Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sönglagið í öndvegi Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundar- son hafa í fyrsta sinn í sameiningu sett sam- an efnisskrá sem inniheldur eingöngu íslensk sönglög. Verður hún kynnt í Listasafni ís- lands á mánudagskvöld. Orri Páll Ormars- son tók hús á listafólkinu sem býr sig jafn- framt undir Bandaríkjaferð, Morgunblaðið/Þorkell SIGRUN Hjálmtýsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanó- leikari eru á leið til Princeton í Bandaríkjunum þar sem þau munu efna til tónleika í Westminster Choir College 27. júlí. SÖNGLAGIÐ hefur löngum yljað íslensku þjóðinni um hjartaræturn- ar. Sigrún Hjáimtýsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari eru þar engin undantekning og á mánudagskvöld votta þau þessu vinsæla listformi virðirigu sína á tónleikum í Listasafni Islands, en á efnisskránni verða eingöngu ís- lensk sönglög. „Við ætlum að sýna hvað íslensk sönglagagerð hefur upp á að bjóða. Það er auðvitað erfitt að velja úr þijú til fjögur þúsund lögum, en ég held að mér sé óhætt að segja að þetta sé þverskurðurinn af ís- lenskri sönglagalist,“ segir Diddú, en á efnisskránni eru lög eftir mörg af ástsælustu tónskáldum þjóðarinnar í gegnum tíðina. Diddú hefur ekki í annan tíma haldið tónleika þar sem íslenskt efni er allsráðandi og flest laganna hefur hún aldrei flutt opinberlega. „Þau eru vandmeðfarin, þessi ein- földu, fallegu lög. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir þeim en maður verður að hafa vissan þroska til að geta flutt þau. Ég held að það sé fyrst núna sem ég hef burði til að flytja þessi lög vel.“ Vel menntað söngfólk Jónas talar í sama anda. „Ég held að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Það er til feikilega mikið af íslenskum sönglögum, enda höfum við alltaf átt góð tónskáld og textahöfunda. Þá spillir það ekki fyrir að við eig- um fjöldan allan af góðu og vel menntuðu söngfólki sem er reiðu- búið að læra eitthvað nýtt.“ Mörg laganna sem óma munu um ljstasafnið á mánudagskvöld eru íslendingum að góðu kunn, enda samofin menningu þjóðarinn- ar. Diddú segir hins vegar að ýmis- legt óvænt hafi komið upp úr dúrn- um þegar hún fór að kynna sér nóturnar. „Mörg af þessum lögum hafa ekki alltaf verið sungin ná- kvæmlega eins og tónskáldin skrif- uðu þau, enda sungu söngvararnir þau með sínu nefi. Þetta er eins og með þjóðlögin; þau breytast þegar þau eru sungin mann fram af manni. Það er bara sjarmer- andi, en ég ætla samt að syngja þau eftir nótunum." Tónleikarnir í Listasafni íslands tengjast ferð Diddúar og Jónasar til Princeton í Bandaríkjunum, þar sem þau gangast fyrir tónleikum í Westminster Choir College 27. júlí næstkomandi. Eru þeir liður í menningarsamskiptum þjóðanna, en nýverið sóttu sópransöngkonan Ellen Lang og píanóleikarinn Nic- holas Mastripolito ísland heim. Diddú segir að tilgangurinn sé að kynna íslensk sönglög fyrir Bandaríkjamönnum. Hún er hvergi bangin þótt efnisskráin sé alís- lensk, enda hefur hún orð Ellenar Lang, sem kennir við Westminster Choir College, fyrir því að Bandá- ríkjamenn séu alltaf spenntir fyrir tónlist frá framandi slóðum. „Það verður gaman að sjá hvernig okkur verður tekið og auðvitað fer ég með nótur með mér ef einhver skyldi hafa áhuga.