Morgunblaðið - 15.07.1995, Page 3

Morgunblaðið - 15.07.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 B 3 GIORIGO Battis- elli (fyrir miðju) á æfing^u á „Experi- mentum Mundi“ í heimabæ sínum, Albano. Líklega jafnast þó engin uppsetning á við æfingu í heimabænum, þar sem matar- lyktina leggur að vitum manna og hljóðin af götunni bætast við hrynjandi vinnu vinn- andi tónlistarmanna. Blaðamaður Inde- pendent var viðstaddur æfingu í Albani, þar sem matarilminn lagði út um gluggana yfir höfðum tónlistarmannanna, sem aftur hresstu sig á víni. Börnin kölluðust á, hund- arnir geltu, það drundi í traktorum og bíl- um. Battiselli stjórnar með harðri hendi, „piano, piano“ hrópar hann til að yfirgnæfa hljóðin í koparsmiðnum. „Aðeins hærra í járnsmiðnum og hnífabrýninum en ef kop- arsmiðurinn vildi draga aðeins úr“. Svona er haldið áfram þar til hljómsveitarstjórinn er ánægður og þá er sest að dýrðlegri veislu. Borðin svigna undan pasta, risottó, grilluðu kjöti, tómötum, brauði, tiramisu, ostum, salati og ávöxtum. Sterklegar hendur iðnað- armanna halda um vínglös og sígarettur og hundarnir naga bein undir borðum. Skyldi höfundurinn Battiselli, kunna betur við sig annars staðar? Veröld hins ólgandi og yfirnáttúrulega í LONDON var á dögunum haldin kynning á skáldsögu Thors Vil- hjálmssonar, Grámosanum glóir, í tilefni af útkomu á enskri þýðingu hennar á Bretlandi. Á kynningunni var m.a. lesið upp úr þýðingunni, Justice Undone, af tveimur kunnum Shakespeare-leikurum, Fionu Shaw og Michel Charlesworth. Seg- ir Thor að upplesturinn hafi staðfest fyrir sér hve gott verk þýðandinn, Bernard Scuddér, hafi unnið. „Svo varð maður auðvitað svolítið hrærður að heyra textann sinn lesinn á máli Williams Shakespeare af þeim sem fara best með það.“ Erindi Ted Hughes Eins og Morgunblaðið hef- ur áður greint frá flutti lárvið- arskáld Breta, Ted Hughes, erindi um Thor á kynning- unni. Segir Thor að honum hafi þótt mjög vænt um að heyra þetta erindi Hughes. „Mér þótti vænt um það bæði vegna þess hvað þetta var gott hjá honum en þar að auki hef ég svo miklar mætur á honum. Hann er eitt af bestu skáldum á Englandi í dag ásamt íranum Seamus Heaney.“ Hér á eftir fara valdir kaflar úr ávarpi Ted Hughes. Þar sem ástríðurnar ólga „Sögurnar og þjóðsögurnar voru einu íslensku bókmenntirnar sem ég hafði kynnt mér áður en ég fór til íslands og þangað fór ég í rauninni því ég hafði hrifist af landinu og langaði jafnframt að renna þar fyrir fisk. Ég ferðaðist hringinn í kringum landið því þjóðbraut hefur verið lögð í kringum landið og liggur hún víða mjög nærri ströndinni. Ég hafði kynnst Thor Vilhjálmssyni á bók- menntahátíð í Spoleto og hann var eini maðurinn sem ég þekkti á ís- landi og ég hringdi í hann er ég kom til landsins. Thor reyndist afar gestr- isinn og góður heim að sækja. Hann tók mig nánast að sér og son minn sömuleiðis sem var í för með mér. Við ókum saman frá Norðurlandi til Reykjavíkur, síðan aftur til Húsavík- ur og enduðum aftur hjá Thor í Reykjavík þannig að ég fór í raun- inni tvo hringi kringum landið og kynntist því þessu hrjóstruga og glæsilega landi afar vel, jöklunum, þessari nekt sem minnir á tunglið, og hinni óvenjulegu strandlínu því maður fylgir henni mestan hluta ferðarinnar kringum landið. Vegirnir minna á enska sveitavegi og troðn- Úr erindi lárvið- arskálds Breta um Thor Vil- hjálmsson Ted Hughes Thor Vilhjálmsson inga mestan hluta leiðarinnar og hlaut ég afar góða yfirsýn yfír hina eyðilegu byggð. Hvar sem numið er staðar á Islandi, á ca 2.500 mílna vegalengd umhverfis landið, getur að líta litla á eða læk, auðn allt um kring og maður freistast út í vatnið í von um að krækja í físk en þá verður manni litið upp og sér ein- hvern mann standa og fylgjast með úr nálægu holti og annan sem fylg- ist með af öðru fjalli og ef þú gerir þig líklegan til að renna fyrir fisk þá koma þeir hlaupandi niður hlíð- arnar hrópandi „No fiskur!" Landsins er hvarvetna stranglega gætt á þennan hátt, sérhver maður fylgist með nágranna sínum og maður fær á tilfínninguna að þetta fólk lifi óskaplega einangruðu og einmanalegu lífi þar sem ástríðurnar ólga undir niðri.