Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 3
2 C LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 C 3 AÐSEIMDAR GREIIMAR Þegar ég var rek- in úr landsliðinu Sögukorn af óheiiindum og óskiljanlegum vinnubrögðum Tveimur vikum fyrír Smáþjóðaleikana segist Bryndís Ólafsdóttir hafa náð tíma í 50 m skriðsundi, á prófi í íþróttakennaraskólan- um, sem nægt hefði til Aminnt fyrir að segja skoðun mína ÁRIÐ 1993 birtist viðtal við mig í íþróttaþættin- um VISA-sporti á Stöð 2 þar sem ég sagði umbúðalaust skoðanir mínar á stjóm Sund- sambands íslands (SSÍ). Eftir þáttinn var ég kölluð inn á teppið hjá Sundsambandinu þar sem ég var beðin að segja skoðanir mínar framvegis innan veggja sambandsins en ekki í fjölmiðlum. Við þetta hef ég staðið — hingað til — ólíkt _ stjómar- mönnum í SSÍ. I framhaldi af þætt- inum hafði formaður SSÍ samband við Stöð 2 og kvartaði sáran yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að svara fyrir sig í umræddum VISA- sport þætti. Rekin úr iandsliðinu 1. maí sl. fékk ég bréf frá SSÍ þess efnis að búið væri að reka mig úr landsliðinu vegna agabrots. Daginn eftir hringdi blaðamaður í mig og spurði mig hvaða ástæður lægju þar að baki. Þar sem ég hafði bundið það fastmælum við SSI að fara ekki í fjöl- miðla að fyrra bragði, auk þess sem ég átti eftir að fá svör frá landsliðs- nefnd SSÍ við mikilvægum spuming- um, vildi ég ekki ræða málið frekar. 5. maí birtist hins vegar viðtal við Sævar Stefánsson formann landsliðs- nefndar SSÍ þar sem hann rekur ástæður þess að ég var rekin. Mér var ekki gefínn kostur á að skýra frá minni hlið og er það sérstaklega eftir- tektarvert í því ljósi að SSI átaldi hart vinnubrögð Stöðvar 2 eftir fyrr- greindan VISA-sport þátt tveimur árum fyrr. Agabrotin - sem eru engin agabrot Agabrotin sem ollu því að ég var rekin úr landsliðinu eru að sögn landsliðsnefndar SSÍ þau að A) Ég hafí ekki mætt í æfíngabúð- ir um páskana (13.-16. apríl). B) Eg hafi æft illa eftir að landslið- ið sem fara átti á smáþjóðaleikana var valið í mars. Þetta eru skýringar landsliðsnefndar SSÍ — en við skulum skoða þær nánar. Ástæða þess að ég sá mér ekki fært að mæta í æfíngabúðirnar er sú að aðeins tveimur dögum eftir æf- ingabúðimar átti ég að fara í stærsta prófíð mitt í íþróttakennaraskóla ís- lands að Laugarvatni. Prófínu hafði verið flýtt um tvo daga frá áður til- kynntri áætlun og vissi ég þetta að- eins tveimur vikum fyrir æfíngabúð- imar. Þetta breytti miklu fyrir próf- __ Bryndís Ólafsdóttir. lesturinn sem ég þurfti að hefja fyrr en ég hafði áætlað. Daginn fyrir fyrstu æfínguna gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti lengri tíma og hringdi ég í fyrr- greindan Sævar Stef- ánsson og sagði honum að ég gæti alls ekki mætt fyrstu tvo dagana, en ætlaði að reyna að mæta síðari dagana tvo. Sævar tjáði mér að þetta væri allt í lagi, skólinn hefði allan forgang og væri fullgild afsökun fyrir forföllum. Hann hvatti mig jafnframt að mæta sem fyrst. Sævar sagði hins vegar aldrei að skólinn væri einungis afsökun fyrstu tvo dagana og hann sagði heldur aldrei að ég yrði að mæta, ella yrði ég rekin úr landslið- inu. Þegar ég hringdi síðan í Magnús Tryggvason