirkju 13. júli sl. Fyrir allt, sem að oss hann gaf óverðskulduðum kærleik af, honum sé þökk af hjarta skýrð. Honum sé eilíft lof og dýrð. Með nokkram orðum viljum við minnast „bróður, mágs og móður- bróður okkar“ Sigurgeirs M. Olsen, sem varð bráðkvaddur í sumarbú- stað sínum 1. júli. Sigurgeir var yngstur 6 systkina. Faðir hans, Mons Olsen, norskur að ætt, dó er Sigurgeir var aðeins 2 ára. Móðir hans, Guðlaug Auðuns- dóttir, stóð þá uppi með mörg böm á ungaaldri. Við systkinin munum fyrst eftir Geira frænda þegar hann var að koma í heimsókn í Skipasund og spila með foreldrum okkar, „en þá var oft glatt á hjalla". Sigurgeir hélt alltaf tryggð við móður okkar og öll sín systkin, og sýndi það best hversu duglegur hann var að heimsækja hana eftir að hún varð sjúklingur, vora marg-' ar ferðirnar með sælgæti og annað gott til hennar. Við vottum nánustu ættingjum hans okkar samúð. Sigríður, Haraldur og börn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI JÚLÍUSSON, Ránargötu 27, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. júlí kl. 10.30. Guðrún Jónsdóttir, María E. Ingvadóttir, Herdís Ingvadóttir, ión Grétar Ingvason, Bjarni Rafn Ingvason, Áslaug Nanna Ingvadóttir, Ingvi Júlíus Ingvason, Hjördís Arnardóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Oddur Sigurðsson, Unnur Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum ykkur öllum sem sýnduð okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar LAUFEYJAR K. BLÖNDAL Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.