“ Ákjósanlegur vettvangxir Tónleikarnir eru liður í sumar- starfi Westminster Choir College, sem samanstendur af námskeiðum og tónleikum. Skólinn er virtur á sínu sviði og leggur fjöldi kunnra tónlistarmanna leið sína þangað árlega til að flytja fyrirlestra og spila á tónleikum. Skólinn ætti því að vera ákjósanlegur vettvangur til að koma íslenskri sönglagalist á framfæri. Diddú mun „að sjálfsögðu" syngja á íslensku, en í tónleika- skránni verður að finna enskar þýðingar Rutar Magnússon tón- listarkennara í Reykjavík á textun- um. Sumir eru sönghæfir á ensku en aðrir þýddir efnislega. Rut hefur um langt árabil feng- ist við þýðingar af þessu tagi. Seg- ir hún vinnuna skemmtilega, enda séu textar sem þessir oft á tíðum góð lýsing á landi og þjóð. „Síðan er þetta liður í kynningu á íslensk- um sönglögum, en þau verða mun aðgengilegri fyrir útlendinga þegar búið er að þýða textana yfir á ensku,“ segir Rut og Jónas tekur í sama streng. „íslensk sönglög hafa alltof mikið verið frátekin fyr- ir íslenska flytjendur vegna tungu- málsins. Hvers vegna ættum við ekki að gera erlendum söngvurum auðveldara um vik að spreyta sig á þeim?“ Tíbet Evrópu • • Oðruvísi- landið Norðmenn hafa vakið heimsathygli fyrir sagnabókmenntir, nú síðast Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder. En Norðmenn hafa líka átt og eiga merk ljóðskáld. Tvö helstu skáld Norðmanna, Rolf Jacobsen og Olav H. Hauge, létust í fyrra. Jóhann Hjálmars- son veltir fyrir sér hvort Noregur sé land án skálda eftir fráfall þeirra. NORSKA skáldið Rolf Jacobsen orti ljóð sem hann kallaði Öðruvísi- landið. Ljóðið hefur öðlast nýtt líf vegna Evrópuumræðu, ekki síst í fyrra þegár Norðmenn gengu til kosninga um þátttöku í Evrópu- sambandinu. í ljóðinu verður Nor- egur Tíbet Evrópu þar sem fólk hnappast saman í þröngum dölum lengst í norðri. Einmanakenndin er ágeng á þessu þögula og næst- um endalausa hálendi sem minnir á hugsanir fólksins. Þetta ljóð er rifjað upp í sænska tímaritinu Lyrikvánnen (1-2 1995) sem helgað er ljóðlist Öðruvísi- landsins. Brautryðjendur og meistarar Rolf Jacobsen var 86 ára þegar hann lést í febrúar 1994. Á hann var þá litið sem eitt helsta skáld Norðurlanda. Fyrsta bók hans, Jord og jern, kom út 1932. Bókin var ekki síst merkileg fyrir það að í henni var ort í frjálslegum stíl um veruleik borgar og efni sem áður þóttu ekki skáldleg. Hann hreifst af tækni nútímans, en varar samt við fylgifiskum hennar með ljóða- bókum sínum á sjötta áratugnum. Síðasta ljóðabók Jacobsens var Nattáþent (1985), en hún hefur komið út í átta útgáfum í saman- lagt 16.400 eintökum. Vinsældir bókarinnar koma á óvart, en skýr- ingin getur verið sú að þetta er persónulegasta bók Jacobsens, í henni yrkir hann um harm sinn eftir lát eiginkonunnar, Petru. Olav Hákonson Hauge, sem lést í maí 1994, 85 ára, ól allan aldur sinn í Ulvik í Harðangursfirði og fékkst við garðyrkju. Fyrsta bók hans var Glor i oska (1946). Hauge orti á nýnorsku. I fyrstu bókunum yrkir hann yfírleitt hefðbundið, en kynni hans af kínverskum skáld- skap í þýðingu Arthurs Waleys og evrópskum og bandarískum skáld- skap urðu til þess að hann skipaði sér framarlega í fylkingu módem- ista. Sjálfur var Hauge rómaður Ijóðaþýðandi. Rolf Olav H. Gunvor Hofmo Jacobsen Hauge (1946) Með hnitmiðuðum náttúruljóðum sínum sem oft eru persónuleg getur hann minnt á ís- lensk fomskáld. Orðið hversdagsraunsæi er ekki út í bláinn, en það notar Jan Erik Vold um skáldskap Hauges. Vold er meðal yngri skálda sem lærðu af Hauge. Endurmat Ernst Orvil lést 1985, 87 ára. Hann var skáldsagnahöfundur og ljóðskáld, afkastamikill og einkum dáður á síðari árum fyrir ljóð sín þegar farið var að endurmeta framlag hans. Það endurmat fer enn fram og honum í hag. í Ly- rikvánnen er honum skipað á bekk með Rolf Jacobsen og Olav H. Hauge. Eldra skáld sem líka hefur fengið sína uppreisn síðustu