landsliðsnefndarmann, daginn sem mér var vísað úr landslið- inu, sýndi hann próflestri mínum eng- an skilning. „Þú hefðir getað lært fyrir prófíð í kennaraverkfallinu." Sannleikurinn er sá að ég lærði fyrir umrætt próf í verkfallinu eins og hin 13 prófin. Ummæli Magnúsar fínnast mér bera vott um mikinn hroka og gef lítið fyrir leiðbeiningar hans um námstækni. Af æfíngabúðunum er hins vegar það að segja að ég sá mér ekki fært að mæta þriðja daginn en kom síð- asta daginn. Víkjum þá að þeirri fullyrðingu Sævars að ég hafi æft illa eftir að ég var valin í landsliðið. Samkvæmt sundþjálfara mínum hafa þeir ekki gert svo mikið sem tilraun til að fá afrit af sundæfíngum mínum, hvað þá lyftingaæfíngunum. Þeir hafa ekki spurt nokkum skólafélaga minna eða annan á Laugarvatni sem líklegur er til að vita um æfíngaferðir mínar. Og fráleitt hafa þeir spurt mig hvem- ig ég hef hagað æfíngum mínum. Hvemig í ósköpunum getur hin al- vitra landsliðsnefnd SSÍ þá fullyrt nokkuð um að ég hafí æft illa? Eru nefndarmennimir skyggnir eða eru þeir kannski bara að heyja sitt einka- stríð gagnvart mér persónulega? Þess má geta að tveimur vikum fyrir brottför landsliðsins tók ég próf í sundi í íþróttakennaraskólanum. Þar synti ég eftir litla upphitun á tíma sem nægt hefði til sigurs á Smáþjóða- leikunum í 50 m skriðsundi. Kennar- inn minn, sem er einn af best mennt- uðu sundþjálfurum íslands, var vitni að þessu. Fullyrðing landsliðsnefndar SSÍ um að ég hafí æft illa er ekki byggð á neinum rökstuðningi heldur aðeins illgimi og öfund í minn garð. Nú er eins gott að stilla úrin rétt því Svisslendingarnir mæta 16. ágúst. ísland - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst sigurs á leikunum. Full- yrðing landsliðsnefndar SSÍ um að hún hafí æft illa sé því ekki byggð á neinum rökstuðningi heldur aðeins illgirni og öfund í hennar garð. Ég var rekin fyrir það sem öðrum leyfist Það er einnig einkennilegt við rökstuðning (sumir myndu segja rök- leysu) landsliðsnefndar SSÍ að á æf- ingabúðimar um páskana hafi verið skyldumæting og mér því borið að mæta hvað sem öllum prófum liði. Ég spyr nú bara eins og fávís fyrrver- andi landsliðskona. Hvers vegna voru þá íslensku sundmennimir tveir sem staddir vom í Bandaríkjunum og kom- ust ekki í æfíngabúðimar vegna skóla ekki reknir? Hvers vegna var íslenski sundmaðurinn sem var á Spáni og mætti ekki í æfingabúðimar ekki rek- inn? Hvemig stóð á því að tveir sund- menn að norðan fengu leyfi til að fara fyrr úr æfingabúðunum og vom ekki reknir fyrir vikið? Þessum spum- ingum hefur landsliðsnefnd SSI ekki treyst sér til að svara þótt oft hafí verið spurt. SSÍ á að starfa fyrir sundfólk en ekki á móti því Það er illa komið fyrir landsliðs- nefnd SSÍ þegar hún er farin að vinna gegn sundmönnum. Auðvitað eiga þeir tímar sem sundmenn synda á að ráða hveijir komast í landsliðið. En landsliðsnefnd SSÍ lætur hins veg- ar önnur atriði en hæfni sundmanna vega þyngra til þess að koma í veg fyrir að sundmenn með „rangar skoð- anir“ á stjóm SSÍ verði valdir. Sævar Stefánsson formaður landsliðsnefnd- ar SSÍ kom síðan rækilega upp um sig í símtali skömmu eftir brott- reksturinn. Hann sagði að ég ætti ekki að vera