Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Lögin við vinnuna EGAR við stigum í fyrsta sinn á svið, vorum við sann- færð um að fólk myndi henda tómötum í okkur, segir Ciro Pandice, múrhleðslumaður frá Al- bano, smábæ suður af Róm. „Eða hlægja að okkur,“ bætir steinsmið- urinn Fernando Carpineti við. En í fyrsta sinn sem þeir settu ásamt fleirum nútímaóperuna „Experi- mentum Mundi“ eftir Giorgio Batt- iselli á svið fyrir fjórtán árum, var engum hiátur í hug. Ekki hvarflaði heldur að áhorfendum að henda tómötum í listafólkið. Þeir hafa tek- ið uppátækinu með opnum hug en hópurinn sem Pandice og Carpineti tilheyra, hefur sýnt hana 40 sinnum á 37 stöðum víðs vegar um Evrópu. Það er í raun hlægilegt að ein- hver skuli hafa látið sér detta í hug að hiæja að Pandice, Carpineti eða öðrum í 20 manna hópnum sem sett hefur „Experimentum Mundi“ á svið. Karlarnir gætu lyft þremur gagnrýnendum með annarri hendi og fleygt þeim út á hliðarsviðið. Aldrei áður hafa svo kraftalega vaxnir tónlistarmenn stigið á svið og aldrei fyrr hefur tónskáldi dottið í hug að semja óperu skipaða iðnað- armönnum (og nokkrum eigin- kvenna þeirra), sem stunda iðn sína á sviðinu og skapa á þann hátt tón- listina. Orðið ópera er fleirtala af lat- neska orðinu opus; vinna. Og Batt- iselli afréð að láta menn vinna í sinni óperu. Þeir gera það svika- laust, Pandice hleður múrsteina alla sýninguna, níu raðir áður en yfir lýkur. Carpineti heggur til steina, Edouardo Borgiani járnsmiður hamrar járnið, Giuseppe D’Anella og Oberdan Carpineti brýna hnífa, Sergio Leandri gerir við skó, Sannibale- bræður, Alfredo og Fa- bio, smíða tunnur og Luigi Battes- telli býr til pasta. í þessari óperu er vinnan leikur; að leika tónlist sem byggð er á hrynjandi verka iðnaðarmannanna. Það sem er svo ótrúlegt er hversu áhrifamikil tónlist „Experimentum Mundi“ er, auk þess að vera óður til handverks sem nú er óðum að hverfa. „Ég vildi reyna að fanga þessi hljóð,“ segir höfundurinn, Battiselli, „og gera þau að ein- hveiju sérstöku. Að sumu leyti er óperan minningarbrot um hljóðin í bænum sem ég er alinn upp í og hef geymt innra með mér. Að öðru leyti er hún aðeins flutningurinn.“ Sýning „Experimentum Mundi“ snertir áhorfendur sterkt, segir blaðamaður The Independent. Enda ekki á hveijum degi sem menn skapa verðmæti á sviðinu, sum meira að segja æt. Það er margt að sjá á sýningunni og heyra, að mati gagnrýnanda blaðsins, sem segir tónlistina ryðjast áfram eins og í verkum Wagners, á milli þess sem tónarnir svífi jafnléttilega um og í Töfraflautunni, þó að tónlist Battiselli sé mun fremur í ætt við Stockhausen en þá Mozart og Wagner. En hver varð kveikjan að „Ex- perimentum Mundi“? „Giorgio gerði hljóðupptöku af okkur þegar við vorum að vinna,“ segir Sergio Le- andri. „Fyrst héldum við að hann væri galinn. En þar sem við þekkj- um öll Giorgio; hann ólst hér upp, sættumst við á það að hann væri bara svona." En þegar hópurinn lék „Experi- mentum Mundi“, áttuðu menn sig þegar á því að um tónlist væri að ræða, segja tónlistar- og iðnaðar- mennirnir. „Annars er ég ekkert hrifinn af nútímatónlist eða óper- um. Ég