Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: ILAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Má loks veitt aðstoð Ríkisstjórnin vill málið til EFTA Gamli spít- ■ alinn gerð- ur upp SVERRIR Hermannsson og starfs- menn hans eru þessa dagana að vinna við að gera upp Gamla spítal- ann við Aðalstræti á Akureyri, en Sverrir er einhver kunnasti endur- gerðarmeistari húsa á landinu. Akureyrarbær keypti Gamla spítalann fyrir stuttu og afhenti Læknafélagi Akureyrar og Félagi hjúkrunarfræðinga i því skyni að hann yrði gerður að læknaminja- safni. Minjasafninu á Akureyri var falin umsjá hússins og rekstur. Sverrir sagði að viðgerðin yrði unnin í áföngum á 4-5 árum, fyrst yrði húsið gert upp að utan og á næsta ári yrði farið í að vinna inni, fjarlægja steingólf, sem steypt var fyrir 50 árum, og setja í húsið timburgólf eins og upphaf- lega var þar. Þeir Kristján Pétursson, Birkir Baldvinsson og Jóhannes Héðins- son voru að vinna við vesturhlið Gamla spitalans í sólskininu í gær. Klæðning hefur verið tekin af og reiðingur fjarlægður og ver- ið er að bæta og lagfæra fótstykk- in á uppistöðum hússins. un vegna þessa máls. Halldór segir að eftir að Má var vísað umsvifa- laust út úr norskri lögsögu í fyrra- kvöid, eftir að sjálfstætt björgunar- fyrirtæki sleit samningi við útgerðina um aðstoð við skipið sökum hótana frá hagsmunaaðilum í norskum sjáv- arútvegi, hafi málið verið komið á afar alvarlegt stig. Talsmaður stjómstöðvar vamar- mála í Norður-Noregi viðurkennir að norska strandgæslan hafí fengi fyrir- mæli frá norskum stjómvöldum um að veita Má aðstoð á alþjóðlegu haf- svæði. Réttarstaða íslenskra skipa í norskum höfnum verður að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra tekin fyrir á vettvangi Evr- ópska efnahagssvæðisins í Brussel á þriðjudaginn. Halldór kveðst telja að björgunarfyrirtækið norska hljóti að vera skaðabótaskylt gagnvart útgerð Más. ■ Fékk fyrirmæli/4 Hald lagt á 2.000 lunda Grunur um veiði án korts LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum tók í gærkvöldi á móti tveimur bát- um sem fluttu afla lundaveiðimanna úr Suðurey og Álsey og lögðu hald á aflann, alls um 2.000 lunda, vegna gruns um að veiðimennirnir hefðu ekki tilskilin veiðikort. í kjölfarið voru tveir lögreglumenn sendir út í Álsey til að kanna leyfi veiðimann- anna. „Aðgerðir okkar era í samræmi við nýsett lög um að allir sem veiða fugl, hvort sem þeir skjóta hann eða veiða í háf, þurfi að bera veiði- kort. Við tókum á móti bátum sem vora að sækja fugla út í eyjarnar og sendum lögreglumenn út í Álsey til að styrkja rannsókn okkar,“ seg- ir Jóhannes Ólafsson settur yfirlög- regluþjónn í Vestmannaeyjum. Þjóðarbúið gæti tapað 2 milljörðum vegna samdráttar í úthafskarfaveiðum Morgunblaðið/Rúnar Þór NORSKA strandgæslan kúventi í afstöðu sinni í gærmorgun og veitti togaranum Má frá Ólafsvík aðstoð við að losa net úr skrúfu hans, utan við fjögurra mílna lögsögu Noregs. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segir það samdóma álit ríkis- stjómarinnar að æskilegt sé að láta á það reyna fyrir eftirlitsstofnun EFTA að Norðmenn meinuðu togar- anum að koma til hafnar í Noregi. Rætt var um mál togarans á ríkis- stjórnarfundi í gær. Svavar Þorsteinsson, útgerðar- stjóri Más, segir að málið verði skoð- að um helgina og í byijun næstu viku verði tekin ákvörðun um hvort málinu verði skotið til eftirlitsstofn- unarinnar. Sendiherra kallaður fyrir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra kallaði sendiherra Noregs á sinn fund í gærmorgun og var ráðu- neytið í stöðugu sambandi við norsk stjómvöld í fyrrakvöld og gærmorg- Afli utan lantlhelgi 58% minni en í fyrra AFLI íslenskra skipa utan land- helgi, að síld undanskilinni, er 58% minni nú, eða tæpum 27.000 tonn- um, en um mitt ár í fyrra. Jafn- framt hafa landanir erlendra skipa dregist saman um 38%, eða tæp 10.000 tonn, miðað við sama tíma- bil, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Um mitt ár í fyrra höfðu íslend- ingar veitt rúm 46.000 tonn utan landhelgi en hafa veitt um 19.000 það sem af er. Mestu munar um úthafskarfann því á sama tíma í fyrra höfðu veiðst rúm 45.000 tonn á móti rúmum 18.000 tonnum nú en hann veiddist sama og ekkert eftir júlílok í fyrra. Þess má einnig geta að í fyrra höfðu