í landsliðshópnum sem fór á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg vegna þess að ég ætlaði að hætta í landsliðinu eftir leikana. Þegar Sævar og félagar fínna að tylliástæðan um meint agabrot heldur ekki fínna þeir sér bara einhveija nýja skýringu. Það er rétt að ég ætlaði að hætta eftir leikana en það breytir því ekki að tíminn sem ég synti á skömmu fyrir leikana hefði dugað til sigurs og auð- vitað á landslið íslands alltaf að stefna að því að ná sem bestum árangri á alþjóðlegum mótum. Ég lagði mig að minnsta kosti alla fram við æfingar til þess að geta staðið mig sem best fyrir íslands hönd, en því miður gerði stjóm SSÍ allt mitt erfiði að engu. Sundmenn - eruð þið tilbúnir að kyngja því að eiga það á hættu að verða reknir úr landsliðinu án sýni- legrar ástæðu? Áhugamenn um sund - treystið þið forystu Sundsambandsins til að efla veg sundíþróttarinnar þegar hún hefur sýnt af sér viðlíka vinnubrögð og óheilindi og lýst er hér að framan? Með von um að sundíþróttin eigi eftir að blómstra á komandi árum. Höfundur er fyrrvernndi landsliðsmndur í sundi. KIMATTSPYRIMA KNATTSPYRNA Ólafur efstur! - í einkunnagjöf Morgunblaðsins. „Það kitlar alltaf að fá góða dóma," segirólafur. Eftir Val. B. JóriQtansson ÓLAFUR Þórðarson hefur leik- ið best allra í 1. deildinni það sem af er keppni samkvæmt einkunnagjöf íþróttafrétta- . manna Morgunblaðins. Hann hefur hlotið samtals 13 M, eða tæplega tvö M að meðaltali í leik, sem þýðir að hann hafi leikið alla leikina sjö mjög vel. Hann er einnig markahæstur f deildinni ásamt Blikanum Ratislav Lazorik með sex mörk. Næstir á eftir Ólafi í einkunnagjöfinni eru Sigurður Jónsson úr ÍA og Páll Guð- mundsson úr Leiftri sem hafa fengið 10 M hvor. Skagamenn hafa fengið flest M allra liða í deildinni, eða 125 talsins. Eyjamenn koma næstir með 112 M og Leiftursmenn f þriðja sæti með 102 M. Vals- menn hafa hins vegar fengið fæst M, eða 69. * Olafur, sem er fyrirliði ÍA, verð- ur þrítugur á þessu ári og virðist sjaldan hafa verið í betri æfingu en nú. Hann hefur komið hvað mest á óvart með því að vera marka- hæstur í deildinni, en hingað til hefur hann ekki verið þekktur fyrir að skora mikið af mörkum. Hann hafði gert samtals 14 mörk í 120 deildarleikjum með ÍA fyrir þetta tímabil. Skagamenn hafa nú níu stiga forskot í deildinni og eru komnir vel á veg með að tryggja sér meist- aratitilinn þriðja árið í röð. Þegar Ólafi var tjáð að hann væri efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, sagði hann það ánægjulegt. „Það kitlar alltaf aðeins að fá góða dóma í fjölmiðlum. Einkunnagjöf fjölm- iðlanna er mikið rædd á meðal leik- manna og sitt sýnist hveijum eins og gengur.“ Jafnaði markamet sitt - Hvað segir þú um eigin frammi- stöðu, ert þú betri nú en áður? „Ég veit ekki hvað ég á segja um það. Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér það sem af er og ég get ekki annað en verið ánægður. Það kemur mér hins vegar á óvart hersu duglegur ég hef verið við að skora, ég kann enga skýringu á því. Ég hef einu sinni áður gert sex mörk á heilu keppnistímabilinu og það var þegar ég lék með Brann íNoregi. Núna er ég búinn aðjafna það met og vonandi á ég eftir að bæta það í þessum ellefu umferð- um sem eftir eru.