Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 B 7 LEIKLIST Lcikhópurinn Pand- óra 1 Raudhólum VIVE LA FORESTA Handrit: Kristiina Hurmerinta. Leik- stjóri: Anna Proszkowska. Búningar: Andrzej Kowalczyk. Leikarar: Helga Pálina Brynjólfsdóttir, Kristiina Hurmerinta, Riku Niemi, Anna Proszkowska, Andrzej Kowalczyk, Tomasz Dobrowolski, Steffan Her- rik. Tónlistarflutningur: Avanti!-hóp- urinn undir stjóm Riku Niemi. Þriðjudagurinn 11. júlí. HEIMSÓKN Pandóra-hópsins til íslands telst til tíðinda nú í leiklist- arleysinu hér í sumar. Sýning þeirra var í enga staði hefðbundin leiksýning og mætti flokka hana frekar sem gjöming. Sú staðreynd að verkið er ekki bundið texta veldur því að jafn erfitt er að lýsa því í orðum og tónlistarflutningi eða myndlist. Skilningur áhorf- andans á verkinu byggir á þeim hughrifum sem hann verður fyrir við að njóta verksins. Steimmn Helga sýnir STEINUNN Helga Sigurðar- dóttir opnar sýningu á verkum sínum í galleríinu Við Hamar- inn í Hafnarfirði í dag laugar- dag kl. 14. Verkin eru öll byggð á göml- um útsaumsmynstrum Guð- rúnar Steinunnar Ólafsdótt- ur.langömmu Steinunnar, og hafa gengið í arf frá konu til konu, ættlið fram af ættlið. Steinunn Helga lauk námi frá Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1993 og stundar nú nám við Lista- akademíuna í Dusseldorf í Þýskalandi. Hún hefur sýnt verk sín hérlendis og erlendis. Sýningin stendur til 30. júlí og er opin alla daga frá kl. 14-18. Leirstyttur í Listahorni MARGRÉT Jónsdóttir heldur sýn- ingu á leir- styttum og vösum í Listahorni Upplýs- ingamið- stöðvar- innar á Akranesi dagana 15. júlí til 14. ágúst. Mar- grét er fædd á Siglufirði en uppalin í Fljótum og á Akra- nesi. Hún hefur búið á Akra- nesi siðan 1955. Margrét sótti námskeið í leirmunagerð hjá Steinunni Marteinsdóttur í Hulduhólum. Auk þess naut hún tilsagnar hjá Anne Kamp, leirlistakonu. Síðasta sýn- ingarhelgi hjá Eing RIA og Hartmut Eíng frá Cuxha- ven-Altenbruch sýna um þessar mundir í Hafnarborg. Þau hafa bæði sýnt víða í heimalandi sínu og annars staðar, en þetta er í fyrsla sinn sem þau koma hingað til ís- lands með verk sín. Sýningu þeirra lýkur 17. júií. Lifi skógleysið Ef áhorfandinn er hrifínn af táknsæi þá getur hann lesið fjölda tákna út úr sýningunni. Merkir eggið í eldhringnum sálina? Var stöngin sem einn leikaranna hélt á kross ... eða kannski gálgi? Var fyrirbærið sem leikararnir veltu á undan sér ferhyrnt hjól, búr eða hús? Maður greip dauða- haldi í þau textabrot sem kváðu við: „Viltu egg?“ „Viltu fjöður?“ „II n’y a pas de retour!“ (Það er engin leið til baka.) Önnur á dönsku, finnsku og pólsku fóru fýrir ofan garð og neðan. Verkið hefur verið flutt áður í Finnlandi og í Færeyjum. í Finn- landi var það flutt í skógi, enda má gera ráð fyrir að titill verksins merki „Lifi skógurinn“ (á ein- hverskonar rómönskum málblend- ingi). Hópurinn ákvað er til Is- lands skildi halda að flytja verkið í Rauðhólum vegna þess að ber- angurinn og hraunið þar eru nátt- úrlegar aðstæður hér á landi. Deila má um skilgreiningu á hvað er náttúrlegt við eyðilandið okkar en orðleysið í verkinu- féll vel að skógleysinu og tónlistin hljómaði yndislega innan um hina eyðilögðu gervigíga. Um leik eða gerðir þátttakenda er fátt hægt að segja. Hvernig er hægt að meta hvort gert er vel eða illa þegar enginn samanburð- ur finnst? Leikararnir gerðu hitt og þetta og atburðir gerðust eða voru. Þær sem skáru sig úr voru Kristiina Hurmerinta sem var mjög aðsópsmikil í grind með her- mannahjálm og svo Anna Proszkowska sem leiddi áhorfend- ur á eftir sér á milli hólanna klædd silkismóking og lakkskóm. Hún var alltaf mikilúðleg i svipbrigðum og svipbrigðaleysi þar sem hún leiddi áhorfendur á eftir sér úr einum gjallbollanum í annan. Með einu augnatilliti og örlítilli handarhreyfingu gat hún látið áhorfendahópinn standa upp sem einn mann og fylgja sér, eins hljóðlega og íslenskum áhorfend- um er unnt. Hún