Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GRIÐASVÆÐI SÞ Friðargæslusveitirnar hafa það hlutverk að gæta sex griðasvæða. Eitt er fallið og búast má við að Zepa og Gorazde, sem einnig eru í austurhluta Bosníu, verði næst, og jafnvel hefur verið leitt að því getum að atlaga verði gerð að Bihac við landamæri Króatíu. 90 úkraínskir hermenn gæta Zepa og er búist við að sá bær verði Serbum auðveld bráð. Gæslan í Gorazde er öflugri. Þar eru um 60 þúsund manns og þeirra gæta um 300 hermenn frá Bretlandi og Úkraínu. Sókn Bosníu-Serba Fall Srebrenica í hendur Bosníu- Serbum hefur valdið óvissu um framtíð annarra griðasvæða SÞ í Bosníu. Srebrenica: Allt að 40 þúsund Bosníumúslimar hafa leitað á náðir gæsluliða SÞ norðan við bæinn eftir að Bosníu-Serbar tóku hann. nytu ekki stuðnings bandamanna sinna, og eiga mætti von á að minnsta kosti einni skyndiárás. Millon hélt því fram að franski herinn væri þegar farinn að tryggja leið út úr Sarajevo með því að opna leið um Igman-íjall, sem reyndar er ekki í höndum Serba. Frakkar gera hins vegar ekki mikið upp á eigin spýtur. Fall Srebrenica færði mönnum í raun heim sanninn um það, sem lengi hefur verið vitað: að Serbar gætu tekið hin svokölluðu „griða- svæði“ ef þeim sýndist. Árangur þeirra kann að hafa komið ýmsum í opna skjöldu, en í stöðvum SÞ í Zagreb hafði verið varað við því að sókn væri í vændum um nokk- urt skeið. Andspyrna gegn Bosníu-Serb- um er ekki aðeins spurning um vilja Sameinuðu þjóðanna, heldur aðallega þeirra þjóða, sem lagt hafa liðsafla til friðargæslusveit- anna. REUTffl Sókn Serba í austurhluta Bosníu þjónar bæði áróðurs- og hernaðar- tilgangi. Her Bosníustjórnar hefur undanfarið sótt að Serbum um- hverfis Sarajevo. Fréttir af þessum átökum hafa verið óljósar, en þó er víst að Serbar hafa ekki þurft að gefa mikið eftir. Her Bosníu- Serba er hins vegar mun minni, en bosníski herinn. Serbar hafa aðeins 80 þúsund manns undir vopnum, en Bosníustjóm 140 þús- und. Mannfæð Serba er slík að sam- kvæmt heimildum Rogers Cohens, blaðamanns The New York Times er nú verið að safna liði í Belgrad og öðrum borgum „Júgóslavíu“ (Serbíu og Svartfjallalands) til að senda á vígstöðvarnar í Bosníu. Sigurinn í Srebrenica stappar því stálinu í her Serba þar sem hann á undir högg að sækja. Að auki myndu þeir ekki þurfa að hafa herlið við „griðasvæðin" ef þeir legðu þau undir sig og gætu beitt öllum herafla sínum þar sem sókn Bosníuhers mæðir þyngst á þeim. Einnig er búist við að Króatar láti brátt til skarar skríða til að hrekja Serba frá Krajina-héraði, sem liggur í Króatíu á milli Bosníu og Adríahafs. Bosníu-Serbar gætu þá einnig nýtt herafla sinn þar. Sókn Serba að griðasvæðunum í austurhluta Bosníu ber því einnig vitni að þeir vilji knýja fram lausn sem fyrst, hvort sem það er með valdi eða samningum, því að nú eru peningar og vopn farin að streyma til stjórnarinnar í Sarajevo, þótt ekki sé í jafnmiklum mæli og yrði vopnasölubanninu aflétt. Srebrenica, Zepa og Gorazde eru á því svæði, sem liggur að Serbíu, og með því að leggja þá bæi undir sig myndi valdasvæði Bosníu-Serba ná að Sarajevo. Serbar gætu jafnvel verið reiðu- búnir til að gefa eitthvað eftir fyr- ir vestan Sarajevo til að halda þeirri stöðu. Upphaf griðasvæðanna Bosníu-Serbar hafa nú tryggt fótfestu sína í austurhluta Bosníu nokkuð rækilega. Fyrir árið 1992 voru múhameðstrúarmenn rúm- lega helmingur íbúa í flestum stærri borgum norðausturhluta Bosníu. 40 þúsund múhameðstrú- armenn bjuggu í Srebrenica og þegar Serbar hófu „hreinsanir" í nærliggjandi bæjum skömmu eftir að stríðið hófst í apríl 1992 flúðu margir þangað. í mars árið 1993 kom franski herforinginn Philippe Morillon, þáverandi yfirmaður friðargæslus- FÁNI Serba blaktir við hún á húsi Sameinuðu þjóðanna í Srebrenica. 