Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C útÉfunbUútíb STOFNAÐ 1913 159.TBL.83.AKG. SUNNUDAGUR 16. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjaher geymdi kjarnorkuvopn á Grænlandi Deilt um vitneskju dönsku stjórnarinnar NIELS Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, greindi utan- ríkismálanefnd danska þingsins frá því á föstudag að Bandaríkjaher hefði geymt kjarnorkuvopn í flug- stöðinni í Thule á Grænlandi. Fyrir tveimur vikum sagði utanríkisráð- herrann að Bandaríkjamenn hefðu einungis flogið með kjarnavopn yfir danskt landsvæði. Á fímmtudag bárust dönskum stjórnvöldum hins vegar nýjar upp- lýsingar, þar sem það var staðfest að kjarnorkuvopn hefðu yerið geymd í Thule. Helveg Petersen segir við Berlingske Tidende að hann hafi beðið utanríkisráðherra Bandaríkj- anna að kanna málið fyrir sig er hann heimsótti Danmörku fyrir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Ræðum við Bandaríkja- stjórn HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að full samstaða hafi verið um það á íslandi að hér kæmu aldrei kjarnorkuvopn og al- gjört bann við því að kjarnorkuvopn færu hér um. Þetta mál hafi verið rætt margoft við bandarísk stjórn- völd. „Ég hef enga ástæðu til að ætla það að þetta hafi^ verið brot- ið," sagði Halldór. '„Eg trúi því ekki að íslenskir stjórnmálamenn hér áður fyrr hafi gefið þegjandi samþykki fyrir því, eins og hefur gerst í Danmörku." Halldór sagði Keflavíkurstöðina lengi hafa verið umdeilt mál í ís- lensku þjóðfélagi og honum þætti með ólíkindum ef þeir sem hafa stutt varnarsamninginn við Banda- ríkin, eða bandarískir aðilar, hafi viljað taka slíka áhættu í andstöðu við alla í íslensku samfélagi. Að sögn Halldórs hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að ræða þetta mál við bandarísk stjórnvöld. „Ekki vegna þess að við höfum ein- hverjar grunsemdir í þessu sam- bandi, heldur. til þess að hreinsa andrúmsloftið. Það er alveg ljóst að þó að eitthvað hafí gerst á Græn- landi, er af og frá, að ætla að það sama hafi gerst hér." skömmu. Bandaríkjastjórn hafi reynt að svara sem fyrst og því hafi fyrstu upplýsingar verið ófullnægjandi. Sprengjum komíð fyrir 1958 Nú er komið í ljós að kjarnavopn voru í tvígang geymd í herstöðinni í Thule. Fjórar sprengjur voru geymdar þar í átta mánuði árið 1958 og ári síðar komu Bandaríkjamenn þar fyrir 48 ósamsettum kjarna- sprengjum sem geymdar voru í Thule til 1965. Hart er nú deilt um það í Dan- mörku hvort kjarnorkuvopnunum hafí verið komið fyrir með vitneskju danskra stjórnvalda. Helveg Peters- en hefur lýst því yfir að Danir hafi engar upplýsingar fengið um málið á sínum tíma. Blaðið Politiken hefur hins vegar á laugardag eftir Hans Moller Kristensen, sem hefur um árabil stundað rannsóknir í skjala- söfnum bandaríska hersins í Wash- ington fyrir Greenpeace, að Danir hljóti að hafa samþykkt vopnin. Rannsóknir hans voru ein helsta kveikja þess að umræðan um kjarn- orkuvopn á Grænlandi hófst. Moller Kristensen segir að í NATO-sátt- mála frá 1957 sé kveðið á um að einungis megi koma fyrir kjarnorku- vopnum með samþykki þess ríkis, sem þau á að hýsa. „Einhvers staðar í skjalasöfnum danskra ráðuneyta leynist því samþykki Dana," segir Meller Kristensen. Grænlendingar reiðir Lars Emil Johansen, formaður græn- lensku landsstjórnarinnar, segir það vera skelfilegt að Grænlendingum hafi aldrei verið greint