Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BG HEF EKJCf, HÆFíLEtkCA A pesso Sl/!E>1 / 1-/3 Cj^f^ Grettir Ferdinand BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Já, en háttvirtur heilbrigðisráðherra... Frá Axel Haugen: MÉR fannst athyglisvert að hlusta á viðtal við yfírmann heilsugæslu í landinu í aðalfréttatíma Ríkissjón- varpsins sl. miðvikudagskvöld. í máli hennar kom fram að lokan- ir geðdeilda s.s. bamadeildar Lsp. væru teknar af fagfólki og gaf þann- ig í skyn að það væri fagleg ákvörð- un. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Ef það er fagleg ákvörðun að neita sjúku fólki sem þarfnast að- stoðar um þá hjálp sem það þarf á að halda, og ætla ég þá ekki að ræða einstök tilfelli frekar en heil- brigðisráðherra, langar mig að spyrja: Í hvaða skóla gekk það fólk sem tekur slíkar ákvarðanir? Ég held að allir sjái að sú ákvörð- un er ekki tekin á faglegum forsend- um heldur eru forráðamenn spítal- anna nauðbeygðir á grundvelli þess fjárlagaramma sem þeim er gert að starfa eftir. í þessu máli er ekki réttlátt að deila einungis á heilbrigðisráðherra, þar sem fjárlagahalli ríkisstjórnar- innar (þjóðarinnar) er eins og allir vita töluverður og nauðsynlegt að fara að ná fjárhagslegu jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Málið snýst bara ekkert um það heldur hvaða aðferðum menn beita fyrir sig til þess að ná því markmiði. Við verðum að fara að beita okk- ur fyrir spamaði annars staðar en í heilbrigðiskerfinu, þar verður ein- faldlega ekki gengið lengra. Persónulega fínnst mér það bera vott um hugmynda- og úrræðaleysi stjórnvalda að ganga sífellt nær heilbrigðiskerfinu þegar skórinn kreppir að, og ef menn eru hættir að taka tillit til „einstakra tilfella“, sem í raun eru ekki einstök heldur fjölmörg, ber það vott um að þeir séu ekki lengur í sambandi við raun- veruleikann. Ég sagði í síðustu grein minni sem birtist í Mbl. sama dag og umrætt viðtal við heilbrigðisráðherra að ég ætlaði sjálfur ekki að koma með til- lögur að spamaði þar sem við hefð- um ríkisstjóm til þeirra starfa auk þess sem við búum yfir fjöldanum öllum af einstaklingum sem eru mun hæfari til þess verkefnis en undirrit- aður. Samt langar mig til að benda á að sífellt er verið að tala um fjár- magn sem fer forgörðum í formi skattsvika, og hafa þá verið nefndar fjárhæðir sem eru margfaldar á við þær sem verið er að kreista út úr heilbrigðiskerfínu með miklum harmkvælum. Nýlega bar á góma að halli RÚV var um 200 millj. Hvað skyldi það vera í prósentum talið stór hluti af veltu þessa ríkisfyrirtækis? Ekki svo að skilja að ég sé ósátt- ur við starfsemi RÚV heldur er ég einungis að benda á að hægt er að taka til hendinni á fjölmörgum stöð- um í þjóðfélaginu, en til þess þarf fólk að leggja sig fram, sýna áræði, þor og dugnað. Ef ráðamenn þjóð- arinnar gera ekki annað en að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægst- ur gætu a.m.k. sumir farið að draga þær ályktanir að þeir væru vanhæfír. Sjálfur ætla ég ekki að fullyrða að svo sé, en menn munu dæmast af verkum sínum. Ég mótmæli sumarlokunum þeirra geðdeilda landsins sem um ræðir. AXEL HAUGEN, Austurbrún 2, Reykjavík. Yarið ykkur á vottorðunum Smáfólk TELL YOUR RI6HT FIELDER. TO STOP WINK1N6 ATME.. [~zr~ MT CATCHER 5AV5 FOR YOU TO 5T0P W1NKIN6 AT MIMÍ I CAN T HELP IT.JT'5 A 5?ommos REACTION.. 6-10 \j0NK! I L0\/E TM05E 5PONTANEOU5 REACTI0N5I Segðu hægri vall- Kastarinn .minn Ég get ekki að armanninum að segir að þú eigir þvi gert... þetta hætta að blikka að hætta að eru ósjálfráð mig... blikka hann! viðbrögð... Ég elska þessi ósjálfráðu við- brögð! Frá Sveini Indriðasyni: ÞAÐ er full ástæða fyrir yfírdýra- lækni að taka erlend vottorð lítt trú- anleg, en sannreyna heldur uppruna og gæði vörunnar. Eitt sinn var ég staddur í Hol- landi, að hitta _þar menn, sem ég átti skipti við. Á þeim tíma var ný- komið á þar innflutningsbann á vör- um frá Suður-Afríku, vegna kyn- þáttadeilna. Sem ég er á gangi með starfs- manni fyrirtækisins fram hjá at- hafnasvæði annars heildsala kom ég auga á vöru, sem ég þóttist viss um að væri frá Suður-Afríku. Ég spurði fylgdarmann minn hvort þetta væri ekki bannað. Hann játti því, en bætti við, að reikningurinn væri frá Brasilíu, „en mér kæmi ekki á óvart að varan væri frá Suður-Afríku“. Það orð fór af þar um slóðir, að vottorð Iægju þar í stöflum til að votta hvað sem var og einnig væri hægt að láta vörureikninga hljóða upp á þær upphæðir, sem þurfa þætti. SVEINN INDRIÐASON, Árskógum 8, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.