50 kn Her Bosníu- Serba I Hersveitir stjórnar I Bosníumúslima Zepa: fregnir herma að Bosníu- Serbar geri harða atlögu að bænum. GÖMUL kona flýr Srebrenica með eigur sínar í poka á höfðinu. Hollenskur friðargæslumaður fylgist með. Reuter Niðurlæging Vesturlanda sagt að hraðlið NATO myndi láta þá í friði og bann við þungvopnum umhverfis Sarajevo hefur reynst haldlítið. Fall Srebrenica hefur endanlega sýnt fram á skipbrot þessarar friðþægingarstefnu. Fall Srebrenica 30.000 flóttamenn voru í Sre- brenica og 400 hollenskir friðar- gæslumenn áttu að gæta þeirra. Þeir gátu hins vegar engar varnir veitt þegar Bosníu-Serbar tóku bæinn Srebrenica á miðvikudag. Serbarnir hófu þegar að flytja fólk brott úr bænum og á fimmtudag tóku að berast fréttir af því að konum hefði verið nauðgað og ungir karlmenn teknir afsíðis í leit að „stríðsglæpamönnum“. Vitni kváðust hafa heyrt skothvelli, en einnig var hermt að þeim hefði verið safnað saman á íþróttavelli. Vesturveldin höfðu uppi hótanir meðan á sókn Serba að Srebrenica stóð. Tvær loftárásir voru gerðar til að stöðva þá, en aðeins einum skriðdreka var grandað og Serbar létu sér fátt um finnast. Hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að þriðja loftárásin yrði gerð af ótta við að Serbar myndu taka af lífi 30 hollenska gísla, sem þeir höfðu á valdi sínu. Eftir þennan sigur Serba verður spurningin: Hver er tilgangurinn með veru friðargæslusveita Sam- einuðu þjóðanna (UNPROFOR) í Bosníu? Tveir kostir: harka eða brottför Málið hefur verið lagt upp þann- ig að um tvo kosti sé að ræða: beita aukinni hörku eða hypja sig. Frakkar gáfu í skyn með úrslita- kostum sínum á föstudag að þeir væru reiðubúnir til að beita herliði sínu. Fréttaskýrendur Reuter höll- uðust að því að Frakkar myndu standa við stóru orðin, þótt þeir Fall bæjarins Sre- brenica í hendur Bos- níu-Serbum er niður- læging fyrir Vesturlönd og friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna. Serbum hefur vaxið ásmegin við hina litlu fyrirstöðu og sækja nú að næsta griðasvæði. Karl Blöndal skoðar stöðuna og tillögur um viðbrögð. AÐ SKAL enginn segja mér að Serbum verði leyft að stjórna Evrópu,“ sagði Charies Millon, varnarmálaráðherra Frakka, skömmu eftir að hann gaf bandamönnum 48 stunda frest á föstudag til að taka ákvörðun um það hvort Vesturlönd eigi að grípa til hernaðaraðgerða til að stöðva árásir Serba á griðasvæðin í norð- austurhluta Bosníu. Friðþægingarstefna Vesturlanda Viðbrögð við þessum orðum voru dræm og sennilega hafa Serb- ar ekki verið ýkja skelfdir. Á föstu- dag kváðust þeir hafa umkringt griðasvæðið Zepa og krafist þess að úkraínsku friðargæsluliðarnir þar létu af hendi vopn sín ef þeir vildu ekki verða teknir með valdi. Undanfarin tvö ár hefur stefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í raun miðað að því að friðþægja Serba. Þegar Warren Christopher, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi að fá vopnasölubanninu á Bosníu aflétt og lagði til að Bosníu- her yrði hjálpað úr iofti meðan hann vopnaðist lögðust Evrópuríki gegn honum. Stefna Evrópuríkja var að halda banninu, beita hlut- lausum friðargæslusveitum og senda hjálpargögn og Bandaríkja- menn hafa leyft þeim að hafa for- ystu í þessum málum síðan. Þessi stefna gaf Serbum í raun kost á því að fara sínu fram. Frið- aráætlun Cyrusar Vance og Davids Owens árið 1993 og einnig sú, sem lögð var fram árið 1994, voru báð- ar samþykktar í Sarajevo þótt þar væri í raun verið að staðfesta „þjóðernishreinsanir" Serba. Serb- ar höfnuðu þeim báðum. Serbar hafa tekið 300 liðsmenn Samein- uðu þjóðanna í gíslingu, þeim var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.