veiðst um 800 tonn af þorski utan landhelgi, en 42 nú. Á móti kemur að íslendingar hafa veitt 173.000 tonn úr norsk- íslenska síldarstofninum á þessu ári en veiddu 21.100 tonn á sama tíma- bili í fyrra. í spá Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1995 var miðað við 60.000 tonn af úthafskarfa upp úr sjó, að sögn Ásgeirs Daníelssonar hag- fræðings, og ef svo fer sem horfír skila veiðarnar tveimur milljörðum minna í þjóðarbúið á þessu ári en ráð var fyrir gert. Er þá miðað við að 50 krónur fáist fyrir kílóið. Minna landað af þorski Hvað erlend skip áhrærir var heildarafli til löndunar um mitt ár í fyrra rúm 25.000 tonn en er tæp 16.000 tonn sem af er árinu. Mestu munar um þorskinn því landað var tæpum 12.000 tonnum í fyrra en rétt rúmum 6.000 tonnum nú. Er- lendu skipin höfðu einnig landað rúmum 4.000 tonnum af rækju í fyrra á móti 1.300 nú en magn úthafskarfa er hins vegar svipað, eða tæp 7.000 tonn á móti 7.400 í fyrra. Afli íslenskra hentifánaskipa er talinn til erlendra landana að sögn Ásgeirs og því erfitt að reikna tekjutap vegna minni afla með nákvæmni. Sé miðað við 115-20 krónur fyrir kílóið af þorski upp úr sjó þýðir 5.000 tonnum minni afli tekjutap upp á tæpar 600 millj- ónir. En ef miðað er við verðmæti rússaþorsks fyrir vinnsluna reikn- ast kílóið á 40 krónur og tapið því þriðjungi minna, eða um 200 millj- ónir. Má gera afla og háf upptæk 'Virðisaukaskattur var ranglega lagður á ábyrgðarviðgerðir Hekla fær 30 milljónir endurgreiddar YFIRSKATTANEFND hefur fallist á þá kröfu Heklu hf. að endur- greiða beri fyrirtækinu álag og dráttarvexti sem lagt var á við inn- heimtu á virðisaukaskatti af greiðslum fyrir ábyrgðarviðgerðir á árunum 1990-1993. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um að ræða virðisaukaskatt- skylda veltu. Samtals er um að ræða rúmlega 30 milljónir króna sem fyrirtækið hafði áður staðið skil á. Þetta mál má rekja til ársins 1993 þegar eftirlitsskrifstofa ríkis- skattstjóra gerði athugasemdir við að Hekla hefði ekki gert skil á virð- isaukaskatti af móttteknum greiðsl- um fyrir ábyrgðarviðgerðir á bif- reiðum og tækjum árin 1990-1993. Taldi skrifstofan að vangoldinn út- skattur næmi samtals tæplega 40 milljónum. Ríkisskattstjóri hækkaði skattskylda veltu sem þessu nam og bætti við 20% álagi á hækkun virðisaukaskatts ásamt dráttar- vöxtum. Hekla stóð skil á þessum greiðslum en kærði ákvörðun ríkis- skattstjóra til yfirskattanefndar í október 1994. Enginn virðisauki Hekla vísaði m.a. til þess að eng- inn „virðisauki" yrði til við umrædd- ar ábyrgðarviðgerðir og þær tryggðu þá kosti bifreiðanna sem áskildar hafi verið við sölu þeirra. Ríkisskattstjóri byggði aftur á móti ákvörðun sína á því að beint réttar- samband hafi verið milli kaupenda bifreiða hjá Heklu og erlendra fram- leiðenda bifreiðanna. Kaupendur sæktu því kröfu um úrbætur á göll- um, sem fram kæmu á bifreiðunum, í raun beint á hendur viðkomandi framleiðendum, en Hekla sæi um ábyrgðarviðgerðir fyrir hönd fram- leiðendanna og á reikning þeirra. Yfirskattanefnd komst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um að ræða beina ábyrgð framleiðenda gagnvart kaupendum bifreiðanna. Hekla hafi borið slíka ábyrgð en átt síðan endurkröfu á hendur framleiðendum vegna kostnaðarins. Ekki væri unnt að líta á umræddar greiðslur framleið- enda bifreiðanna til Heklu sem end- urgjald fyrir veitta þjónustu og af- hentar vörur þeim til handa. í Álsey vora þrír veiðimenn, sem höfðu veitt um 1.440 fugla, en fjór- ir í Suðurey, sem höfðu veitt um 500 fugla. Um miðnætti í gær voru, að sögn Jóhannesar, vísbendingar um að veiðimennirnir í Suðurey hefðu veiðikort. „Mér sýnist að að til greina komi að við afhendum aflann úr Suðurey en við eigum eftir að rannsaka mál veiðimannanna í Álsey betur. Lög- um samkvæmt er heimilt, ef veiði- maður er staðinn að verki án veiði- korts, að gera upptækan afla, auk háfsins og beita sektum. Þarna getur verið um tilfinnanlegt tjón að ræða, því að háfar þeir sem menn nota kosta um 30 þúsund krónur. Þessir veiðimenn voru ekki staðnir að því að nota háf, en leiði rannsóknin í ljós að um ólöglegt athæfi hafi verið að ræða, getum við gert aflann upptækan og í fram- haldi yrðu kærur væntanlega born- ar fram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.