er hrifnastur af reggíi,“ segir Fernando Carpineti og brýnir meitil sinn. Battiselli er fæddur og uppalinn Hljómfall högga járnsmiðsins og annarra iðnaðar- manna frá smá- bænum Albano á Ítalíu gáfu tón- skáldinu Giorgio Battiselli hug- myndina að óvenju- legri óperu í Albani. „Ég hef þekkt þetta fólk alla mína ævi og hljóðin sem það skapaði sátu í mér þegar ég hóf nám í tónlistarháskólanum í Róm. Ég var tvö ár að semja óperuna, 28 og 29 ára. Hún var fyrst sett á svið árið 1981 og við setjum hana á svið fyrir þá sem þess óska. “Nú þegar hafa orðið breytingar á hópn- um, yngri menn tekið við af þeim eldri. Listakonan Nýtt verk Atla Heimis frumflutt í Skálholti um næstu helgi sem bauð körl- unum birginn Saga 17. aldar mál- arans Artemisu Gentileschi hefur verið þýdd á ensku HIN þekkta skáldsaga Önnu Banti, Artemisa, hefur nú verið gefin út á ensku, tæpum fimmtíu árum eftir að hún kom fyrst út á ítölsku. Hefur útgáfunni verið fagnað í Bretlandi en bókin segir sögu einnar þekktustu listakonu fyrri tíma, Artemisu Gentileschi, sem uppi var á 17. öld. Gentileschi gekk í gegnum erfið réttarhöld eftir að henni var nauðgað á unglingsaldri en hún náði engu að síður að skapa sér frægð í heimalandi sínu og varð hún einn eftirsóttasti málarinn á Ítalíu á 17. öld. Hún fæddist í Róm árið 1598, að talið er, og lést 1652. Að nokkrum áratugum liðnum var nafn hennar fallið í gleymsku. Urðu verk hennar ekki þekkt fyrr en Anna Banti skrifaði bók um líf Gentileschi en Banti er kvik- myndagagnrýnandi og hélt fyrir- lestra um myndlist en eiginmaður hennar og hjálparhella við skrifin var listgagnrýnandinn Roberto Longhi. Það gekk ekki átaka- laust fyrir sig að finna heimildir um Gentileschi og varð Banti því að skálda í eyðurnar. Þá stóð heimsstyijöldin sem hæst og fyrstu drög að bók Bantis urðu eyðilegging- unni að bráð í loftárásum bandamanna. Banti gafst ekki upp, heldur settist að nýju niður við skriftir. Að þessu sinni skrifaði hún bókina eins og um samtal við Gentileschi væri að ræða. Er viðfangsefni hennar barátta konu í karlaheimi þessa tíma, svo og listasaga 17. aldar. SJALFSMYND Artem- isu Gentileschi. Bókin kom út árið 1947 og vakti mikla athygli, að því er segir í The European þar sem tilurð bókarinn- ar var rilj'uð upp. Óhamingjusöm Gentilesehi var dóttir lista- manns, Orazio, og var ung sett í læri til málara í Róm. Hann nauðgaði henni þegar hún var enn á unglingsaldri og er faðir hennar hugðist draga nauðgarann fyrir dóm, kostaði það Artemisiu niður- lægjandi og sársaukafulla með- ferð, hún var m.a. pyntuð með þumalskrúfum til að tryggja það að hún segði satt og rétt frá. Artemisia var lítilsvirt í Róm í kjölfar réttarhaldana og flúði með föður sínum til Flórens, þar sem hæfileikar hennar fengu að njóta sín. Hún varð fljótt vinsæll mál- ari og sneri að endingu aftur til Rómar, þar sem hún giftist An- tonio Stiattesi. Sú hjónabands- sæla varð þó skammvinn, því eig- inmaðurinn yfirgaf hana og ungt barn þeirra. Listakonan gafst ekki upp, hélt áfram að mála og er hún fór að nálgast fertugt, stofnaði hún listaskóla í Napólí. Síðar gerði hún lokatilraun til að hefja