Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 33 BRÉF TIL BLAÐSINS Eyðing Seyðishóla Frá Birni M. Siguijónssyni: NÚ STENDUR fyrir dyrum að nema gjall úr Seyðishólum í Gríms- nesi. Oddviti Grímsneshrepps hefur gert samkomulag við Léttsteypuna í Reykjavík um gjalltöku úr Kálfhól- um sem er einn af 5-6.000 ára gömlum gígum í gígaþyrpingu Seyðishólanna. Ef af verður hverfur þriðjungur af þessum gíg og landslag á svæð- inu gerbreytist. Gígurinn er líka einn af fáum gígum á þessum aldri í jarðsögunni og af honum verður sár eftirsjá. í staðinn fá þeir sem að náttúru- spjöllunum standa hálfan milljarð króna. Þetta er vond hugmynd. Með þessu er ímynd Islands sem óspillts lands flekkuð. Gígurinn er rétt hjá Kerinu þar sem tugþúsund- ir ferðamanna stansa á hveiju sumri, og ef verið er að sýna þeim náttúrufyrirbæri öðrum megin við veginn á meðan fjöllunum er mok- að burt hinum megin missa þeir trúna á að ísland sé raunverulega óspillt. Það er einmitt fyrir það hversu óspjallað landið er af mannvist sem ferðamenn koma hingað og einnig hversu útlendingum finnst við með- vituð um að halda landinu þannig. Ef ferðamenn í rútu á leið um Grímsnesið mæta þungaflutninga- bíl á kortérsfresti og eru e.t.v. með einn slíkan fyrir framan sig og annan fyrir aftan hugsa þeir sem svo að þetta sé tóm blekking, „ís- land er alveg jafniðnvætt og önnur lönd í Evrópu, ég hefði betur farið til Grænlands". Umhverfisáhrifin ná þannig langt út fyrir Grímsnes- hrepp og hafa áhrif á hugsanir ferðamannsins það sem eftir lifir ferðarinnar um ísland. Mér finnst undarlegt að Grímsnesingar hafi ekki áttað sig enn á þéirri auðlind sem ferðamennirnir eru. Ferða- menn hafa nefnilega einn stóran kost sem námur hafa ekki. Þeir eru endurnýjanlegir. Þeir koma aftur og aftur ef þeir halda að það sé þess virði. Hins vegar þarf hug- myndaflug til að nýta þessa auðlind og menn þurfa að hlusta á hvað viðskiptavinurinn vill. Grímsnesing- ar eru ekki að hlusta á hvað við- skiptavinurinn vill og það er skammsýni sem tilheyrir löngu liðn- um tímum á íslandi að ganga um landið eins og Grímsnesingar hafa nú samið um. Það er miklu viturlegra fyrir Grímsnesinga að taka höndum sam- an um að veita ferðamönnum sem leið eiga um þjónustu af öllu tagi og byggja svæðið upp á forsendum ferðaþjónustu. Þeir gætu til dæmis byijað á því að loka námu sem enn er opin í stærsta hólnum frá miðjum sjötta áratugnum. Gígurinn eyðist á nokkrum árum og peningarnir sem hreppurinn fær greidda verða búnir fyrr en varir og sú áhætta sem er tekin á því að skaða ímynd svæðisins, gæti valdið því að Grímsnesingar grípa í tómt þegar á að fara að nýta ferða- þjónustuna. BJÖRN M. SIGURJÓNSSON, formaður Fjallsins, félags jarð- og landfræðinema. RADA UGL YSINGAR Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóri óskast á Heilsugæslustöð Þingeyrar frá 1. september 1995. Upplýsingar veitir Guðrún Jóhannsdóttir í síma 456 8122. Auglýsing um deiliskipulag Efri-Reykir, Biskupstungnahreppi Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1. í skipulags- reglugerð, er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að deiliskipulagi sumarbústaða í landi Efri-Reykja í Biskupstungnahreppi. Deiliskipulagstillagan nærtil stækkunarsum- arbústaðabyggðar í vestur við núverandi sumarbústaðabyggð. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Biskups- tungnahrepps, Aratungu, og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, á skrif- stofutíma frá 17. júlí - 14. ágúst. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Bisk- upstungnahrepps fyrir 15. ágúst 1995 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Biskupstungnahrepps. Skipuiagsstjóri ríkisins. Kárastaðir, Þingvallahreppi Sumarbústaður við Neðristíg 7 Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1. í skipulags- reglugerð, er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að deiliskipulagi sumarbústað- ar í landi Kárastaða í Þingvallahreppi. Tillagan nær til sumarbústaðar við Neðristíg 7 í landi Kárastaða. Tillagan liggur frammi hjá Þjónustumiðstöð- inni á Þingvöllum og Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, á skrifstofutíma frá 17. júlí - 14. ágúst. Athugasemdum skal skila til oddvita Þing- vallahrepps, Miðfelli fyrir 15. ágúst 1995 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Þingvallahrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. Krókur, Grafningshreppi Deiliskipulag sumarbústaðahverfis Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1. í skipulags- reglugerð, er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að deiliskipulagi sumarbú- staðahverfis í landi Króks í Grafningshreppi. Tillagan nær til sumarbústaða sunnan núverandi byggðar