Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 8
8 B LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NIGEL Hawthorne og Paul Eddington í hlutverkum sín í Já, ráðherra. Morgunblaðið/Sveinn Haraldsson Nigel Hawthorne aðra sögu að segja: „Ég varð alltaf að grátbiðja Nigel að gera eina þátta- röð í viðbót. Hann er metnaðarfullur og vill komast lengra.“ Gamanleikarinn gerist skapgerðarleikari Hawthorne hafði er hér var komið sögu sannað sig sem gamanleikari í sjónvarpi. En leikur hans í leikritinu Skuggalendum kom mörgum á óvart. Ahorfendur sáu leikarann sýna gam- alkunna takta í hlutverki C.S. Lewis, hins gamla staðnaða háskólakennara sem var forfallinn piparsveinn. Atrið- ið í lokin þegar hann kemst að því að kona hans, Joy, sem leikin var af Shakespeare- leikkonunni Jane Lapotaire, var með krabbamein kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Skyndilega hafði gamanleikarinn góðkunni umbreyst í frábæran skap- gerðarleikara. Fyrir þá sem sáu hann í þessu hlutverki stenst túlkun Anth- ony Hopkins í myndinni ekki sam- jöfnuð. Hawthorne gerði Lewis að miklu mannlegri og viðkunnanlegri persónu en Hopkins tókst, þannig að hann átti alla samúð áhorfenda þegar syrti í álinn. Þrátt fyrir að Hawthorne slægi í gegn í hlutverkinu og hlyti Tony-verðlaunin fyrir að leika það á Broadway var Anthony Hopkins valinn til að leika það í kvik- myndinni sem gerð var eftir leikrit- inu. Fyrstu spor á hvíta tjaldinu Samkvæmt því sem Nigel Haw- thome segir var þetta ein orsökin Nigel Hawthome er aðal- lega kunnur hér á íslandi fyrir hlutverk sitt í sjón- varpsþáttunum Já, ráð- herra. Þótt hann sé þekktur úr sjón- varpi og á sviði í London og á Broad- way hefur hann verið óþekktur á hvíta tjaldinu. Það kom því á óvart þegar hann var tilnefndur til óskars- verðlauna fyrir leik í aðalhlutverki í febrúar sl. Þótt hann hlyti ekki sjálf verðlaunin, eins og hann sjálfur hafði ' séð fyrir, var tilnefningin ein tölu- verð viðurkenning og auglýsing fyrir kvikmyndina sem verður sýnd í Regnboganum síðla sumars. NIGEL Hawthome fæddist í Co- ventry á Englandi árið 1928 og verð- ur því samkvæmt íslenskum mæli- kvarða löggiit gamalmenni á þessu ári. Það þykir kannski fullseint að verða kvikmyndastjarna á gamals aldri en ferill Hawthomes fór hægt af stað. Hann var alinn upp í Suður- Afríku, þangað sem foreldrar hans fluttu með börn sín fjögur þegar hann var fjögurra ára. Faðir hans var allt annað en ánægður þegar Hawthorne ákvað að gerast leikari 21 árs gamall. „Leikhúsið var flótta- • leið. Það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að gerast leikari. Faðir minn var mjög móðgaður, hann vildi að ég stefndi á að gerast háttsettur ríkisstarfsmaður og frímúrari." Sir Humphrey og Thatcher Þetta er kannski ástæðan fyrir því að Hawthorne tókst svo vel að túlka Sir Humphrey Appleby í sjónvarps- þáttunum Já, ráðherra sem hófu göngu sína 1980. Það kostaði hann tveggja áratuga baráttu í leikhúsum í Suður-Afríku og seinna í Bretlandi að koma undir sig fótunum og hann var ekki orðinn alveg viss um að hann hefði tekið rétta ákvörðun um lífsstarfið fyrr en hann var kominn á sextugsaldur. Er hann sló svo eftir- minnilega í gegn sem Sir Humphrey var hann búinn að leika í ýmsum sjónvarpsþáttum um nokkurra ára skeið. Það kom á daginn að hann var fæddur gamanleikari. Jafnvel Margaret Thatcher var svo ákafur aðdáandi þáttanna að hún krafðist þess einu sinni að fá að koma fram : í þeim. Það fer tvennum sögum af því hvert ferill Hawthomes stefndi um miðjan níunda áratuginn. Önnur út- í gáfan er á þá leið að Hawthorne hafi verið búinn að sætta sig