“ - Nú ert þú að leika á miðjunni eins og áður, er það kannski meiri markagræðgi sem gerir það að verkum að þú skorar meira núna? „Nei, það held ég ekki. Ég lék reyndar sem framliggjandi miðju- maður í tveimur leikjum, en ann- Flest mörk skoruð í byrjun síðari hálfleiks FLEST mörkin í 1. deild karla eru skoruð í byrjun síðari hálfleiks, eins og kemur fram í tölfræðinni hér fyrir neðan. Þegar sex umferðir voru búnar var búið að gera alls 91 mark, 31 í fyrri hálfleik og 60 í þeim síðari. Á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks vom gerð 26 mörk, eða 28% allra marka í deildinni. Næst flest mörk eru gerð á síðasta stundarfjórð- ungnum, eða 20 mörk sem er 22% markanna. Eyjamenn hafa gert flest mörk allra liða í deildinni, 17 talsins og þar af 11 í síðari hálfleik. Vals- menn hafa hins vegar skorað fæst mörk, eða sex. Það er einnig athyglis- vert að KR-ingar hafa aðeins gert eitt mark af átta í fyrri hálfleik í leikj- um sínum. Hvenær eru mörkin sett? að sex umferðum loknum IA FH IBK Valur KR Fram UBK IBV UIVIFG Leiftur Samtals* % í fyrri hálfleik 6 3 2 2 1 1 2 6 4 4 31 34,1 1.-15. mín. 2 1 0 0 0 0 1 3 1 1 9 9,9 16.-30. mín. 1 1 1 0 0 0 1 2 1 1 8 8,8 31.-45 mín. 3 . 1 . 1 2 1 1 0 1 2 2 14 15,4 í seinni hálfleik 6 8 2 4 7 3 8 11 4 7 60 65,9 46.-60. mín 5 3 1 2 4 0 4 4 0 " 3 26 28,6 61.-75. mín. 1 2 0 1 1 2 1 3 iBHMBIM 2 14 15,4 76.-90. mín 0 3 1 1 2 1 3 4 3 2 20 22,0 Samtais 12 11 4 6 8 4 10 17 8 11 91 umferðir Aminningar og brottvísanir eft,rsi0 Keflavfk □□□□□□□□ 8 Keflvíkingar prúðastir Frammmmmmioai ÍBV □□□□□□□□□□□ 11 01 vaiurmmmmmmi2ii ÍA □□□□□□□□□□□ 11 □□ 2 Grindavík □□□□□□□□□□□□ 12 0003 Leiftur □□□□□□□□□□□□□□□□ 16 FH □□□□□□□□□□□□□□! 4 002 Breiðablik□□□□□□□□□□□□□□□□!6 01 25 KR□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ leikmenn sem berjast um stöðurnar ellefu í liðinu og í raun skiptir ekki máli fyrir liðið hveijir spila. Það sýndi sig vel í meistarakeppn- inni þegar við unnum KR-inga 5:0 og við vorum með fjéra leikmenn í banni. Það var samt einn besti leikur okkar á tímabilinu.“ Leiftur kemur á óvart - Hvað er það sem hefur komið þér mest á óvart það sem af er deildarkeppninni? - „Leiftursmenn hafa komið einna mest á óvart með góðri frammistöðu. Annars á gengi liðs- ins ekki að koma á óvart ef liðið þeirra er skoðað vel því það eru margir góðir einstaklingar í liðinu. Það hefur hins vegar komið mér meira á óvart hvað Fram og Valur hafa náð í fá stig. Þau eru í virki- legu basli. Eins bjóst ég við KR- ingum sterkari eins og ég sagði áður.“ Erfitt gegn Val - Nú leikið þið við botnlið deildar- innar, Val, á morgun, sunnudag. Hvernig leggst það í þig? „Þetta verður erfiður leikur. Þó svo að Valsmenn séu á botninum berjast þeir vel eins og þeir gerðu í bikarleiknum á móti Grindavík. Þeir fengu fullt af færum í þeim leik en tókst ekki að skora. Ég held að þetta sé spurning um það hvenær óheppni þeirra snúist upp í smá heppni. En eins og hefur sýnt sig eru Valsmenn brothættir um leið og þeir fá á sig mark.