Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BAKSVIÐ um að sett skyldu takmörk á vald rannsóknardómaranna. Þessi ákvörðun kom í bakið á Berlusc- oni, því hann hafði vanmetið vin- sældir dómaranna og-það var lika einum of augljóst að hann var að reyna að vemda sig og fjölskyldu sína. En síðan þá virðist hagur Ber- lusconis heldur hafa vænkast, og kemur þar ýmislegt til. Fyrst ber að telja ringulreiðina sem nú er í ítölskum stjórnmálum. Þegar farið er að rannsaka mál rann- sóknardómara veit dasaður al- menningur ekki lengur hvaðan á sig stendur veðrið. Sumir hafa gengið svo langt að segja að ítal- ir séu einfaldlega orðnir þreyttir á allri þessari hreinskilni. Dálka- höfundur blaðsins la Repubblica sagði að siðvitund almennings hefði ekki reynst vera á eins háu stigi og talið var. Aætlun Berlusconis í viðureign- inni við dómarana í Mílanó er ákaflega einföld. Hann ætlar að grafa undan því trausti sem þeir njóta, áður en þeir gefa út tilkynn- ingu, sem frestað hefur verið til 20. september, um að hann skuli leiddur fyrir rétt, ásakaður um spillingu. Þeirra eigin sjálfumgleði og gamlar syndir, að viðbættum óhróðri, gefur Berlusconi byr und- ir báða vængi. Syndir andstæðinganna Auk alls þessa virðast pólitískir andstæðingar Berlusconis á vinstri vængnum gengnir í lið með hon- um, þótt líklega sé það óvart. Demókrataflokkur vinstri manna (PDS) hefur hvorki andæft störfum rannsóknardómaranna né lýst stuðningi við þau. í einkasam- tölum hafa leiðtogar flokksins hrósað dómurum á borð við Di Pietro, en bæta svo við að það sé kominn tími til að þeir hætti her- ferðinni gegn spillingu og láti af stjórnmálaafskiptum. Staðreyndin er sú, að PDS var ekki tandurhreinn stjórnarand- stöðuflokkur, heldur átti sinn hlut í gamla, spillta kerfinu. Þess vegna á flokkurinn nokkuð undir því að dómaramir haldi að sér höndum, ekki hvað síst vegna þess að flokksmenn eru sannfærðir um að þeir geti sigrað í næstu kosn- ingum. En þeir skyldu vara sig á því að vanmeta Berlusconi. Honum hefur lærst margt að undanförnu. Hann er ekki eins yfirlýsingaglað- ur og áður var, hefur lagt sig fram um að selja umdeildu sjónvarps- stöðvarnar sínar, og hefur tamið sér orðfæri þess manns sem vill miðla málum. Silvio Berlusconi er ekki af baki dottinn í ítölskum stjórnmálum. Antonio Di Pietro var oft í miklum ham í réttarsalnum, og naut mikilla vinsælda. Di Pietro var of viljugur að flytja fyrirlestra og ræður um hvernig beita ætti pólitískum leið- um til þess að sporna við spilling- arfaraldrinum. Hann og félagar hans létu leynilegar upplýsingar um þá sem grunaðir voru leka til dagblaða. Þeir tímasettu rann- sóknir sínar iðulega með það fyrir augum að vekja sem mesta at- hygli. Þannig var Berlusconi til- kynnt að rannsókn væri hafin á málum hans þar sem hann stýrði ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um skipulagða glæpa- starfsemi. Berlusconi bauð völd Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Di Pietro skyldi freist- ast til að reyna fyrir sér í pólitík. í þrjú ár bentu skoðanakannanir til þess að hann væri sá maður sem almenningur vildi helst að yrði forsætisráðherra. Berlusconi reyndi að fá dómarann inn í ríkis- stjórnina og bauð honum ráðu- neyti dómsmála og innanríkismála saman í pakka. Þegar forsætisráðherrann þá- verandi sá fram á að honum myndi ekki lánast að vinna hug dómar- ans með því að bjóða honum völd, reyndi hann að sverta mannorð hans. Fyrsta tilraunin, sem endaði illa, var tilskipun í ágúst í fyrra VEÐUR virðast tekin að skipast í lofti í hinni svonefndu uppreisn gegn spillingu í ítölsku stjórnmála- og viðskiptalífi. Meint illmenni eru komin í hlutverk fórnarlamba, og orðspor góðu mannanna virðist hafa flekkast. Fyrrum forsætisráðherra lands- ins, Silvio Berlusconi, segir að hann hafi orðið fórnarlamb fjár- málalögreglunnar þegar liðsmenn hennar knúðu miklar mútugreiðsi- ur út úr fyrirtækjum hans á árun- um rrtilli 1989 og 1991. Síðar á árinu þarf Berlusconi líklega að veija hendur sínar fyrir rétti vegna meintra mútugreiðsina, en hann virðist sannfærður um að almenn- ingsálitið sé á hans bandi, Hlutskipti ýmissa framámanna í tískuheiminum er svipað, og við- brögð þeirra einnig. Giorgio Ar- mani hefur verið ákærður fyrir að hafa mútað lögreglumönnum til þess að sleppa við skattgreiðsl- ur, og ber því við að lögreglumenn- irnir hafi krafist greiðslna en hót- að öllu illu að öðrum kosti. Hallar undan fæti hjá Di Pietro Fyrir hálfum mánuði mátti svo hetja „byltingarinnar ljúfu“, rann- sóknardómarinn