við að vinna við sjónvarp það sem eftir var ævinnar. Hann hafí verið búinn að fá leið á að koma fram í leikritum og leika sama hlutverkið kvöld eftir kvöld mánuðum saman. Því var einn- ig haldið fram að hann þjáðist af áköfum sviðsskrekk og að hann yrði að taka inn töflur til að geta komið fram. En Paul Eddington, sem lék á móti Hawthome í Já, ráðherra hefur NIGEL Hawthorne sem hinn vitskerti Georg III í The Madness ofKing Ge- orge III eftir Alan Bennett í Þjóðleikhúsinu breska. hald hér á landi, er hann lék Sir Humphrey í þáttasyrpunni Já, ráð- herra lýsir hér í samtali við Svein Haraldsson leikferli sínum og breytt- um áherslum við það að verða kvik- myndastjama, eftir að hafa verið leik- í myndinni The Madness of King George. Leikritið var sett upp 1993 í Þjóðleikhúsinu breska og Hawt- home fékk Olivier-verðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverki Georgs III. Bandaríski kvikmyndajöfurinn Samuel Goldwyn jr., sonur Samuel gamla Goldwyns í Metro-Goldwyn- Mayer, fór á sýningu á verkinu og fékk augastað á því sem efnivið í kvikmynd. Hann hefur áður fram- leitt t.a.m. myndir Kenneth Bran- aghs eftir Shakespeare-leikritum, Ys og þys út af engu og Hinrik V. Það var aðeins fyrir þrákelkni Alan Ben- netts, höfundar sviðsverksins og handritsins að kvikmyndinni, að Hawthome fékk á endanum hlut- verkið þrátt fyrir mótbámr Gold- wyns. Sem nýgræðingur í kvik- myndagerð fannst Hawthorne líka kraftaverk að kvik- myndin skuli hafa verið framleidd fyrir ekki meira fé og að tökur á henni skuli aðeins hafa tekið átta og hálfa viku. Munur á sviði og mynd hús- og sjónvarpsmaður í áratugi. Aðspurður um muninn á að leika hlutverk Georgs III í kvikmynd og á sviði segir Hawthorne: „Auðvitað ér töluverður munur á því. Hlutverk Georgs konungs á sviði er mjög lík- amlega erfítt. Þegar ég hóf að leika þetta hlutverk fyrir fjórum árum var ég ekki miklu yngri en ég er í dag. Svo heppilega vildi til að leikstjórinn leyfði leikurunum að skapa sjálfir sinn karakter. Ég varð að finna per- sónuna, kynnast henni og túlka kar- akterinn með öllum sínum geð- sveiflum í hnotskurn á sviði. Ég varð að ákveða hvernig honum hrakaði stig af stigi þar til endapunktinum er náð. Ég ákvað að sýna það að hluta til með því hveiju hann klædd- ist. En vandamálið var að í rauninni var Georg III alltaf umkringdur hirð- fólki sem sá um að hann væri vel til fara og í kvikmyndaforminu, sem gerir meiri kröfur um raunsæi, varð að taka þetta til greina. Þegar að kvikmynduninni kom var hægt að hægja á því hvernig geðveik- in nær tökum á konunginum. A svið- inu virðist honum hraka hratt því það er ekki hægt að leika sér eins með tímann og á hvíta tjaldinu. Mér datt í hug að sýna andstæðurnar á hve formlega hirðfólkið er klætt með því að láta það gera eitthvað sem er óvenjulegt að gera í þannig bún- ingi, þ.e. að sýna það í kapphlaupi í súlnagöngum. Þetta reyndist svo vera erfiðasti hluti myndarinnar fyr- ir mig líkamlega." Eftir því sem Samuel Goldwyn jr. segir var það Nigel Hawthorne sem kom fram með hugmyndina að breyta titli leikritsins þegar fínna átti nafn á kvikmyndina. „Hann benti mér á að ef við kölluðum myndina The Madness of King George III þá héldu áhorfendur að þeir hefðu misst af The Madness of King George I og II.