ára- tugi er Gunvor Hofmo (f. 1921) sem þótti eftirtektarvert skáld á árunum 1946-55, en þagði síðan í sextán ár uns hún fór að senda frá sér bækur að nýju. Síðan hef- ur hún bætt við fimmtán ljóðabók- um og kom síðasta þeirra Epilog út í fyrra. Hofmo glímir sem fyrr við efni eins og tilvist og fjarlægð Guðs í ljóðum sínum. Ekki síst nú er ástæða til að undrast af- skiptaleysi Guðs að dómi skáld- konunnar. Lifandi hefð og margbreytileiki Val skálda til kynningar í Lyrik- vánnen er ávöxtur samvinnu þeirra Jan Eriks Volds og Jan Olov Ull- éns, en þeir ferðuðust um Noreg og tóku skáld tali á vegum sænska útvarpsins. Ullén er dagskrárgerð- armaður þar. Tilgangur þeirra er meðal ann- ars að spegla lifandi norska hefð og sýna margbreytileik þess skáld- skapar sem nú er áberandi. Undan- skilin eru skáld eins og Stein Mehr- en, Paal-Helge Haugen og fleiri sem komið hafa út í sænskum þýðingum. Jan Erik Vold er sjálfur meðal kunnari skálda Noregs og á eitt langt ljóð í heftinu. Það fjallar meðal annars um vetrarólympíu- leikana og ástandið í Júgóslavíu: Flugvöllurinn í Tuzla er lokaður. Landsbókasafnið í Sarajevo er í rúst undir snjónum. Einar Okland (f. 1940) er eitt þeirra skálda sem vaxa, sýnishorn ljóða úr nýjustu bók hans Heile tida heile tida (1994) sanna það. Eitt ljóðanna fjallar um skáld sem dreymir um að skrifa bók sem menn beri á sér, í vasanum eða í huganum og séu einhuga um að í henni sé að finna svör við öllum hlutum. í þessari bók finna menn sjálfa sig og að lokum veit enginn neitt um höfundinn, hver hafi sett bókina saman. Best væri að höf- undurinn sjálfur ætti ekki einu sinni til svar við þeirri spurningu. Ai-vid Torgeir Lie (f. 1937) er með í úrvalinu þrátt fyrir að hann hafi dregið sig mjög í hlé, búi af- skekkt og standi utan við allar stefnur. Hið sérkennilega áhrifarí- ka ljóð um móður hans á dánar- beði heldur enn gildi sínu og enn efast maður um eins og höfundur- inn sjálfur að nota megi orð eins og Húrra móðir í þessu sambandi. Rætur í Afríku Meðal yngstu skálda í heftinu er Bertrand Besigye (f. 1972), en hann fluttist fimm ára frá Úganda til Noregs með foreldrum sínum. Besigye hefur ekki það útlit sem maður tengir við dæmigert norskt skáld, en kannski endurnýjar hann að einhverju leyti norska ljóðlist. Besigye er mælskt skáld, orðmarg- ur eins og afrískir og bandarískir lærimeistarar hans, Walt Whitman og Allen Ginsberg. Besigye hefur aðeins sent frá sér eina bók. Titilinn er góður: Og du dor sá langsomt at du tror du lever (1993), en fyrir hana fékk hann byijendaverðlaun Taijei Vesaas í fyrra. Skáld eiga ekki bara að vera í umræðunni vegna verðlauna, það eru ekki alltaf bestu skáldin sem eru verðlaunuð. En hér er greinilega skáld á ferð. Cathrine Grondahl (f. 1969) og Ellen Einan (f. 1931) eru ásamt Gunvor Hofmo kjörnir fulltrúar skáldkvenna. Hin fyrrnefnda býður Arthur Rimbaud upp í dans og sú síðarnefnda kveðst yrkja á sjálf- virkan hátt. Hún festir á blað það sem henni berst annars staðar frá, kannski að handan. Kynning norskrar samtímaljóð- listar í Svíþjóð gefur vissulega ekki óumdeilanlega mynd af því sem er að gerast í norskri ljóðlist. Meðal höfunda sem undirritaður saknar er Knut Ödegárd, en síð- ustu tvær Ijóðabækur hans, Kinomaskinist (1991) og Buktale (1994), eru til marks um að norsk ljóðlist er öflug og fer óhikað inn á nýjar brautir. Það er engin ástæða til að ætla annað en norsk skáld taki upp merki Rolfs Jacobsens og Olavs H. Hauge og eigi þannig erindi langt út fyrir hina þröngu dali Öðruvísilandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.