Antonio Di Pietro, þola 18 klukkustunda yfirheyrslu vegna meintra óviðeigandi athafna. Átökin í ítölskum stjómmálum eru hörð, og eins og fréttaskýrandi The Wall Street Joumal Europe nefnir, virðast ítalir vera búnir að fá nóg af hreinskilninni. Það byijaði að syrta í álinn fyr- ir Di Pietro í desember í fyrra þegar hann sagði sig úr hinum svonefndu „hreinu höndum“, hópi rannsóknardómara sem einbeittu sér gegn spillingu í stjórnmálum og viðskiptalífi. Hann kvartaði þá yfir, of miklum áhrifum stjórn- málamanna á starfsemi hópsins, en nú virðist sem áhrifamenn hafi ýtt honum til hliðar. Svo virðist sem Di Pietro hafi verið beittur kúgun vegna óviðeig- andi athafna sem ef til vill mega teljast smávægileg. í fyrsta lagi mun Di Pietro hafa tryggt sér vaxtalaust lán að upp- hæð sem svarar til tæplega fimm milljóna íslenskra króna frá Gianc- arlo Gorrini, ættingja sínum sem er fyrrum tryggingasali. Di Pietro notaði peningana til þess að eiga hægara með að kaupa nýtt hús og Mercedes Benz, og endur- greiddi lánið 1994. Það var Gorr- ini, sá sami og bauð Di Pietro peninga að láni, sem gerði lög- reglu uppskátt um málið. I öðru lagi er Di Pietro gefið að sök að hafa aðstoðað vin sinn í lögreglunni við að endurgreiða spilaskuldir og komast til æðstu metorða í lögregluliði Mílanóborg- ar. Stærstu mistök Di Pietros var ósköp venjuleg hégómagimd. Eins og komist var að orði í dagblaði nokkru: „Hann var harðduglegur sveitaprestur sem var fengin krúna páfans en stóð ekki undir því.“ „Byltingin ljúfa“ er miskunnarlaus Bretar kaupa bandarískar Apache-þyrlur Frakkar segja þá hafa hafnað evr- ópskri samvinnu París, London. Reuter. FRÖNSK stjómvöld hneyksluðust á föstudag á þeirri ákvörðun Breta að kaupa 67 bandarískar herþyrlur af Apache-gerð fyrir fjóra milljarða dollara fremur en evrópsku Tiger- þyrluna, sem smíðuð er hjá fransk- þýskri samsteypu. Það eru McDonn- ell Douglas-verksmiðjurnar, sem smíða Apache-þyrluna, en GKN Westland-verksmiðjumar í Bretlandi verða helsti verktakinn við fram- leiðsluna. „Það er leitt, að Bretar skuli hafa beint kaupunum annað en til Evr- ópu,“ sagði Charles Millon, vamar- málaráðherra Frakklands, en Jacqu- es Chirac, forseti Frakklands, hafði sjálfur beitt sér fyrir því við John Major, forsætisráðherra Bretlands, að Tiger-þyrlan yrði fyrir valinu með tilliti til samvinnu Evrópuríkja um hergagnaframleiðslu. Henri Conze, yfirmaður hergagna- framleiðslunnar í Frakklandi, sagði, að Bretar væru augljóslega að úti- loka sig frá evrópsku vopnasamvinn- unni og benti á, að fyrr á árinu hefðu þeir keypt 25 Hercules-herflutninga- vélar frá Bandaríkjunum í stað þess að bíða eftir evrópsku flugvélinni. Sagði Conze, að afleiðingin yrði ein- faldlega sú, að Frakkar og Þjóðveij- ar ykju sína samvinnu enn frekar. Bretar eiga raunar hagsmuna að gæta i Tiger-þyrlunni þar sem Rolls Royce og British Aerospace tengjast smíðinni en það vó greinilega þyngra hve Westland-verksmiðjurnar fá mikii verkefni með Apache-kaupun- um. Auk þess vill breski herinn ekki annað en Apache, sem er betur búin vopnum en nokkur önnur herþyrla og sýndi sig og sannaði í Flóabar- daga. Reuter MICHAEL Portlllo, varnarmálaráðherra Bretlands, með líkan af Apaehe-þyrlu á blaðamannafundi. Annasamt hjá stríðsglæpadeild London. Daily Telegraph. BRESK stjómvöld hafa ákveðið að draga Siemion Serafinowicz fyrir rétt vegna stríðsglæpa í heimsstyij- öldinni síðari, en hins vegar munu sex aðrir Bretar ekki verða iögsóttir vegna meintrar aðildar að stríðs- glæpum nasista. Rannsókn var hafin á sama tíma á máli Serafinowiczs og sexmenning- anna, en ekki þóttu nægar sannanir liggja fyrir um þá síðamefndu. Stríðsglæpadeild lögreglunnar í London mun þó ekki sitja auðum höndum við svo búið. Þar vinna níu rannsóknarlögreglumenn, tveir sag- fræðingar, tveir lögregluþjónar og fímm aðstoðarmenn og nú eru þeir að kanna hvort forsendur sé fyrir því að höfða mál á hendur fjórtán grunuðum stríðsglæpamönnum. Starfsmenn deildarinnar hafa farið um víða veröld í leit að sönnunargögn- um, allt frá Úkraínu til Suður-Afríku. Deildin hefur rannsakað mál um 250 manna og útilokað þá. í janúar var tilkynnt að deildin myndi ekki fá meira fé úr hirslum ríkisins. Stuðn- ingsmenn hennar skárust þá í leikinn og lögreglan í London tryggði að ekki myndi skorta fé. Nú mun deildin ekki aðeins vinna að rannsóknum, heldur einnig aðstoða við málarekst- urinn á hendur Serafinowicz. f í í B í U i l: 1 1 L i < í c C ( Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.