“ Sprottinn úr landinu sjálfu „Og Islendingarnir sjálfir, að und- anskildum Thor Vilhjálmssyni sem ég tel raunar engan veginn dæmi- gerðan íslending - konan hans Mar- grét er e.t.v. dæmigerðari Islending- ur - maður fær á tilfinninguna að hinn dæmigerði íslendingur sé sprottinn beint úr landinu sjálfu. Thor skynja ég sem einhvers konar alþjóðlegan borgara meðan íslend- ingar almennt virðast nánast sam- grónir sjálfu landinu sínu og það er afar erfítt að slíta þá frá því. Islend- ingar eru einkar alvarlegir og inn- hverfir og það er mjög erfítt að koma þeim til að hlæja. Og þegar þeir hlæja, þá stara þeir stjörfum augum samkvæmt lýsingum Auden, á meðan aðrir hlutar andlitsins skellihlæja, standa sjálf augun _ á stilkum og manni finnst eins og ís- lendingasögurnar séu greyptar í þetta fólk, 'spenna þeirra og ólga falin í sálum þess.“ Skrýtin saga „Er ég kom aftur til Reykja- víkur dvaldi ég hjá Thor og Margréti og vildu þau gera mér gtaðan dag. Þau buðu þremur lögmönnum í heim- sókn. Þeir komu og við sátum og þögðum. Þetta voru fremur kuldalegir lögmenn - þu’ng- búnir íslendingar og ég hugs- aði með mér að þetta yrði nú að líkindum hálf drungalegt kvöld, íslensk lög! Hvað hef ég komið mér í? En þá tók einn þeirra til máls og hann sagði skrýtna sögu og þar með var hafinn söguflutningur sem átti eftir að halda áfram allt kvöld- ið. Þetta kvöld safnaði ég í sarpinn sögum sem ég hef nærst á síðan. Þessar sögur einkenndust allar af því sama, þær báru mjög sterkan keim af íslenskum þjóðsögum, þær virtust raunsannar og fjölluðu allar um fólk sem lögmennirnir þekktu - þeir voru að segja sögur af vinum sínum. Samt voru sögurnar æði skrýtnar og hjákátlegar.“ Bakgrunnur verka Thors „í þessu landi þekkir sérhver ís- lendingur bæði afkomendur og átt- haga þeirra sem sögurnar fjalla um, allt er þetta til staðar enn í dag. Hin langa hefð munnmælasögunnar sem kristallast hefur í sönnum gam- ansögum er líka enn til staðar, ekki aðeins sem botnfall þjóðmenningar heldur sem lifandi fyrirbrigði í nú- tímanum. Islendingar Iifa enn í ver- öld hins ólgandi og yfírnáttúrulega, en það er jafnframt heimur hinna harðneskjulegu íslendingasagna. Og úr þeirri sameiningu eru verk Thors sprottin. Ég skynja verk Thors sem einhvers konar blómgun þessara þátta og þegar maður les bækur hans í ljósi þeirrar innsýnar og finn- ur þannig fullkomlega enduróm þeirra, þá skynjar maður að verk hans verða ekki eingöngu skilgreind sem nútímabókmenntir heldur e.t.v. miklu fremur sem eðlileg framvinda langrar sögu einhverra merkustu bókmennta sem skrifaðar hafa ver- ið.“ Morgunblaðið/Þorkell GEORG Guðni sýnir málverk í Norræna húsinu. Oljós mörk milli himins og jarðar SUMARSÝNING Norræna húss- ins opnar í dag. Þar sýnir mynd- listarmaðurinn Georg Guðni mál- verk. Georg hefur fengist við landslagsmálverkið allt síðan hann útskrifaðist úr myndlistarskóla og nálgast það að mörgu leyti á ann- an hátt en menn eiga að venjast. „Það sem fýrst vakti athygli á myndum Georgs Guðna voru hál- frökkvuð fjöll, bungur og hlíðar- drög einföld í formi og takmörkuð í litaskala. Aftur á móti er það dalurinn sem einkennt hefur nýrri verk hans... jafnvel þótt okkur kunni að finnast landslagið kunn- uglegt, þá er varla hægt að segja að þær séu myndir af nokkrum tilteknum stað, en fremur eins og óljós minning um stað sem maður man ekki Iengur hvar er að finna," segir Gunnar J. Árnason í grein um listamanninn í sýningarskrá. Tvö ár frá síðustu sýningu Georg sagði tvö ár vera síðan hann hélt síðast einkasýningu hér heima og tími væri kominn að sýna aftur því hann vildi helst ekki að lengri tími liði milli sýn- inga. „Eg framleiði eiginlega ekki meira en fyrir eina sýningu á ári. Ég er allt að þijá mánuði að vinna þessar stærri myndir og vinn þá yfirleitt bara að einni í einu þó ég vinni alltaf smærri myndir sam- hliða.“ Georg byggir myndir sínar upp á geómetrískan hátt og sjást pensilstrokurnar vel og vinnuferlið þarmeð sem er gegnumgangandi allan tímann sem málað er; lárétt- ar og lóðréttar strokur sem mynda einskonar köflótt yfirbragð sem leggst yfir landslagið og hvolfist inn í myndina. Ferðast um landið „Ég passa mig alltaf á að byija tímanlega á nýju málverki sem er þá í raun ákveðið framhaid af því sem ég er að ljúka við. Ef ég myndi ekki gera þetta er allt eins víst að ég héldi áfram að mála sama málverkið út í hið óendan- lega. Kyrrðin og þessi óljósu mörk milli himins og jarðar sem ég er gjaman að fást við hafa mörgum þótt gefa myndunum trúarlegt yfírbragð. Vinnsla myndanna verður oft einskonar íhugun og leit að sambandi við þær sem að vissu leyti má kalla einskonar trú- arlega athöfn. Ég ferðast töluvert um landið en er ekki eildilega alltaf að skissa og mála það sem ég sé á þeim ferðum. Það sækja frekar á mig myndir frá fyrri ferðum sem ég skissa og vinn svo kannski þegar heim kernur," sagði Georg að lok- um. Sýningin opnar í dag kl.15 og stendur til 12. ágúst. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.