minnti mig á einhveija dívuna frá tíma þöglu myndanna og var stórfengleg á að horfa þar sem hún bar við só- lina á þessum besta sumardegi ársins. Að sjá hana var fararinnar virði og ég legði hvenær sem er í aðra eins vegferð - í fylgd með henni. Sveinn Haraldsson Diskur Jóns Leifs lofaður GEISLADISK- UR með þremur strengjakvart- ettum eftir Jón Leifs, sem sænska útgáfu- fyrirtækið BIS gefur út, fær mjög góða dóma í breska tónlist- artímaritinu Gramophone. Jón Leifs Segir gangrýnandi tímaritsins að sennilega tengi ekki margir Jón Leifs við strengjakvartettsformið, tónskáldið sem samdi jafnstór- skorin og mögnuð hljómsveitar- verk og Heklu og Geysi. „En þessi diskur er hreinasta opinberun." Gagnrýnandinn ber mikið lof á kvertettana þijá sem eru Mors et vita, op. 21, Vita et mors, op. 36 og E1 Greco, op. 64. Fyrri tveir hafa fallegan harmrænan tón, seg- ir rýnirinn, en sá síðasti líkist að sumu leyti meira ástríðufullum hljóðfæraæfíngum en heilsteypt- um kvartett. Þó mynda síðustu tveir kaflarnir fagurfræðilega heild, að mati rýnisins. í dómnum segir að flutningur kvartettsins Yggdrasils sé fyrsta flokks og hljóðritunin einnig. Að lokum segist rýnir Gramophone mæla sérstaklega með þessum diski sem hann segir mikilsverðan. Týndar ljóðaraddir NOKKUR merkustu ljóðskáld sem samið hafa á enska tungu voru Bandaríkjamenn og nægir þar að nefna Ezra Pound, T.S. Eliot, Robert Lowell og Elizabeth Bis- hop. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum að því er segir í nýj- asta hefti The Economist. Rödd bandarískra ljóðskálda heyrist vart lengur, er vart annað en hvísl frá dauða síðasta „stóra“ nafnsins í þarlendri ljóðlist, Robert Lowell árið 1977. Eru ljóðabækur æ sjald- séðari í Bandaríkjunum og útgáfa þeirra hefur að mestu færst yfir á háskólana. En hvað fást bandarísk ljóð- skáld nú við? Er ástæða til að leggja við hlustir. Svo telur Fa- ber&Faber útgáfan að minnsta kosti og hyggst hún gefa út verk nokkurra ljóðskálda frá Vestur- heimi. Ef til vill rennur útgefend- unum blóðið til skyldunnar en Bresk bókaútgáfa hefur gefið út verk nokkurra banda- rískra ljóðskálda bandaríska ljóðskáldið T.S. Eliot, sem bjó lengst af í Bretlandi, var lengi aðalritstjóri útgáfunnar og hafði með höndum ljóðaútgáfu. A meðal þeirra sem voru undir verndarvæng Eliots, voru W.H. Auden og C. Day Lewis. Villtir draumar Faber&Faber gefur út verk þriggja bandarískra ljóðskálda. Fyrstan þeirra er að nefna Charles Simic, sem fæddist í Júgóslavíu 1938 en fluttist til Bandaríkjanna tíu árum síðar. Bók hans „Frig- htening Toys“ er samsafn úr fjór- um síðustu ljóðabókum og sýnir hún glögglega hvaða tök súrreal- isminn hefur á mörgum bandarísk- um ljóðskáldum. Ljóðin eru sögð fijálsleg og ímyndunaraflinu gef- inn laus taumurinn, villtir draumar á götum stórborgarinnar. Stemningin í ljóðum Chase Twichell þykir mun hljóðlátari en í verkum Simics. í bók hennar, „The Ghost of Eden“ fjallar hún um þau sár sem mennirnir hafa veitt sjálfum sér með illri meðferð á náttúrunni. Líflegust þykja ljóð Augusts Kleinzhahlers en bók hans nefnist „Red Sauce, Whiskey and Snow“. Þau þykja á stundum minna á verk Walts Whitmans, órólegur leikur að orðum, hlaðin merkingu, kraftmikil, á köflum jaðra þau við bijálsemi og að því leyti algerlega amerísk. Smáhús Gunnars Súsanna í sjónvarpið SÚSANNA Sva- varsdóttir er nýr bókmennta- gagnrýnandi Dagsljóss, dæg- urmálaþáttar Ríkissjónvarps- ins. Hefur hún jafnframt látið af sama starfi hjá Morgunblað- inu. Súsanna leysir Þröst Helgason af hólmi en hann hóf nýverið störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Sigurði Valgeirssyni ritstjóra Dagsljóss líst vel á að fá Súsönnu til liðs við sig. „Það er engin logn- molla í kringum hana og ég er viss um að hún getur komið skemmtilega út í þessum fjölmiðli. Þetta er samræðukrítík sem er miklu óformlegri en greinar í dag- blaði.