í landi Króks. Tillagan liggurframmi á skrifstofu Grafnings- hrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, á skrifstofutíma frá 17. júlí til 14. ágúst. Athugasemdum skal skila til oddvita Grafn- ingshrepps, Bíldsfelli, fyrir 15. ágúst 1995 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Grafningshrepps, Skipulagsstjóri ríkisins. Neðri-Háls, Kjósarhreppi Auglýsing um deiliskipulag Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1. í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, er hér með lýst eft- ir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi sumarbústaðabyggðar í landi Neðri-Háls í Kjósarhreppi. Skipulagssvæðið liggur á Hálsnesi norðan Laxárvogs, neðan þjóðvegar 1. Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Kjósarhrepps í Félagsgarði og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, á skrif- stofutíma, frá 17. júlí 1995 til 14. ágúst 1995. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Kjósar- hrepps í síðasta lagi 15. ágúst 1995 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Kjósarhrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. Klausturhólar, Grímsneshreppi Deiliskipulag sumarbústaðahverfis Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1. í skipulags- reglugerð, er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að deiliskipulagi sumarbú- staðahverfis í landi Klausturhóla í Grímsnes- hreppi. Tillagan nær til stækkunar sumarbústaða- hverfisins í norður frá núverandi byggð í landi Klausturhóla. Tillagan liggur frammi hjá skrifstofu Gríms- neshrepps og Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík á skrifstofutíma frá 17. júlí- 14. ágúst. Athugasemdum skal skila til oddvita Gríms- neshrepps, Borg, fyrir 15. ágúst 1995 og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Grímsneshrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. ▲ Tilboð ívöruflutninga milli Akureyrar og staða á Austur- landi á svæðinu frá Egilsstöðum til Hornafjarðar Kaupfélag Eyfirðinga óskar hér með eftir til- boðum í vöruflutninga félagsins milli Akur- eyrar og staða á Austurlandi á svæðinu frá Egilsstöðum til Hornafjarðar frá 1. septem- ber 1995. Nánari upplýsingar varðandi vöruflutningana gefur Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi kaupfélagsstjóra, sími 463 0300. Frestur til að skila inn tilboðum er til 28. júlí nk. og verða tilboðin opnuð þriðjudag- inn 1. ágúst kl. 10.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kaupfélag Eyfirðinga. Motorola GSM Nýr Micro t.a.c. 5000 selst á 3.800 n.kr. Sími 00 47 77093785 Uppboð Framhaid uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Austurbraut 1, þingl. eig. Jón Benedikt Karlsson, gerðarbeiðandi Féfang hf., Innheimtustofnun sveitarféiaga, sýslumaðurinn á Höfn, veðdeild Landsbanka Islands, 20. júlí 1995 kl. 14.00. Sýstumaöurinn á Höfn, 14. júlí 1995. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Múlavegur 41, 1. haeð t.h., Seyðisfirði, talinn eig. Björg Sigurðardótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 21. júli 1995 kl. 14.00. 14. júli 1995. Sýslumaöurinn á Seyöisfiröi. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. ; VEGURINN Krístið samfélag Samkoma i Þingvallakirkju kvöld kl. 20.30. í Söngur, leikræn tjáning og fyrir- bænir. Ungt fólk frá Noregi í heimsókn. Allir velkomnnir. Hvftasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Kristinn Ásgrímsson. Þriðjudagur: Samkoma með Benny Hinn í Laugardalshöll kl. 20.00. Miðvikudagur: Samkoma með Benny Hinn i Laugardalshöll kl. 11.00 og kl. 20.00. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30 með Cele- brant Singers. Dagsferð laugard. 15. júlí Kl. 8.00 Hekla 1.491 (m.y.s.). Eitt virkasta eldfjall íslands. Verð 2.500/2.700. Dagsferð sunnud. 16. júlí Síldarmannagötur-Grafningur. Gömul þjóðleið. Verð 2.000/2.200. Brottför frá BSl, bensínsölu. Miðar við rútu. Einnig uppl. ítextavarpi bls. 616. Útivist. FERÐAFÉLAG # fSLANDS IMÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir sunnud. 16. júli' Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð (kr. 2.700) og þeir sem hyggja á lengri dvöl í Þórsmörk ættu að athuga ódýrt sumarleyfi i Langadal/Skagfjörðsskála. Þar er allt sem þarf fyrir gesti staðar- ins. Kl. 10.30 Hveragerði - Katta- tjarnir - Krókur. Leiðin liggur um Reykjadal, Dalsskarð að Kattatjörnum, Djáknapolli og Króki í Grafningi. Kl. 13.00 Lómatjörn - Mælifell - Djáknapollur. Gangan hefst við Hagavík (Þingvallavatn) um Ljómatjarnarháls, Mælifell og endar við Krók í Grafningi. Verð kr. 1.200. Miðvikudagur 19. júli kl. 20.00: Esjuhlíðar, skógarstigar (kvöld- ferð) Ferðafélags l'slands. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.