“ - Að lokum, hverju spáir þú um úrslit í hinum leikjunum í deildinni um helgina? „Ég á frekar von á því að KR vinni Breiðablik. Leikur Grindavík- inga og Eyjamanna^ í Grindavík verður hörkuleikur. Ég hallast þó frekar að því að Grindavík vinni þann leik því þeir hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. Þeir voru búnir að vera óheppnir fram að leikjunum tveimur við Val og ég held að þeir hafi fengið það sjálfstraust sem þarf. Framarar hafa verið á uppleið og ég held að þeir vinni FH-inga á mánudags- kvöld.“ STAÐAN 11. DEILD KARLA Sá besti og markahæsti ÓLAFUR Þórðarson, baráttujaxllnn úr ÍA, hefur lelkið manna best í 1. deild karla samkvæmt elnkunnagjöf íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Hann er einníg markahæstur ásamt Ratislav Lazorik úr Breiðabliki með sex mörk. Ólafur hafði fyrir þetta keppnistímabil aðeins gert 14 mörk í 120 delldarleikjum með ÍA. ars hef ég verið í minni gömlu stöðu á miðjunni.“ Vantar spennu á toppnum Óiafur sagði íslandsmótið búið að vera heldur daufara en hann átti von á fyrirfram. „Það hefði mátt vera meiri spenna á toppi deildarinnar. Við erum komnir með níu stiga forskot og það er eigin- lega allt of mikið þegar sjö af átj- án umferðum eru búnar. Það vant- ar meiri spennu og satt að segja er ekkert varið í mótið nema að minnst þijú lið séu að beijast um efsta sætið. Ég bjóst við KR-ingum sterkari og að þeir myndu veita okkur harðari keppni. Við reynum " auðvitað að halda okkar sigur- göngu áfram og erum því lítið að spá í önnur lið á meðan. Annars er enn mikið eftir af mótinu og kannski of snemmt að afskrifa önnur lið.“ Skagmenn sterkari en í fyrra - Telur þú að Skagamenn séu með betra lið en á síðasta keppnis- tímabili? „Já, ég er ekki frá því. Við erum með meiri breidd núna en í fyrra. Ungú strákarnir sem við vorum með í liðinu í fyrra eru núna orðn- ir árinu eldri og mun reyndari og það munar mikið um það. Strákar eins og Kári Steinn Reynisson, Pálmi Haraldsson og Stefán Þórð- arson eru reynslunni ríkari. Það vegur þungt að geta skipt inn leik- mönnum sem eru orðnir nokkuð þroskaðir í boltanum. Við erum með þrettán til fjórtan jafngóða HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelkir u j T Mörk u i T Mörk Mörk Stig ÍA 7 4 0 0 10:1 3 0 0 5:1 15:2 21 LEIFTUR 7 1 0 2 3:5 3 0 1 10:5 13:10 12 KR 7 3 0 1 6:3 1 0 2 2:4 8:7 12 KEFLAVlK 6 2 0 1 3:1 1 2 0 3:2 6:3 11 ÍBV 7 3 0 1 17:7 0 1 2 1:3 18:10 10 BREIÐABLIK 7 1 1 1 4:4 2 0 2 7:7 11:11 10 GRINDAVlK 7 1 1 2 7:8 1 0 2 4:4 11:12 7 FH 7 1 0 2 6:7 1 0 3 5:11 11:18 6 FRAM 6 1 1 1 1:4 0 1 2 3:8 4:12 5 VALUR 7 0 1 2 1:5 1 0 3 5:13 6:18 4 -uppskeran eftir sjö umferðir* 13 Ólafur Þórðarson, ÍA j m pá KNATTSPYRNA Páll Guðmundsson, Leiftri Sigurður Jónsson, IA Haraldur Ingólfsgon, ÍA Zoran Milkovic, IA Friðrik Friðriksson, ÍBV Ingi Sigurðsson, IBV Kári S. Reynisson, ÍA Marco Tanasic, Keflavík Gunnar Oddsson, Leiftri Kristinn Guðbrandsson, Keflavík Stefán Arnarson, FH Slebotan Milisic, Leiftri Þorsteinn E. Jónsson, Grindavík ' / / / / Birkir Kristinsson, Fram Hajreudin Cárdeaklija, Breíðabliki Hallsteinn Arnarson, FH Heimir Gúðjónsson, KR Hermann Hreiðarsson, IBV Kjartan Einarsíson, Kéflavík Kristján Finnbogason, KR. Leifur'Geir.