“ Þessum hugmyndaríka leik- ara virðist því vera fleira til lista lagt en að skapa eftirminnilegar per- sónur á sviði, í sjónvarpi og í kvik- myndum. Heimsfrægur en hlédrægur Nigel Hawthorne kvartaði sáran undan þeirri athygli sem honum var sýnd í sambandi við óskarsverðlaun- atilnefninguna og lét hafa eftir sér að hann yrði þeirri stund fegnastur þegar komið væri á hreint að hann fengi ekki verðlaunin. Þegar hann er ekki að kljást við ný hlutverk eða að snæða kvöldverð með Díönu prins- essu og Karli krónprins (hvoru í sínu lagi) lifír hann tilbreytingasnauðu lífi í aldagömlum sveitabæ fimmtíu kílómetra fyrir norðan London. Þótt hann og sambýlismaður hans síðastliðin 17 ár, Trevor Bentham, forðist sviðsljósið í einkalífinu og segist ekki standa í neinni réttinda- baráttu þá var ekki hægt að hafa Hawthorne ofan af því að Bentham yrði fylgdarmaður hans á óskars- verðlaunahátíðinni. Þessi góðkunni leikari, sem segist ekki hafa fengið góð hlutverk fyrr en hrukkurnar höfðu gefíð andliti hans meiri svip, er greinilega prinsipmaður, bæði í leik og starfi. fyrir því að hann lék í myndinni De- motition Man árið 1993. „Kvikmynda- leikstjórinn Joel Silver'sá leikritið The Madness of King George III og vildi fá mig til að leika í Demolition Man. Það var þegar farið að tala um að kvikmynda leikritið, en ég hafði áður brennt mig á því að aðrir leikarar væru fengnir til að leika í kvikmynd- um byggðum á leikritum sem ég hafði leikið í, eins og þegar Anthony Hopk- ins var ráðinn til að leika í Skugga- lendum eftir að ég hafði túlkað per- sónuna á sviði. En svona varð það að vera því að ég hafði ekki enn skap- að mér nafn í kvikmyndaheiminum. Þess vegna var ég til í að lesa að minnsta kosti handritið að Demolition Man. Þótt handritið væri ekki það sem ég var vanur ákvað ég að taka hlut- verkinu til að koma ár minni fyrir borð í kvikmyndum.“ Það má nefna hér að Hawthorne hefur annars stað- ar látið hafa eftir sér að þátttaka hans í Demolition Man, þar sem hann lék m.a. á móti Sylvester Stallone hafí verið „algjör tímaeyðsla". Hawthome segir að þessi fyrsta reynsla sfn af Hollywood hafí verið mjög fræðandi. Hann hafi ekki verið inni í siðavenjum kvikmyndaborgar- innar og hann hafí ekki gert sér grein fyrir því að ef hann setti ekki fram kröfur um að komið yrði fram við hann sem stjömu yrði ekki tekið mark á honum. „Sem dæmi má nefna að ég krafðist þess ekki að leikstjór- inn tæki á móti mér þegar ég lenti á Los Angeles-flugvelli og fylgdi mér í hús sem hæfði stöðu minni eins og er víst venja meðal stjamanna. Á meðan Sylvester Stallone bjó við alls- nægtir á tökustað varð ég að hírast í litlu hjólhýsi sem ég deildi með ein- um aukaleikaranna." Óskarsverðlaunatilnefning Þegar talið barst að óskarsverð- laununum kvað Nigel Hawthorne það hafa verið ánægjulegt að vera við óskarsverðlaunaafhendinguna. Hann hafi aldrei verið viðstaddur hana áður, enda hafi hann ekki haft mik- inn áhuga á því áður fyrr. Allt hafi verið miklu stærra í sniðum en hann bjóst við. Hinn gn'ðarstóri áhorfenda- salur rúmar 6.000 manns og annað er eftir því. Honum fannst hann vera utangarðsmaður þar sem þetta væri mjög bandarísk hátíð, þar sem hald- ið væri upp á bandaríska kvikmynda- iðnaðinn. „Mér fannst strax- og ég kom inn í bygginguna að ég sem útlendingur ætti enga möguleika á þvf að fá verðlaunin í minn hlut. Á augabragði kom í ljós að samkeppn- in um óskarsverðlaun fyrir aðalhlut- verk stóð á milli Forrest Gump og Reifara Tarantinos. Reifari laut svo í lægra haldi vegna þess að hún þótti of ofbeldiskennd og allt benti til þess að Tom Hanks fengi verð- launin. Það væri kraftaverki líkast ef ég hefði fengið verðlaunin ... en kraftaverk gerast, svo það var mögu- leiki.“ Af Georgi konungi III Það var kannski kraftaverki Ifkast að Nigel Hawthorne fékk hlutverkið Leikhús- ið var flóttaleið Breski leikarinn góðkunni, Nigel Hawthome, sem komst í allra uppá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.