Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JRmyttiiWblMfr 1995 FRJALSIÞROTTIR Þrenn gull í Svíþjóð Þrír íslenskir frjálsíþróttamenn kepptu á fimmtudaginn í móti í Karlskruna í Svíþjóð og hlutu þrenn gull. Jón Arnar Magnússon sigraði í langstökki, stökk 7,37 metra og í 110 metra grindarhlaupi varð hann þriðji, hljóp á 14,22 sekúndum sem er 3/100 frá metinu sem hann setti í Tallin fyrir nokkru. Þórdís Gísladóttir sigraði í há- stökkinu, stökk 1,75 metra, en hún hefur átt við nokkur meiðsli í hásin að stríða en virðist vera að ná sér af þeim. Í 400 metra grindarhlaupi sigraði Guðrún Arnardóttir á 57,93 sekúndum. KEILA/HM Ásgeir er í 83. sæti Fyrstu þrír leikirnir í 5-manna liðakeppni á heimsmeistara- mótinu í keilu yoru leiknir í gær. Björn lék best íslendinganna; fékk 215 pinna í meðaltal úr þremur leikj- um (214, 207 og 225). Ásgeir lék á 192, Valgeir á 189, Ásgrímur á 186 og Kristján á 179 í meðalskor. Ás- geir hefur leikið best íslendinga í mótinu í heild. Hann er í 83. sæti með 4.204 í heildarskor eða 192 að meðaltali í leik. Ásgrímur er í 177. sæti með 190, Valgeir í 199. sæti með 188, Björn í 220. sæti með 188, Kristján í 255. sæti með 185 og Halldór Ragnar í 307. sæti með 179 í meðaltal. AFLRAUNIR LAUGARDAGUR 15.JÚLÍ BLAÐ C Svifið seglum þöndum Morgunblaðið/Golli SIGLINGAMENN halda eitt af stóru mótunum sfnum um helglna og var önnur keppnln haldln í gær, en þá slgldu kapparnlr frá Reykjavíkurhöfn tll Keflavfk- ur. Myndln var tekln þegar skúturnar voru að venda fyrir utan Kársneslð og á myndinni hér að ofan eru áhðfnln á Flðnnl að gera seglln klár. Mrazekfarinn afturíFH V ARNARMAÐURINN Petr Mrazek, sem skipti úr FH yfir í Val fyrir þetta leiktímabil er geng- inúrValogíFHánýjanleik. Hannlékítvö keppnist ímabil með FH og stóð sig vel sem aft- astí maður í vörn en eftír siðasta keppnistíma- bil skitpi hann yfir í Val, en er sem sagt farínn afturíFH. Stanley Matthews tekurframskóna ENSKA goðsögnin Sir Stanley Matthews mun taka fram skóna siðar I þessum mánuði en kapp- inn er nú áttræður. Hann ætíar að Icika í stund- arfjórðung með Clevedon Town i vináttuleik gegn Bristol City. Formaður Clevedon hittí Sir Stanley í veislu ekki alls fyrir löngu. »Ég var nú bara að spauga þegar ég spurði hvort hann vildi ekki gerast leikmaður með okkur," sagði formaðurinn, „og það leið hér um bil yfir mig þegar hann sagðist tíl i það," bastti hann við. Hann var á höttununi eftir ákveðnum leikmanni í veislunni og hafði með sér eyðublað. „Ég lét Sir Stanley skrifa undir á staðnum og spruðu hversu miítíð hann hefði f cngið fyrir úrslitaleik- inn i bikarnum 1953 og hann sagði mér að það hefðu verið finun pund. Ég bauð honum að tvö- falda þá upphæð, og hann tók þvi!" Matthaus aftur í upskurð VONHt þýska knattspyrnukappans Lotíiars MatthaUs um að gætu orðið að engu á næstu dögum, en hann hafði gert sér vonir um að geta komist á fu 111 í fótboltanum á ný eftír að- gerð sem hann gekkt undir. Læknar segja nú að óliklegt sé að hann getí það og liklega þurfi að skera hann upp aftur og margir telja að þar með sé ferill hins sigursæla fyrirliða þýska landsliðsins á enda því kappinn er orðinn 34 ára gamall. Marc Degryse til Wednesday BELGÍ SKI miðjumaðurinn, og fyrirliði lands- Hðsins, Marc Degryse samdi í gær við Sheffield Wednesday um að leika með félaginu í þrjú ár. Degryse þykir sókndjarfur mjög og lék með Andcrlecht áður en hann samdi við enska félag- ið. Ekki var getið um kaupverð á hinum 29 ára gamla Belga, en forraða mcnu Anderlecht vildu ekki Btaðfesta að það væri um 140 miHjónir króna. Ðegryse á 58 landsleiki að baki. Evrópukeppnin ítveimurlöndum ÚRSLITAKEPPNI Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu árið 2000 veður haldin í tveimur löudum, Belgiu og II ollandi, og er þetta i fyrsta sinn i sögu keppninnar sem úrslitakeppnin fer fram f tveimur loiulum. Belgar og HoIIendingar sóttu um i sameiningu og hnepptu hnossið, en úrslita- keppnin hefst 7. jíiní og henni lýkur 2. júlí. Alvarieg meiðsli stöðva Andrés Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ANDRÉS Guðmundsson Andrés Guðmundsson, krafta- maður með meiru, meiddist illa á æfingu og verður að draga sig í hlé frá keppni í a.m.k. fimm mánuði. Hann sleit vöðva í brjósti er hann var að lyfta lóðum í'bekk- pressu. Hann var að undirbúa sig fryrir keppnina Herra Herkúles í Finnlandi, sem hann vann í fyrra. Einnig átti hann að keppa í Vest- fjarðavíkingnum um þessa helgi. „Þetta setur stórt strik í reikning- inn hjá mer í orðsins fyllstu merk- ingu. Ég var bókaður á Hálanda- leikana og kraftamót allar helgar í sumar og verð að sleppa öllu. Ég var að reyna að setja persónulegt met í bekkpressu, ætlaði í 225 kílógrömm þegar vöðvaþræðir gáfu sig í brjóstinu," sagði Andrés. „Ég má ekkert keppa eða æfa næstu tvo mánuðina, en ætla þó að stelast til að hlaupa, til að auka þolið. Ég keppi í hnefaleikakeppni, úrslitum 32 manna í Las Vegas 2. desember. Nú mun ég einbeita mér að undirbúningi fyrir þá keppni." Andrés dvaldist þrjá mánuði í Vegas í vetur og æfði stíft fyrir hnefaleikamótið. „Þetta eru erfið- ustu æfingar, sem ég hef upplifað og líklega hef ég verið of kappsam- ur við æfingarnar úti og hér heima, þessvegna hef ég meiðst í þrígang á árinu. „Andinn" sigraði líkamann og ég þarf að gefa mér meiri tíma. Ég bíð spenntur eftir hnefaleika- mótinu. Eg fór á einvígi Foremans og Alex Schulz í vor og það var ólýsanleg tilfinning, ótrúlegur múgæsingur í höllinni. Með réttum æfingum tel ég að ég geti staðið sterkur á velli í hnefaleikahring á móti sterkum keppendum," sagði Andrés hvergi banginn, þó meiðslin öngruðu hann við málningarvinnu í gær. KN ATTSPYRNA: ÓLAFUR ÞÓRÐARSON EFSTUR í EINKUNN AGJÖFSNNI / C2 og C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.