Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 1
 • Ást, ferðalög, ævintýri/4 • Féll fyrir Frakklandi/5 • Leikhúsið var flóttaleið/8 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 BLAЕ Kjörgripur handa Christine Vöknaði marg- sinnis um augu HIN tíu ára gamla Christine er að vonum ánægð nýju fiðluna. Kristinn Sigmundsson KRISTINN Sigmundsson söng á dögunum á móti hinni heims- kunnu sópransöngkonu Editu Gruberovu í Luciu di Lammermoor eft- ir Donizetti í Ríkisó- perunni í Miinchen. Fékk sýningin mjög góða dóma í blöðum í Þýskalandi og er Kristinn, sem syng- ur hlutverk Raim- ondos, ákaflega sáttur við sinn hlut. Kristinn kveðst ekki í annan tíma hafa upplifað aðrar eins viðtökur í óperuhúsi; ítrekað hafi þurft að gera hlé á sýningunni vegna fagnaðarláta áhorfenda. „Það er ekki hægt að lýsa^ stemmning- unni með orðum. Ég komst til dæmis ekki upp í búningsher- bergi fyrr en hálftíma eftir að sýningunni lauk.“ Kristinn segir að Gruberova sé í senn elskuleg og þægileg í samstarfi. „Það er mjög gaman að fá að vinna með henni en þetta er gamalt átrúnaðargoð mitt frá því ég var í Vínarborg. Þá fór ég alltaf að hlusta á hana þegar hún var að syngja þetta hlutverk. Þó það sé stórt upp í sig tekið þá skipar Gruberova sama sess hjá mér og María Callas.“ Heimsins besta Lucia Að sögn Kristins lætur Gru- berova engan bilbug á sér finna þótt hún sé komin af léttasta skeiði. „Hún syngur ekki verr en fyrir fimmtán árum og ég held að engin söngkona í dag geti sungið Luciu jafn vel og hún. Gruberova hefur gríðarleg tæknileg og tilfinningaleg tök á hlutverkinu og mér vöknaði margsinnis um augu, jafnvel þegar ég var að syngja á móti henni.“ Tveimur sýningum á Luciu di Lammermoor er lokið en þær liggja niðri í sumar. Þráðurinn verður tekinn upp í haust og eru fjórar sýningar í september og október. Meðal annarra söngvara sem taka þátt í sýningunni ex-u Wolfgang Brendel og Francisco Araiza. „Það er óhætt að segja að ég hlakki til að fara út í haust,“ segir Kristinn Sigmunds- son. BARÁTTAN um bestu gripina á Sotheby’s upp- boðinu í London var hörð. Eftir því sem spennan jókst, reyndi tíu ára þýsk stúlka, Christine Thomas, að teygja sig upp svo að hún sæi hvað fram færi. Ein af þeim sem buðu í munina var móðir stúlk- unnar, Elisabeth, og þeg- ar uppboði lauk hafði hún tryggt dóttur sinni Stradi- varius-fiðlu til að spila á, að því er segir í The European. Hljóðfærið kostaði sem svarar til 38 milljóna kr. ísl. Italinn Antonio Stradi- vari smíðaði fiðluna árið 1666 er hann var 22 ára og er hún eitt af fyrstu hljóðfærum hans. Ekkert er vitað um afdrif hennar í tæp 300 ár en hún skaut upp kollinum á ítaliu árið 1948. Þá var hún flutt til London. Lýsir Graham Wells, yfirmaður lxljóð- færadeildar Sotheby’s fiðlunni sem „fíngerðu og töfrandi hljóðfæri. Stradi- vari var að hefja fiðlusmíð og hafði ekki efni á því að kaupa dýran við í hljóð- færin. Fiðlan er óvenju lítil, sem telst venjulega slæmt, en hljómur þessar- ar fiðlu er ótrúlegur." Elisabeth Thomas telur stærð fiðlunnar henta dóttur sinni vel. Þrátt fyr- ir að hún hafi aðeins leik- ið á fiðlu í fjögur ár hefur Christine þegar unnið til verðlauna í heimalandi sínu og komið margoft fram opinberlega, í eitt skiptið lék hún fyrir 1.500 manns í Dus- seldorf. Það kemur hins vegar tæpast á óvart að stúlkan skuli hneigjast að tónlist. Faðir Kristinn og Gruberova saman í Miinchen EDITA Gruberova námskeið afburða fiðlu- nema sem Pinchans Zuc- kerman heldur í ísrael en fiðlan fer hvergi. Hyggst móðirin fylgjast með fiðl- unni á meðan og leika á hana einstöku sinnum til að fullvissa sig um að allt sé í lagi. Síðasti eigandi fiðlunn- ar var Michelle Jenkins, ekkja fiðluleikarans Tom Jenkins. Hann lést árið 1957 og hafði ekki verið leikið á hljóðfærið frá dauða hans. Var frú Jenk- ins himinlifandi yfir því að hljóðfærið skyldi ætlað ungri og einkar efnilegri stúlku. Þá er ekki að efa að söluverðið hefur glatt hana en talið var að há- marksverð fyrir fiðluna yrði 21 miljjón ísl. kr. Eig- inmaður Jenkins keypti hana árið 1948 fyr- ir sem svarar til i5»s nnnirr í=i Þýsk kona keypti fyrir skömmu Stradi- varius-fiðlu handa tíu ára gamalli dóttur sinni. Kostaði fiðlan um 38 milljónir kr. hennar er fiðlusmiður og móðir hennar fiðluleikari. Christine æfir sig í klukkustund á dag og stærsti draumur hennar var að eignast Stradivar- ius-fiðlu. Hún fær hins vegar ekki að æfa sig reglulega á hana fyrr en hún er orðin stærri. Christine er á leið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.