frá tilvist kjarnavopnanna. Ætlar hann að krefja dönsk stjórnvöld um skaða- bætur. Danska ríkisstjórnin ákvað á föstudag, með stuðningi Venstre og íhaldsflokksins, að láta Dönsku ut- anríkismálastofnunina (DUPI) kanna hverníg samskiptum danskra og bandarískra stjórnvalda varðandi kjarnorkuvopn var háttað á árunum 1945-1968. Á stofnunin, sem fær aðgang að öllum nauðsynlegum skjölum, að skila af sér skýrslu næsta vor. Nokkrir stjórnmálamenn og fræðimenn hafa látið í ljós efasemd- ir um hæfni stofnunarinnar til að fjalla um málið og benda á að ekki eru nema tvær vikur liðnar frá því að hún var stofnuð. Enn á eftir að skipa stjórn DUPI. Þá segir Poul Villaume, sagn- fræðingur við Kaupmannahafnar- háskóla, í samtali við Berlingske Tidende að einnig sé nauðsynlegt að kanna tímabilið eftir 1968. „Það er gagnrýnivert að könnunin nær einungis til tímabilsins fram til 1968. Afhjúpanirnar upp á síðkastið sýna einmitt fram á að ekkert er öruggt þegar kjarnorkuvopn eru annars vegar." Stjórnvöld miða við árið 1968 vegna þess að varnarsamningi Dana og Bandaríkjamanna var breytt það ár í kjölfar þess að sprengjuþota af gerðinni B-52 hrapaði á Græn- landi. Var sett inn málsgrein um að ekki yrðu geymd kjarnorkuvopn eða flogið með þau yfir Grænland án samþykkis Dana. Reuter LIÐSMAÐUR úr sveitum Bosníu-Serba gengur á milli húsa í bænum Srebrenica í leit að múslimum í felum. Lýst eftir tillögum Frakka BRESK stjórnvöld vísuðu í gær harðlega á bug ásökunum Frakka um að þau reyndu að halda uppi friðþægingarstefnu í málefnum Bosníu. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur krafist þess að gripið verði til hernaðaraðgerða til að bjarga múslimum á griðasvæðum SÞ í Sre- brenica, Zepa og Gorazde. Hefur Frakklands- forseti borið stefnu Breta saman við friðþæg- ingarstefnuna gagnvart Adolf Hitler áður en síðari heimsstyrjöldin hófst. Malcolm Rif- kind, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í sam- tali við breska útvarpið BBC á laugardag að það dygði skammt að hvetja t:l aðgerða í ræð- um. „Ef Frakkar teldu í raun að hernaðaríhlut- un myndi bjarga Srebrenica og Zepa væru franskar sveitir efalítið lagðar af stað þangað. Þær eru það ekki," sagði Rifkind. Breski utanríkisráðherrann sagði að breskir og franskir hermenn í Bosníu væru illa búnir til átaka rétt eins og aðrir friðargæsluliðar. Þeir hefðu enga skriðdreka sér til aðstoðar, ekkert stórskotalið og engin þungavopn. „Þeir hafa ekki burði til að halda til Zepa eða Sre- brenica," sagði Rifkind. Hann sagði að Chirac og John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefðu ræðst lengi við í síma á fóstudag. „For- sætisráðherrann spurði margsinnis hverjar væru tillögur Frakka. Hann fékk engin svör." Rifkind sagði að þrátt fyrir að menn kysu að kynna málin öðruvísi á opinberum vett- vangi hefði stefna Breta og Frakka verið sú sama í málefnum Bosníu undanfarin tvö ár. Charles Millon, varnarmálaráðherra Frakk- lands, ítrekaði í gær þá kröfu Frakka að ákvörðun um aðgerðir yrði tekin sem fyrst. Útvarpið í Sarajevo greindi í gærmorgun frá því að Bosníu-Serbar héldu uppi hörðum árás- um á Zepa úr öllum áttum, en þar búa um 15 þúsund múslimar. 10 Hvað varð um efnahagsbatann? islenskt lambakjöt í Ameríku 16 AÐEINS ÞAÐ BESTA ER NÓGU GOTT vœsRDTMavnanniF 1» A SUNNUDEGI ENSKA NÝBYGGDIN I . ........ ,-. IN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.