nýtt líf, er hún hélt til Eng- lands en dvölin þar varð enda- slepp. Morgunblaðið/Sig. Jóns. ANN Toril Lindstad orgelleikari og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Allsheij ar- hugleiðsla um innri og ytri frið Selfossi. Morgunblaðið. Þ AÐ fylgir því alveg sérstök tilfinning að koma i Skálholts- kirkju og spila þar,“ sagði Ann Toril Lindstad, norskur orgel- leikari sem leika mun orgelverk J.S.Bachs á þriðju tónleikahelgi Sumartónleikanna í Skálholts- kirkju á laugardag og sunnudag. Þar verður einnig frumflutt nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir fjölbreytta hljóðfæraskip- an, 2 orgel, 2 sembala, 4 söngkon- ur, klarinettu og upplesara. Þá verður einnig flutt verk Atla, Dona Nobis fyrir klarinettu, upp- lesara og söngkonur. Auk þess mun Greta Guðnadóttir fiðluleik- ari flytja erindi með tóndæmum um íslensk fiðluverk. Hugleiðsla um innri og ytri frið „Ég hef geysilega gaman af Sumartónleikunum. Skálholt er staður þar sem úrvalsfólk innlent og erlent hittist og hefur hvelj- andi áhrif hvað á annað. Hér fer einnig fram mikil menningar- sköpun með nýjum verkum," sagði Atli Heimir Sveinsson. Atli Heimir sagði að Dona Nobis hefði verið gert fyrir nokkrum árum fyrir samtökin Líf og land. „ Ég tek kvæði eftir Pablo Neruda, eitt af öndvegis- skáldum Chile þar sem verið er að biðja um frið handa öllum heiminum," sagði Atli Heimir. Hann sagði nýja verkið nafnlaust en nafnið yrði sótt til kirkjunn- ar. Það væri hugleiðsla í tónum fyrir Skálholtskirkju um það sem á undan er gengið, frið í heimin- um og frið í sálinni. Þetta er alls- heijarhugleiðsla um innri og ytri frið,“ sagði Atli Heimir. Hljóð- færunum er dreift um kirkjuna sem mun öll hljóma við flutning verksins sem tekur um hálftíma. Verkið er fyrirskrifaður texti sem fer út í spuna og ýtir undir sköpunarmátt hljóðfæraleikar- anna. Hef alltaf verið hrifin af Skálholti Ann Toril Lindstad er af norskum ættum en var búsett hér á landi fyrir 5 árum og var þá organisti í Laugarneskirlgu. Nú er hún organisti í Hövik í út- hverfi Oslóborgar. Hún spilaði á tónleikum í Skálholti fyrir 9 árum og segist ekki hafa getað staðist tilboð um að koma og spila á Sumartónleikunum í ár. Hún mun spila eina Bachtónleika en spilar líka í verkum Atla Heimis. Hún er um þessar mund- ir að Ijúka tónleikaröð í heimabæ sinum Hövik í Noregi þar sem hún hefur leikið heildarverk Bachs fyrir orgel. „Það er alveg yndislegt að vera hérna. Ég get æft mig eins og ég vil og svo er kyrrðin svo mikil og staðurinn mikilvægur. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af Skálholti og það er sjaldan sem manni gefast slíkar aðstæð- ur til að undirbúa sig fyrir tón- leika,“ sagði Ann Toril Lindstad orgelleikari. Tónleikarnir hefjast á laugar- dag klukkan 14.00 og á sunnudag klukkan 15.00 en þá er einnig messa klukkan 17.00. Áætlunar- ferðir verða frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík báða dagana klukkan 11.30 og til baka frá Skálholti klukkan 18.00. Aðgang- ur er ókeypis og barnapössun verður í Skálholtsskóla á meðan á tónleikunum stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.