“ Sigurður segir að Jón Viðar Jónsson muni áfram annast leik- listargagnrýni í Dagsljósi og Árni Þórarinsson kvikmyndagagnrýni. Þá kveðst hann vera á höttunum eftir myndlistargagnrýnanda. Að sögn Sigurðar er ekki á döfinni að bæta tónlistargagnrýni á efnisskrá þáttarins næsta vetur en tónlistarflutningur mun eftir sem áður verða áberandi. NÚ STENDUR yfir sýning á smá- húsum Gunnars Kárasonar í Óla- smiðju á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin er liður í 65 ára hátíðar- höldum Sólheima. Gunnar er fæddur á Klúku í Eyjafirði 17. september 1931. Hann flutti sex ára á Sólheima, þar sem 'hann ólst upp hjá Sesselju Sig- mundsdóttur. Gunnar er sjálf- menntaður fjöllistamaður sem hefur meðal annars lagt stund á orgelleik, listsaum, útskurð og listmálun. í Ólasmiðju sýnir Gunnar líkön af flestum mikilvægum byggingum hér á landi. Á sýningunni eru um 100 líkön af öllum helstu kirkjum landsins og öðrum þekktum bygg- ingum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-18. Síðasti dagur sýning- arinnar er 24. júlí. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLiST Kjarvalsstiiðir „Islensk myndlist" til 10. september. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í ísl. myndlist" til 31. ág- úst. Ásmundarsafn Stfllinn í list Ásmundar." Fram á haust. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gunhild Skovmand til 7. ágúst. Gerðarsafn Verk Gerðar Helgadóttur til 16. júlí, einnig sýning á gömlum ljósmyndum. Gallerí Greip Guðni Harðarson sýnir til 19. júlí. Listhús 39 Ljósmyndasýning Lárusar Karls til 20. júlí. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta. Byggðasafn Hafnarfjarðar „Hafnarfjörður frá landnámi til hernáms" til 17. sept. Þjóðminjasafnið Sýningin „íslenskir kirkjugripir." Hafnarborg Ria og Hartmut Ei'ng sýna til 17. júlí. | Nýlistasafnið Didda Hjartardóttir Leaman, Peter Sehmidt og Þorbjörg Þorvaldsdóttir til 23. júlí. Mokka Kristín Pálmadóttir sýnir 30. júlí. Gallerí Úmbra Ljósmyndasýning Philippe Patay. Gallerí Fold Hugh Dunford Wood sýnir til 16. júlí. Sólon íslandus Sissel Tolaas sýnir til 24. júlí. Gallerí Birgis Andréssonar Lilja Björk Egilsdóttir sýnir til 10. ágúst. Listhúsið Laugardal Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir sýna. Gallerí Ríkey Sýning á verkum Ríkeyjar. Gallerí Onnur hæð Richard Long sýnir í júlí og ágúst. Eingöngu opið á miðvikudögum. Við Hamarinn Steinunn Helga Sigurðardóttir sýnir til 30. júlí. Þjóðminjasafnið Mannamyndir íslenskra listamanna í Bogasal. TONLIST Laugardagur 15. júlí Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju; Thierry Mechler orgelleikari kl. 12. Kór Akureyrarkirkju í Reykjahliðar- kirkju kl. 21. t Sunnudagur 16. júlí Sumarkvöld við orgelið í Hallgríms- kirkju; Thierry Mechler kl. 20.30. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari í Grindavíkurkirkju kl. 18. Kór Akur- eyrarkirkju í Akureyrarkirkju kl. 17. Mánudagur 17. júlí íslensk kvöldlokka. Már Magnússon flytur íslensk sönglög i Deiglunni á Akureyri kl. 21. Þriðjudagur 18. júlí Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanó- leikari flytja ný íslensk sönglög í Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 20.30. Fimmtudagur 20. júlí Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju; Hilmar Om Agnarsson organisti í Skáiholti kl. 12. Laugardagur 22. júlí Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju; Kjartan Siguijónsson organisti Selja- kirkju kl. 12. LEIKLIST Kaffileikhúsið Höfuðið af skömminni, lau. 15. júlí. íslenska brúðuleikhúsið Sýningar fyrir börn og fullorðna alla laugardaga og sunnudaga í sumar kl. 13-16 í skúr við Flyðrugranda 4. Borgarieikhúsið Rokkóperan Jesús Kristur Súperstar lau. 15. júlí, sun., mið., fös., lau. Ferðaleikhúsið Rokkóperan Jósep frums. í Tjarnar- bíói sun. 16. júlí. Light Nights í Tjarnarbíói alla daga nema sunnu- daga. Upplýsingar um Iistviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-5691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.