-Hafstefnsson, IBV Miian Jarykovic, Grindavík Qlafur Adolfsson, IA Ólafur Gottskálksson, Keflavfk Ólafur ingóifsson, Grindavík . Ragnar Gíslason, Leiftri Rútur Snorrason, IBV Sigufbjörn Jakobsson, Leiftri Tfyggvi Guðmundsson, IBV Þorsteinn Guðjónsson, Grindavík Þorvaldur Jónsson,,Leiftri Þórður Þórðarson, IA // Keflavík og Fram hafa leikið fimm sex. liðanna í deildinni ÍA 125 Breiðablik 92 ÍBV 112 Keflavík 87 I Leiftur 102 | Fram 85 FH 96 Grindavík 73 KR 94 Valur 69 FOLK BARI hefur fengið portúgalska landsliðsmanninn Abel Xavier að láni frá Benfica, en hann hefur samning við félagið til ársloka 1996 og þá hefur Bari forkaups- rétt á þessum 22 ára gamla mið- vallarleikmanni. BORGARSTJÓRINN í Na- polí, Antonio Bassolino, biðlaði í gær til fyrirtækja og almennings í borginni um að reyna að bjarga knattspymuliði borgarinnar frá gjaldþroti. Napolí skuldar rúmar 350 milljónir króna og þarf félagið að verða sér úti um það fé fyrir 20. júlí. IAN Wright sóknarmaðurinn knái hefur endurnýjað samning sinn við Arsenal til tveggja ára, Wright hefur verið hjá Arsenal síðan 1991. Hann er annar leik- maður liðsins sem framlengir samning sinn því í síðasta mánuði endurnýjaði fyrirliði félagsins, Tony Adams, samning sinn við félagið. Svínn Stefan Schwarz er á hinn bóginn á förum frá félag- inu og er talið líklegt að hans leið liggi til Flórens á Ítalíu til að leika með Fiorentina. Reiknað er með að gengið verði frá þeim kaupum þegar á vikuna líður. Áður hefur Kevin Campbell gengið til liðs við Nottingham Forest. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur 2. deild karla: Árbæjarv.: Fylkir - Þróttur....14 2. deild kvenna: Egilsstaðav.: Höttur- KBS.....17 3. deild: Fjölnisvöllur: Fjölnir - BÍ....14 4. deild: Ásvellir: ÍH - Smástund........14 Ólafsvík: Vík. Ó. - Hamar......14 Sindravellir: Sindri - Huginn..14 Hofsósvöllur: Neisti H. - KS...14 Sunnudagur 1. deild karla: Akranes: ÍA - Valur............20 Grindavík: Grindavík - ÍBV.....20 KR-völlur: KR - Breiðablik.....20 1. deild kvenna: Kópav.: Breiðablik - ÍBA.......14 2. deild kvenna: Sindrav.: Sindri - Neisti D....16 4. deild: Ármannsvöllur: TBR - GG........17 Mánudagur 1. deild karla: Laugardalsv.: Fram - FH........20 2. deild kvenna: Kaplakr.: FH - Afturelding.....20 ■Gull og silfurmótið í knattspyrnu stúlkna fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Úrslitaleikir mótsins fara fram á morgun, sunnudag. Unglingamót Unglingalandsmót UMFÍ' fer fram á Blönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd um helgina. Hlaup Geysishlaup HSK fer fram á morg- un, sunnudag kl. 13.00. Hlaupnir verða 5 og 10 km um skemmtilega skógarstíga í landi Skógræktarinn- ar í Haukadal. Mæting í sundlaug Hótel Geysis kl. 12.00. Siglingar Þriðja stórkeppni sumarsins í sigl- ingum verður um helgina og hófs’ í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi Keppninni verður síðan framhaldic í dag og þá verður lagt upp fré Keflavíkurhöfn. Tennis Stórmót TFK í tennis fer fram á nýju tennisvöllunum í Kópavogi um helgina. Úrslitaleikirnir hefjast kl. 13.00 á morgun. Allir bestu tennis- spilarar landsins eru meðal þátttak- enda. Hjólreiðar íslandsmótið í fjallalijólreiðum 0£ bikarmót í götuhjólreiðum fer fran á Egilsstöðum um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.